Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 3. apríl 1954 \ 4 I dag er 93. dagur ársins. 3. apríl. 24. vika vetrar. Nýtt tungl, páskatungl. Árdegisflæði kl. 4,59. Síðdegisflæði kl. 17,21. Næturlæknir er í Læknavarð- tstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apó- iteki. Sími 1330. • Veðrið • Framan af degi í gær var aust- ian hvassviðri og rigning, en sner- ást, þegar á daginn leið, í hvassa ivestanátt sunnanlands, en létti til «neð suðlægri átt á Norðurlandi. Xl rkoma í Eeykjavík í gær, frá kl. 6—5, mældist 2,8 mm, en í Keflavík var úrkoma á sama tíma 10 mm. í Reykjavík var hitinn 3 stig kl. '14,00, 8 stig á Akureyri, 3 stig á Oaltarvita og 5 stig á Dalatanga. KÆestur hiti hér á landi í gær kl. 14,00 mældist á Akureyri, 8 stig, «n minnstur hiti á nokkrum stöð- wm vestanlands, 3 stig. — 1 London «var hiti 12 stig á hádegi, 5 stig í Kaupmannahöfn, 15 stig í París, 2 stig í Osló, 2 stig í Stokkhólmi <og 8 stig í Þórshöfn. a------------------□ • Messur • á morgun: Dómkirkjan: Messa kl. 11 f. h. Séra Jón Auðuns. Messa kl. 5 e. li. Séra Óskar J. Þorláksson. Barnasamkoma í Tjarnai'bíói *unnud. kl. 11 f. h. Séra Óskar J. •Þorláksson. Hallgrímsprestakall. Messa kl. 11 f. h. Séra Sigurjón Árnason. Barnaguðsþjónusta kl. 1,30 e. h. Séra Sigurjón Árnason. Messa kl. -)5 e. h. Séra Jakob Jónsson. Nesprestakall: Messað í Mýrar- húsaskóla kl. 2,30. Séra Jón Thor arensen. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 árdegis. Brynleifur Tobíasson -flytur ræðuna. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Hátéigsprestakall: Messað í há- Uðasal Sjómannaskóians kl. 2 e. h. Barnasamkoma kl. 10,30 f. h. Séra Jón Þorvarðarson. Laugarneskirkja: Messað kl. 2 «. h. — Ferming. — Séra Garðar ■Svavarsson. — Barnaguðsþjónusta fellur niður. Langholtsprestakall: Messað 1 Laugarneskirkju kl. 10,30 árdegis. — Ferming. — Séra Árelíus Níels- «on. BússtaSaprestakalI: Messa í Kópa vogsskóla kl. 3 e. h. -— Barnasam- lcoma kl. 10,30. — Séra Gunnar Árnason. Fríkirkjan: Messað kl. 5. Barna- tguðsþjónusta kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Barnasamkoma. Óháði fríkirkju söfnuðurinn hefur barnasamkomu 1 kvikmyndasal Austurbæjarskól- «ns kl. 10,30 í fyyrramálið. Öll Lörn velkomin á samkomuna, með- mn húsrúm leyfir. Séra Emil Bjömsson. Kaþólska kirkjan: Hámessa Og predikun kl. 10 árdegis. Lágmessa M. 8,30 árdegis. Alla virka daga <er lágmessa kl. 8 árdegis. Hafnarfjarðarkirkja: Messa kl. 2 e.h. Séra Garðar Þorsteinsson. Brautarholtskirkja: Messa á morgun kl. 14. Séra Hálfdan Helgason. Beynivallaprestakail: Messað að Saurbæ kl. 2. Séra Kristján .Bjarnason. Útskálaprestakal!: Messað að Hvalsnesi kl. 5 e. h. Séra Guðm. iGuðmundsson. Keflavíkurkirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11 f. h. Messa kl. 2 «. h. Séra Björn Jónsson. Dagbók „Yerðlækkun í SovéhikjuRum" SAMKVÆMT því, sem Þjóðviljinn skýrir frá, hefur sovétstjórn- in rússneska lækkað niður úr öllu valdi allt verðlag á neyzlu- vörum almennings. Að sögn blaðsins hefur samskonar verðlækk- un farið fram á hverju vori siðan 1947. Rússar selja öðru hvoru allt við vægu gjaldi, og einkum þó á vorin þess merki tiðum sjást. Þá