Morgunblaðið - 08.05.1954, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.05.1954, Qupperneq 1
16 síöur Dien Bien Phu fnllin eftir tveggjn mánnðn nmsátnr Vörn gefin upp eftir 20 Mikill mannfjöldi var á hafnarbakkanum í gærdag er Gullfoss lagðist upp að til að fagna forsetahjón- unum við heimkomu þeirra. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. nu ucim úr Noríhir- i gær i legursta veðri klst. stanzlausan hardaga Kommúnistar beittu rúss- neskum eidflaugabyssum París og Saigon 7. maí. Einkaskeyti frá Reuter. L A N I E L forsætisráðherra Frakklands kvaddi sér hljóðs í franska þjóðþinginu í dag. Hann skýrði deildinni frá því að Dien Bien Phu, fjallvirki Frakka í Indó-Kína væri fallið eftir 20 klukkustunda látlausa návígisbardaga. Þar með er lokið 57 daga hetjulegri umsátursvörn, sem hefur vakið athygli og aðdáun víða um heim, því að verjendur áttu við margfalt ofurefli að etja. Beran sektaður LONDON, 7. maí — Aneurin Bevan fo.ringi vinstriarms brezka verkamannaflokksins var í dag dæmdur í 1000 króna sekt fyrir árekstur, of hraðan akstur og fyr- ir að aka brott af árekstursstað án þess að gæta að hvaða afleið- ingu áreksturinn hefði haft. — Samtímis var hann sviftur öku- leyfi í þrjá mánuði. —Reuter. Forseti bæjjarstjórnar bai?3 þaa vclkomin til höfuðborgarinnar 1|/I I KI L L mannfjöldi fagnaði forsctahjónunum, er þau komu með Gullfossi til Reykjavíkur í gærmorgun, eftir hina opinberu heimsókn sína til Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands. — Forseti bæjarstjórnar, frú Auður Auðuns, bauð forsetahjónin velkomin heim í nafni Reykjavíkur. Á HAFNARBAKKANUM ------------------------ Gullfoss var kominn upp að hafnargarðinum fyrir klukkan 10. Voru þar mættir handhafar forsetavalds: forsætisráðherra, forseti Hæstaréttar og forseti Sameinaðs Alþingis svo og utan- ríkisráðherra, þar voru einnig sendimenn erlendra ríkja, borg- arstjóri og forseti bæjarstjórnai:. — Þar stóðu skátar með fána og Lúðrasveit Reykjavíkur lék með- an Gullfoss var að leggjast að hafnarbakkanum. Bakkinn var skreyttur veifum í íslenzku fána- litunum, en Gullfoss hafði fána- borg við hún og í aftursiglu blakti fáni forseta. MOTTOKURÆÐA FORSETA BÆJARSTJÓRNAR Lítilli stundu eftir að Gullfoss hafði laggzt að hafnarbakkanum, steig frú Auður Auðuns í ræðu- stól og bauð forsetahjónin vel- komin og mælti hún á þessa leið: Herra forseta, virðu- lega forsetafrú! Um leið og þér nú innan stundar stígið á land hér í Reykjavík leyfi ég mér í nafni höfuðborgarinnar að bjóða yð- ur vclkomin heim úr hinni opinberu heimsókn yðar til vina- og frænþjóða vorra á Norðurlöndum, sem jafnframt er hin fyrsta heimsókn ís- lenzks þjóðhöfðingja til þess- ara þjóða, sem bæði menning- arlega og sögulega standa okkur öðrum þjóðum nær. Þær glæsilegu móttökur, er þér hafið hvarvetna hlotið, Framh. á bls. 12 LONDON, 7. apríl. — Það var tilkynnt seint í kvöld að Vesturveldin þrjú hafi sent samhljóáa orðsending- ar til Rússa, þar sem þau hafna tillögu Rússa um svo nefnt öryggisbandalag Evr- ópu. — Rússar báru tillögu um það fram á Berlínarráð stefnunni, og var efni henn ar að öll ríki Evrópu bæði austan og vestan járntjalds skyldu ganga í hernaðar- bandalag. Það fylgdi tillög- unni að Bandaríkjamenn mættu ekki koma nálægt og að Vestur-Evrópuríkin gætu ekki búizt til varnar gegn væntanlegum „banda __ mönnum" sínum Rússum. __ S H Hví ckki klullaust Fjórir rússneskir rit- höfundnr reknir á dyr Skrifuðu ekki eins og valdhöfunum þóknaðisf nú — Reuter. MOSKVA, 7. maí. Það var opinberlega tilkynnt í dag, að rússneska rithöfundafélagið hefði rekið fjóra kunna rit- höfunda úr félaginu. Skýrt var frá því að rithöf- undar þessir hefðu framið ó- siðsamleg þjóðfélagshættuleg brot í ritverkum sinum, sem ekki gætu samrýmst köllun sovétskra rithöfunda. Tveir þessara rithöfunda, A. Surov og N. Vyeta, eru meðal frægustu Ieikritahöfunda Rússa á vorum dögum. Báðir höfðu þeir áður fengið tvenn Stalin-verðlaun fyrir ritsmíð- ar, sem valdhöfunum féllu vel í geð. GENF, 7. apríl. — Webb, utan- ríkisráðherra Nýja-Sjálands, sagði í dag við umræður um Kóreu-málin, að vonlaust væri að reyna að komast að samkomu- lagi um Kóreu-málin meðan N.