Morgunblaðið - 27.06.1954, Blaðsíða 10
tr
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. júní 1954
Ávarp frá fjáröflunar-
neind Neskirkju
HIlíN 7. janúar síðastliðinn voru
liðin 13 ár síðan safnaðarstarf
hófst í Nessöfnuði í Reykjavík.
Söfnuðurinn var þá húsnæðis-
laus og er það enn. Mýrarhúsa-
skóli á Seltjarnarnesi var þá eini
staðurinn, sem hægt var að messa
í og er það enn. Um tíma var
méssað í barnaskólanum á Gríms
staðaholti og í Skerjafirði, en síð-
ar fékkst svo kapella Háskólans
þar sem messað hefur verið til
þessa og skal þess minnzt með
þökkum. Vinnuskilyrði í presta-
kallinu hafa samt til þessa dags
verið hin erfiðustu. Húsnæði er
ekkert fyrir barnaspurningar eða
barnamessur, því í kapellu Há-
skólans má aðeins flytja messur
á helgidögum og framkvæma
hjónavígslur á laugardögum.
Fermingar geta ekki heldur far-
ið fram, vegna þess hve litil hún
er. Söngflokkur sóknarinnar hef-
ur lengst af verið í vandræðum
með æfingar sínar.
Eins Og menn vita þá er kirkju-
byggingin nú það langt á veg
komin, að húsið verður fullsteypt
hið ytra á næstu vikum. En bet-
ur má ef duga skal. Söfnuðurinn
er orðinn það stór, að brýnasta
nauðsyn ber til þess að safnað-
arstarfið geti byrjað hið fyrsta.
Skal safnaðarfólki á það bent, að
starfið fyrir æskulýðinn — starf-
ið fyrir hinn mikla fjölda barna,
sem er í sókninni — er mest að-
kallandi. Við börnin eru allar
framtíðarvonir vorar tengdar.
Barnaguðsþjónustur, fermingar-
undirbúningur og unglingastarf,
allt þarf þetta að eignast sem
fyrst samastað og helgan stað j
fyrir starfið, þar sem guðstrú Og
góðar dyggðir eru innrættar þeim
ungu.
Hin fullorðna kynslóð í Nes-
sókn þarf á sama tíma, að eign-
ast sem fyrst sína kirkju, svo
hún geti átt frjálsan aðgang að
kirkju sinni undantekningar-
laust alla daga ársins með skírn-
ir, hjónavígslur og aðrar helgi-
athafnir.
Nessöfnuður er elstur af kirkju
lausu söfnuðunum hér í bæ. Það
er því ekki aðeins nauðsynja-
mál, heldur og nokkurt metnað-
armál fyrir hann að hraða kirkju-
byggingunni og verða óháður
öðrum söfnuðum með kirkju til
helgiathafna.
Kirkjubyggingar eru dýrar,
þótt ítrasta sparnaðar sé gætt.
Áætlað var að kirkjan myndi
kosta rúml. 1,5 milljón króna.
fokheld og standa vonir til að sá
kostnaður fari ekki að ráði fram
úr þeirri áætlun. Er sú upphæð
að sjálfsögðu talsvert innan við
helming þess, sem kirkjan mun
kosta fullgerð. Fljótt á litið virð-
ist þetta mikið fé, en við nánari
athugun er máiið auðleyst og upp
hæðin ekki tilfinnanleg ef al-
mennur áhugi er fyrir hendi.
Bæjaryfirvöld Reykjavíkur
hafa sýnt kirkjubyggingamálum
bæjarins velvilja. Standa vonir
til að bærinn leggi fram á næstu
árum nokkurn styrk til slíkra
bygginga. Einnig má nú gera ráð
fyrir að ríkissjóður leysi að hluta
lánaþörf safnaða er byggja kirkju
á næstu árum. En í báðum þess-
um tilfellum geta söfnuðir því
aðeins notið þessarar fyrir-
greiðslu, að þeir leggi fram eigið
fé er nemi all stórum hluta kostn-
aðar. Þeir sem það gera ganga
fyrir. Framlög safnaða í þessu
skyni byggjast á frjálsum fram-
lögum einstaklinga, því að sókn-
argjöld nægja aðeins fyrir rekstr
arkostnaði. Málin horfað því
þannig við, að á móti hverju
frjálsu framlagi fæst væntanlega
bæði styrkur og lán og er því
miklu tapað ef fórnfýsi einstakl-
inga bregst.
Stöðvun kirkjubyggingarinnar
í bili yrði dýr og þess utan mik-
ið áfall fyrir söfnuðinn, menn-
ingarlega séð. Þetta er þó, því
miður, fram undan, ef hin frjálsu
framlög bregðast að þessu sinni.
