Morgunblaðið - 23.06.1954, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.06.1954, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. júní 1954 í Þ R 6 T T I R KR hefur 4 stig eftir 2 leiki UM 1200 manns voru mættir suður á íþróttavelli s.l. sunnudagskvöld til þess að fylgjast með 4 leik íslands- mótsins, viðureigninni milli K. R. og Fram. Á köflum brá fyrir skemmtilegum samleik hjá báðum liðum, sem við höf- um því miður fengið að sjá alltof lítið af á þessu sumri. Var hlutur Fram öllu meiri þó svo færi, að þeir töpuðu Ieikn- um. K.R.-ingar notuðu meira langar spyrnur en stutta sam- leikinn og fengu ekki eins mörg marktækifæri og Fram- arar. í hálfleik stóðu leikar 2 mörk gegn 2 og þetta eina örlagaríka mark, sem K. R. skorar í síðari hálfleiknum geta Framarar ekki kennt neinum, nema sjálfum sér. Haukur Bjarnason stendur úti á vítateig, gefur knöttinn í áttina að sínu eigin marki til Guðmund- ar framvarðar, sem hyggst koma honum til markvarðar, en spyrnir svo laust, að Ólafur Hannesson, sem stóð að baki Guðmundar þarf ekki að taka r.ema fjögur skref, þakka fyrir hjálpina, og senda knöttinn í netið. Þessar sí- felldu spyrnur að sínu eigin marki í tíma og ótíma hafa fylgt Framvörninni nú um skeið og oft hefir hurð skollið nærri hæl- um, en allt blessast þar til nú. Vonandi verður þeim þetta óhapp nokkur lexía. Það er vissulega að bjóða hættunni heim, að taka upp stuttan samleik innan síns eigin vítateigs, þegar svangir mót herjar eru stöðugt á næsta leiti, og þeir eru jafnan fljótari, ef eitthvað útaf ber. Astæðan til þess, að ég gerist fjölorður um of- angreint atriði, er ekki eingöngu örlagarík úrslit þessa leiks, held- ur hitt, að mér hefir fundizt aðrir varnarleiksmenn en þeirra Fram- ara hafa samskonar tilhneiging- ar. Víst er ágætt að geta gripið til þess ráðs að senda markverði sínum knöttinn, en líka er varn- arleikmönnum hollt að minnast þess, sem frægur maður sagði forðum: „Bezta vörnin er sókn“. Og standa nú bezt Reykjavíkuriiða FYRSTU MÖRKIN & Fyrri hálfleikur var mun bet- ur leikinn en' sá síðari. Fyrst framanaf eru K.R.-ingar í meiri sókn og. á 11. mínútu hefir Þor- björn dregið Hauk með sér fram að miðju vallarins, honum tekst að koma góðum knetti yfir til Ólafs Hannessonar, sem stormar einsamall og óhindraður á geysi- hraða upp að marki Framara. En á vítateig lætur hann til skarar skríða og spyrnir, en langt yfir. Á 15. mínútu á Atli gott mark- skot, sem markvörður átti erfitt með. Á 20. mínútu verður Hauk- ur Bjarnason að yfirgefa völlinn um stundarsakir vegna meiðsla, er hann hlaut í byltu og á meðan hann er í burtu eða á 22. mínútu skorar Hörður Felixson með skalla eftir nokkurt þóf við mark ið. Annar bakvörður Fram gerði tilraun til að bjarga með skalla, en varð of seinn. Á 23. mínútu fær Dagbjartur gott tækifæri til að skora eftir góða sendingu frá Óskari, en honum mistekst. Á 25. mínútu skapar Óskar sér sjálfur gott tækifæri með því að leika á tvo KR-inga, en spyrnan lendir í öruggum höndum markvarðar. Framarar hafa nú yfirtökin í leiknum, en markið lætur standa á sér. Á 31. mínútu jafna Fram- arar loks. Óskari tókst að kom- ast á milli bakvarðar K.R., sem var að leika knettinum, og enda- marka, gaf snöggan hæðarbolta fyrir mark K.R. Karl Bergmann brá skjótt við, hljóp til nokkra metra og skallaði knöttinn í mark K.R. Mínútu síðar eru Framarar enn ágengir við mark KR. Þrir leikmenn fyiir opnu marki. Krist inn spyrnir, en markvörður ver auðveldlega. Á 34. mínútu er Fram dæmd aukaspyrna rétt við vítateigshorn K.R.