Morgunblaðið - 01.06.1954, Síða 1
16 sáður
Rússland stendur gegn friði
Ur ræiy Eisenhowers í Columbía-háskólanum
Persónuleg vinúttu forvigismunn-
innu hefir mótuð sumsturfið inn-
New York, 31. maí
I^ISENHOWER Bandaríkjaforseti hélt meiri háttar ræðu í kvöld
sem útvarpað var og sjónvarpað um Bandaríkin þver og endi-
löng. Ræðuna hélt Eisenhower í veizlu, sem efnt var til í tilefni ai
200 ára afmæli Columbíaháskólans. Hann lýsti því yfir, að allai
tilraunir til þess að fá Sovétríkin til þátttöku í alþjóðasamstarfi um
eftirlit með kjarnorkuvopnum hefðu verið unnar fyrir gíg. Banda-
ríkin myndu samt sem áður halda áfram að ræða málið við hin
fjögur stórveldin, þrátt fyrir framkomu Sovétríkjanna.
m Sjúlfstæðisflokksins
SAUPMANNAHOFN—Bifreiðar
rá dollarasvæðinu voru fluttar
nn til Danmerkur fyrir 8 millj.
danskar krónur eina vikuna í maí.
Er það danskt :net.
-<•>
Formannaráðslefnu flokksins
slitiðs. I. laugardaq
MIÐA AÐ FRIÐI
KAUPMANNAHÖFN, 31. maí. —
Eftir tvo mánuði hefur flugfé-
lagið SAS reglubundnar flug-
ferðir frá Norðurlöndum yfir
Norðurpólinn og lýkur ferðinni
í Los Angeles. — Undanfarnar
vikur hafa staðið yfir samninga-
umleitanir af hálfu félagsins við
bandarísk yfirvöld um málið og
í fyrradag var sendiherrum Nor-
egs, Svíþjóðar og Danmerkur í
Washington afhent skilaboð frá
bandarísku stjórninni um að
leyfið væri fengið.
Flugleiðin frá Norðurlöndum
til Bandaríkjanna styttist um
2000 kílómetra við hina nýju leið
frá því sem áður var, þegar
fljúga þurfti um New York. —
Verður flugleiðin alls nú aðeins
8000 km. Styttir hin nýja flug-
leið flugferðina um 6—7 tíma.
Áætlað er, að flogið verði
tvisvar í viku vestur um haf eftir
hinni nýju leið til að byrja með,
en forystumenn SAS gera sér von
Ir um, að flugferðum verði bráð-
lega- fjölgað sökum aukins far-
þegaflutnings, þar sem ferðin
tekur nú svo miklu skemmri
tíma.
SAS er nú eina evrópska flug-
félagið, sem hefur lendingarleyfi
í Bandaríkjunum utan New
York, en leyfið fékkst aðeins með
ýmsum skilyrðum m.a. þeim að
félagið hlýddi ákvörðun Bermúda
samþykktarinnar um lágmarks-
gjöld á flugförum.
— Reuter-NTB.
Ólafur Thors, forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins,
slítur annarri formannaráðstefnu flokksins s.l. laugardag.
— Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Monsúnrigninoar hindra
Ö'
leiðangur Ilillarys
t
Hann liggur enn sjúkur í fjsllafjaldi sínu
Nýja Delhi, 31. maí.
FJALLAGARPURINN Sir Edmund Hillary liggur enn sjúkur í
tjaldbúðum leiðangurs síns í 5.500 metra hæð uppi í austurhluta
Himalayafjalla. Allar horfur eru nú á, að leiðangur hans verði að
gefast upp við svo búið, þar sem að auk veikinda sjálfs Hillarys,
þá hefur veðurstöðin í Alipore í Himalayafjöllunum spáð geysi-
legum monsúnrigningum á næstu dögum og skipað öllum fjalla-
leiðöngrum að snúa aftur. í fyrradag var rétt ár síðan Hillary og
Tensing klifu hæsta tind jarðar, Mount Everest.
t
TVEIR TINDAR j Nokkrir dagar eru síðan innlend-
Eins og Mbl. hefur áður skýrt ur hlaupari kom til höfuðborgar
frá veiktist Hillary, þegar leið- i Nepal í Himalayafjöllum, Khut-
angurinn var að klifi í Barun- mandu, með þau boð, að Hillary
Gletche fjöllunum. Ætlunin var lægi sjúkur. Engar frekari fréttir
að klífa tindinn Baruntse, sem hafa frá leiðangrinum borizt síð-
er 7.900 mstra hár og Chambling, an.
sem er 8.000 metrar á hæð. —■ Framh. á bls. 2
SAS yfir Póllnn
Eisenhower lagði áherzlu á, að
allar tillögur Bandaríkjastjórnar
á alþjóðavettvangi í þessum efn-
um hafa beinzt að því að auka
eindrægni þjóða í milli.
Tillögur Bandaríkjanna hafa
m. a. fjallað um að koma á vopna
hléi í Kóreu, sem þegar er orð-
inn raunveruleiki, að Þýzkaland
yrði frjálst og sameinað, frjáist
Austurríki, frið í Indó-Kína, og
Austur Asíu og að strangt al-
þjóðaeftirlit yrði sett með fram-
leiðslu kjarnorkuvopna.
réttlæti og samvinna
Bandaríska þjóðin fylgir í dag
utanríkisstefnu sem byggist á
ljósri grundvallarreglu. Hún vill
frið í heiminum, sem byggist á
samvinnu þjóða í milli, sannleika
og réttiæti.