Geri þau það hinsvegar ekki er
stöðvun afstýrt og kirkjubygg-
ingunni verður hraðað. Mun þá
skammt til þess að hún verði
fullgerð. Minnist þess, að tak-
mörkuð upphæð frá hverjum
gjaldenda getur þýtt upphæð er
skiptir hundruðum þúsunda sam-
tals.
Fjáröflunarnefnd Nessóknar
heitir nú á alla safnaðarmenn
sóknarinnar, að sameinast og
leggja hönd á plóginn. Ekki mun
nefndin fara fram á ákveðna upp-
hæð hjá neinum safnaðarm.anni,
né heldur miða framlag hans við
næstu ár, þótt hvort tveggja væri
mjög ákjósanlegt, heldur vill hún
leggja áherzlu á, að enginn sker-
ist úr leik með þátttöku, hvort
heldur hún er stór eða smá. Það
er aðalatriðið og í því er mestur
styrkur fólginn fyrir söfnuðinn.
í fjáröflunarnefnd Nessóknar
eru kosnir undirritaðir 9 menn,
sem bæði svara öllum fyrirspurn-
um og ætla að leita til allra hátt-
virtra safnaðarmanna, 16 ára Og
eldri, um fjárstyrk til kirkjunn-
ar. Prentuð gjafabréf verða af-
hent gefendum, undirrituð af
sóknarpresti, formanni og gjald-
kera fjáröflunarnefndarinnar.
Bréfin hljóða á fjárhæðir, sem
hér segir: Kr. 25,00, kr. 50,00, kr.
100,00 og kr. 500,00. Bréfin, eitt
eða fleiri gilda sem kvittun fyrir
gjöfinni.
Gjaldkeri fjáröflunarnefndar,
hr. Sigurður Einarsson, Hring-
baut 43, veitir gjöfum og gjafa-
loforðum móttöku, bæði heima
hjá sér og í Verzlun Björns
Kristjánssonar. svo og aðrir nefnd
arme'nn. Komið verður til þeirra,
sem ekki hafa látið frá sér heyra
innan tveggja mánaða frá mót-
töku þessa bréfs. Eyðublað undir
lofuð framlög fvlgir hér með.
Sameinumst öll fyrir málstað
kirkjunnar, því frá henni á að
koma sá boðskapur, sem samein-
ar alla flokka o& allar stéttir
manna.
Jón Gunnarsson, 'form.
Hagamel 12.
Sigríður Loftsdóttir,
Víðimel 47.
Matthildur Petersen,
Víðimel 45.
Guðbjðrg Jónsdótlir
frá Efri-Holtum
NÝLEGA var til moldar borin
að Stóradal við Eyjafjörð, frú
Guðbjörg Jónsdóttir fyrrum hús-
freyja að Efriholtum. Guðbjörg
var Rangæingur í báðar ættir og
heigaði því héraði krafta sína
og störf að mestu leiti eða með
öðruru orðum, hún ól þar aldur .
sinn, að undanskildum tæpum 8'
órum sem hún bjó í Reykjavík.:
Hún lézt 26. maí s. 1. eftir nokkra
vanheilsu, tæpra 69 ára að aldri.
Gift var Guðbjörg Jóni Jónas-,
syni frá Rimhúsum við Eyjafjörð
og lifir hann konu sína ásamt 3
börnum þeirra er upp komust,
eitt dó í bernsku. Lengst af
-bjuggu þau hjón að Efriholtum
við Eyjafjörð.
Guðbjörg var trúuð kona trygg
og vinföst, mjög gestrisin og hafa
margir notið góðs af því, ekki
sízt eftir að þau hjón fluttu til
Reykjavíkur. Mér er kunnugt um
að oft var gestkvæmt á heimili
hennar, því þangað leituðu kunn-
ingjarnir, bæði Eyfellingar og
aðrir, sem erindi áttu til Reykja-
víkur og dvöldu þar oft lengri
eða skemmri tíma, ýmist heilir
eða sjúkir, því þangað voru allir
boðnir og velkomnir meðan hús-
rúm leyfði og allir á heimilinu
samhuga um að láta gestunum
líða sem bezt.
Guðbjörgu var hjúkrunar-
hneigð í blóð borin, enda sagðist!
hún á yngri árum sínum hafa
haft sterka löngun til hjúkrunar-
starfa. Ekki fóru dýrin heldur á
mis við hjartagæzku hennar og
umhyggju, hún lét sér mjög annt
um allar skepnur sem hún hafði
undir höndum meðan hún bjó í
sveitinni, enda hændust að henni
menn og málleysingjar, vegna
ljúflyndis hennar og hjartahlýju.
Guðbjörg var söngelsk og glað-
lynd og bjart var ætíð yfir svip
hennar, því innifyrir bjó hrein-
leikinn, sem lýsti sér í ástúð og
umhyggju, ’varðandi alla er ná-
lægt henni voru.
