Morgunblaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 8
8 MURGUHBLAÐIÐ Laugardagur 1. maí 1954 itnMðMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigux. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Þannig verða hagsmunir verka- lýðsins bezt trygðir I DAG ER 1. MAI, hinn alþjóð- legi hátíðisdagur verkalýðs- og launþegastétta. Þann dag minn- ist verkalýðurinn stéttar sinnar, ,ber fram kröfur sínar og litast um og markar stefnuna í hags- munabaráttu sinni. Einnig hér í okkar landi er dagsins minnst með þessum hætti. Islenzkur verkalýður tek- ur sér hvíld frá störfum og held- ur minningardag sinn hátíðlegan. Það er ekki óeðlilegt, að á þess- um degi, sé sú spurning fram bor in, hvernig íslenzkur verkalýður og launþegar fái bezt tryggt hagsmuni sína og afkomu á komandi árum. Svarið við þeirri spurningu hlýtur að vera það, að mestu skipti fyrir atvinnu- og afkomu- öryggi fólksins, að þjóðin eigi næg og fullkomin framleiðslu- tæki til þess að bjarga sér með. Á því veltur atvinnan í hverju einstöku byggðarlagi. Síðan síðustu heimsstyrjöld lauk hefur verið unnið að því af miklu kappi að auka framleiðslu- tæki þjóðarinnar til lands og sjávar. Undir forystu nýsköpun- arstjórnar formanns Sjálfstæðis- flokksins var togaraflotinn end- urnýjaður þannig að þjóðin á nú rúmlega 40 nýtízku botnvörp- unga, sem áreiðanlega eru meðal fullkomnustu skipa af þeirri gerð, sem til eru í heiminum í dag. Kaupskipaflotinn var marg- faldaður og grundvöllur lagður að stórkostlegum umbótum í sam göngumálum þjóðarinnar. Vél- bátaflotinn var einnig endurnýj- aður að töluverðu leyti, enda þótt ekki tækist eins vel til um hana og æskilegt hefði verið. Landbúnaðurinn fékk nýtízku vélar og tæki og tæknin var tekin í þjónustu verklegra fram- kvæmda í landinu, svo sem vega- og hafnargerða. Síðan þessi stefna var mörkuð í stríðslokin hafa flestar ríkis- stjórnir, sem setið hafa að völd- um, lagt kapp á að halda áfram uppbyggingu atvinnulífsins. Ár- angur þess hefur síðan orðið sá, að íslendingar eiga nú betri at- vinnutæki til þess að bjarga sér með en nokkru sinni fyrr. En þetta er þó ekki nóg til þess að tryggja almenningi í landinu öryggi um afkomu sína. Það er ekki nóg að eiga góð atvinnutæki. Þau verða að vera rekin á heilbrigðum grundvelli, hallalaust og stöð- ugt. Bátar eða togarar, sem Rgífja við land veita ekki sjó- mönnum atvinnu. Þeir Jeggja heldur ekki hraðfrystihúsum og fiskiðjuverum til hráefni, sem landverkafólk fær at- vinnu við að verka, frysta, salta eða herða. Því er ekki að neita, að okk- Ur hefur ekld tekizt eins vel að tryggja rekstur framleiðslu tækja okkar undanfarin ár og að afla þeirra. Þess vegna urðum við að fella gengi ís- lenzkrar krónu veturinn 1950. Þess vegna urðum við einnig að veita vélbátaflotanum gjaldeyrisfríðindi og þess vegna er nú togaraútgerðin einnig að komast í þrot. