Morgunblaðið - 27.06.1954, Síða 7

Morgunblaðið - 27.06.1954, Síða 7
Sunnudagur 27. júní 1954 MORGUNBLAÐIÐ IVIIraning Ásthifdur Ov5a Kolbeins Qlafur Péfursson Sfóra-Knaramesi sjöfugur GJafir tll Dvaiarhesmiíis aldraðra sfómanna á Sjómannadaginn HÚN var fædd að Staðarbakka í Miðfirði 27. okt. 1900, dótt- ir prestshjónanna séra Eyjólfs Kolbeins Eyjólfssonar og frú Þóreyjar Bjarnadóttur. Af hin- um mikla og kunna systkinahóp eru þessi á lífi: Séra Halldór Kolbeins, prestur í Vestmanna- eyjum, Bjarni og Marínó, bygg- ingamenn í Vancouver í Kanada, Þorvaldur, prentari, og Páll, að- albókari, báðir í Reykjavík og sömuleiðis systurnar tvær, prests- frú Þórunn Kolbeins, og Þórey Kolbeins og bjuggu þær Ást- hildur og Þórey saman um margra ára skeið. Dánir eru af bræðrum Eyjólfur, bóndi í Bygg- garði og Júlíus, yfirbakari. Ég kynntist Ásthildi Kolbeins áratuginn 1920—1930 ásamt tveim ur nánustu vinkonum hennar, Þorbjörgu Guðjónsdóttur, banka- gjaldkera (systur Skúla pró- fessors í Árósum) og Ragnheiði O. Björnsson, nú kaupkonu á Akur- eyri. Voru þessar þrjár ungu konur svo fágætlega samvaldar, að þær munu ætíð iifa í endur- minning minni sem ein þrenn- ing og þrenn eining, svo að vart varð á milli^séð. Svo áhugasamar og fórnfúsar ungar konur eru harla sjaldgæfar, og svo samtaka voru þær í áhugamálum sínum og starfi, að af bar! I ungmennafélagsstarfinu í Reykjavík þennan áratug báru þær titt mestan þunga félags- starfsins sameiginlega, bæði í daglegum störfum og á samkom- um vorum. — „Og þar bar aldrei skuggann á“. — Á árunum 1927— 3 930, er við störfuðum að endur- vakningu íslenzkra vikivaka og söngleikja, hvíldi meginþungi þess starfs á þeim. Enda var áhugi þeirra sívakandi og óþreyt- andi á þeim vettvangi. — Og á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930 sýndu þær í fyrsta sinn opin- berlega stóran og velæfðan viki- vakaflokk barna, sem vakti mikla athygli bæði innlendra og er- lendra gesta, og er mér það per- sónulega vel kunnugt. Kenndu þær síðan vikivaka í Reykjavík og víðar alllöngu eftir burtför mina úr Reykjavík. — Er það þeim þremur að þakka, að þessi þjóðdansavísir hefir þroskast svo á síðari árum, að nú eru skilyrði fyrir hendi til þátttöku í hinum árlegu þjóðdansamótum Norður- landa. En undirstaða þeirra eru hinir fornu vikivakar. — Minnist ég þess, er ég var „samstarfsmað- ur“ frú Huldu Garborg fyrsta veturinn, sem hún tók að hefja endurreisnarstarf sitt í Noregi á þessum vettvangi. Og þeirri sömu s!óð fylgdum við í upphafi, þess- ar þrjár ógleymanlegu vinstúlk- ur, sínar og mínar, og ég í þessu frumstarfi okkar á vegum ung- mennafélaga íslands. Þorbjörg Guðjónsdóttir lézt óvænt og löngu fyrir aldur fram fyrir um 15 árum síðan. Var mikil eítirsjá í henni. — Og nú hefir vinkona hennar, Ásthildur Kol- beins, fetað sömu slóð. Hafði heilsu hennar nú um hríð verið þannig farið, að hún þarfnaðist bæði — og þráði hvíld. — Og hvíld og frið hefir hún óefað fundið. í huga mínum ríkir bæði hryggð og friður. — Ég sakna beggja þessara góðu vinkvenna minna og þakka þeim ógleyman- lega samvinnu og ómetanlega, | áhuga þeirra, tryggð og kven- ! kosti. — Og nú kveð ég þig, Ást- j hildur Kolbeíns, með klökkum 1 huga kærri kveðju! — Og kvíða- laust: Því lífíð brosir við dauðans dyr. Og dauði er ekki til! Kelgi Valtýsson. STYRKUK stofn er fallinn. Ást- hildur Gyða Kolbeins andaðist á sjúkrahúsinu Sólheimar að morgni 21. þ. m. á 54. aldursári og fer