Morgunblaðið - 27.06.1954, Side 9
Sunnudagur 27. júní 1954
MORGVNBLAÐIÐ
1
Reykjavíkurbréf:
Laugardaguir 26. júni
Góðar
síðara
heyskaparhorfur — Nýsköpunartímabil
— Minnimáttarkend Tímaliða — Hið
hið fyrra og
stóra hjarta
Slátíur
SLÁTTUR mun nú almennt
vera hafinn um land allt. Mun |
spretta yfirleitt mjög góð, enda '
þótt þurrkar hafi nokkuð dregið
úr henni í sumum landshlutum.
Ef heyskapartíð verður hagstæð
það sem af er þessum mánuði
og í júlí ætti heyöflun að ljúka
óvenjulega snemma. Yfirleitt er
heyskapartíminn að styttast
með ári hverju eftir því sem
ræktunin eykzt og túnin verða
greiðfærari.
Aðeins þeir bændur, sem þurfa
ennþá að slá með orfi og Ijá, og
jafnvel fara á engjar, þurfa að
stunda heyskap fram undir göng-
ur. Er það dapurleg og óþörf tíma
eyðsla. En því miður eru þeir
bændur, sem þannig verða að
heyja ennþá mjög margir. Svo
tiltölulega seint hefur ræktunin
gengið þrátt fyrir miklar fram-
farir undanfarna áratugi.
En hálfnað er verk þá hafið
! er, má segja. Stefnan. hefur
1 verið mörkuð í ræktunarmal-
! unum. Hver einasti bóndi ger-
ir sér það nú ljóst, að hann
verður á skömmum tíma að
ná þvi takmarki að fullrækta
j tún sitt, ljúka sléttum þess
og síðan að afla allra sinna
heyja á ræktuðu landi. Þetta
er svo margrætt mál að ó-
þarfi er eyða mörgum orðum
að því nú, þegar sláttur er
enn einu sinni hafinn við á-
gætar heyskaparhorfur.
I
i <
Stjórnmálaviðhorfið
í dag
ÞAÐ ER e. t. v. tæplega ómaks-
ins vert, að litast um og virða
fyrir sér stjórnmálaviðhorfið í
landinu í dag. Svo tiltölulega ró-
legt er þar og viðburðalítið. En
vera má, að „undir niðri í stikl-
inum þrumi“, eins og Grímur
Thomsen kemst að orði í Goð-
mundi á Glæsivöllum.
Ef fyrst er litast um á heim-
ili ríkisstjórnarinnar verður ekki
annað séð en að stjórnarflokk-
arnir vinni ötullega að fram-
kvæmd margra fyrirheita mál-
efnasamningsins. Fjárhagsráð
var afnumið, skattalög endur-
skoðuð, löggjöf sett um víð-
tæka framkvæmdaáætlun í
raforkumálum, -stuðningur við
umbætur í húsnæðismálum auk-
inn og ýmsar aðrar ráðstafanir
gerðar í samræmi við málefna-
samninginn.
Sjálfstæðismeim gera sér fyllí-
lega ljóst, að til þess að öll fyr-
irheit stjórnarsáttmálans verði
efnd þurfa hinir tveir flokkar
ríkisstjórnarinnar að vinna vel
saman og af fullum heilindum.
Af hálfu Tímans, aðal málgagns
Framsóknarflokksins, virðist
hinsvegar mikil áherzla lögð á
smáskæruhernað gagnvart sam-
starfsmönnum flokks har.s.
Blaðið þreytist aldrei á að tala
um, hve f jandsamlegur Sjálfstæð-
isflokkurinn sé öllum umbótum
og framförum í landinu. Allt,
sem vel hafi verið gert, og muri
verða gert, sé Framsókn gömlu
að þakka. Hún hafi knúð það
fram gegn andspymu og óvild
Sjálfstæðisflokksins og þing-
manna hans!!!
Hvaða bóndi trúir
þessu?
ÞESSU ætlast Tíminn fyrst og
fremst til að sveitafólkið trúi.
En hvaða viti borinn bóndi, held-
ur þú nú, Tími sæll, að leggi trún
að á þessa sagnaritun? Hvaða
Barðstrendingur skyldi trúa því,
t. d., að Gísli Jónsson, forseti
Efri deildar, hafi barizt gegn
byggingu brúa, vega og síma í
Barðastrandasýslu?
