Morgunblaðið - 08.05.1954, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIB
Laugardagur 8. maí 1954. 1
Skugginn og tindurinn
SK LDSAGA EFTIR RICHARD MASON
F ramhaldssagan 31
„Ekki nema þú viljir.“
„Auðvitað vil ég það. Mér datt
bara í hug að skólastjórinn þinn
kærði sig ekki um það.“
„Honum kemur það ekki við.“
„Ég veit að ég er ekki eins og
íiakleysið uppmálað í útliti." Hún
brosti. í>að var ekkert innilegt Við
brosið eins og hún hafði brosað
áður.
„Vitleysa. Viltu í alvöru að við
hittumst-"
„Já, í alvöru."
Honum leið illa allt kvöldið.
Hann drakk nokkur glös af
rommi úti á svölunum. Það var
skýjað loft svo ljósin í Kingston
sáust ekki. Honum datt í hug að
senda Judy bréfmiða á miðviku-
daginn og segja henni að hann
kæmi ekki. Henni stóð auðsjáan-
Jega á sama, svo því skyldi hann
t>á leita hana uppi? Líf hans virt-
ist innantómt. Hann fór að huga
um Caroline og ýfði upp nokkur
gömul sár. Svo fór hann aftur
að hugsa um Judy. Hann hafði'
þarfnast hennar .. eins og Silvía
þurfti á hinum ímyndaða vini
sínum að halda. Já hann fór að
skilja það, hvers vegna fólk
missti lífsgleðina í nýlendunum.
Næsta morgun leið honum
heldur betur. Hann ætlaði að ná í
Judy áður en hún færi og tala við
hana. Hann hlakkaði til þess.
Sennilega hafði hann bara ímynd
að sér kuldann í viðmóti hennar.
Henni hafði bara gramist fram-
koma Pawley. Við morgunverðar
borðið spurði hann frú Morgan
hvenær Knowles læknir mundi
koma. Hún sagði að hann mundi
koma klukkan ellefu. Klukkan
ellefu fór hann upp. Frú Morgan
sagði að Knowles hefði komið
klukkan tíú og væri farinn með
Judy. Judy var farin.
„Hún var eiginlega ágæt
slúlka“, sagði frú Morgan.
Hún skilaði engri kveðju til
hans frá Judy. Því skyldi hún
gera það. Þau höfðu kvatt hvort
annað kvöldið áður. Samt sem
áður ákvað hann að leita hana
ekki uppi næsta miðvikudag.
Hann fór að velta því fyrir sér,
hvernig hann ætti að orða bréfið.
Hann rakst á frú Pawley þeg-
ar hann fór til hádegisverðar.
Hann hafði ekki séð hana síðan
urn kvöldið og bjóst við að
hún væri sigri hrósandi yfir því
að Judy væri farin. Hún var það
ekki.
„Er stúlkan ekki farin?“ sagði
hún. „Mér þykir það leitt ef yður
hefur fundist maðurinn minn
taka þessu of hátíðlega, þó hefur
þetta nú sennilega verið fyrir
beztu.“
„Sennilega."
Hún brosti við. „Þér voruð næst
um skemmtilegur þarna um
kvöldið, Douglas. Ég vona að yð-
ur sé sama þó ég hafi strítt yður
dálítið?“
„Auðvitað."
„Það var engu líkara en þér
væruð hrædur um að ég ætlaði
að draga yður á tálar.“ Hún hló
aftur. „En það er engin hætta á
því.“
„Nei, það er það víst ekki.“
Douglas átti að sitja við borðið
hjá Silviu. Börnin töluðu ekki
við hana og virtu hana ekki við-
lits. Douglas yrti einu sinni á
hana og hún snéri upp á sig eins
og merkikerti. Hún virtist ánægð
ari með sjálfa sig en nokkru sinni
fyrr. Það var engu líkara en vin-
urinn, sem barðist fyrir hana og
elskaði hana sæti við hlið hennar.
7. KAFLI
Ekki bar meira til tíðinda með
Silvíu þann dag. Hún fékk bók
af bókasafninu eftir miðdegisteið
og sat með hana undir einu
trjánna fyrir framan skólahúsið.
En næsta kvöld hvarf hún aftur.
Um morguninn hafði hún kom-
ið af sjálfsdáðum til Douglas þar
sem hann sat inni á bókasafninu.
Hún hafði fundið sér til eitthvert
erindi út af lexíunni, en sennilega
vildi hún bara gefa honum tæki-
færi til að setja ofan í við sig
fyrir framferðið. Hann hafði haft
vit á því að minnast ekki á það
við hana, en hann spurði hana
blátt áfram hvort vinur hennar
mundi koma til að bjóða henni
með sér aftur.
Hún horfði beint í augu hans.
„Hann kemur í kvöld“. Það
gladdi hana auðsjáanlega mjög að
hann skyldi hafa spurt.
„Það var leiðinlegt", sgði hann.
„Getur þú ekki beðið hann að
koma heldur seinna?"
„Ætlið þér að aftra mér frá
því að hitta hann?“
„Nei, nei“, sagði hann. „En
mér datt í hug að þig langaði til
að hlusta á hljómleikang."
„Heima hjá yður?“
„Já.“
Hún hugsaði sig um Svo sagði
hún:
„Það er of seint að biðja hann
að koma ekki.“
| „Ef þú kemur ekki á tilsettum
tíma, þá gæti hann gert sér í hug
arlund að þú hefðir þurft að gera
eitthvað annað. Ég er viss um að
hann sættir sig við það.“
I „Ég sé til“, sagði hún.
| „Þú þarft vonandi ekki að fara
fyrr en kennslustundinni er lok-
ið?“
| „Nei. Ég ætla ekki að hitta
hann fyrr en klukkan hálf fimm.“
■ „Reyndu að fresta því ef þú
| getur.“
Hann hafði það fyrir sið að
leika hljómplötur fyrir börnin
heima hjá sér einu sinni í viku.
