Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. apríl 1954 MORGVNBLAÐIÐ 11' » Eyfirzkir bændur eiya inii \l þús, tunnur af óseldunv kartöflum AKUREYRI, 2. apríl. IGÆRKVÖLDI var haldinn hér fundur í Bændafélagi Eyfirð- inga, en það félag var stofnað 26. jan. s. 1. Var umræðuefni i'undarins sölu- og framleiðsluhorfur og verðlag landbúnaðar- afurða. — EINKUM RÆTT UM KARTÖFLUOFFRAMI.EIÐSLU Árni Jónsson tilraunastjóri hafði framsögu um framleiðslu Sandbúnaðarins og ræddi í því sambandi allar greinir búskap- arins. Síðan hófust almennar um- r æður, og var í þeim mest rætt lum kartöflurnar, offramleiðslu jþéirra á síðasta ári og söiutregðu !>á, sem nú er á þessari vöru. — Upplýst var á fundinum, að hér í Eyjafirði liggja nú allt að 12 |)ús. tunnur óseldar, og er þá ekki talin með framleiðsla Sval- barðsstrendinga, en þeir eru sem kunnugt er mestu kartöflufram- leiðendur hér um slóðir. Að lokum ræddi fundurinn inn flutning nautgripa af holdakyni <og gerði ályktun í því efni. Fara hér á eftir tvær ályktanir, er fundurinn gerði, sú fyrri um kartöflur og hljóðar svo: ENGINN MARKAÐUR FYRIR 30—40 ÞÚS. TUNNUR „Áætlað er, að víðs vegar um 3and liggi 30—40 þús. tunnur af söluhæfum matarkartöflum, sem enginn markaður er fyrir í land- inu til manneldis. Telur fundur- inn brýna þörf á því, að nú þeg- ar verði gerðar opinberar ráð- stafanir til þess að fyrirbyggja eyðileggingu á þessum verðmæt- um. Nauðsynlegt er, að nú þegar verði safnað nákvæmum upplýs- ingum um allar birgðir svo að öruggt yfirlit fáist um hvað ligg- ur óselt. Ennfremur er brýn nauð syn á, að hert sé á eftirliti með allri sölu á matarkartöflum, svo að á markaðnum sé ekki annað en það, sem heimilt er að selja. Rétt þykir að benda á, að þegar hætt er niðurgreiðslu á kartöfl- um, kom það harðast niður á þeim framleiðendum, sem farið hafa eftir áeggjan ráðamanna þessara mála, að geyma upp- skeru sína heima. Skorar fundur- inn á ríkisstjórnina að leiðrétta þetta misrétti, og greiða niður allar söluhæfar kartöflur hjá þeim bændum, sem ekki hefur áður verið greitt niður hjá. Vænt ir fundurinn fyllsta stuðnings stjórnar stéttarsamtaka bænda, framleiðsluráðs landbúnaðarins og Grænmetisverzlunar ríkisins í þessu máli.“ Fundurinn gerði ennfremur svofellda ályktun varðandi naut- griparækt: „Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til stjórnar SNE, að hún sæki nú þegar um inn- flutning nautgripa af holdakyni fyrir sæðingarstöðina til einblend ingsræktar.“ Þennan fund bændafélagsins sátu um 100 manns, og var hann hinn fjörugasti og stóð fram á nótt. — Vignir. Ferming á morgun í Laugarneskirkju, sunnudaginn 4. apríl kl. 2 e. h. (Séra Garðar Svavarsson) Stúlkur: Erla Soffía Guðmundsdóttir, Laugateig 5. Finnleif María ÍSigursteinsdóttir, Gerði, Blesugróf. Gerður Guðvarðsdóttir, Laugar- nescamp 34 A. Guðný Edda Gísladóttir, Hraun- teig 22. Guðný Leósdóttir, Grensásveg 3. Helga Ármannsdóttir, Miðtúni 48. Hulda Kröyer, Hraunteig 24. Ingibjörg Jónsdóttir, Laugav. 28D Kristbjörg Inga Magnúsdóttir, Árbæjarbl. 60. Lilja Ólafsdóttir, Höfðaborg 13. Margrét Jóna Magnúsdóttir, Hofteig 4. Ólafía Solveig Jónatansdóttir, Efstasundi 71. Sigurbjörg Sveinsdóttir, Hæðargarði 28. Sólrún Björnsdóttir, Sigtúni 21. Drengir: Ásmundur Valur Sigurðsson, Skúlag. 70. Björn Sævar Ólafsson, Laugateig 26. Halldór Einarsson, Hjaltested, Langholtsv. 