Morgunblaðið - 25.05.1954, Page 4
MORGLNBLAÐIB
Þriðiudagur 25. maí 1954
\ 4
I
Vinsælasta „Show“-atriði
Norðurlanda —
SöngkvintetfBnn
MOIMIM KEYS
Síðasta miðnætur-
skemmtunin er í kvöld
í Austurbæjarbíói,
THE MONN KEVS
vinsælasti söngkvintett
álfunnar.
Sungin lög úr kvik-
myndum sem
MONN KEYS
hafa leikið í, enn frem-
ui' nokkur af þeim lög-
um, sem MONN KEYS
hafa sungið inn á plötur.
Einnig verða sungin
tvö lög á íslenzku —
T I L Þ í N
eftir Steingrím Sigfússon.
One Man Show :
■
■
■
■
■
■
■
Cowboy special ■
FREDERIK Og ODDVAR
— CRAZY DUETT —
KYNNIR: SIGFÚS HAIXDÓRSSON
Sala aðgöngumiða er í
DRANGEY OG
AL8TIJRBÆJ ARBÍÓ
eftir klukkan 6.
Notið þetta einstæða tækifæri
og hlustið á beztu skemmtikrafta, sem völ er v.
■• ira ■ « ■ a •■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■«•■.•■■
>5
I
Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn Ingólfsson
Kjósarsýslu
ADALFUNDVR
verður haldinn að Klébergi, fimrntud. 27. maí kl. 2 e.h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJORNIN
^•••••■■•■••■■■*■■■■■•■••■•••■■•■■■■•■■■■■•■■•••■■■■■■■•o■•■■■•••■■■■■■■!
■
Fríkirkjan Hafnarfirði
: ■ r
\ Aðalfundur Bræðrafélags fríkirkjusafnaðarins verður
■ j
S haldinn miðvikud. 26. þ. m. kl. 8,30 e. h. í Fríkirkjunni. j
•
■
Venjuleg aðalfundarstörf. •
Fjölmennið. J
STJÓRNIN
^immmamammmmmmmmmmmmarn'
'«■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■•■•■■■•■■■■■■■■■••■■■■>
Verzlun
■ neðarlega við Laugaveg til sölu. — Sanngjörn lciga. — j
Góður vörulager. Vil gjarnan skipta á fokheldri hæð J
eða íbúð. Tilboð merkt: „333“—271 sendist Morgunbl. j
j fyrir 1. júní. -
UIUUUI
— Dagbók -
Fingrarím
HELGI Benediktsson hóteleigandi og Framsóknarmaður í Vest*
mannaeyjum hefur krafizt 72 þúsund kr. skaðabóta fyrir fing-
urmeiðsli, sem hann telur sig hafa hlotið í viðureign við réttvísina,
í Vestmannaeyjum á Framsókn fulltrúa þann,
sem flokkurinn telur sinn heiðarlegasta mann,
og gat sér orð fyrir vandaða viðskiptahætti.
Loks fetti réttvísin fingur samt út í hann,
og Framsóknarputti mannsins gekk þá úr liði.
. i
I
Nú stendur í málinu réttvísin heldur höll,
því heiðarleiki tímamannsins er strangur.
En hvað skyldi kosta mikið manneskjan öll,
ef metast á sjötu þúsund hans fingurspjöll?
Var maðurinn ef til vill óvenju fingralangur?
B-r.
f dag er 145. dagur ársins.
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni, sími 7911.
I.O.O.F. Rb. 1. Bþ == 1035258V2
— 9 II
□------------------------□
. Veðrið •
I gær var austan átt um allt
land og dálítil rigning sums stað-
ar á Suður- bg Austurlandi.
1 Reykjavík var hiti 12 stig kl.
15,00, 14 stig á Akureyri, 8 stig
á Galtarvita og 5 stig á Dala-
tanga.
