Morgunblaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. maí 1954 MORGUNBLAÐID I 1. maí, hátíðisdagur verkalýðsins: Stöndum trúnn þnn gegn vörð um luunþegusumtökin og verjum sundrungur- og einræðisöflunum £ DAG er 1. maí hvíldar- og há- tíðisdagur launþega og einskonar áramót í verklýðshreyfingunni, þar sem litið er yfir farinn veg Og reynt að gera sér í hugarlund hvað framundan muni vera. Á þessum degi safnast saman fólk úr mörgum og ólíkum at- yinnugreinum og fer í skrúð- göngu um götur borgarinnar. Það ber fram margar og margvísleg- ar óskir, en hæst ber þó venju- lega óskin um örugga atvinnu og tmannsæmandi lífskjör. Fyrir verkamanninn og iaun- þegann, sem ekkert hefur nema BÍnar tvær hendur til að bjargast á, veltur að sjálfsögðu öll hans afkoma á þvi, að hann hafi eitt- hvað að vinna og að hann geti framfært fjölskyldu sinni á sóma gamlegan hátt.Það hefir því verið Og verður alltaf mál málanna á hvern hátt sé hægt að tryggja svo rekstrarafkomu undirstöðu atvinnuveganna, að þeir séu ekki einasta megnugir þess að tryggja þeim stöðuga atvinnu sem við þá vinna, heldur og að þeim sé gert kleift að færa svo út kvíarnar, að þeir í framtíðinni verði þess megnugir að taka við og brauð- fæða þann mikla fjölda vinnu- fúsra handa, sem árlega hljóta að bætast við á vinnumarkaðinn. AUKIÐ ATVINNUÖRYGGI Varla verður um það deilt, að aðal undirstaðan undir atvinnu Og fjárhagslíf þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við, er sjávar- útvegurinn. Það veltur þvi fyrst og fremst á afkomu hans, hvernig öðrum avinnugreinum vegnar. Það voru miklar og glæstar vonir sem íslenzka þjóðin batt við uppbyggingu fiskiskipaflot- ans á nýsköpunarárunum, ekki hvað síst við hin glæsilegu skip — nýsköpunartogarana. Það hefði þótt ótrúleg förspá þá, ef einhverjir hefðu spáð því, að eft- ir örfá ár yrði megnið af þessum glæsilega flota rekið með tapi, sem næmi tugum þúsunda á mánuði hverjum, en aðrir 'ægju í höfn vikum eða mánuðum sam- an fyrir það eitt, að ekki fengj- ust íslenzkir menn til að vinna um borð í þeim. En þó enginn hefði spáð þessu þá, þegar þessi glæsilegu skip voru að koma til landsins, þá verðum við samt að horfast í augu við þá sorglegu staðreynd að svona er ástandið í þessum málum í dag, og að ekki er annað fyrirsjáanlegt en að því reki, að allur togaraflotinn verði foundinn í höfn og liggi þar þang- að til einhver rekstrargrundvöll- ur er fundinn. Orsakirnar til þessa ömurlega ástands eru sjálfsagt margar og vandfundnar leiðir til varanlegra úrbóta. Þessar leiðir verða þó að finnast, því á því veltur lífsaf- koma þjóðarinnar í heild í nútíð og framtíð, að takast megi að tryggja sjávarútveginum, aðal lífæð þjóðarinnar* tryggan og varanlegan afkomugrundvöll HAGNÝT FRÆÐSLA Ein er sú hlið á þessu máli sem ©skiljanlegt er hvað valdhafarn- ir láta dragast lengi að ráða bót á. Það er að koma á fót skipu- lagsbundnum námskeiðum fyrir unga menn sem vilja læra þau sörf sem að sjómennsku lúta. Það er varið á ári hverju tugum milljóna úr ríkis- og bæjarsjóð- um til að kenna ungu fólki alls konar, fánýta hluti, sem koma því að litlu eða engu gagni þegar út í lífsbaráttuna kemur. En mað- ur verður ekki var við, að neinu sem heitir, sé varið til að kenna mönnum beina þátttöku i fram- Jeiðslustörfunum, að xninnsta Eftir Friðleif I. Friðriksson kosti ekki hvað sjávarútveginum viðkemur. Þegar gömlu togaramennirnir verða að fara í land sakir aldurs eða heilsubrests, koma venjulega í staðinn menn sem lítið eða ekk- ert kunna til þeirra verka, sem þar þarf að vinna. Það þyngir vinnuna á þeim, sem fyrir eru og verður oft til þess, að þeir ganga af skipunum og snúa sér að öðr- um störfum og svipað mun eiga sér stað á vélbátaflotanum þó ef til vill beri minna