lækkar stjórnin neyzluvörur niður úr öllu valdi, en — náttúrlega aðeins þær vörur, sem ei fást. Já, það er bara austantjalds, að allar vörur lækka, og yfirburði skipulagsins sýnir þetta gleggst. En hitt þarf ekki að vitnast, að verðlagið skal hækka — ef vörur fást að nýju og uppskeran ei bregzt. B. í dag verða gefin saman í hjóna- band af séra Birni Jónssyni ung- frú Helga Albertsdóttir og Hjál'm- ar Guðmundsson, Keflavík. Heim- ili ungu hjónanna verður á Vatns- nesvegi 20, Keflavík. í dag verða gefin saman í hjóna- band af séra Jóni Auðuns, ung- frú Þórunn Sigurjónsdóttir og Garðar Sveinbjörnsson skrifstofu- maður. Heimili þeirra verður að Langhpltsvegi 110. í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Bjarndís Jónsdóttir, Sigtúni 43, og Geir Óskarsson, Njálsgötu 42. Heimili þeirra verð- ur fyrst um sinn að Njálsgötu 72. Séra Jakob Jónsson gefur brúð hjónin saman. í dag verða gefin saman í hjóna- band Sólveig Ásb.jarnardóttir og Jens Jónsson, verksjóri í Pólar h.f. Heimili brúðhjónanna verður að Hrannarstíg 3. í dag verða gefin saman í hjóna- band af séra Óskari J. Þorláks- syni ungfrú Bryndís Jónsdóttir, Veltusundi 3, og Geir Geirsson rafvirki, Leifsgötu 21. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Ragnheiður Eyjólfs- dóttir Eskihlíð 14 A, og Bjarni Einarsson húsgagnasmiður, Ein- holti 11. Heimili þeirra verður að Teigagerði 10. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband Fríða Benediktsdóttir (Ögmundssonar skipst.), Hafnar- firði, og Brynjólfur Thorvaldson, framkv.stj., Keflavíkurflugvelli. og Jón S. Ágústsson afgreiðslu- maður, Tryggvagötu 4, Selfossi. • Afmæli • Fimmtugur er I dag Benedikt Jóhannesson trésmiður. Benedikt er víðkunnur sem góður smiður og lipurmenni í allriframkomu. Munu margir af hans góðu vinum heim- sækja hann í dag og gleðjast með honum. Hann mun dveljast í dag að heimili sonar síns að Ránar- götu 6. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sina ungfrú Helga Tryggvadóttir, Bjarnastöðum, Garði, og Eyjólfur Gíslason, Presthúsum, Garði. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Rósanna Hjartardótt- ir frá Auðsholtshjáleigu, Ölfusi, 60 ára er í dag Ármann Guð- freðsson, trésmiður Vífilsstaða- hæli. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka þriðju- daginn 6. apríl n. k. kl. 10—12 f. h. í síma 2781. — Bólusett verður í Kirkjustræti 12. Bazar Hjálpræðishersins verður í dag kl. 3. Kaffisala frá kl. 3,30. 1 sambandi við bazarinn verður einnig númeraborð. Sólheimadrengurinn. Áfhent Morgunblaðinu: Laulau 50 krónur. íþróttamaðurinn (lamaði). Afhent Morgunblað- inu: H. S. 60 krónur. Kvöldbænir í Hallgríms- kirkju verða á hverju virku kvöldi kl. 8 e. h. framvegis. (Á miðvikudags- kvöldum eru föstumessur kl. 8,15). Hafið Passíusálmana með. Klukkunni flýtt í nótt. Athygli bæjarbúa skal vakin á því, að í nótt, þegar klukkan er eitt eftir miðnætti verður henni flýtt um eina klukkustund, þannig að þá verður hún raunverulega tvö. Taumálun Handíðaskólans. Dúkar þeir, sem í vetur hafa verið handmálaðir eða þrykktir, eru nú til sölu í skólanum, Grund- arstíg 2 A. Fer salan aðeins fram á þriðjud. og föstud. kl. 4—6 síð- degis og á