-inga. Gunnar, hægri bakvörður Fram spyrnir ve! fyrir háum bolta til Halldórs Lúðvíkssonar, sem tekur hann Frh. á bls. 10. Yalur vann Yíking 1:0 ÍSLANDSMÓTIÐ hélt enn' áfram á mánudagskvöld og léku þá saman Valur og Vík- ! ingur. Áhorfendur voru frem- ur fáir — en þeir sem á völl- | inn komu sáu lélegan leik og ósamstillt lið. Valur sigraði Kom markið um miðjan síð- ari hálfleik. Leikurinn var frá upphafi þóf- kenndur og svo til tilþrifalaus. Það var oft eins og fyrir hreina hendingu ef leikmönnum tókst að leika með stuttum samleik frá sínum vítateig að vítateig hins — og þegar þar kom^ hópuðust allir inn á miðjuna, svo 10—15 manna þvaga myndaðist við ,,vítaspyrnupunktinn“ og þar lauk upphlaupunum. Þessi hæfi- leikaskortur liðanna til að nota kantana — sundra vörninni og skapa marktækifæri minnir einna helzt á fjórða flokks lið — byrj- endur í íþróttinni, sem allir vilja standa sem næst markinu. Slík leikaðferð hjá meistaraflokkslið- um er afleit. Til þeirra verður að gera vissar lágmarkskröfur um knattmeðferð, nákvæmni og skiln •ing á knattspyrnu. Taflmanni er ekki nóg að kunna mannganginn til að tefla vel. Hann verður að kúnna að láta menn sína starfa saman og umfram allt að nota taflborðið út í yztu æsar. Þegar i fjórir framherjar (útherjar, mið- íramherji og innherji t. d.) bruna 1 með knöttinn að marki andstæð- ingsins á að vera auðvelt fyrir þá að skapa gott tækifæri til marks þegar þrír menn eru til varnar (eins og oftast er í skyndisókn). Hópist þeir fjórir inn á vítateig- inn eiga þremenningarnir í vörn- inni oftast auðvelt með að gæta þeirra allra. Þennan leikgalla sýna Reykjavíkurfélögin öll og má furðulegt teljast hve lengi þau virðast ætla að vera að átta sig á jafn auðveldum hlut. Leikur Vals og Víkings var sviplaus. Víkingar sýndu rétt af og til tilraunir til samleiks, en Valsmenn voru mun hættulegri við Víkingsmarkið. — Sigurhans átti fast skot í stöng — og ýmsir aðrir misnotuðu góð marktæki- færi herfilega. Víkingsliðið féll betur saman en Valsliðið (þó engan veginn vel). Leiðinlegra er hins vegar að sjá 7 landsliðsæfingamenn koma í Valsbúningi inn á völlinn og falla ekki betur saman en raun ber vitni. Nú voru 9 breytingar gerð- ar á Valsliðinu frá leiknum við Þrótt — og enn verður að breyta ef vel á að fara —1 eða eithvað annað að koma til. Þessi org eru ekki viðhöfð af andúð gegn Vals- liðinu, en allir sem opin augu hafa hljóta að sjá, að það er að- eins svipur hjá sjón móti Va!s- liðum undanfarinna ára. * A. St. Landy segir: r Fo' opf a betri tímai4 EINS og frá var skýrt í gær setti Ástralíumaðurinn John Landy heimsmet í míluhlaupi og 1500 m hlaupi á mánudaginn. Mílumet hans er 3:58,0 mín. og 1500 m metið 3:41,8 (ekki 3:41,9 eins og sagt var í gær). Glympíumeisfarar í fimleikum sýna hér á fösludagskvöld r Koma hingað í boði Armanns N ÆSTKOM ANDI fimmtudags- kvöld 24. þ.m. er væntanlegur, með flugvél Loftleiða frá Gauta- borg, úrvalsflokkur frá finnska fimleikasambandinu í áhaldaleik- Finnski fimleikameistarinn Armo Tanner fimi. Flokkurinn kemur hingað í boði Glímufélagsins Ármanns í tilefni 65 ára afmæii félagsins. Eins og kunnugt er eru Finnar með fremstu þjóðum heims í áhaldaleikfimi og oft unnið fyrstu verðlaun á Olympíu- og alheimsmótum. Árið 1949 kom flokkur frá finnska fimleikasam- bandinu og sýndi hér í Reykja- vík við mjög mikla aðsókn og stórkostlega hrifningu. Fyrsta sýning flokksins verður n.k. föstu dagskvöld kl. 9 e.h: í íþróttahúsi ÍBR við Hálogaland. Meðal fim- leikamannanna eru bæði Finn- lands- og Olympíumeistarar. í leikfimisflokknum eru 8 menn auk stjórnandans Esa Seeste, sem var í flokknum sem hingað kom 1949 og er einn af Olympíumeist- urunum 1948. Einn þekktasti píanóleikari Finna fru Elsa Aro, annast undirleik við sýningarnar, en fararstjóri er K. E. Levalahti, hershöfðingi, sem í fleiri ár hef- ur verður fararstjóri Finna & Olympíuleikum og alþjóðamót- um. Hann var í mörg ár skóla- stjóri á íþróttamenntasetri Finna, Vierumáki og er einn helzti for- svarsmaður finnskrar íþrótta- hreyfingar um áratugi. Óhætt mun að fullyrða að þetta sé glæsi legasta íþróttaheimsókn til fs- lands á bessu ári. LANDY — á hlaupum Landy er 24 ára gamall stúdent. Hann tók ásamt 6 öðrum þátt í mílukeppni í Ábo í Finnlandi. Var þar m.a. Chataway, sá