á því. í sambandi við þetta mál tel ég rétt að minna á, að það er ekkert aukaatriði hvernig farið er með þann dýrmæta gjaldeyri, sem fiskiskipaflotinn framleiðir. Ég fæ til dæmis ekki skilið, hvernig á því stendur, að á sama tíma sem hundruð atvinnubíl- stjóra eru meira eða minna at- vinnulausir fyrir það eitt, að til er í landinu meira af bifreiðum en atvinnumarkaðurinn þarfnast, að þá skuli leyfður innflutningur á fólks- og vörubifreiðum í hundraðatali, að þarflausu En þetta hefur verið að gerast að undanförnu, og heldur enn áfram. Afleiðingarnar eru líka að koma fram á fremur leiðan og neikvæðan hátt. Fjöldi af ung- um og hraustum mönnum, sem mikil þörf er fyrir til framleiðslu- starfanna kaupa sér bil, af því að framboðið er nóg og greiðslu- skilmálar við flestra hæfi. Þeir hanga svo yfir bílnum þó lítið sé að gera, sennilega af því að þeim finnst starfið rólegt og gam- an að aka bíl. En það er ekki aðeins, að þarna sé miklu og dýrmætu vinnuafli sóað til einskis, það er líka sóað ótöld- um milljónum króna árlega í dýrmætum gjaldeyri til kaupa á benzíni, hjólbörðum og varahlut- um handa bifreiðum, sem lítil eða engin þörf er fyrir. Væri það nú ekki skynsam- legra og jákvæðara frá þjóðhags- legu sjónarmiði séð, að stöðva alveg óþarfa innflutning á bifreið um og þvi sem þeim fylgir, en nota þann gjaldeyri sem við það sparaðist til kaupa á vönduðu og fullkomnu skólaskipi, sem hefði það hlutverk að örfa og kenna ungum mönnum öll þau störf, sem að sjómennsku lúta? Verkalýðshreyfingin hefur vissulega ástæðu til að þakka ríkisstjórninni og þá sérstaklega núverandi forsætisráðherra, Ólafi Thors, fyrir þann stóra áfanga, sem þegar hef .ir náðst til vernd- unar fiskimiðanna við strencíur landsins. Árangurinn er þegar farinn að sina sig á glæsilegan hátt, en það er ekki nóg að eign- ast víðáttumikil mið með gnægð af fiski, það þarf líka að búa svo i haginn, að þjóðin geti hagnýtc sér þau til hins ítrasta. Eins og nú er, ber ekki mikið á atvinnuleysi hjá öðrum en vöru bifreiðastjórum. Það er þó ekki af því að fyrir sé í landinu næg vinna við eðlileg framleiðslu- störf, heldur stafar það af því, að þúsundir manna vinna beint og óbeint á vegum varnarliðsins. Ekki er þó hægt að reikna með, að þar sé um framtíðarvinnu að ræða. Og hvað tekur þá við þeim fjölda sem þar vinnur nú, þegar- varnarliðsvinnunni 1 ýkur? Væri ekki athugandi fyrir verkalýðs- samtökin og ríkisvajdið að taka höndum saman um aðifipna lausn á þeim vanda í tæka tíð. LÆKKKUN DÝRTÍÐARINNAR Á undanförnum árum hefur verðbólgan verið eitt erfiðasta vandamálið, sem verkalýðssam- tökin og atvinnureksturinn hafa átt við að striða. Þegar kaup- gjald og vöruverð hækkar á víxl, hlýtur slík þróun að leiða til ófarnaðar fyrir alla.Kommún- istar, sem því miður hafa alltaf mikil ítök í verkalýðshreyfing- unni hafa af kappi róið undir þessari öfugþróun í þeirri von að öngþveitið myndi fyrr eða síðar fleyta þeim upp í valda- stólana. Við Sjálfstæðismenn höfum hins vegar alltaf barist fyrir því, að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags yrði stöðvað og stefnt yrði að því að færa dýr- tiðina niður og auka kaupmátt launanna með lækkuðu vöru- verði. Eftir desemberverkfallið mikla 1952 var í fyrsta sinn farið inn á þessa braut Sú reynsla sem síðan er fengin sannar okkur að þessi stefna er rétt, hlutfallið milli kaupgjalds og verðlags hef- ur haldist nær óbreytt og vinnu- friður hefur ríkt í landinu. Þó er til ein tegund manna, sem unir þessari þróun illa, það eru komm- únistar. Þeir sjá fram á, að haldi þjóðin áfram í friðsamlegri upp- byggingu, þá muni þeir tærast upp. Þeir sitja því við sama hey- garðshornið og áður og bíða nú eftir tækifæri til að koma á stað nýjum kaupdeilum. Gleggsta dæmið