Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangur. 117. tbl. — Þriðjudagur 25. maí 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsini Frá vígslu ÁburðarverksmiðjuRnar Forsetahjónin, ráðherrar og konur þeirra, szndi’ierra Bandaríkjanna, borgarstjórinn í Reykjavík og fleiri gesíir við vígslu áburðarverksmiðjunnar. — (Sjá frásögn á bls. 9). (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) sr iiarn- & orku- og sýk!ah@rna6 Ef til stríðs kemur, eru báðir aðilar líklegir til að beita kjarn- orkuvopnum, segir IViontgomery PARÍSARBORG, 24. maí. — Reuter-NTB ONTGOMERY marskálkur, sem er annar æðsti maður At- lantshafsherjanna í Norðurálfu, átti fund með fréttamönnum í París í dag. Lét hann svo um mælt, að enda þótt kjarnorkuvopn væru til þess fallin að koma í veg fyrir stríð, þá væri varla vafa bundið, að báðir aðilar mundu grípa til slíkra vopna, ef styrjöld skylli á annað borð á. <§----------------- BARIZT Á LANDI SEM FYRR Ef til styrjaldar kæmi, mundu stórorrustur verða háðar í lofti, en við megum ekki loka augun- um fyrir því, að fólkorrustur verða líka háðar á landi eins og hingað til. Aftur á móti mundi, sagði Montgomery, notkun kjarn- orkuvopna gerbreyta landhernaði frá því, sem áður hefði tíðkazt. ENDURSKIPULEGGJA ÞARF ATLANTSHAFSHERINN Marskálkurinn sagði, að endur- skipuleggja þyrfti heri Atlants- hafsríkjanna bæði í Evrópu og vestan hafs, fyrirkomulag þeirra væri úrelt orðið. 6 MILLJ. HERMANNA Þá gerði Montgomery grein fyrir herafla kommúnistaríkj- anna. Sagði hann, að Rússar og hjáríki þeirra hefðu meira en 6 millj. manns undir vopnum. Væru það um 250 herfylki og 20 þús. vélflugur, sem flestar eru knúnar þrýstiloftshreyflum. Á einum mánuði sagði hann, að Austur-Evrópuríkin gætu aukið þennan her upp í 400 herfylki. KJARNORKU- OG SÝKLAIIERNAÐUR Sem stendur hafa Rússar 20 herfylki í Austur-Þýzkalandi, en það lið er hrein ógnun við vest- rænar þjóðir. Rússar hafa öflug- an undirbúning til að heyja kjarnorku- og sýklahernað. Breiar selja komm- únislum ekki vopn LUNDÚNUM 24. maí. — Brezka stjórnin hefir neitað þeim áburði McCartys, að Bretar hafi uppi ráðagerðir um að selja kínversk- um kommúnistum vopn. Aðstoðarutanríkisráðh. skýrði frá því í neðri málstofunni, að Bretar seldu samveldislöndunum og öðrum vinaþjóðum að vísu vopn, en sala þeirra til kommún- istaríkjanna væri með öllu bönn- uð. — Reuter-NTB Pólverjar senda vopn fil Guafemala WASHINGTON, 24. maí. — Bandaríska utanríkisráðuneytið skýrði frá því dag, að Banda- ríkin sendi nú hergögn með vél- flugum til Nicaragua og Hondur- as. Er þetta 1 samræmi við samn- ing um gagnkvæma hernaðaraö- stoð, sem fyrir skömmu var und- irritaður. Ríkisstjórnin í Guatamala er talin kommúnisk. Hafa fréttir borizt þrátt um það undanfarið, að Pólverjar hafi sent þangað vopn. — Reuter-NTB. Forsetinn leggur hornstein að Áburðarverksmiðjunni. „Englllinii í virk inu“ kominn til Hanoi HANOI 24. maí, — Engillinn í virkinu, eina konan, sem dvaldist í Dien Bien Phu, þegar virkið féll, fór loftleiðis til Hanoi í dag. Hefir hún stundað særða fanga í virkisbænum, síðan hann féll í hendur kommúnistum. Sagði hún fréttamönnum, að sér liði vel, en fékkst ekki til að láta neitt frekar uppi um sinn hag. Bariii á Rauðárslétiu HANOI, 24. maí. — Uppreist- armenn í Indó-Kína hafa að nýju hafið sókn að stöðvum stjórnar- herjanna á Rauðársléttu um 70 km sunnan Hanoi. Franskar her- flugur gera í sífellu loftárásir á hersveitir uppreistarmanna og birgðaflutninga. Uppreistarmenn hafa nú dregið lið sitt til baka frá varnastóðvum Frakka í Nam Tha í Laos-ríki um 150 km fyrir