- Kóreumenn neituðú að hlíta því að hlutlaus nefnd S.Þ. hefði eftir- lit með væntanlegum þingkosn- ingum í landinu. — Reuter. Rússar vildu ekki við- skipti er til kastanna kom Vonbrigði af v iðskipf aráðsfef nu Genf 7. maí. — Einkaskeyti frá Reuter. NÝLEGA er lokið hér í borg viðræðum milli fulltrúa Vestur- Evrópu og Austur-Evrópulanda um aukin viðskipti milli austurs og vesturs. Ráðstefnan hefur orðið fulltrúum Vestur-Evrópu til vonbrigða og hefur komið í ljós að yfirlýsingar Rússa um vilja til að auka viðskiptin virðast ekki hafa verið af heilum huga. VONUÐUST EFTIR VIÐSKIPTUM Fulltrúar Vestur-Evrópu komu á fundinn vonbjartir um að tak- ast mætti að koma á almennum viðskiptum, þar sem Rússar og aðrar Austur-Evrópu-þjóðir keyptu ýmsar neyzluvörur og seldu í staðinn t.d. timbur, kol og korn. RAUNVERULEGUR ÁHUGI LÍTILL En það kom í ljós að Rússar höfðu ekki nema mjög lítið magn af þeim vörum, sem Vestur-Evr- ópu-menn hafa hug á. Sömuleiðis kom í ljós, að þrátt fyrir allar yfirlýsingar Rússa um að þeir vildu kaupa neyzluvörur, til að bæta lífskjör fólks í löndum sín- um, að hinn raunverulegi áhugi þeirra fyrir því á ráðstefnunni var lítill. Vörurnar, sem Rússar voru sí- fellt að spyrja um voru skip, kopar, vélar og raftæki, sem þeir Framh. á bls. 2 ★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ 20 KLST. BARDAGI ★ 30 þúsund hermenn Viet- ★ minh hófu lokaáhlaupið að ★ kvöldi fimmtudags, eftir fjög ★ urra tíma stórskotahríð og á ★ næstu 20 klst. börðust þeir í ★ gegnum varnir Frakka frá ★ einu smávirkinu til annars. ★ Síðari hluta föstudags náða ★ kommúnistar miðvirkinu, þar ★ sem Christian de Castries ★ hershöfðingi hafði aðalbæki- ★ stöðvar sínar. Þar brutu þeir ★ síðustu varnirnar á bak aftur ★ í æðisgengnum návígisbar- ★ daga. Var barizt með hand- ★ sprengjum, byssustingjum og ★ gripið til hnífa. ★ ★★★★★★★★★★★★★ 12 ÞUSUND HERMENN Þjóðarsorg er í Frakklandi vegna þessa atburðar. Er Laniel tilkynnti fall virkisins risu þing- menn úr sætum, allir nema kommúnistar, til þess að votta hinum föllnu hetjum í Dien Bien Phu virðingu sína. Ekkert er vitað frekar um ör- lög þeirra 12 þúsund franskra og Indó-kínverskra hermanna, sem vörðust í Dien Bien Phu, en síð- ast þegar til var vitað, varðist Isabelluvirkið skammt suður af bænum enn. Það mun ekki hafa möguleika til áframhaldandi varnar. I ENGIN BREYTING Laniel, forsætisráðherra, sagði að kommúnistar hefðu lagt allt kapp á að ná virkisbænum fyrir Genfar-ráðstefnuna, til þess að það gæti haft áhrif á samninga- umleitanirnar. Þetta hefði þeim mistekizt vegna hetjulegrar varn- ar setuliðsins. Fall borgarinnar nú mýndi enga breytingu hafa í för með sér varðandi afstöðu frönsku íulltrúanna á Genfar- ráðstefnu. Frakkar óskuðu enn sem fyrr eftir vopnahléi í Indó- Kína. Svar kommúnista hefði ver ið að herða á bardögum og mann- vígum. Krefjast yrði þess af kommúnistum, ef vopnahlé kæm- ist á, að þeir gæfu fullkomna tryggingu fyrir því aff vopnahlé yrði ekki rofið. ★ Franska herstjórnin í Sai- ★ gon tilkynnti í dag, að í loka- ★ atlögunni hefðu uppreisnar- ★ mennirnir notað eldflauga- ★ byssur af rússneskri gerð. Er ★ þetta enn ein alvarlega sönn- ★ unin fyrir því hve mjög Rúss- ★ ar hafa hönd í bagga með ★ bardögum í Indó-Kína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.