var bæxlagangur „Þjóð- viljans" þegar kaffið hækkaði á heimsmarkaðinum og hlaut að koma að einhverju leyti við okk- ur eins og alla aðra. Á sama tíma reynir svo „Þjóðviljinn“ að gera lítið úr og afflytja á allan hátt þá miklu skattalækkun til handa launþegum, sem samþykkt var nú á Alþingi fyrir forgöngu Sjálf- stæðisflokksins. Það er þó eitt af þeim málum, sem verkalýðs- samtökin hafa barist fyrir árum saman, þó ekki næði það fram að ganga fyrr en nú. UPPSÖGN KJARASAMNINGA Alþýðusambandið hefur að undanförnu leitað eftir því við verkalýðsfélögin hvort þau ósk- uðu eftir að segja upp núgild- andi kaupsamningum og munu félögin yfirleitt hafa svarað þeirri spurningu neitandi. — Þó munu nokkur félög, sem komm- únistar stjórna, hafa ákveðið að segja upp samningum til þess að hafa þá lausa með stuttum fyrir- vara, eins og þeir orða það. Kommúnistum hefur ekki tek- izt, þrátt fyrir mikinn áróður, að vekja almenna stemningu innan verkalýðsfélaganna fyrir nýrri kaupgjaldsbaráttu. Þess vegna hyggjast þeir nú að hrinda af stað nýrri verkfallsöldu við fyrsta tækifæri sem þeim gefst til þess. Ef slik ógæfa hendir, að þeim takist það, eru miklar líkur til, að kapphlaupið milli kaup- lags og verðlags hefjist á ný og dýrtíðarskrúfan haldi áfram upp á við, með þeim geigvænlegu af- leiðingum, sem það hlyti að hafa í för með sér fyrir allan atvinnu- rekstur i landinu. Ekkert er verkamanninum og launþeganum hvar í stétt sem hann stendur, jafn dýrmætt og atvinnuöryggið, þess vegna má engum haldast það uppi að stofna því í hættu, nema annað sé óhjákvæmilegt. Að sjálfsögðu ber launþega- samtökunum að vera á verði gegn því að gengig sé á rétt þeirra, eða lífskjörin skert að nauðsynja- lausu. En þeim ber líka að vera vel á verði gegn því að kommún- istum takizt að koma aftan að samtökunum og hrinda þeim út í foræði verðbólgunnar, því það myndi skaða alla, en þó verka- lýðinn mest. Það er tvennt, sem ég tel að verkalýðssamtökin þurfi að leggja meiri áherzlu á. í fyrsta lagi, að haldið verði áfram á þeirri braut, sem mörkuð var með desembersamningunum 1952. Það er að halda verðbólgunni í skefjum og stefna jafnframt að því eftir fremsta megni að auka kaupmátt launanna með lækkuðu vöruverði og lækkun skatta o. fl. frá hendi þess opinbera. í öðru lagi að vinna eftir mætti gegn undirróðursstarfsemi kommún- ista í verkalýðssamtökunum og forðast að fela þeim trúnaðar- störf. EÐLI KOMMÚNISMANS Það má engin blekkja sjálfan sig né aðra með því að komm- únisminn sé í eðli sínu eitthvað annað hér á íslandi en í öðrum löndum heims. Öllum er þeim stjórnað frá sömu miðstöð og öll- um er þeim ætlað sama hlutverk- ið hverrar þjóðar sem þeir eru. Alls staðar beita þeir sömu að- ferðinni, að hreiðra um sig innan verkalýðssamtakanna og beita þeim síðan eftir mætti gegn frið- samlegri uppbyggingu innan þjóðfélaganna. Þeir ala á úlfúð og sundrungu og þegar þeim hef- ur tekizt í krafti glundroðans eða með utanaðkomandi vopnavaldi að ná tökum á þjóð sinni, þá hefst alls staðar sama sorgarsagan. Lýðræði og persónufrelsi er af- numið og við tekur skefjalaust einræði fámennrar valdakhku. Allir, sem ekki beygja sig í auð- mýkt eru ýmist líflátnir, fang- elsaðir eða settir í æfilangan þrældóm. Réttur verkalýðsins til að semja um kaup sitt og kjör er raunverulega afnuminn. Þar eru það valdhafarnir, sem ákveða hverju sinni hvað hver og einn skuli fá sér til lífsviðurværis, og ef fólkið vogar sér að mögla á það á hættu að afleiðingarnar verði hræðilegar. OFBELDISVERKIN TALA SÍNU MÁLI Flestum mun í fersku minni atburðirnir í Austur-Berlín hinn 17. júní s.l., þegar þúsundir þýzkra verkamanna fóru út á göt urnar í voldugri kröfugöngu og kröfðust þess að fá kjör sín bætt og lýðræðislegar kosningar. Stjórn