norðvestan Luan Prabang eftir að hafa setið um staðinn í 6 daga. 101 ©s ■ Bærilega horrir a Genfarráðstefnu Bidaalt ber iram nýjar tillögur um Indó-Kína GENF, 24. maí. — Reuter-NTB GEORGE BIDAULT, utanríkisráðherra Frakka, lagði í dag fram tillögur um vopnahlé í Indó-Kína á Genfarráðstefnunni. Eru tillögur þessar í 7 liðum. Fundurinn í dag var hinn 5. í röðínni, sem haldinn er fyrir luktum dyrum um Indó-Kína mál. Er sagt, að árangur hafi verið eftir öllum vonum. ^ AGREININGS ATRIÐI Lögreglumenn misjjyrmdii blaða- manní, svo að hann fékk bana af RÍÓ DE JANEIRÓ, 24. maí. Mikill mannfjöldi fylgdi blaðamannin- um Nestor Moreira í Ríó til graf- ar, er útför hans var gerð. — Moreira lézt í fyrri viku, eftir að lögreglumenn höfðu mis- þyrmft honum. Spörkuðu þeir í kvið honum, svo að hann fékk bana af. Fangar, sem horfðu á aðfarirnar, fylltust hryllingi, og undanfarna daga hafa verið mikl- ar æsingar í höfuðborginni af þessum atburði. Vargas forseti hefir lýst yfir, að þeir verði látnir sæta ábyrgð, sem stóðu að þessu fantbragði. Hefir einn lögreglumaður þegar verið handtekinn. Reuter-NTB Þýzflcir líomm- únistaforsprakk ar handteknir Frankfurt, 24. maí. Reuter-NTB. VESTUR-ÞÝZKA lögreglan tilkynnti í dag, að nokkrir kommúnistar hefðu verið handteknir þar í landi. Ekki var getið um sakargiftir. — Tveir hinna handteknu eru þingmenn, aðrir tveir í fram- kvæmdarstjórn kommúnista- flokksins. Um tillögur Bidaults er sagt, að þær muni varla njóta stuðn- ings kommúnista. Taka þær að- eins til Vietnams, sem er stærst þriggja ríkja í Indó-Kína, en kommúnistar hafa aldrei getað sætt sig við annað en vopnahlés- samningar tæki til allra ríkjanna í heild. RÁÐHERRAR SKRUPPU HEIM Frakkar eru aftur þeirrar skoðunar, að ekki þurfi annars við í Laos-ríki og Kambódíu en kommúnistar kveðji lið sitt það- an burt. Þeir Bidault og Eden fóru heim um helgina og ráðguðust við ríkisstjórnir sínar. Báðir voru þeir komnir til Genfar í tæka tíð til að sitja fundlnn þar. VILL NÝJA RÁÐSTEFNU Á fundinum í dag kvað Molo- tov utanríkisráðherra Rússa hafa lagt fram tillögur um Indó-Kína. Eru þær þess efnis, að aðilar Indó-Kína stríðsins skuli taka upp viðræður um hermál í sam- bandi við vopnahlésviðræður á sérstakri ráðstefnu. Eftir tillög- unum eiga þau 9 ríki, sem nú ræða um Indó-Kína í Genf að- eins að fjalla um málefni stjórn- málalegs eðlis. Þá lé lyiir unnin störf KIRKJUNESI — Kveðinn hefir verið upp seinasti dómurinn £ njósnamálunum alræmdu í Norð- ur-Noregi. Var njósnarinn Karl Fredrik Komeros dæmdur í 8 mánaða fangelsi og sviptur rétt- indum til að gegna herþjónustu. Það upplýstist í máli Karls, að hann hefir þegið fé að Rússum fyrir að njósna á þeirra vegum í Noregi. aukinna við skipta við V.-Þýzkaland Viðskiptasamningur undirrifaður í Bonn DAGANA 12,—20. maí 1954 fóru fram í Bonn viðræður milli íslenzkrar samninganefndar und- ir forystu Vilhjálms Finsens, sendiherra, og þýzkrar samninga nefndar undir forystu dr. Stal- manns, skrifstofustjóra. — Lauk þeim með undirskrift viðskipta- samnings, sem gengur í gildi 1. júlí n.k. og gildir um óákveðinn tíma. Með viðskiptasamningi þessum opnast möguleikar til allaukinna | viðskipta milli landanna á báðar . hliðar. í viðbótarsamkomulagi, J sem gert var sama dag, eru m.a. ákvæði um einstök atriði varð- ' andi innflutning fisks frá íslandi j til Þýzkalands. Ákvæði um inn- flutning þýzkra vara til íslands voru samræmd gildandi ákvæð- um um innflutning til Islands. — Viðræðurnar fóru svo sefn endra- nær mjög vinsamlega fram. (Frá utanríkisráðuneytinu). 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.