Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók Þar sem éður bSösfu við grónar grundir F egurðarsamkepÐni i i Þessa mynd tók Vig'nir Guðmundsson fréttaritari Mbl. á Akureyri á fimmtudaginn. er hann íor fram í Norðurárdal. Bærinn, sem sézt á myndinni er að Fremri-Kotum. Þar urðu, sem kunnugt er, stórfelldar skemmdir af völdum skriðufallanna, vegurinn fyrir ofan bæinn er undir samfelldri grjótskriðu, sem er 1200—1300 m breið. Tívolí 14.-15. ágást n.k. Ýmsar fyfirkðmuSagsbreyfingar á samkeppninni UM miðjan næsta mánuð efnir stjórn Tívolís til fegurðarsam- keppni. Nær samkeppnin nú til alls landsins, því víðar er vitað um fállegar stúlkur en í höfuðborginni, en við hana eina hefur keppnin takmarkazt áður. Hefur Tívolí þegar leitað eftir þátttöku frá flestum kaupstöðum og kauptúnum landsins. Stúlkurnar eiga að vera á aldrinum 18—25 ára og koma jafnt til greina giftar sem ógiftar. Það er og breyting frá fyrri árum, sem gerð er vegna þess að alkunna er að fallegar stúlkur giftast oft ungar. TVÖ KVÖLD Það er 14. og 15. ágúst sem samkeppnin fer fram. — Fyrra | kvöldið munu um eða yfir 20 i stúlkur koma fram og ákveða Tívolígestir sjálfir hvaða 10 stúlk Verða sætlir í Trieste? i ur af þeim komi fram í úrslita- samkeppninni kvöldið eftir. GLÆSILEG VERÐLAUN Nú í fyrsta sinni verða verð- launin þrjú — og ekki af verri endanum. 1. verðlaun eru ferð til Parísar loftleiðis fram og til baka og viku dvöl þar, svo og 1000 kr. skotsilfur, en í dvölinni felst að sjálfsögðu fæði og herbergi á góðu gistihúsi. 2. verðlaun er nýtízku dragt með skóm, tösku og hönzkum. 3. verðlaun vönduð kápa af nýjustu tízku. Raddir í brezka þinginu: Eóttækar aðgerðir þarf svo brezk útgerð verði samkeppnisfær Hift gagnar ekki að skapa henni einokunaraðstöðu Solmyrkva WASHINGTON, 10. júlí: — Frú Clare Booth Lúce kvensendiherra Bandaríkjanna á Italíu er nú stödd í heimaríki sínu. Hún sagði blaðamönnum að góðar horfur væru nú á því að fullt samkomu- lag næðist milli ítala og Júgó- slava um framtíð Trieste. Hefur hinn bandaríski kvensendiherra unnið að því öllum árum að slíkt samkomulag náist. Myndi það mjög styrkja aðstöðu lýðræðis- þjóðanna í Suður-Evrópu. — Reuter. BETRI AÐSTAÐA Nú verður aðstaðan betri en áður. Pallur verður settur upp frá sviðinu í Tívolí fram mitt áhorfendasvæðið, lenda er nauð- synlegt að gestirnir, sem dóms- valdið hafa, fái gott útsýni. Nú eru allir beðnir er vita um lag- lega stúlku er þeir telja að ætti að koma fram, að láta Tívolí vita, bréflega eða símleiðis — og þess- ar ábendingar þurfa að komast sem allra fyrst, svo undirbúning- ur geti orðið sem beztur. Frakkar óska að Dulles mæti á Genfarfundinum IUMRÆÐUM, sem fram fóru um síðustu mánaðamót í brezka þinginu um fiskveiðar Iandsmanna, gagnrýndu margir þing- menn stefnu stjórnarinnar að láta löndunarbannið á íslenzkum fiski í Bretlandi viðgangast. Töldu þingmenn að löndunarbannið væri sett á í þeim tilgangi að gefa brezkum togaraeigendum ein- okunaraðstöðu. TALAÐ UM FRIÐUN Mr. Edward Evans, þingmaður Lowestoft-kjördæmis, var einna harðorðastur. Hann minntist á það, að einkennilegt væri, að sum- ir væru að tala um nauðsyn á friðun fiskimiða við Englands- Btrendur, en hins vegar, þegar Is- lendingar hefðu framkvæmt frið- unarráðstafanir við heimastrend- ur sínar, þá snerust þeir hinir Bömu gegn þeim ráðstöfunum og kæmu á hefndaraðgerðum, eins og löndunarbanninu. Það þýðir lítið að tala um friðun, eftir slíka hegðun. TIL AÐ SKAPA EINOKUN Hið rétta í málinu taldi hann vera, að löndunarbannið væri sett á til þess eins að skapa bi'ezkum togaraeigendum einokunaraðstöðu. Sama virtist nú eiga sér stað