Mestur hiti hér á landi í gær
kl. 15,00 mældist á Nautabúi í
Skagafirði og minnstur hiti, 5
stig, á Dalatanga.
I London var hiti 12 stig um
hádegi, 16 stig í Höfn, 15 stig í
París, 17 stig í Osló, 22 stig í
Berlín, 16 stig í Stokkhólmi, 10
stig í Þórshöfn og 16 stig í New
York.
□------------------------□
• Afmæli •
Guðríður Hanrfesdóttir, Skúla-
götu 66, varð 60 ára laugardaginn
22. maí s, 1.
• Bruðkaup •
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband Katrín Héðinsdóttir og
Jay B. Sorning. Heimili þeira er
að Stórholti 37.
Laugardaginn 22. þ. m. voru
gefin saman í hjónaband af séra
Þorsteini Björnssyni Þorbjörg
Samsonardóttir, Þórsgötu 20 B og
Charles P. Maher.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í Sauðárkrókskirkju
ungfrú Ingibjörg Stephensen og
Helgi Konráðs Hjálmsson. Föður-
bróðir brúðgumans, séra Helgi
Konráðsson prófastur gaf ’ brúð-
hjónin saman. Heimili ungu hjón-
anna er að Sólvallagötu 32 A,
Reykjavík.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband á Sauðárkróki ungfrú
Hólmfríður Jóhannesdóttir og Ás-
grímur Sveinsson, kiæðskerameist
ari. Séra Helgi Konráðsson gaf
brúðhjónin aman.
Síðast liðinn laugardag voru
gefin saman í hjónaband af séra
Árelíusi Níelsyni ungfrú Hjörtný
Árnadóttir, SeJjavegi 13, og Stein-
grímur Arason, bókbindari frá
Patreksfirði. Heimili brúðhjón-
anna verður að Birkimel 8 B.
• Hjónaefni •
Síðast liðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Margrét
Jónsdóttir, Grenimel 23, og Jakob
Guðvarðarson, Miðstræti 5.
Síðast liðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Hulda
Brynjólfsdóttir, Selfossi, og Guð-
mundur Andréson, símamaður.
Síðast liðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Hanna
Sigríður Ásgeirsdóttir frá Siglu-
firði og Sigurjón Sölvi Guðnason
frá Siglufirði.
Síðast liðinn laugardag opinber-
uðu trúlofun sína Sesselja Berg-
steinsdóttir, Skúlagötu 66, og Jó-
hann Vestmann Róbertsson frá
Eyði, Sandvík, Sandvíkurhreppi.
Fimmtudaginn 13. þ. m. opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Sigrún
Gissurardóttir, Kjartansgötu 2, og
Sigurður Jörgensson stud. oecon,
Stangarholti 12.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú Ingibjörg Þórðar-
dóttir símamær og Svanur Jónsson
járnsmiður, bæði frá Vestmanna-
eyjum.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfru Svana Ragnarsdóttir,
Smiðjustíg, Reykjavík, og Sigur-
geir Scheving, Vestmannaeyjum,
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Ástríður Hannesdóttir, Kára-
stíg 9, og B'jarni Magnússon vél-
stjóri, Langholtsvegi 6.
Bifreiðaskoðunin.
I dag eiga bifreiðar pr. R-2401
—2550 að koma í skoðun.
Pennavinur.
13 ára gömul skólastúlka í Eng-
landi óskar eftir að komast í bréfa-
samband við íslenzkan pilt á líku
reki, sem hefur áhuga á listum,
sundi og íþróttum. Nafn stúlk-
unnar og heimilisfang er: Jenni-
fer Margaret Alen, 4 Heath Close,
Kings Norton, Birmingham 30,
Warwicks, England.
Sólheimadrengurinn.
Afhent Morgkunblaðinu: J. S.
100 krónur.
íþróttamaðurinn
Afhent Morgunblaðinu: Gamall
stofufélagi 25 krónur .