útför hennar fram á morg- un. Ásthildur var sjötta í röðinni af 10 börnum sr. Eyjólfs Kolbeins Eyjólfssonar, síðast prests að Melstað í Miðfirði, og konu hans, Þóreyjar Bjarnadóttur frá Reyk- hólum. Fluttist hún, eftir andlát föður síns 1912, með móður sinni og systkinum að Lambastöðum á Seltjarnarnesi og síðar til Reykja víkur. Ung lauk Ásthildur burtfarar- prófi frá Kvennaskólanum i MÁNUDAGINN 28. þ. m. er Ólafur Pétursson bóndi, Stóra- Knararnesi á Vatnsleysusbrönd sjötíu ára. Ólafur er fæddur í Tumakoti í Vogum og er einn hinna kunnu Tumakotssystkina A SJÓMANNADAGINN 13. þ.m. var mannmargt við byggingu Dvalarheimilisins á Laugarás- hæð. Úti og inni hafði allt verið gert eins vistiegt og ástæður frek- ast leyfðu. Sólin skein í heiði, vor í lofti og ánægja skein úr hverju andliti þess mikla fólks- fjölda, er þar var mættur. Helgi- blær sá, er hvíldi yfir athöfn- inni, er þar fór fram gleymist ekki, hann yljar hugann á erfið- um stundum og hvetur til dáða. Margar kveðjur og gjafir bár- ust þann dag, og sýnir það bezt hug almennings til þeirrar hug- sjónar, sem þarna er að verða að veruleika. Margir tóku hlýlega í hönd formanns Sjómannadags- ráðs og lögðu gjafir sínar í „lófa karls". Þó að þær væru ekki all- ar stórar, fylgdi þeim öllum hlýr hugur og árnaðaróskir. „Ánægð móðir“ gaf 25 kr. Einn gaf 100 kr., annar 200 krónur, og ég er viss um, að margi£ fleiri hefðu látið í „lófa karls“, ef þeir hefðu Reykjavík, var síðan eitt ár á kenr.araskóla í Noregi og að því námi loknu á kennaranámskeiði í Askov í Danmörku. Að þessum námsferli loknum hélt hún heim aftur, rúmlega tvítug að aldri, og hóf elnka- kennslu, m. a. á Bíldudal, en réð- ist 1924 föst starfsstúlka í Björns- bakarí hér i bænum, þar sem hún áður hafði starfað um skeið. En þegar Björn Björnsson bakara- meistari hóf starfrækslu Hress- ingarskálans í Austurstræti, fól hann henni þar aðal-umsjón og forstöðu. Eftir eigendaskipti starfaði hún þar áfram og meðan hei’san leyfði — og lengur þó, því þótt hún ekki legðist sína hinztu legu fyrr en í marzlok, fór því um langan tima fjarri að hún gengi heil heilsu til starfa. Þessi óbrotni náms- og starfs- ferill Ásthildar er í fullu sam- ræmi við lyndiseinkun hennar og eiginleika: ákveðin, trygg, traust og stöðug. Hún var skapfestu- kona, sem ekki hringlaði úr einu í annað, hvorki í vináttu né starfi, og svo hrein og bein og' fölskva- laus var hún í framkomu og að lundarfari, að enginn gekk þess dulinn hver afstaða hennar var til manna og málefna. Það er víst, að svo vann Ást- hildur traust og hjörtu allra þeirra, er henni kvnntust, að minning hennar máist þeim ekki úr huga, og mundu flestir, karl- ar jafnt sem konur, hennar hug og hjartalag hafa kosið sem sína eiginleika. — Þess vegna sakna hénnar allir hennar mörgu ætt- ingjar, vinir og kunningjar, en gleymir henni enginn. Þennan minningaarf vil ég þakka henni nú, er ég kveð hana hinzta sinni. G. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögnienn. Þórsliamri við Templarasund. Sími 1171. VÍJXNIN G AJIPLOTUB & leiði. Skiltajrerðin Skóinvörðn.tío' ð og eiga ætt sina að rekja til séra Högna prestaföður. Ólafur er kunnur dugnaðar- maður og hefur fengizt við sjó- mennsku, útgerð og landbúnað og farnazt það vel, enda fylgt hverju verki eftir með ötulleik og áræðni samfara góðri fyrirhyggju og vökulli árvekni, áreiðanlegheit- um og drengskap. Um skeið átti hann sæti i hreppsnefnd og' var þar góður