Morgunblaðið - 24.04.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.04.1954, Qupperneq 14
 14 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 24. apríl 1954 Hvor tvíburinn notar TONl og hvor notar dýra bárliðun?* I 9 y ramhaldssagan 20 hafði ráðlagt að hún yrði um kyrrt að minnsta kosti í viku í hollu fjallaloftslaginu. Áður en . Houglas lagði af stað með Taylor kom hann við til að spyrja hana hvort hann ætti að sækja nokk- *uð fyrir hana niður í bæinn. „Vissulega,“ sagði hún. „Viltu ,gera svo vel að stinga öllu sem ■J)ú finnur í herberginu mínu í ■tösku og í guðanna bænum *y»fcymdu- ekki varalitnum og því <wilu;;.. mér finnst ég vera eins *>g-nunna þegar ég er ekki mál- uð.... og mig klæðir ekki að vera eins og nunna, eða finnst J«ér það?“ Douglas og frú Morgan aðstoð- uðu Taylor við að kome.st út í bíl- inn. „Þetta er allt í lagi, ég kemst hjálparlaust“, sagði hann þegar hann kom út á ganginn. En um leið og þau stepptu takinu á hon- um, var eins og hann kiknaði í í hnjánum svo þau urðu næstum að bera hann út. Þau settu hann j framsætið. Douglas var þögull fyrri part ferðarinnar . hann var vandræðalegur, vildi ekki minnast á missi Taylors og hrædd ur við að ergja hann með tali um einskis verða hluti. Hann var um fimmtugt, efnaður verzlunarmað ur frá Midlands með búlduleitt barnalegt andlit. Sennilega var hann glaðlegur og skrafhreifinn að eðlisfari, einn af þeim mönn- um sem kunna því vel að láta henda gaman að sér og gera sér jafnvel far um að það sé gert, en undir strákslegri glaðværð geta þeir verið hyggindin ein. Eftir góða stund sagði Taylor: „Þetta er erfiður vegur fyrir yður að aka.“ Douglas sagði honum að fram- undan væru næstum hundrað krappar beygjur í brekkunni áð- ur en þeir kæmust alla leið niður. „Er það satt?“ sagði hann. „Maður verður að fylgjast með því, sem maður er að gera þegar jnaður situr við stýrið á svona vegi. Það dugar ekki að virða fyrir sér útsýnið.“ „Það þykir mér trúlegt.“ Þeir þögðu enn góða stund og svo sagði hanm „Hann er nógu krók- óttur þessi vegur.“ „Já“, sagði Douglas. „Það má nú segja.“ „Ekki nokkur leið að horfa á útsýnið.“ „Nei, maður verður að vera varkár.“ Taylor sagði allt í einu titrandi röddu: „Konan mín vildi alls ekki fara með flugvél.“ „Ekki það?“ „Nei. Hún var að hugsa um telpuna. Ég sagði að það væri ástæðulaust að hafa áhyggjur af því. Hún lofaði mér loks að ráða. Hún gerði það alltaf.“ Douglas gat ekki látið sér detta Jieitt í hug sem viðeigandi væri að segja. „Hún var yndisleg kona“, sagði Taylor. „Hún hafði gaman af mál- verkum. Ég hló að henni. Hana langaði til að kaupa málverk rétt áður en við fórum í þetta ferða- lag. 35 pund kostaði það. Ég vildi ekki að hún keýpti það.“ Rödd hans kafnaði. Hann gerði eina eða tvær tilraunir til að halda áfram, og loks tókst það: „Ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér það. Ég vildi ekki gefa henni það.“ „Það hefði ekki breytt neinu um það sem komið hefur fyrir nú“, sagði Douglas. „Hún hefði orðið svo glöð. Og vitið þér hvað ég gaf henni á jólunum síðast?“ Hann greip and- ann nokkrum sinnum á lofti eins og hann ætti bágt með andar- drátt. „Sjálfblekung, fyrir 32 shillinga og sex pence“. Siðustu orðin komu í rykkjum út úr hon- um eins og hann þyrfti að brjóta þau í gegn um vegginn sem hann hafði byggt sér um sorg sína. Og um leið fór hann að gráta. Douglas ók hægt áfram. Fátt gat haft eins mikil áhrif á mann eins og þegar fullorðinn maður græt- ur. Taylor dró upp vasaklút sinn og þurrkaði sér í framan. - „Fyrirgefið. Þetta er í fyrst sinn sem ég geri þetta. Það er eigingjarnt að gera öðrum gramt í geði á þennan hátt. Ég er ekki fyrsti maðurinn sem missi ást- vini.“ „Get ég nokkuð gert fyrir yð- ur“, sagði Douglas. „Skrifað bréf eða eitthvað þess háttar?“ „Nei, þakka yður fyrir. Ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir ennþá. Ég hef mestar áhyggjur af því að þurfa að fara heim. Heim til okkar. Persónulegir munir konunnar minnar eru auðvitað alls staðar, og herbergi Peggy alveg eins og hún skildi við það. Ég held að ég gæti ekki afborið það.“ „Þér eigið þó einhverja ætt- ingja, sem hjálpa yður.“ „Jú, ætli ég fari ekki fyrst til systur minnar. Kannske er hún fáanleg til að ganga frá húsinu okkar. Ég er að velta því fyrir mér hvort konan mín hefði vilj- að að ég gengi frá hlutunum hennar sjálfur. Ég vildi að ég vissi það fyrir víst.