Legstað kaus hún sér meðal
ættingja sinna, í æskudalnum sín-
um, þar sem fjallablærinn frjáls
og hreinn leikur nú um leiðið
hennar.
Guð blessi þig Guðbjörg mín.
Ég þakka þér af hjarta vorgeisl-
ana sem þú vafðir mig. Lifðu
heil.
Marta Jónasdóttir.
MáMiir 0. L Olabdéflir
Minningarorð
HINN 4. júní síðast liðinn var
til moldar borin ein af húsfreyj-
um þessarar borgar, frú Málfríð-
ur Ólafsdóttir frá Jófríðarstöð-
um, fædd 24. des. 1879, dáin 29.
maí 1954.
Ég ætla mér eigi með þessum
fátæklegu línum að reyna að
rekja ævisögu þessarar merku
konu, aðeins senda henni nokkur
kveðjuorð.
Geysiiegi óveður
gekk ytir
Winnlpegborg
í BLAÐINU Lögbergi er skýrt frá
því að þann 7. júní hafi geisað
yfir Winnipegborg og Manitoba-
fylki eitt hið mesta aftakaveður
er sögur fara af. Er álitið að slíkt
óveður hafi ekki komið á þess-
um slóðum síðan 1918. Nam vind- (
hraðinn 75 mílum á klukkustund. [
Geysilegt tjón varð af völdum ,
óveðursins og er talið að það nemi
hátt á fjórðu milljón dollara. I
Á Portage Avenue brunnu til
grunna þrjú stórhýsi, svo var hit- ,
inn magnaður af eldinum að 1
gluggarúður í nærliggjandi hús-
um sprungu. Hefur margt fólk ,
misst atvinnu sína um ófyrirsjá-
anlegan tíma. Víða í fylkinu
skemmdust símalínur og einnig
varð stórtjón á fjölda bændabýl-
um. Manntjón varð ekkert svo
vitað sé.
Sigfús Bjarnason,
Víðimel 66.
Guðmundur Sigurffsson,
Hringbraut 37.
Kristjón Kristjónsson,
Reynimel 23.
Sigurjón Jónsson,
Helgafelli.
Guffrún Magnúsdóttir,
Hringbraut 88.
Sigurffur Einarsson,
Hringbraut 43.
Fyrir rúmum 12 árum síðan
átti ég því láni að fagna að kynn-
ast fyrst frú Málfríði og eftir-
lifandi manni hennar Jóhannesi
Kristjánssyni. Upp frá þeim tíma
hófst vinskapur okkar og var
óslitinn til hennar hinztu stund-
ar. Frú Málfríður var ekki ein
af þessum konum sem maður
kynnist og gleymir með árunum,
heldur önnur og miklu meiri. —
Hún var ein af þeim konum, sem
maður tók eftir og leit upp til.
Hún var höfðingleg í framkomu,
fríð sýnum, djarfmannleg, greind
og hreinlynd, og sagði álit sitt
um menn og málefni, hver sem í
hlut átti, hún var kona sem mað-
ur gat treyst bæði í gleði og sorg,
og oít var flúið með vandamálin
til hennar og hennar álit fengið
um þau og fór ætíð vel.
Eigi munu þeir fáir, sem leitað
hafa hjáipar hennar, er veikindi
og erfiðleikar hafa steðjað að,
og fengið hennar liðveizlu, enda
taldi hún aldrei sporin, ef hún
gat orðið ‘öðrum að liði. Hún var
hjálpsöm og hjartahlý og taldi
sér það ávallt hið mesta hnoss
að geta glatt og hjálpað öllum
sem til hennar leituðu.
Málfríður var mikilvirk og
stjórnsöm húsmóðir, enda bar
heimili þeirra hjóna þess glöggt
merki, að þar var samtaka bæði
hugur og hönd. Hjónaband þeirra
var öðrum til fyrirmyndar, þar
voru verkin og vandamálin í ein-
ingu unnin. Ég held að þau hjón-
in hafi verið gæfunnar börn,
bæði fengu þau að njóta svo
langra lífdaga að þeim auðnað-
ist að sjá öll börn sín uppkomin
og mannvænleg svo sem frekast
er ákosið, sjá þau öll giftast og
eignast sín eigin heimili, sjá öll
barna-börnin, sem voru þeirra
yndi og eftirlæti, enda löðuðust
öll börn að þeim hjónum, því
þau voru miklir vinir smælingj-
anna.