149. Haraldur Schiöth Haraldsson, Höfðaborg 33. Hilmar Jakobsson, Höfðaborg 16. Jónas Ástráðsson, Laugateig 7. Magnús Hákonarson, Laugarnes- veg 64. Pétur Trausti Borgarsson, Réttarholtsveg 28. Sigursveinn Hauksson, Höfðaborg 89. Sveinn Björnsson, Sigtúni 21. Sverrir Sveinsson, Hæðargarði 28 ffá í Laugarneskirkjn sunnudaginn 4. apríl kl. 10.30 síra Árelíus Níelsson. Agnar Þór Höskuldsson, Máva- hlíð 22 Auðunn Björnsson, Dalshúsi v/ Breiðholtsveg Bjarney Kristjánsdóttir, Steina- gerði 3 Björg Sigurðardóttir, Suðurlands braut 88 / Diijá Sjöfn Pálsdóttir, Snæfeld, Mávahlíð 22 Eyjólfur Axelsson, Nökkva- vogi 29 Guðmundur Vignir Þórðarson, Langholtsvegi 87 Guðrún Jónsdóttir, Bræðraparti v/ Engjaveg Guðrún Matthíasdóttir, Snekkju- vogi 21 Gunnar Finnsson, Barðavogi 36 Gunnar Bergþórsson, Nökkva- vogi 1 Gunnar Helgi Jóhannsson, Lang- holtsvegi 35 Hulda Haraldsdóttir, Hólm- garði 20 Ingileif Örnólfsdóttir, Skipa-^ sundi 19 Jón Frímannsson, Ósi v/ Snekkju vog Jónína Hafsteinsdóttir, Kambs- vegi 33 Kristjana Sæmundsdóttir, Nökkvavogi 9 Laufey Magnúsdóttir, Efsta- sundi 34 María Guðmundsdóttir, Efsta- sundi 15 Ólöf Guðrún Höskuldsdóttir, Mávahlíð 22 Ríkarð Kristjánsson, Bræðra- tungu Rúnar Jónsson, Skúlagötu 76 Sigfús Sigurgeirsson, Langholts- vegi 58 Sigfríð Sigurðardóttir, Suður- landsbraut 88 Sigríður Hanna Gunnarsdóttir, Langholtsvegi 88 Stefán Bjarni Hjaltested, Karfa- vogi 43 Sveinn Þórir Hauksson, Lang- holtsvegi 154 Þórður Bjarkar Árelíusson, Snekkjuvogi 15 Ölver Skúlason, Langholtsv. 198. Áíhugasemd Herra ritstjóri! VEGNA ummæla í blaði yðar 26. f. m. undir fyrirsögn: „Hálaun- aður uppeldisfræðingur borinn út fyrir slæma umgengni“ óska ég eftir, að þér birtið eftirfar- andi leiðréttingu. I niðurlagi greinarinnar segir: „Sannleikurinn í þessu máli er, að hann hefur um árabil fengið fjárveitingu frá Alþingi „til rannsókna" (sic), sem nemur á hverju ári á annað hundrað þús- und krónum, fyrir utan önnur laun“. Blaðið mun eiga við rann- sóknir á greindarþroska íslenzkra skólabarna, sem ég ásamt fleiri sálfræðingum hef unnið að um nokkur ár undir stjórn mennta- málaráðuneytisins. Skv. upplýs- ingum, sem Ríkisbókhaldið hefur látið mér í té voru greiddar til rannsókna þessara árið 1953 þessar upphæðir: Kr. 1. Laun forstöðumanns dr. M. Jónassonar og aðstoðarmanns Jónasar Pálssonar 88.885,60 2. Ávísað til forstöðu- manns til skrifstofu- halds .............. 32.000.00 3. Trygginfargjöld . .. 2.343.50 123.229.10 Liður 2, skrifstofukostnaður, skiptist þannig: Kr. 1. Aðkeypt vinna við rannsóknir ......... 18.542.90 2. Ræsting og hrein- lætisvörur .......... 3.909.75 3. Ferðakostnaður við rannsóknir .......... 1.172.00 4. -Bifreiðakostnaður .. 610.75 5. Sími, ritföng, burð- argjöld o. fl........ 3.030.81 6. Erlendar bækur og tímarit ............. 1.662.50 7. Endurgreidd fyrir- framgreiðsla frá ári 1952 ................ 4.000.00 32.928.75 Það skal tekið fram, að greiðsl- ur umfram laun, ákveðin í launa- lögum, hafa hvorki runnið til forstöðumanns né aðstoðarmanns hans. Að öðru leyti er það mál, sem blað yðar gerir að umtals- efni, einkamál, sem orðið hefur blaðamál án minnar vitundar og ég óska ekki að ræða hér. Reykjavík, 1. apríl 1954. Matthías Jónasson. - „Eigi veldur sá,.. Framh. af bls. 7. vegað stofnuninni gott og varan- legt húsnæði í Iðnskólanum nýja. Ég vona að hinni nýskipuðu nefnd takist að slétta svo yfir mistök Iðnaðarmálanefndar í þessu máli, að tæknistofr.un iðn- aðarins fái á sig rétta sköpun, trausta undirstöðu, réttláta iðila, fulltrúa iðnaðarins, svo öllum megi að gagni koma. Einnig vona ég, að llt þetta gönuskeið Páls verði honum sjálfum