er dyggi- legast hjálpaði Bannister til að komast undir 4 mín. fyrstum manna. Aðrir keppendur voru finnskir. Finninn Kalle Kaiio leiddi hlaupið í fyrstu En er 700 m voru búnir tók Landy foryst- una með Chataway á hælum sér. Frá því (700 m markinu) leiddi Landy hlaupig og breikkaði bilið milli sín og Chataway. Millitímar hans voru 58,0 á 400, 1:58,9 á 800 m, 2:27,2 á 1000 m, 3:41,8 á 1500 (sem fæst víðurkennt sem heims- met). Landy var sem óþreyttur mað- ur örskömmu eftir hlaupið og sagði: „Ég get hlaupið á betri tíma, — kannski ekki í ár, en það kemur“. Hann þakkar Chataway mjög veitta aðstoð vig að halda uppi hraðanum, þó Chataway hafi aldrei haft forystuna í hlaup- inu. Tími Chataway var 4:04,4 mín., O. Vuorisalo, Finnl. 4:07,4, D. Johansson Finnl. 4:07,6 mín. Heimsmeisfarakeppnin í knaffspyrnu SpáS að Uruguay fali meisfarabikðrinn öðru sinni UNDANÚRSLIT heimsmeistarakeppninnar standa nú yfir í Sviss. Fyrsta umferðin fór sem kunnugt er fram víða um lönd — þátttökuríkj unum raðað niður í riðla og efstu liðin mættu síðan til „orustunnar" í Sviss, er nú stendur yíir. En þó að þangað séu komin þau liðin er hæst urðu í hverjum riðli er bilið milli liðanna furðu mikið og úrslit eins og 8:3 — 5:0 — 7:0 ekki óalgeng. URSLITIN FRAM TIL ÞESSA Fyrirkomulag keppninnar í Sviss er þannig, að liðunum 16 að tölu var skipt í fjóra riðla. Tvö efstu liðin áttu að komast áfram — í næstu umferð (8 landa keppni). Þessari riðlakeppni er nú lokið og fóru leikar þar á þessa leið: 16. júní Austurríki — Skotland 1:0 Uruguay — Tékkóslóvakía 2:0 Frakkland — Júgóslavía 0:1 Brasilía — Mexiko 5:0 17. júní England — Belgía 4:4 Ítalía — Sviss 1:2 Tyrkland — Þýzkaland 1:4 Ungverjaland — Korea 9:0 Leikir aldarinnar í GÆR hóf Knattspyrnusamband íslands sýningar á nýkomnum kvikmyndum frá hinum margum- töluðu landsleikjum milli Eng- lands og Ungverjalands. Fór hinn fyrri fram í Lundúnum í fyrra og sigruðu þá Ungverjar með 6:3. Heyrðust þá margar óánægju- raddir í Englandi vegna hins gamla knattspyrnustíls — langar spyrnur, sem ekki báru árangur gegn hinum stutta og hraða sam- leik Ungverjanna. Bretarnir hugðust þó hefna og mættu ungverska landsliðinu öðru sinni i Budapest fyrir nokkr um dögum. Þá urðu úrslit þau að Úngverjar sigruðu með 7 mörkum gegn 1. Og var nú enska lands- liðið gersamlega sigrað. Myndirnar tekur um klukku- tíma að sýna. Þær eru afbragðs- góðar og sína vel snilli leikmann- anna. Enginn skal halda að Eng- lendingar séu lélegir knattspyrnu menn — en eigi að síður léku Ungverjarnir þá studur og sam- an ef svo mætti segja. Myndirn- ar eru stórfróðlegar öllum knatt- spyrnuunnendum og knattspyrnu mönnum. 19. júní Brasilía — Júgóslafía 1:1 Frakkland — Mexiko 3:2 Uruguay — Skotland 7:0 Austurríki — Tékkóslóvakía 5:0 20. júní Ungverjaland — Þýzkaland 8:3 Tyrkland — Korea 7:0 England — Sviss 2:0 Ítalía — Belgía 4:1 Eftir þessa umferð höfðu 6 lönd — Ungverjaland, Uruguay, Austurríki, Brasilía, Júgóslaíía og England tryggt sér sæti í 8 landa keppninni. En aukaleikir verða að fara fram til þess að fá úr því skorið hvaða lönd önnux eiga að fylla riðilinn. Aukaleik- irnir eru á milli Þýzkalands og Tyrklands og hinn á milli Ítalíu og Sviss. Þessir leikir áttu að fara fram nú í vikunni. LOKAÚRSLITIN NÁLGAST Á laugardag og sunnudag fer svo fram 8 landa keppnin og er það útsláttarkeppni. Á sunnu- dagskvöld verða því aðeins 4 lönd eftir. Þau sem vinna í þeim leikjum leika til úrslita um heims meistaratitilinn 4. júlí n.k. _ Hin tvö keppa um 3. sætið 3. júlí Iþróttafyrirlesari brezka út- varpsins telur að úrslitin muni standa á milli Uruguay (núver- andi heimsmeistara) og Ung- verjalands. Hann spáir því — og byggir spádóm sinn á afloknum leikjum — að Uruguay liðið fari heim með bikarinn öðru sinni. En það er ekki oft sem hægt er að byggja á spádómum þegar knattspyrna er annars vegar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.