Nú á þessum tímamótum nem-
um við staðar og lítum yfir far-
inn veg; hversu margir munu
þeir ekki vera sem minnast Mál-
fríðar með söknuði samfara þökk
og virðingu. Hún gerði aldrei
neinn mannamun, og mat engan
eftir auð og ættgöfgi. Hún var
heilsteypt persóna og jöfn við
alla. Það var yndislegt að heim-
sækja þau hjón, enda létu þau
ekkert vanta til að gera manni
hverja för ógleymanlega, þar átti
maður alltaf vinsemd að mæta
ásamt rausn og hjartahlýju, sem
einkenndi þeirra heimili, enda
áleit ég alltaf heimili þeirra sem
sannkallaðan sælureit. Það var
einhver hslgiljómi, sem fyllti hug
manns í návist þessara merku
hjóna, enda á ég margar og Ijúf-
ar minningar frá okkar samveru-
stundum, sem ég get þakkað, en
aldrei launað. Bið ég því Guð,
sem öllu stjórnar, að launa þér,
vina mín, allt hið góða. Faðirinn
himneski, sem þú treystir og
trúðir á, hann mun vel fyrir öllu
sjá, á landinu fágra handan við
gröf og dauða. Ég veit og trúi
því að þar sértu umvafin birtu
og fegurð hins eilífa lífs; þvi
sagði ekki Frelsarinn: „Svo sem
maðurinn sáir, svo mun hann og
upp skera.“
Frú Málfríður hefur nú endað
sitt lífsskeið á þessari jörð, og er
nú skarð fyrir skildi við fráfall
hennar, sem seint verður fyllt.
En ég á eina ósk íslenzkum hús-
mæðrum til handa, að þær hver
og ein mættu líkjast henni sem
mest og bezt, þótt ég viti að þaff
sé ekki á allra færi að feta henn-
ar fótspor.
Ég vil svo, kæra vinkona mín,
fyrir mína hönd, manns míns og
barna, og systra minna, kveðja
þig hinztu kveðju með innilegu
hjartans þakklæti fyrir alla þína
tryggð og fölskvalausu vináttU
okkur auðsýnda til þinnar hinztu
stundar. Eftirlifandi eiginmannl
þínum og börnum og öðrum ást-
vinum, sendi ég okkar dýpstu
samúð. Bið ég algóðan Guð a3
styðja og styrkja þinn aldur-
hnigna lífsförunaut, sem nú bíð-
ur endurfunda við þig sem hann
unni heitast, svo hann geti f
myrkri sorgarinnar tekið sér í
munn orð skáldsins og sagt:
Kom huggari, mig hugga þú.
Kom hönd og bind um sárin.
Kom dögg og svala sálu nú.
Kom sól og þerra tárin.
Kom hjartans heilsulind.
Kom heilög fyrirmynd.
Kom ljós og lýs þú mér.
Kom líf er æfin þver.
Kom eilífð bak við árin.
Blessuð sé minning þín, kæra
horfan vina.
Vinkona.
psipi
þjóðveginn
ÉG hef oft hugsað um, hvað það
ber vott um mikið kæruleysi
hvað fólki er gjarnt á að fleyja
allskonar rusli, var í vetur við
fjölfarna götu í sjálfum höfuð-
staðnum og sá iðulega fuliorðna
menn að vinna við að hreinsa
bréf og allskonar rusl, en þrátt
fyrir það fannst mér ruslið óðara
komið aftur. Sama endurtekur sig
úti á landsbyggðinni, t. d. nú eftir
hvítasunnuhátíðina er mikið af
rusli og flöskubrotum í þjóðgarð-
um, ég finn oft sárt til þess þeg-
ar trjáplöntur, sem ég er nýbú-
inn að setja niður, eru bældar
niður, þó ég verði að viðurkenna
að lítið sé gert af því að kippa
þeim upp. Nokkuð ber á að fólk
skreyti bíla sína með skógarhrísl-
um, þó er það minna en áður fyrr,
nokkur vakning er þar til bóta.
Ég veit að ekki er nein skemmd
að því að taka neðstu anga af
skógarhríslum ef það er skorið
og borið í sárið, en hætt er við
að fæstir taki skógaranga með
það fyrir augum að vinna gagn
með því, heldur beint af hugsun-
arleysi, líkt og barnið sem slítur
upp blómin sér til gamans. Allt
hefur þetta líf og er mikilsvert
mál að umgangast náttúruna
sómasamlega. Hér þarf höfuðstað
urinn að ganga á undan og blöðin
að gera meira að því að áminna
og fræða um ýmislegt sem þessti
viðvíkur.
Það er síður en svö nauðsyn
fyrir fólk að henda allskonar
rusli, venjulega eru þetta umbúð-
ir, bréf, flöskur og dósir, ávaxta-
berkir o. f 1., þetta er auðvelt að
hafa með sér, að brenna því úti
er ekki hættulaust.
Reynum að skilja hið þcgla og
iotningarfulla mál náttúrunnar,
sem talar cínu máli til okkar
mannanna.
Þingvöllum, 8. júní 1954.
Jón Guffmundsson,
Valhöli.