liðsmaður sem annars- staðar. Þó Ólafur hafi ekki alltaf gengið heill heilsu að verki, hef- ur hann látið það lítt á sjá og vinnur enn flest störf. í mörg ár hefur Ólafur legið á grenjum og það síðast í vor og skipta þau tugum grenin sem hann veit um og þekkir í Vatnsleysustrandar og Voga-héruðum. Sauðfé átti Ólafur fram að fjárskiptum en tók þá ekki fé aftur, hann er verulega glöggur fjármaður og kunnugur vel á heiðum og hálsum . Reykjanes- skagáns. Kvæntur er Ölafur Þuríði Guð- mundsdóttur frá Bræðraparti í Vogum, voru foreldrar hennar annálað fyrir dugnað og' hefur Þuríður erft það í ríkum mæli og verið manni sínum öruggur íöru- nautur. Allan sinn búskap hafa þau búið á Stóra-Knararnesi og eignast 14 börn og eru 13 á lífi, allt hið mesta myndar og dugn- aðarfólk. Son, 14 ára gamlan, misstu þau, vel gefinn og manns- efni mikið. Til minningar um hann gáfu þau Kálfatjarnar- kirkju fagran og vandaðan skírn- arfont. Ólafur setur jörð sína vel Og þó landið sé grýtt og erfitt til ræktunar, hefur hann þokað tún- inu upp að þjóðveginum og er nú byrjaður að rækta hinumegin við hann. Ólafur í Knararnesi eins og hann er oftast nefndur, er mörg- um kunnur og vinsæll innan- sveitar og utan og munu honum og heimili hans á þessum merkis- degi berast góðar hugsanir, hlýj- ar kveðjur og hamingjuóskir. Sveitungi. Eyjólfur K. Sígurjónsson Ragnar Á. Magnússon löggiltir endurskoðendur. Klapparstíg 16. — Sími 7903. URAVIÐGERÐIR Björn og Ingvar, Vesturgötu 16 — Fljót afgreiðsla. — náð til hans. Á Sjómannadaginn bárust enn- fremur margar veglegar gjafir, sem hér verða taldar upp. Frú Helga Guðmundsdóttir, Reykja- veg 24, hér í bæ gefur krónur 10.000,00 til minningar um bróð ur sinn Guðjón Guðmundsson frá Núpi í Haukadal í Dalasýslu. Hann andaðist 16. janúar 1954. Var hann áður fyrr sjómaður á Suðurlandi í margar vertíðir. Sú ósk fylgir þessari gjöf, að eitt herbergi heimilisins beri nafn hans. Frú Ingibjörg Þorsteins- dóttir Líndal, Skipasundi 19, gef- ur krónur 10.000,00 til minningar um rtiann sinn Benedikt Krist- jánsson skipstjóra, sem fórst með m.s. Eyfirðingur 11. febrúar 1952. Sú er eindregin ósk hennar, að eitt herbergi í Dvalarheimilinu beri nafn hans. Frú Gróa Jóns- dóttir, Sólbergi Seltjarnarnesi, gefur til minningar um foreldra sína, þau Salóme Málfríði Þórar- insdóttur og Jón Jónsson kaup- mann frá Súðavík, krónur 2000,00. Þá koma gjafir frá nokkrum konum, sem kalla sig „Sjómanns- konur“ krónur 25.000,00 og er það herbergisgjöf. Auk þess gáfu þær á Sjómannadaginn gestum Sjómannadagsráðs kaffi fyrir um 2100.00 krónur. Einnig hafa þess- ar „Sjómannskonur", tvö undan- farin ár gefið samtals 26.000,00 kr. og er það einnig herbergis gjöf. Peningum þessum hafa hinar stórhuga og fórnfúsu „Sjómanns- konur“ safnað með kaffisölu á Sjómannadaginn undanfarin ár í Iðnó og Sjálfstæðishúsinu. Þessi hús lánuðu öll áhöld, sem með þurfti til kaffisölunnar ókeypis, einnig húsnæðið, og má segja að þá hafi verið tiltölulega auðvelt að framkvæma þetta, en nú i ár fer kaffisalan fram í byggingu Dvalarheimilisins sjálfs, en þar er ekki neitt til slíkra hluta, að- eins berir veggirnir og að mestu leyti opnir gluggar, má segja að átök hafi þurft til að koma þessu í framkvæmd, en allt tókst þetta með prýði hjá hinum hugdjörfu og fórnfúsu „Sjómannskonum". ARt, sem til þessa þurfti fá þær lánað hjá ýmsum fyrirtækjum hér í bæ og víðar svo sem Eim- : "0N ■ M ■ m fi Varahlutir fyrir