Eða mundu margir menn fiitn-
Malenkovs — Rauðhetta við rúm ömmunnar
Þrátt fyrir tæknina er hlutverki hrífunnar við heyþurrkunina ekki ennþá lokið. (Ljósm. Ól. K. M.)
ast á Snæfellsnesi eða í Austur
Húnavatnssýslu, sem legðu trún-
að á það, að þeir Jón á Akri
og Sigurður Ágústsson hefðu
l^gst þungt á móti hliðstæðuin
umbótum í sínum héruðum eða
öðrum?
Nei, áreið^nlega ekki. Senni-
lega mundi Tíminn ekki finna
einn einasta bónda í þessum
þremur héruðum, sem tryði því
að þessir þingmenn, sem allir
um umbótum þar fram komiö.
Á sama hátt hafa þeir starl-
að á öðrum sviðum þjóðlífs-
ins í þágu sveita og sjávar-
síðu.
Úreltar fullýrðingar
HINAR margtuggðu full-
yrðingar Tímaliðsins um um-
bótafjandskap Sjálfstæðismanna
■
Börnin taka þátt í heyskapnum og njóta sólar og sumars.
fylla Sjálfstæðisflokkinn, berð-
ust gegn hagsmunum fólksins í
sveitum landsins.
Þrátt fyrir þetta heldur aðal-
málgagn Framsóknarflokksins
stöðugt áfram að hamra á þeirri
staðhæfingu, að Sjálfstæðismenn
berjist gegn framförum og um-
bótum í landinu, og þá sérstak-
lega i sveitunum.
Brúar-, vega- og símamál í
nokkrum héruðum voru aðeins
nefnd hér sem dæmi, af því
að þau mál eru mikil hags-
munamál fólksins í sveitun-
um. Að sjálfsögðu hafa þing-
menn Sjálfstæðisílokksins
barizt fyrir framkvæmdnm á
þessu sviði og fengið stórfelld-
eru gersamlega úreltar. Þeim trú-
ir enginn heilvita maður.
Að því mætti svo spyrja Tm-
ann, hvernig geti á því staðið,
að Framsóknarmenn skuli treysta
sér til þess að vinna með flokki,
sem ævinlega sé á móti öllum
framförum í landinu?
Nei, sveitafólkið trúir ekki hin-
um máttlausa hælbítsmálflutn-
ingi Tímans. Hann ber fyrst og
fremst vott minnimáttarkennd
einstakra Framsóknarmanna
gagnvart Sjálfstséðisflokknuin.
Þessir menn vita miklu betur en
skrif þeirra bera vott um. Þeir
vita, að Sjálfstæðisflokkunnn
hefur undanfarna áratugi verið
í fararbroddj um flest raunhæf-
ustu framfaraspor þjóðarinnar
og stendur í dag mitt í hinni
síðari nýsköpunarsókn.
Tvö nýsköpunar-
tímabil
ÞETTA sér allur almenningur
líka. Alltaf þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn er í stjórnarforystu,
tekur þjóðin hraðstigustum fram-
förum. Fyrir hans forystu voru
sjóðir styrjaldaráranna hagnýtt-
ir til meiri og raunliæfaxi at-
vinnulífsuppbyggingar en nokkru
sinni fyrr hafði verið ráðizt í
hér á landi.
Þetta gerðist árið 1944 —
1947. Það var hið fyrra ný-
sköpunartímabil.
Ef vel tekst til eins og allir
góðir íslendingar hljóta að
vona, ætti yfirstandandi kjör-
tímabil að verða annað mesta
framkvæmdatímabil í ís-
Ienzkri stjórnmálasögu. Það
myndi þá verða nýsköpimar-
tímabil hið síðara.
Það er engin tilviljun, að
baeði þessi tímabil eru það
Sjálfstæðismenn sem fara með
stjórnaríorystu.
Því miður bar Framsóknar-
flokkurinn ekki gæfu til að taka
þátt í hinni fyrri nýsköpunar-
stjórn. Þessvegna henti þau ó-
sköp hann t. d. að letja bændur
landsins til þess að taka þátt í
innflutningi nýtízku tækja. Þess-
vegna snerust Framsóknarmenn
gegn kaupum á ýmsum afkasta-
mestu framleiðslutækjunum, sem
þjóðin á nú. Og þessvegna voru
þeir mótfallnir setningu hinna
nýju almannatryggingarlaga.