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan lagt mikla áherzlu á það, að ekki mætti vanrækja að tryggja heilbrigðan rekstur fram- leiðslutækjanna. Það hefur komið í hans hlut að hafa forystu um þá miklu nýsköpun atvinnulífsins, sem fram hefur farið undanfarin ár. En hann hefur ævinlega talið ríka nauðsyn bera til skilnings á nauðsyn hallalauss reksturs þeirra tækja, sem landsmenn hafa aflað sér af miklum stórhug og bjartsýni. Framhjá þeirri staðreynd verð- ur ekki gengið opnum augum, að það eru fyrst og fremst hinir sósíalísku flokkar, kommúnistar og Alþýðuflokksmenn, sem kæru lausastir hafa verið um að tryggja rekstur atvinnutækjanna. Þeir hafa skellt skollaeyrunum við aðvörunum gegn kapphlaupi kaupgjalds og verðlags. Afleiðing arnar hafa svo oft orðið þær, að kauphækkanirnar, sem áttu að bæta kjör launafólksins hafa horf ið í hít dýrtíðar og verðbólgu. S.l. ár hefur atvinna farið batn- andi í landinu. Atvinnuleysi má heita útrýmt nema á einstöku stöðúm. En nú hafa kommúnistar og Alþýðuflokksmenn hvatt til uppsagnar samninga að nýju. Er nú rætt um að stytta uppsagnar- tíma samninga niður í einn mán- uð. í nálægum löndum telja verkalýðssamtök og vinnuveit endur hinsvegar sjálfsagt að semja til eins eða tveggja ára. Með því sé atvinnuöryggi og | vinnufriður bezt tryggður. Sjálfstæðismenn munu fram- vegis sem hingað til leggja höfuð- kapp á að tryggja þjóðinni næg og fullkomin framleiðslutæki til þess að geta bjargað sér með, til lands og sjávar. Þannig telja þeir að hagsmunir verkalýðsins verði bezt tryggðir. Að sjálfsögðu er einnig þýðingarmikið að haldið sé uppi fullkominni félagsmála- löggjöf, sem skapar almenningi öryggi gegn sjúkdómum, slysum og elli. En þess ber að gæta, að því aðeins verður félagslegt ör- yggi skapað með víðtækri trygg- ingalöggjöf, að þjóðfélagið sé fjárhagslega á réttum kili og geti risið undir háum útgjöldum til tryggingarstarfseminnar. Saimnorræn sundkeppni endurtekin: IMú verða allir að fleyta sér 200 m á einhverju sundi ALLIR íslandingar muna eftir Samnorrænu sundkeppninni 1951, sem íslenzka þjóðin vann svo glæsilega og eftirminnilega. Þá syntu 36000 íslendingar 200 metra bringu- sund eða fjórði hver íslendingur. Nú hefur verið ákveðið að efna til annarar slíkrar sundkeppni milli Norðurlandaþjóð- anna. Hefst hún 15. maí n.k., og stendur til 15. september. Nú má synda á hvaða sundi sem er — aðeins að komast 200 metra. Danakonungur gefur verðlaunabikar. URSLITIN Til grundvallar þessarar keppni hafa verið lögð úrslit síð- ustu keppni. Það er okkur ís- lendingum óhagstætt, því 1951 synti 25% íslendinga en t. d. 1% Norðmanna, svo stærri þjóð- unum mun veitast auðveldara að auka við þátttöku sína en íslendingupi. En sigurvonir okk- ar eru samt engan vegin brostn- ar. Takmarkið er að nú syndi 50—60 þús. íslendinga og þá mun- um við aftur vinna glæsilegan sigur og staðfesta að hér býr „mesta sundþjóð heims.“ BIKARINN Á ÞJÓÐ- MINJASAFNINU | Framkvæmdanefnd Samnor- rænu sundkeppninnar, Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn, Þor- ULÁ andi óbripar: Vetur úr bæ. ULFLJÓTUR nokkur hefur orðið: „Velvakandi sæll! Hinir björtu og hlýju dagar að undanförnu hafa komið hreyf- ingu á fólkið — og náttúruna. Tún og garðar grænka óðfluga, trén skjóta brumknöppum bólgn- ^--1 n X hi^ Það er skoðun Sjálfstæðisverka manna og sjómanna, og alls Sjálfstæðisfólks í landinu, að sam starf allra stétta íslenzku þjóðar- innar sé líklegast til þess að tryggja velferð hennar og fram- farir og umbætur í iandinu. Inn- an Sjálfstæiðisflokksins starfar líka fólk af öllum stéttum hlið við hlið. Þetta fólk hvetur íslenzku