“ _ „Ég mundi fá einhvern annan til þess“, sagði Douglas. Þeir óku þegjandi áfram. Hann hélt að Taylor hefði náð sér aft- ur, en þegar hann gaut augunum til hans sá hann að hann var far- inn að gráta aftur í hljóði. Taylor sá að hann leit á hann og sagði með miklum erfiðismunum: „Það versta er að ég veit ekki hvar konan mín sá þetta málverk. Ég get ekki einu sinni keypt það núna.“ —o— Þegar hann hafði skilið við Taylor á hressingarhælinu ók hann inn til bæjarins. Hitinn var næstum óþolandi og þegar þar við bættist saga Taylors var hon- um farið að líða illa. Hin hjákát- lega sektartilfínníng Taylors vegna málverksins og tárin renn- \ andi niður hvítar bústnar kinn- arnar höfðu meiri áhrif á hann heldur en allt annað í sambandi við flugslysið samanlagt. Það var einkennilegt að það var eins og hægt væri að horfa á fimmtíu mannslík án þess að vikna nema snöggvast, en um leið og maður heyrði eina persónulega sorgar- sögu, snerti það mann að hjarta- rótum. Það var sama sagan núna eins og alltaf þegar hann kom niður til Kingston. Bærinn var aðlað- andi þegar horft var til hans ofan frá hæðunum . . en þegar niður kom, var töfrablærinn horfinn út í veður og vind. Ekkert var þar sem gaf bænum sérkennilegan blæ, allt varð hversdagslegt og tilbreytingarlaust . . og meðal- mennskan og hversdagsleikinn læsti sig um hug hans. Hann fór að sjá sjálfan sig í nýju ljósi þeg- ar hann kom til Kingston .. eins og hann gæti komið ókunnugum fyrir sjónir ef hann segði honum meginatriði úr lífi sínu .... flótta maður frá óhamingjusömu hjóna- bandi og leiðinlegu ævistarfi, nú- verandi kennari í hjálfbjánaleg- um skóla, maður kominn yfir þrítugt án þess að hafa unnið nokkuð til síns ágætis, vinalaus og hamingjusnauður. Og þar sem hann ók um sviplausar göturnar minntu þær hann á draumana sem hann hafði dreymt sem ung- ur maður. Frægð, hamingja, sönn ást . . allt þetta átti að verða hans hlutskipti og stundum gat hann dreymt þannig enn .. en þegar hann kom til Kingston þá sá hann sjálfan sig í hinu sanna Ijósi og örvænting greip hann. Hann hafði hugsað sér að kaupa sér ný föt sem áttu við hið heita loftslag, en í stað þess fór hann beint til Myrtle Bank veit- eingahússins .. það var stærsta veitingahúsið í Kingston og eini staðurinn þar sem hægt var að fela sig fyrir hversdagsleika borg arinnar. Þar var sundlaug í KÖTLU-DRAUIVUJR 6. þar konur fyrir og þóttust allar kenna Kötlu. Síðan tók hún þar á karlmanni, er hún nefndi Kára, og bað hann vakna og ! sagði, að nú bæri nokkuð til nýlundu, því að Katla væri þar komin. I „Kári vaknar,“ segir Katla, „og bað mig heila og heppna heimsækja sig. Kvað hann mig hafa brugðið svefni sínum, 1 og deyja kvaðst hann af ást til mín, er ég færi þaðan. Kom Alvör þá og lét búa mér kerlaug og gefa mér vín að drekka, áður ég gengi í hvílu sonar hennar. Sagði hún, að þau ósköp skyldu á mér hrína, er ég biði aldrei bætur, ef ég synjaði syni hennar ástar. Varð hún þá ein öllu að ráða, því að ég hafði misst alla sinnu. Dvaldist ég svo þar allan þann tíma, sem ég var burtu. Einn morgun kom Alvör að sæng þeirri, er við sváfum í, og sagði, að ég myndi verða að klæðast, þótt syni sínum væri það til angurs. Kári stundi hátt, er ég skildi við hvílu hans, og ég vildi sjálf hafa verið þar lengur, og varð undurnauðug að skilja við hann. Þá sagði hann mér um son þann, er við ættum í vændum, fékk mér belti, hníf og hring, hinn þriðja grip, er ég skyldi geyma til minja handa syni okkar.“ Þér hafið ávallt efni á að kaupa Toni fecjar fér farfniót Ldr M Enginn er fær um að sjá mismuninn á dýrri hárlið- un og Toni. Með Torö getið bér sjálfar liðað hár yðar heima hjá yður og Toni er svo ódýrt að þér gecið ávalt veitt yður það þegar þér þarfnist hái liðunar. — Toni gefur háriru fallegan blæ og gerir hárið sem sjálf- unar liðað. Toni má nota við hvaða hár sem er og er mjög auðvelt í notkur — Þess vegna nota fleiri Toni en nokkurt annað perma- nent. * Josephine Milton, sú til vinstri notar Toni. Hárliðunarvökvi kr. 23,00 Spólur...........— 32,25 Gerið hárið sem sjáifliðað SKEMMTUIM að Hlégarði í Mosfellssveit í kvöld klukkan 9. Ölvun bönnuð. — Ferð frá Feiðaskritstofunni kl. Ungmennasamband Kjalarnessþing. 3 M Tið fermingargjafa kommóður, saumaborð, skrifbor-3, lestrarborð og margs- konar önnur húsgögn í fjölbreyttu úrvali. Húsgagnaverzlun Guðmundar Guðmundssonar, Laugaveg 166.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.