Nú er Framsóknarflokkur-
inn hinsvegar með í nýsköp-
unarstarfinu. Er það vel far-
iö. Bændur landsins munu á-
reiðanlega fagna því, að tveir
stærstu stjórnmálaflokkar
þjóðarinnar, fulltrúar fram
leiðslustéttanna til lands og
sjávar, skuli vinnan saman að
gagnlegum og góðum málum
í þágu alþjóðar.
Þeir munu hinsvegar lítt taka
mark á titlingaskít og narti Tím-
ans í garð þeirra manna, sem
af mestum drengskap og heii-
indum starfa að áhugamálum
bændastéttarinnar.
Á heimili stjórnar- j
andstöðunnar
Á HEIMILI stjónarandstöðunn-
ar er frekar dauft og tómlegt
um þessar mundir. Kommúnist-
ar hafa þó fengið dálítinn glaðn-
ing nýlega, þar sem er milljón-
in, er „safnaðist í Sigfúsarsjóð'*.
Er það enn ein sönnun þess að
Malenkov man eftir sínum.
Kommúnistaflokkurinn hefur
nú tapað nær 3 þús. atkvæðum £
Reykjavík frá því, er hann var
hér sterkastur. En síðan hann,
tók að minnka hraðbyri hafa
honum bæzt hús, kvikmynda-
sýningaryélar, bókabúðir og fleiri
munir og fasteignir með vax-
andi hraða. Er nú almennt gert
ráð fyrir að eftir næstu kosn-
ingaósigra muni flokkurinn
„safna“ svo sem tveimur milljón-
um króna til nýrra húsakaupa.
Svo stórt og milt er hjarta
Malenkovs!!!
í Alþýðuflokknum eru hins-
vegar fremur bágar heimilisá-
stæður. Sjálfur heimilisfaðirinn,
formaður flokksins, er í leyni-
makki við kommúnista um sam-
vinnu í kosningum til Alþýðu-
sambandsþings. Gengur RaúS-
hetta litla nú í annað sinn að rúmi
ömmunnar en finnur engan
þar fyrir nema úlfinn. Hyggja
kommúnistar nú gott til glóðar
að gleypa telpuna, fáráða og
auðtrúa!!!
Flokksþingi Alþýðuflokksina
hefur verið stefnt saman upp
úr miðjum september. Mun nú-
verandi formanni sennilega reyn-
ast þar erfitt um vik að verja
tign sína og málstað. í Þjóð-
varnarflokknum gerist ekkert.—•
Flokkurinn á enn sem fyrr ekk-
ert mál að berjast FYRIR. Hins-
vegar á hann eitt mál til aS
berjast GEGN. Það er sam-
vinna íslendinga við hinar vest-
rænu lýðræðisþjóðir um varnir
íslenzks sjálfstæðis og öryggis-
En allur eldmóður er nú úr þess-
ari neikvæðu baráttu Þjóðvarn-
armanna.
Afbiðja sér
heiðurinn
FYRIR nokkrum dögum gat
Þjóðviljinn þess að Hreyfilsbíl-
stjórar hefðu lagt fram rúmlega
50 þúsund krónur í hið nafntog-
aða milljónasvindl, sem kommún
istar kalla söfnun í Sigfúsarsjóð.
Talar blaðið af miklum fjálgleik
um fórnfýsi Hreyfilsbílstjóra, og
má ráða það af skrifum þessum
að bílstjórar á Hreyfli hafi al-
mennt tekið þátt í þessari svo-
kölluðu söfnun. Sannleikurinn er
hinsvegar sá, að bílstjórar á
Bifreiðastöð Hreyfils hafa lítið
orðið varir við þessa söfnun og
munu sárafáir þeirra hafa lagt
nokkuð fé til hennar, að frátöld-
um nokkrum ofstækismönnum og
örfáum „nytsömum sakleysingj-
um“ sem kommúnistar telja trú
úm að það sé sáluhjálparatriði
að leggja fram fé til undirróðurs-
starfsemi Rússa hér á landi.
Munu Hreyfilsbilstjórar gera
ráðstafanir til þess að skafa
þennan ómenningarblett af vinnu
stað sinum.
Hreyfilsbílstjóri.
Syndið 200 metrana í dag