kommúnista svaraði með því að senda rússneskar skriðdrekasveitir gegn vopnlausu fólkinu og létu margir verka- menn lífið en fjöldi særðist. Það er erfitt fyrir kristið fólk, sem temur sér mannúð og sið- gæði að átta sig á jafn siðlausum aðferðum og miskunnarleysi. En þar sem kommúnisminn ríkir er enga miskunn að fá. Þar lifir fólkið í stöðugum ótta, enginn getur verið óhultur um líf sitt eða limi fyrir sporhundum njósn- ara og lögreglu. Sjálfir valdhaf- arnir sitja á svikráðum hvorir vig aðra og þeir sem sitja á æðstu valdastólum í dag, geta á morgun verið hengdir eða skotn- ir af félögum sínum, sem ótýndir glæpamenn. Þessu til sönnunar mætti nefna ótal dæmi en ég læt nægja að minna á endalok Beria, sem um áratugi var einn af valda mestu mönnum Rússlands og af kommúnistum talinn liklegasti eftirmaður Stalins, svo eitthvað sé nefnt. Það er gegn útþenslu þessarar siðleysisstefnu kommúnismans, að hinar frjálsu þjóðir heima sem byggja menningu sína á mannhelgi, persónufrelsi og lýð- ræðislegum stjórnarháttum, hafa nú tekið höndum saman til varn- ar. SAMTÖK LÝÐRÆÐIS- ÞJÓÐANNA Við Islendingar eru ekki megn- ugir þess að verja land okkar einir gegn árásarhættunni, þesa vegna höfum við af frjálsum vilja kosið að skipa okkur í varnar- samtök lýðræðisþjóðanna. Þessu fylgja að sjálfsögðu ýmsar kvað- ir og óþægindi, þar á meðal að þurfa að hafa erlent varnarlið í landinu á friðartímum. En hjá því verður þó engan veginn kom- izt á meðan ástandið í heimsmál- unum er jafn uggvænlegt og það er nú. Að sjálfsögðu hamast kommún- istar af öllum mætti gegn því að landið sé varið. Þeirra hlutverk er það sama hér og í öðrum lýð- ræðislöndum að grafa undan öryggisráðstöfunum og viðnáms- þrótti þjóðarinnar, svo að hún verði kommúnistum auðteknari bráð þegar þeirra stund er komin. Islenzk alþýða harmar það ástand, sem í dag ríkir í alþjóða- málum. Hún harmar að friðelsk- andi þjóðir skuli þurfa að eyða miklu af orku sinni og dýrmætu vinnuafli til framleiðslu á alls- konar vígvélum til landvarna, i stað friðsamlegrar uppbyggingar til aukinnar velmegunar fyrir þjóðirnar. íslenzk alþýða harmar, að milljónir verkamanna í ríkjum kommúnista býr við þrældóm, fá- tækt og andlega kúgun. Hún for- dæmir einræði og ofbeldi í hvaða búningi sem það er klætt. íslenzk aþýða þráir þá stund, að frelsi og friður fái að ríkja í öllum löndum heims og að verkalýður allra landa megi eyða orku sinni í að bæta lífskjör sín og þjóða sinna. AUKNAR FRAMFARIR Við Islendingar erum fámenn og fátæk þjóð og búum á ýmsan hátt við erfið skilyrði af náttúr- unnar hendi. Þó hefur okkur tek- izt á nokkrum áratugum að byggja upp þjóðfélag, sem að menntun og tækni skipar sér nú í röð með fremstu menningar- þjóðum heims. Og þjóðinni hef- ur tekizt þrátt fyrir margt sem ábótavant er að skapa sér lífs- kjör, sém að fróðra manna dómi eru með því bezta, sem þekkist hjá öðrum menningarþjóðum. Til að þessi þróun geti haldið áfram o_g það er ósk og von allra sannra íslendinga. Þarf þjóðin að standa einhuga saman í lífsbar- áttunni. Hún má ekki láta kommúnistum takast að etja stétt gegn stétt, því það skaðar þjóðina alla og getur eyðilagt uppbyggingarstarfið, en það kæmi þyngst niður á verkalýðs- stéttunum sjálfum, Sem betur fer. hefur megin hluti þjóðarinnar séð þetta og skilið nauðsyn þess að veita kommúnistum í launþegasamtök- unum öflugt viðnám. Lýðræðis- flokkarnir hafa í sameiningu staðið að stjórn Alþýðusambands ins á undanförnum árum. Þetta samstarf reyna kommúnistar nú að rjúfa ©g beita til þess alls- konar brögðum. Meðal annars því að meina þeim mikla f jölda í laun þegasamtökunum, sem fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum, Framh, á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.