HILLMAN ’46 og HUMBER HAWK nýkomnir. JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut 121 — Sími 80600. skipafélagi íslands, SkipaútgeríS ríkisins, Matsalan á Keflavíkux - flugvelli, Liverpool, Rafha, Hafn- arfirði, Ofnasmiðjan og ýmsir* fleiri. Það má segja að hvar sem dyr voru knúðar, var allsstaðar sami góðviljinn, og a!lt sem um. var beðið lánað með ljúfu geði. og endurgjaldslaust. Þetta mikla álak, sem „Sjó- mannskonur“ gera til að koma. þessu í framkvæmd er svo stór- kostlegt, að það er næstum því ótrúlegt, að slíkt megi takast. En. stórhugur, fórnfýsi og sterkur vilji þeirra er svo mikill, að eng- in Grettistök eru svo mikil ogr þung, að þær velti þeim ekki úr vegi, og það er ekki síður hlý- hugur allra til þessa málefnis, sem til er leitað, sem gerir úr- slitin glæsileg. Þess ber einnig- að geta, að óteljandj fjöldi af öðr- um „Sjómannskonum" og vel- unnurum sjómanna gaf allar þæi- kökur og brauð er til veitinganna. fór, og var það ekkert smáræði, því að hver gestur fékk kökur og: annað með kaífinu eftir eigin. óskum. Enda þótt getið væri um í blöð- um fyrir nokkrum dögum gjöf skipverja af m.b. Svanur frá Reykjavík, er hún svo sérstök, að ég vil minnast hennar mcS nokkrum orðum og leyfa mér að' endurtaka nokkra kafla úr bréfi þeirra. Eftir að einn skipverja hefur stungið upp á því, að gaman væri eftir vel heppnaoa vertíð, að« minnast einhvers góðs málefnis. með litilsháttar sameiginlegrL gjöf — og al!ir urðu sammála um, að það sé Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna — sjá þeir hvað hugmynd þeirra er stórmerkileg og gæti orðið til mikilla hagsbóta og flýtt fyrir framkvæmd þessa mikla máls, því að eins og þeir segja „vinna margar hendur létt, það sem fáum er um megn“. Svc» halda þeir áfram: „Á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Horni mun í vetur hafa verið gerðir úfc á 4. hundrað bátar. Ef skipverjar allra þesSára báta hefðu tekiðí málið til athugunar, sjá allir a& framlagið þurfti ekki að vera mikið frá hverjum einum til að‘ um munaði, þegar allt kæmi £ eitt. Hvaða skilnaðarskál mundi veita meiri ánægju, en þetta litla framlag til, ef til vill, okkar fram. tíðarheimilis? Við höfum mörg séð stóra hóla við ýmsa fjallvegi, sem myndast hafa af því einu að einhver ólánsmanneskja hlaut þar sína síðustu hvild, og forn- eskja þeirra tíma lagði þá skyldur á vegfarendur að hver kastaði þar að steini, sem að fram hjá gengi. Þannig byggðu margax hendur upp þessa hóla, hver meS sínu litla framlagi. Við skipverjar á m.b. Svanur viljum nú láfa. stein í Dvalarheimili aldraðra. sjómanna, ekki til ásteitingar, heldur til uppbyggingar, og vænfe um við að fleiri sjómenn komi og: Iáti sinn stein til byggingar þess- arar borgar, okkar eigin borgar, Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Vegna þessarar hugsunar áræðum við að senda þessa litlu gjöf okkar." Þetta eru svo falleg og vel sögíE orð að ég get engu við þau bætt, öðru en þessum hvatningarorðum til allra sjómanna: ;,Sjómaður góð- ur, far þú og gjör slíkt hið sama." Fyrir allar þessar miklu gjafir, stórhug, fórnfýsi, hlýhug og árn- aðaróskir bæði fyrr og nú, tií. þessa mikla velferðarmáls sjó- mannastéttarinnar þökkum við af hrærðum huga, og megi það verða hvatning til framtaks og dáða þeim er með mál þetta fara. f.h. Sjómannadagsráðs og bygg- ingarnefndar Dvalarheimilis aldr aðra sjómanna, Þorv. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.