Fjölskyldan á Flesjustöðum
Afhent Morgunblaðinu: G. G.
50 krónur. Ó.I. Hf. 200 kr.
Fólkið á Heiði.
Afhent Morgunblaðinu: Ó. I. Hf.
100 krónur. -—• Hér með er sam-
skotum þessum lokið hjá Morgun-
blaðinu.
Vcstf irðingafélagið
í Reykjavík
heldur Vestfirðingamót í Sjálf-
stæðishúsinu n. k. miðvikudag
(daginn fyrir uppstigningardag).
Flutt verður minni Vestfjarða,
Ketii Jcnsson syngur og þjóðdans-
ar verða sýndir. — Allur ágóðinn
af skemmtuninni rennur til
byggðasafns Vestfjarða, en það er
höfuðáhugamál Vestfirðingafélags-
ins.
Finnska iðnsýningin
er opin daglega kl. 2—10 e. h,
— Á helgidögum kl. 10—10.
• Flugferðir •
Millilandafiug.
Flugféiag íslands h.f.:
Gullfaxi er væntanlegur til
Reykjavíkur kl. 16,30 í dag frá
London og Prestvík.
Pan American:
Flugvél frá Pan American er
væntanleg til Keflavíkur frá Hel-
singfors um Stokkhólm og Osló í
kvöld kl. 19,45 og heldur áfram til
New York.
• Skipafréttir •
Eimskipafélag tslands h.f.:
Brúarfoss fer' frá Hamborg í dag
til Rotterdam, Hull og Reykjavík-
ur. Dettifoss kom til Eaumo !
fyrradag; fer þaðan til Húsavík-
ur. Fjalfoss fór frá Hull í fyrra-
dag til Reykjavíkur. Goðafoss fór
frá'Portland í gær til New York,
Gulfoss fór frá Leith í gær til
Reykjavíkur. Lagarfoss er í
Reykjavík Reykjafoss fer í dag
frá Akureyri til Húsavíkur. Sel-
foss fór frá Gautaborg í gær til
austurlandsins. Tröllafoss fór frá
Reykjavík 20. þ. m. til New York.
Tungufoss er í Kaupmannahöfn,
Arne Prestus lestar um 29. þ. m,
í Antwerpen og Hull til Reykja-i
víkur.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla var á Akureyri í gær*
kvöldi á vesturleið. Esja er t
Reykjavík. Herðubreið er væntan-t
leg í dag frá Austfjörðum. Skjald-
breið fór í gærkvöldi til Breiða-
fjarðar. Þyrill fór í gærkvöldi ás
leiðis til Vestmannaeyja og þaðart
til Holands. Baldur fór i gærkvöldt
til Gilsfjarðar.
I
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell fór frá Kiei í gær*
morgun til Akureyrar. Arnarfell
er í Áiaborg. Jökulf. fór frá NeW
York í gær til Reykjavíkur. Dísar*
fell fer frá Hamborg í dag til
Leith og Reykjavíkur. Bláfell fet
frá Hornafirði í dag til Djúpas
vogs og Breiðdalsvíkur. Litlafell
er í Reykjavík.
• Utvarp •
19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá’
ýmsum löndum (plötur). 20,30 Ers
indi: Kristin trú og barnavernd;
II. (Gísli Jónson alþm.). 21,00
Undir ljúfum lögum: Gunnar
Kristinsson syngur; Carl Billich
aðstoðar og leikur einleik. á píanó.
21.30 íþróttir (Sig. Sig.). 21,45
Einsöngur: Kathleen Ferrier syng-
ur (plötur). 22,10 Garðyrkjuþátt-
ur: Nýjungar í garðrækt (Axel
Magnússon garðyrkjukennari).
22.30 Kammcrtónleikar (plötur):
Kvartett í B-dúr op. 11 eftir Josef
Suk (Bæheimskvartettinn leikur),
23,00 Dagskrárlok.