lærdóms- ríkt, því að kappsfullur er mað- urinn, þótt eigi hafi hann verið forsjáll að sama skapi í þessu máli. Páll ætti að kynna sér bet- ur og læra að meta og skilja, að undirstaða alls fullkomins iðn- aðar er velmenntaðir iönaðar- menn, af þeim sökum verður Páll S. Pálsson að fella sig við, hvernig sem honum líkar það, að í traustri og réttbyggðri tækni- stofnun iðnaðarins verður héðan af ekki gengið fram hjá heild- arsamtökum iðnaðarmanna, en afstaða iðnaðarmanna e: skýrt mörkuð í fyrri grein imnni, er því óþarft við að bæta. Að endingu þessi orð: Stofn- unina á að byggja upp eftir lýð- ræðisreglum, til þess að hún verði allri þjóðinni til gagns og vegsauka jafnt neytendum, at- vinnurekendum og launþegum. En hún á ekki að verða vopn í höndum þeirra manna sem vilja kúga, gamla, reynda og trausta stétt í þjóðfélaginu, iðnaðarmenn og samtök þeirra. 16. marz 1954. Björgvin Frederiksen. Ágæt fi NÝLEGA er útkomin mikil bók, 523 tvídálkasíður, í stóru broti, er nefnist Husdjursraserna (Búfjárkynin). Þó að titill bók- arinnar sé á sænsku er hún rituð á þremur málum: sænsku, dönsku og norsku. Er hér um að ræða merkilega samvinnu búfræði- manna í þessum löndum og líka í Finnlandi, því finnskir höfund- ar rita kafla í bókina á sænsku. Ritstjóri þessa verks er hinn kunni próf. Ivar Johansson við Búnaðarháskólann í Últúna hjá Uppsölum, meðal annars vinsæll um öll Norðurlönd af ágætri bók um kynbætur búfjár og erfða- vísindi. Tvö bókaforlög standa að út- gáfunni. Sænská LT forlagið og •norska forlagið Gröndahl & Sön. Hið síðara er allgamalt forlag, er hefur gefið út mikið af norskum búnaðarbókum. LT forlagið (Landbúnaðar tímaritaforlagið) er yngra að árum en mjög mikil- virkt forlag um útgáfu búnaðar- bóka, þó að það gefi einnig út bækur um almenn og fagurfræði leg efni. T.d. gaf LT forlagið út nýlega Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson og von er á Fjall- kirkjunni í ár eða mjög bráðlega. Forstjóri LT forlagsins er E. Bjelle, mikilmenni af verkum sínum og vinsæll um öll Norður- lönd, svo að af ber. Hann kom hingað til lands 1952 ásamt frú sinni, í flokki búnaðarmanna frá Norðurlöndum. Bókinni um búfjárkynin er skipt í 8 aðalkafla, sem hér segir: 1) Um tegundir búfjár og kyn, eftir próf. Ivar Johannsson. 2) Ilestar, eftir Johs. Jespersen, próf. við Búnaðai'háskólann í Kaupmannahöfn. 3) Nauípeningur, eftir búfræði- kandidat dr. Nils Korkman í Uppsölum. í þessum kafla rit- ar próf. Viljo Vainikainen í Dickursby í Finnlandi, um finnskan nautpening. 4) Sauðfé og geitur, eftir S. Berge próf. í Ási. 5) Svín, eftir próf. Ivar Johans- son. 6) Kanínur og loðdýr, eftir Ole Venge dósent við Búnaðarhá- skólann á Últúna. 7) Alifuglar, eftir Johs. Heie próf. í Ási. 8) Búfjárrækt og framleiðsla bú- fjárafurða, í hinum ýmsu löndum heims, eftir próf. Nils Westermarck í Helsingfors, sem nú er landbúnaðarráð- herra í Finnlandi. (Wester- marck kom hingað til lands 1952). Bókin er mjög myndum skreytt, svo sem verður að vera um slíka fræðibók, alls eru 471 mynd í bókinni, af þeim eru 7 af íslenzku búfé. í öllum aðalköflum bókarinn- ar, um hinar mismunandi teg- undir búfjár, eru undirkaflar um búfé á Norðurlöndum. Islenzka sauðfénu og hestunum eru gerð þar góð skil. Um alifuglarækt vora er jafnvel nokkuð rætt, en íslenzkum nautpeningi eru gerð mjög léleg skil — sem því miður er víst engin tilviljun. Um hið fræðilega gildi þessar- ar bókar er ég ekki fær að dæma. Nafn ritstjórans og annarra höf- unda eru þó áreiðanlega mikil trygging