Pawley hafði lagt fram fé til
þess að kaupa grammófón og dá-
lítið plötusafn og kom oft sjálfur
til að hlusta. Venjulega komu
átta eða tíu barnanna, helming-
urinn vegna þess að þau höfðu
unun af bljómlist, hin af forvitni.
Síðustu viku hafði Silvía verið
meðal þeirra, hún hafði setið dá-
iítið afsíðis og látið eins og hún
væri mjög niðursokkin í að
hlusta. Hún þóttist hafa vit fram
yfir hin á klassískri hljómlist .. 1
í samræmi við það hvað hún þótt-
ist þroskaðri en hin. Það var því
ástæða til að vona að hún hætti
við „stefnumótið“ án þess að lítil-
lækka sig um of. Varla var mikil
skemmtun af því að sitja tímun-
um saman ein úti í skógi.
Hún var þó ekki meðal þeirra
sem komu fyrst klukkan hálf
fimm, en Douglas gaf þó ekki upp
alla von. Hún var sniðug. Hún
mundi koma svo sem tuttugu
mínútum of seint og láta eins og
hún hefði hitt vininn og sagt hon-
um að koma heldur seinna.
Douglas bauð súkkulaðikexið,
sem var orðið fastur liður í
skemmtuninni og lét fyrstu plöt- j
una á.
Klukkan varð fimm en ekki
kom Silvía. Hins vegar kom
Pawley og fékk sér sæti i hópn-
um. Einn drengjanna stóð upp af
stólnum til að bjóða Pawley sæti
en hann bandaði með hendinni
og settist á gólfið hjá börnunum.
Börnin skiptust á um að draga
upp grammófóninn og setja nýj-
ar nálar í. Hin sátu þegjandi með
hátíðlegan svip og biðu eftir að
symfóníunni lyki. I þetta sinn
varð henni þó ekki lokið, því í
miðjum klíðum heyrðust hróp og
köll úr brekkunni á bak við hús-
ið og augnabliki síðar kom dreng
ur, að nafni Roger, hlaupandi eft
ir stígnum. Hann nam staðar fyr-
ir neðan svalirnar og sagði með
öndina í hálsinum:
„Getið þér komið strax, herra
Lockwood. Silvía er orðin vit-
laus.“ Hann hafði ekki tekið eftir
Pawley.
Douglas stóð strax á fætur og
fylgdi Roger eftir. Þegar þeir
komu fram á bersvæðið, sá hann
Siivíu upp í brekkunni. Hún sló
og barði af öllum kröftum með
bambusstöng. Alan hrökklaðist
undan höggunum og reyndi að ná
stönginni af henni þess á milli.
Silvía átti fullt í fangi með að
halda honum í hæfilegri fjarlægð
KOFFORTIÐ FLJIJGAIMDI
4.
i hjá kóngsdótturinni. Fékk hann þar prýðilegustu viðtökur.
I „Ætlið þér þá að segja okkur ævintýri?“ mælti drottn-
ingin, „en djúpsætt verður það að vera og lærdómsríkt.“
j „En þó svo, að hlegið verði að því,“ mælti konungurinn.
I „Já, svo skal vera,“ sagði hann og byrjaði, og er nú bezt
lað taka vel eftir.
| Einu sinni var eldspýtnabréf og voru eldspýturnar ákaf-
lega hreyknar af ættgöfgi sinni. Ættmóðir þeirra, það er
að segja furutréð stóra, sem þær voru smáflísar úr, hver
um sig, — það hefði verið stórt og aldrað tré í skóginum.
Eldspýturnar lágu nú uppi á hillu milli eldfæra og gam-
als járnpotts og voru að segja þeim frá æsku sinni.
„Já, þegar vér vorum á grænni grein, þá vorum vér með
sanni „á grænni grein“, bæði sumar og vetur. En þá komu
skógarhöggsmennirnir — það var nú stjórnarbyltingin
mikla — og þá tvístraðist fjölskylda vor í allar áttir.
Óðalsherrann varð stórsigla á skrautlegu skipi, sem siglt
gat um heim allan, ef vildi. Hinar greinarnar lentu annars
staðar og vér höfum nú það starf að kveikja á ljósunum fyr-
ir lágborin múgamenni. Þannig víkur því við, að vér stór-
mennin erum komin hér í eldhúsið.“
„Já, öðruvísi er nú háttað um mig,“ sagði járnpotturinn,
sem stóð við hlið eldspýtnanna. „Allt frá því ég kom út í
heiminn, hef ég verið frægur mörgum sinnum og oft verið
soðið í mér.
mjf
ÁætLunarferbir
Reykjavík — Kjalarnes — Kjós
Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 8, kl. 13,30, kl. 19 og kl. 23
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og
föstudaga kl. 18 og laugardaga kl. 13,30 og kl. 17.
Frá Hálsi: Sunnudaga kl. 10, kl. 17 og kl. 21. Mánu-
daga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga
kl. 8 og laugardaga kl. 8 og. kl. 19.
JÚLÍUS JÓNSSON,
Afgreiðsla á Ferðaskrifstofunnh
3ja og 10 lítra
SMARABLAÐS
MERKIÐ
Eqqert Kristiánsson
& Co. h.f.
L.
****w'trrm,,tV4kn
■w
uliia