laugard. kl. 10—12 árd. — Þar er líka tekið við pöntunum á taumálun og tauprenti, t. d. á borðdúka, höfuðklúta, veggteppi, félagsmerki o. fl. — Flesth- þeirra muna, sem nú eru til sölu, eru málaðir með hinni vandasömu, austurlenzku Batik-aðferð. Tilkynning' frá Landsbanka íslands um breytt gengi á Kanadadollar. — Frá og með 2. apríl 1954 er gengi Kanadadollars: kaup 16,64 kr. og sala 16,70 kr., miðað við 1 Kanada dollar. r r~~ • Utvarp • 12,50 Óskalög sjúklinga (Ingi- björg Þorbergs). 17,30 Útvarps- saga barnanna: „Vetrardvöl í sveit“ eftir Arthur Eansome; XII. Frú Sólveig Eggerz Pétursdóttir þýðir og flytur). 19,25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 20,20 Leikrit Þjóðleikhússins: „Koss í kaup- bæti“, gamanleikur eftir Hugh Herbert, í þýðingu Sverris Thor- oddsen. — Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Leikendur: Haraldur Björnsson, Arndís Björnsdóttir, Róbei't Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Valur Gíslason, Emi- lía Jónasdóttir, Gestur Pálsson, Anna Guðmundsdóttir, Sigríður Hagalín, Ólafur Mixa, Valur Gúst- afsson, Valdimar Helgason, Þóra Borg, Rúrik Haraldsson og Kle- menz Jónsson. 22,30 Passíusálmur (41). 22,40 Danslög, þ. á m. frá úrslitakeppni S.K.T. um ný lög við gömlu dansana (útv. frá Góð- templarahúsinu). 01,00 Dagskrár- lok. Æ \ Erlendar stöðvar. Danmörk . Danskar stöðvar útvarpa á ýmsum bylgjulengdum. Á lang- bylgjum 1224 m útvarpa þær all- an daginn; en sú stöð heyrist illa hér. Á tímanum kl. 16,40—20,15 útvarpar stuttbylgjustöð þeirra á 49,50 metrum og heyrist það vel, Dagskráin hér miðuð við það, Fastir liðir: 16,45 Fréttir, 17,00 Aktuelt kvarter, 20,00 Fréttir. 18,15 Létt tónlist. Noregur: 18,50 Helge Ingstad segir frá heimsókn að bæ Eiríks rauða í Grænlandi, Bröttuhlíð. Svíþjóð útvarpar t. d. á 25 og 31 m. Fastir liðir: 10,00 Klukknahring- ing og kvæði dagsins, V0,30, 17,00 og 20,15 Fréttir. Á þriðjud. og föstud. kl. 13,00 Framhaldsaga. 11,00 Ferðaþáttur frá N ý j u Mexíkó. 14,35 Erindi um þýzka skáldið Oskar Loerke. 19,10 Erinds um Ágústus keisara. 20,00 Hvern- ig á maður að lesa l.ióð? 20,30 Nat King Cole syngur og leikur. Brúðkaup 1 dag verða gefin saman í hjóna- "band af séra Jakobi Jónssyni Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Eskihlíð 14, og Bjarni Einarsson, húsgagna- smiður, Einholti 11. Heimili ungu Kjónanna er að Teigagerði 10. 1 dag verða gefin saman í hjóna- -band af séra Cskari J. Þorláks- «yni ungfrú Bryndís Jónsdóttir, >Gunnlaugssonar, stjórnarráðsfull- Ilírúa og Geir Geirsson meistari, Selfossi. Stjörnubíó sýnir um þessar mundir sænska kvikmynd „Heití brenna æskuástir“, er hlotið hefir miklar vinsældir. Myndin er rafvirkja-! frá Nordisk Tonefilm og eru Maj-Britt Nilsson og Folke Sundquist í aðalhlutverkunum. Gamla Bíó mun nú sýna nokkrum sinnum kvikmyndina „Saga Forsytanna“ (Ríki maðurinn), er birtist sem framhaldssaga hér í blaðinu fyrir skemmstu. — Mynd þessi var sýnd hér fyrir einu og hálfu ári við ágæta aðsókn, en að þessu sinni verða sýningar aðeins fáar. Greer Garson og Errol Flynn fara með aðalhlutverk- in (Irene Forsyte og Soames Forsyte).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.