fyrir því að hér' séu gagnmerk fræði á ferðinni og vel fyrir séð. Ég veit ekki hvað íslenzkir bú- fræðikennarar og ráðunautar i báfjárrækt sjá sér fært að eign- ast og lesa af útlendum búfræði- bókum, en þessi bók hlýtur að eiga erindi til þeirra allra. Og vel gæti ég trúað því að margir góðir bændur og bændasynir, sem stautfærir eru á Norður- landamálin hefðu bæði gagn og gaman af að líta í þessa bók. — Hið mikla myndasafn léttir lest- urinn þó að eitthvað kunni á að skorta um málakunnáttuna. Því miður er ekki um auðugan garð að gresja, §ð því er nær til nýrra búfræðibóka íslenzkra, enda ekki von til mikils á því sviði. Það er því ærin nauðsyn að íslenzkir búfræðingar nái sér í eitthvað af útlendum búfræði- bókum til lesturs, til þess að hresas hug sinn og hammgju í starfinu. 26. marz 1954. Árni G. EylamLs. Aðalfuitdur Fríklrkju safRaðarim í Hafnarfirði AÐALFUNDUR Fríkirkjusaln- aðarins í Hafnarfirði var haldinn sunnudaginn 28. marz s.l. í F’rí- kirkjunni. Hófst fundurinn með því að prestur safnaðarins síra Kristinn Stefánsson flutti fróðlegt erindi, og kirkjukórinn söng fyrir og eftir. Stjórn safnaðarins skipa nú þessir menn: Guðjón Magnússon, skósmíða- meistari, form. Jón Sigurgeirsson fulltr., gjaldkeri. Gísli Sigur- geirsson bókari, ritari. Jón Fin- arsson verkstj., varaform. Guð- jón Jónsson kaupm., varagjaldk. Á fundinum ríkti mikill áhugi um safnaðarmál, enda sýnir kirkjan það er inn í hana en komið, þar sem nýlega er búiÁ að prýða hana og setja í hana raf- hitun, og þetta allt greitt áf safn- aðarfólki, þar sem safnaðargjöld- in hrökkva skammt til að stand- ast allan kostnað við rekstpr safnaðarins. En aðalverkefnið á fundinum var að ræða um kaup á vönduðu pípuorgeli í kirkjuna, og var mjög mikill áhugi hja safnaðarfólki fyrir því að það mætti takast sem fyrst. En til þess þarf mikið fé, og er nú heitið á safnaðarfólk og aðra vel- unnara kristni og kirkju að Ijá þessu máli lið, með fjárframlög- um. Þegar hefur safnazt dáh'tið fé í orgelsjóðinn, og byrjaði göm- ul kona með því að gefa kr. 3000.00 til orgelkaupa og var það til minningar um mann hennar, sem er fyrir stuttu látinn, en þau voru ein af stofnendum safnað- arins, og er sjóður þessi nú þegar um kr. 10.000.00. Gjaldkeri skýrði frá því, að auk þessa hafi söfn- uðinum borizt í áheitum og gjöf- um á s.l. ári kr. 14.600.00 og gat hann þess að margt af gefendun- um hefði látið þess getið, að vel reyndist að heita á Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Slæmar gæflir t í Vesbnannaeyinm Vestmannaeyjum, 2. marz. GÆFTIR hafa verið mjög slæm- ar undanfarið og eru enn, þótfe flesta daga vikunnar hafi bát- arnir róið. Þrátt fyrir ótíðina er samt komið á land mun meiri afli heldur en á sama tíma í fyrra og er heildarmagn lifrar af bátaflotanum 939 smálestir cn var á sama tíma í fyrra 643 smálestir, eða nær 50% meira nú. Aflamagn bátanna er hins- vegar mjög misjafnt og jafnvcl misjafnara heldur en oft áður. Langhæsti báturinn í höfn cr Gullborg, skipstjóri Benóný Friðriksson frá Gröf, var srnoii um mánaðarmótin tæplega 40® smálestir af fiski, slægðum mc<3 haus. Næsti bátur að aflamagni mun vera um 100 smálestum lægri og afla lægstu bátarnir eru með liðlega 100 smálestir. __________— Bj. Guðm, Átjánfaldur heiðursdoktor KAUPMANNAHÖFN — Heim- spekideild Lundúnaháskóla ætl- ar að gera Níels Bohr að heiðurs- doktor. Aður hefir þessum mikla vísindamanna verið veitt doktors nafnbót við 17 háskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.