þjóðina til samstarfs og samvinnu en varar við sundrungu og stétta- stríði hinna sósíalísku flokka. Við erum svo fá, sem byggj- um þetta land, að við höfum ekki efni á að eyða kröftum okkar í stéttarstríð og harð- vítug innbyrðis átök. Á því hef ur raunar engin þjóð efni. Kjörorð Sjálfstæðisverka- manna hinn 1. maí er þess- vegna stétt með stétt, verka- lýðnum og öllum landslýð til farsældar og framfara. um af lífskrafti. Og í sveitinni fer sauðburður í hönd og hinar ýmsu vorannir bóndans, með alla þá gleði og allar þær áhyggjur, sem þær hafa jafnan í íör með sér. Og svo eru það ferðalögin, eitt aðal tilhlökkunarefni sumarsins. Reykvíkingar og aðrir, sem búa í hinum stærri bæjum landsins, láta ekkert tækifæri ónotað til að komast út úr bænum og skarkalanum í frjálsara og heil- næmara umhverfi. Gistihúsahrakið, OG það eru ekki aðeins íslend ingar, sem nota sér okkar skammvinna sumar til að ferðast ' um og skoða byggðir og óbyggð- I ir landsins. Straumur erlendra ' ferðamanna fer vaxandi með hverju ári, sem líður. Flestum er það gleðiefni, sumir láta sér fátt um finnast. Við erum í hraki með veitingahús og gisti- hús, segja þeir, svo að vafasamt er, hvaða ávinningur okkur er að því að láta útlendinga horfa upp á skömmina. Það er nú svo. Víst eigum við alltof lítið af þessu tagi og því færri gistihús sem við eigum því lélegri verða þau. Samkeppnin er engin, fólk verð- ur að notast við það sem til er. Ekki smáatriði. ÞAÐ ætti að vera óþarft að minna gisti- og veitingahús- rekendur á, að þeir hafa menn- ingarhlutverki að gegna, sem J mikilvægt er, að þeir vanrækj ( ekki. Það ætti í rauninni að vera ’ strangt opinbert eftirlit með J gistihúsarekstri í landinu, sem gerði utlægan sleifarhátt þann | og ómyndarskap, sem því miður of víða er áberandi á slíkum | stöðum bæði í kaupstöðum Og hinum ýmsu þjóðleiðum landsins. Smekkvísi og snyrtimennsku, er þar víða grætilega ábótavant. — Stífluð salerni, handlaugar, mak- aðar óhreinindum, rusl á gólfum og göngum, skellótt málning og skran á hlaðinu úti fyrir, er nokkuð, sem enginn góður veit- ingahússrekandi vogar sér að líta á sem smáatriði. — Ég vona, Vel- vakandi góður, að þú ljáir þess- um línum rúm — ég skrifa þær með góðum fyrirvara, ef ske kynni að þær gætu orðið til þess, að eitthvað af því sem af- laga feí á þessu sviði verði tekið til athugunar og úrbóta nú, áður en sumarannirnar og ferða- mannastraumurinn hefst. — Úlf- ljótur“. Rottur á kreiki. IBRÉFI, sem „kona“ hefur skrifað mér, segir: „Mér er tjáð, að rottur gangi ljósum logum um bæinn, eink- um í úthverfunum og við höfn- ina. Er vonandi að þeim vágest- um verði útrýmt hið allra fyrsta. Það er nauðsynjamál, sem ekki má draga á langinn“. Er vafalaust á verði. VAFALAUST mun heilbrigðis- eftirlit bæjarins vera á verði gegn rottuplágunni. Við höfum annars verið blessunarlega laus við hana undanfarin ár, það er varla hægt að segja að maður hafi séð rottu í lengri tíð, eftir að hin rösklega herferð var gerð gegn þeim hér á árunum. Dvergasteinn. DVERGASTEINN heitir bær vestan megin Álftafjarðar í ísafjarðarsýslu. Þessi bær hét áður öðru nafni, en ekki er þess getið hvað það var. Þar bjó bóndi, sem var í óvinfengi við dverg, er bjó hinum megin fjarðarins og ætlaði dvergurinn