gagnvart þýzkum og dönskum fiskimönnum, að verið væri að bola þeim brott af fiskimarkaði í Bretlandi. RÓTTÆKAR AÐGERÐIR Mr. Evans játaði, aS kjör brezkra fiskimanna værn slæm ng að útvegsinenn ættu við fjór- liagsörSugleika að stríða. En Iiann kvaðst ekki geta falli/.l á, að lausn þess máls væri að skapa logaramönnum einokun- araðstöðu, svo að þeir gætu liækkað fiskverðið. Erlendir úl- gerðarmenn gætu selt fisk til Bretlands með hagnaði og brezku togaramennirnir ættu að geta liið sama, ef þeir reyndu. Taldi hann, að gera þyrfti róttækar aðgerðir í brezka fiskiskipaflotanum lil þess að gcra hann samkeppnis- færan. Sverlingjar vara við kommúnismanum DALLAS í Texas, 10. júlí: — Samband blökkumanna í Banda- ríkjunum sem heldur ráðstefnu hér í borg hefur lýst yfir full- kominni andspyrnu við kommún- ismann. í fundarályktun eru blökkumenn Bandaríkjanna var- aðir við að trúa gylliloforðum kommúnista. Telur fundurinn að blökkumenn muni smámsaman öðlast full mannréttindi í sam- ræmi við stjórnarskrá Banda- ríkjanna. Einræðisstefna komm- únista, segir fundurinn hinsveg- ar að sé mesta ógn fyrir mann- réttindabaráttu blökkumanna. — Reuter. ^ ALLMARGIR hafa tekið þátt í samkeppni þeirri er Morgunblaðið efndi til um myndir frá sólmyrkvanum 30. júní s.l. Nú fer hver að verða síðastur til að senda myndir, ef þær eiga að koma til greina er verðlaun verða' veitt. Síð- asti skilafrestur er mánudags- kvöld kl. 6. Einkaskeyti frá Reuter. •k PARÍS 10. júlt. — Franska stjórnin sendi Bandaríkjun- um í dag orðsendingu, þarl sem hún óskar þess, að annað hvort Dulles utanríkisráð- herra eða Bedell-Smith vara- utanríkisráðherra komi til fundar að nýju í Genf til að gera lokatilraunir að ná vopnahléi í Indó Kina í næstu viku. Bandaríska stjórnin tilkynnti á miðvikudaginn, að hún hefði ekki í hyggju að svo komnu að senda utanríkis- ráðherrann á framhald Genfarráðstefnunnar. Virtist sem henni hefði fundizt fyrri hluti Genfar-ráðstefnunnar með því móti að ekki væri að vænta samkomulags. Ofsaslormuroghríð á Nýja Sjálandi i WELLINGTON 10. júlí. — Mesti ofsastormur, sem komið hefur yfir Nýja Sjáland í síðustu hundrað ár, hefur gert ógnausla hér í nágrenni Wellington. Hafn- armannvirki Wellingtonborgar löskuðust og hundruð trjáa fuku upp með rótum og öllu saman. Rafmagns- og símalínur flæktust hver um aðra svo að taka mun langan tíma að greiða úr flækj- unni. Vindhraðinn var mældur allt að 170 km. á klukkustund. Snjó- Mesfu valnavextir -sem komið hafa í Dóná í fimmfíu ár Þúsundir manna heimilislausar. VÍNARBORG, 10. júlí, — Einkaskeyti frá Reuter. ÞÚSUNDIR fjölskyldna í Austurríki hafa orðið að flýja heimili sín vegna hinna miklu flóða í Dóná. Vitað er með vissu að 13 manns hafa drukknað í flóðunum en ekki er vitað um afdrif miklu fleira fólks. 50 BÆIR UNDIR VATNI Dóná og nokkrar aðrar ár sem i hana renna hafa hækkað meir en menn muna s. 1. fimmtíu ár. Munu minnsta kosti 50 þorp og, bæir vera undir vatni. STÓRFELLT TJÓN BÆNDA Rigningum hefur nú linnt í j Bæjararlandi. Þó er ekki búiztj við að rætist úr um flóðin fyrr ep eftir nokkra daga. Alvarlegast. er útlitið í bænum Passau við landamæri Þýzkalands og Aust- urríkis. Þar hafa 2000 manns orðið að yfirgefa hús sín og rafmagn og gas hefur verið tek- ið af borginni. Milli Munchen og Passau liggja 8000 ferkíló- metrar lands undir vatni og hafa bændur orðið fyrir stórfelldu tjóni er kornakrar þeirra leggj- ast undir vatn. koma fylgdi á eftir ofsastormin- um og hefur verið hríðarveður siðan á báðum Nýja Sjálands- eyjum, sem truflar samgöngur, en hávetur er suður þar. •—Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.