Til þess að þessu takmarki
verði náð verður hinn frjálsi'
heimur að auka styrk sinn, sam-
heldni og samvinnu.
Bandaríkin og bandamenn
þeirra ásælast ekki lönd né áhrif
og þeir miða að því að hver þjóð
geti notið fulls og óskoraðs sjálf-
stæðis í friðsamlegum heimi.
ör ræðum Ólðfs Ihors, forsæfisráðherra og
Jóns Páimasonar, aiþm., í afmælishófi fiokksins
FORMANNARÁÐSTEFNU Sjálfstæðisflokksins var slitið
kl. rúmlega fjögur síðdegis á laugardag með stuttri en
þróttmikilli ræðu, er Ólafur Thors, forsætisráðherra, for>
maður flokksins, flutti.
Hafði hún þá setið tvo daga að störfum og rætt skipulags-
mál og ýmis innri mál flokksins af kappi. Stóðu miklar um-
ræður báða dagana um þessi mál.
Kom þar fram mikill og vakandi áhugi forvígismanna
Sjálfstæðisflokksins um land allt til þess að efla starf hans
og baráttu eftir því, sem frekast væri kostur. Að lokum
samþykkti ráðstefnan ávarp það til þjóðarinnar, sem birt
var hér í blaðinu s.l. sunnudag.
Á laugardagskvöldið hafði svo miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins boð inni í Sjálfstæðishúsinu fyrir fulltrúa ráðstefnunnar
og nokkra aðra gesti. Var þar margt manna saman komið og
samkoman öll hin veglegasta.
RÆÐA FORMANNS
SJÁLFSTÆBISFLOKKSINS
Eyjólfur Jóhannsson, formaður
skipulagsnefndar flokksins, setti
hófið og stjórnaði því. Ræður
fluttu aðeins tveir menn, þeir
Ólafur Thors, forsætisráðherra,
er minntist ýmislegs frá stofnun
Sjálfstæðisflokksins fyrir 25 ár-
um og Jón Pálmason, alþingis-
maður, sem mælti fyrir minni
formanns flokksins og konu hans.
Fluttu þessir ræðumenn báðir
ágætar og skemmtilegar ræður.
Verður hér lítillega drepið á
einstök atriði þeirra.
Ólafur Thors gat þess í upp-
hafi, að af hálfu þeirra flokka,
sem mynduðu Sjálfstæðisflokk-
inn hefðu þrír menn verið kjörn-
ir til þess að undirbúa samning-
ana. Voru það þeir Sigurður
Eggerz og Jakob Möller fyrir
hönd Frjálslynda flokksins, en
hann sjálfur f. h. íhaldsflokksins.
Gat hann þess m.a., að Frjáls-
Jón Pálmason, alþm. frá Akri.
lyndi flokkurinn hefði ekki vilj-
að að Jón Þorláksson yrði for-
I maður hins nýja flokks, heldur
I annað hvort Pétur Ottesen eða
I Ólafur Thors.
Þegar þetta skilyrði var sett I
fram, sagði Ólafur Thors, þá
sagði ég samningaumleitunum
milli flokkanna slitið. En þegar
Jón Þorláksson fékk þær fregnir
kvað hann auðséð, að enn skortí
nokkuð á reynslu mína í þessum
efnum. Þegar nýr flokkur væri
stofnaður við samruna tveggja
flokka væri það bæði venjulegt
og eðlilegt, að hvorugur for-
manna þeirra flokka veldist til
formennsku hins nýja flokks.
Ég mun hafa svarað því til að
ég tæki aldrei að mér formennsku
í flokki, sem Jón Þorláksson væri
í. Þann sess taldi ég hæfa honum,
en öðrum ekki.
FUNDUR Á
UPPSTIGNINGARDAG
Á uppstigningardag árið 1929
var svo fundur í þingflokki ökk-
ar. Þegar hann var nýbyrjaður
kom Jakob Möller og beiddist
samtals við mig. Fór ég á fund
með honum og ræddum við sam-
an um skeið.
Á meðan lét Jón Þorláksson
velja mig fyrir formann hins
væntanlega flokks. En ég lagði til
við Jakob Möller að þriggja
manna framkvæmdarráð, auk
miðstjórnar, mynduðu æðstu
stjórn hans.
Varð sú og niðurstaðan eftir
að samkomulag um sameiningu
hafði tekizt.
í framkvæmdaráðið voru kjörn
ir þeir Jón Þorláksson og Magn-
ús Guðmundsson frá okkur, en
Sigurður Eggerz frá Frjálslynda
flokknum. En Jón Þorláksson var
kjörinn .formaður þess og þar
með hins nýja flokks í heild. —
Mun öllum hafa líkað það vel,
nema e. t. v. Jóni Þorlákssyni
sjálfum.
ÁGREININGUR MEÐAL
FRJÁLSLYNDA
Ólafur Thors minntist einnig á
það í þessari ræðu sinni, að
Frjálslyndi flokkurinn hefði í
svipaðan mund og fyrrgreindur
fundur var í þingflokki Ihalds-
manna einnig haft flokksfund.
Framh. á bl.s. 2