að hefna sín á honum með því að kasta heljar- miklum steini úr fjallinu hinum megin fjarðarins á bæ hans og brjóta hann svo til grunna. — Fjall þetta heitir Bardagi. Steinn- inn komst að vísu yfir fjörðinn, en ekki alla leið og lenti neðar- lega á túninu. Eftir þetta var nafni bæjarins breytt og hefur hann siðan heitið Dvergasteinn. Steinn þessi er afar mikill um- máls, og ekki tiltök að nokkur lifandi vera hafi getað flutt hann. Þrír búa friff- samlega saman þegar tveir eru ekki heima. geir Sveinbjarnarson Sundhallar- forstjóri og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi ræddu við blaða- menn í gær og skýrðu fram- kvæmd keppninnar nú og úrslit hinnar síðustu. Afhenti Erlingur Pálsson bikar þann er Noregskonungur gaf sem verðlaun fyrir keppnina 1951, Kristjáni Eldjárn þjóð- minjaverði, en ákveðið hefur ver- ið að geyma bikarinn í Þjóð- minjasafninu. Kvaðst Erlingur vona, að þar myndi hann verða þjóðinni hvatning til að efla sundkunnáttu sína og auka á sundmennt sem þjóðinni er svo nauðsynleg. NÚ RÍÐUR Á Þeir þremenningarnir skýrðu svo frá að Sundsambandi íslands hefði þótt íslandi vera gert erfitt fyrir í þessari keppni með þvi að til grundvallar hennar væru lögð úrslit síðustu sundkeppni — Norðurlandasundsambandið vildi ekki slaka til og kvað ís- lendinga hafa unnið til þess að bera þungan bagga. — Sundsam- band íslands og ÍSÍ vildi eigi að síður taka þátt í keppninni, og þegar nánar er á litið sézt að sigurvonir Islendinga eru nú engan veginn litlar. Ef þjóðin vill, þá getur hún staðfest að „hér býr mesta sundþjóð heims.“ Nú, sem í hið fyrra skipti verða seld sundmerki, til þess að standast straum af kostnaði við framkvæmd keppninnar. Síðast stóð merkasalan undir öllum kostnaði og m. a. var 6 þús. kr. hagnaði af merkjasölu í Reykja- vík varið til Sundlaugar Vestur- bæjar og 15 þús. kr. hagnaði er framkvæmdanefndin átti eftir var afhent Sundsambandi ís- lands og þessu fé varið til efl- ingar sundmennt. „MESTA SUNDÞJÓÐ HEIMS“ Framkvæmdanefndin hefur gefið út bækling um síðustu sund keppni og niðurstöður hennar hér á landi. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, ritar þar for- málsorð og kemst m. a. svo að orði í niðurlagi greinar sinnar: „íslendingar! Vér skulum varðveita þann sundheiður, sem vér höfum á unnið. Sundkunn- áttan er oss nauðsynleg. Árnar, vötnin og úthafið gera hana stundum að lífsskilyrði. Böð og útivist eru ætíð til hressingar og heilsubótar. Það er fljótlegra að læra að synda en ganga. Manns- ins barn þarf margt að læra í uppvextinum, því það fæðist býsna ósjálfbjarga í þennan heim. Til þess er milliþjóðakeppnin í sundleikni að efla heilsuna, hreystina og hæfileikann til að bjargast eins í vatni og á þurru landi. „Heimsins mesta sundþjóð", sögðu Svíar um íslendinga, eftir hina fyrstu Norðurlandakeppm, og sigur íslendinga í næstu keppni er fólginn í því að bæta metið — hver svo sem bikarinn hlýtur.“ Slagorðin 1 ár MOSKVA, 20. apríl — Rússneska stjórnin hefur gefið út slagorð 1954. í þeim -er lögð áherzla á aukna framleiðslu, lækkaðan frámleiðslukostnað og aukinn aga verkamanna. Megináherzla er lögð á aukna framleiðslu land* búnaðarafurða og á að minnka skriffinnskuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.