Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 8
8 MORGVHBLAÐIB Sunnudagur 11. júlí 1954 ** Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. ísland rekur ekki frá NorðurlÖndum FJÖLDI norrænna móta og funda hefur staðið yfir hér undanfarnar vikur. Hér hefur verið norræn hljómlistarhátíð, fundur norrænna búvísinda- manna, norrænna málmiðnaðar- manna, norrænna ungmennafél. og norrænna veðurfræðinga. Síð- ar í sumar munu norrænir sjáv- arútvegsmálaráðherrar halda hér fund og í haust munu norrænir utanríkisráðherrar hittast hér. Þá hafa íslenzkir kórar farið utan til Norðurlanda og mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína þangað með íslenzkum flugvél- um og millilandaskipum. Hingað hafa einnig komið margir ferða- menn frá Norðurlöndum, sem sótt hafa heim íslenzkar menningar- stofnanir og ferðast um landið. Allt eru þetta tákn hinna nánu tengsla milli hinna norrænu þjóða. Ag vísu er ekki hægt að benda á mikilvægar ályktanir eða skjótan og mikinn árangur af hinum mörgu norrænu fund- um eða mótum, sem haldin eru hér og á hinum Norðurlöndunum. En þessar samkomur eiga ríkan þátt í að auka kynni þjóðanna, skapa skilning, vináttu og samúð meðal þeirra. En þess er þá einn- ig að gæta, að af fæstum alþjóða- samkomum mun vera hægt að tala um mikinn og skjótan ár- angur. Jafnvel á hinu mikla þjóð anna þingi, allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, sitja fulltrúarn- ir mánuðum saman og hvorki virðist ganga né reka með mál þess. Islendingar fagna því að nor- rænum fundum fjölgar í landi þeirra. Það er greinilegur vottur þess, að við erum með I hinni norrænu þjóðafjölskyldu og frændskapartengslin halda áfram að styrkjast. Meðal Norðurlandabúa hefur oft verið um það rætt síðan síð- ustu heimstyrjöld lauk, að ís- land væri að fjarlægjast Norður- lönd, það væri á vesturleið til vaxandi samvinnu við hin engil- saxnesku stórveldi. Tengsl þess við Norðurlönd væru hinsvegar að veikjast. Það er óþarfi að ræða þessa skoðun ítarlega. Hún er gersam- lega órökstudd. íslenzka þjóðin hefur að sjálfsögðu aukið sam- vinnu sína við hinar vestrænu þjóðir. Hún hefur gerst aðili að viðtækum alþjóðlegum samtök- um og viðskipti hennar hafa til þessa verig langsamlega mest við hin vestrænu stórveldi. Þangað höfum við selt mikið af afurðum okkar og þarafleiðandi keypt þaðan nauðsynjar okkar. En hin síðari ár höfum vig í vaxandi mæli selt íslenzkar afurðir til Mið- og Austur-Evrópu. Þrátt fyrir allt þetta hafa hin mennin/garlegu tengsl við Norðurlönd sizt veikzt á þessu tímahili. íslendingar hafa gerzt aðiljar að fleiri og fleiri norrænum samtökum og þátt- taka þeirra í þeim hefur með hverju árinu orðið meiri. Og meðal aimennings á íslandi fer því víðsf jarri að sú skoðun sé ríkjandi að okkur beri að stefna óðfluga í vesturátt. Þvert á móti er yfirgnæfandi meirihluta landsmanna það ljóst, að við erum norræn þjóð og hljótum að leggja megin- áherzlu á tengslin við okkar norræna uppruna. ★ En það þýðir að sjálfsögðu ekki það, að okkur beri ag einangra okkur og rjúfa skipti við aðrar ágætar menningarþjóðir. Slíkt væri hin mesta firra. En hinar norrænu þjóðir verða að gera sér þag ljóst, að þær freista þess að gera samvinnu sína raunhæfari og árangursrík- ari en hún er í dag. Þær Jiljóta, auk hinnar menningarlegu sam- vinnu og skipta, að styðja hver aðra á sviði efnahagsmála og viðskiptamála. Þær hafa aðstöðu til þess á alþjóðlegum vettvangi að vinna hver annari mikið gagn, ef þær standa saman. Nokkuð brestur á að þær geri það ennþá. ★ íslendingar vilja efia nor- ræna samvinnu og gera hana sem árangursríkasta fyrir þjóðir allra Norðurlandanna. Við erum ekki á reki burt frá frændum og vinum. Hinn nor- ræni uppruni er okkur e. t. v. hugstæðari nú en nokkru sinni fyrr. Héraðsmót Sjálfsfæðismanna SJÁLFSTÆÐISMENN munu nú eins og undanfarin sumur halda héraðsmót víðsvegar um land. Þar munu forystumenn flokksins í hinum ýmsu landshlutum flytja ræður, og almenn skemmtiatriði fara þar fram. Þessar samkom- ur eru orðnar mjög vinsælar. Þær hafa átt ríkan þátt í að glæða félagsflíf margra byggðar- laga, auka kynni fólksins, og færa það nær hvert öðru. Sjálfstæðismenn telja það mik- ils virði, að með fólkinu í flokki þeirra, séu sem mest og bezt persónuleg kynni. Það er eitt af hlutverkum Sj álfstæðisflokksins að vera hið sameinandi afl í ís- lenzku þjóðlífi. Þess vegna er mjög æskilegt ,að fólk úr hinum ýmsu stéttum, sem flokkinn fyll- ir, hafi sem nánasta samvinnu sín í milli. Héraðsmótin eru í senn skemmtisamkomur og mót, þar sem þjóðmálin eru rædd og gang- ur þeirra rakinn. Það fólk, sem sækir þau að staðaldri, fær þess vegna góða aðstöðu til þess að fylgjast með þróun stjórnmál- anna í landinu. Skógræktin er höfuðviðfangsefni 11/|BL. náði tali af prófessor Fredrik Nilsson frá Sví- þjóð, en hann var einn af þremur fulltrúum, sem sóttu norræna landbúnaðarmótið frá því landi. Nilson er pró- fessor við Akarp landbruks- mejeri- og trádgársinstitut, er liggur skammt utan við Malmö. GÓHUR ÁRANGUR — Þetta er í fyrsta sinn, sem ég sæki Island heim, sagði pró- fessorinn og svo mun vera um okkur alla þátttakendurna í mót- inu, utan tvo, sem hingað til lands hafa komið áður. — Árangur- inn af ráðstefn- unni hér á ís- landi hefur ver ið prýðilegur. Það er jafnan mikilvægt fyr- ir þá menn, sem starfa á sama sviði, en í sitt hverju þjóðlandinu að hittast, bera saman störf sín og rann- sóknir og skiptast á upplýsingum. j Hér höfum við hlýtt á fyrirlestra ' á fundum í Reykjavík. Ég verð [ þó að segja það, að ég er ánægður j yfir að þeir voru ekki fleiri. Miklu meira kynntumst við land- inu og íslenzkum landbúnaði á ferðalögum okkar út um sveitir og hefðum við dvalizt alltaf i ykkar í dag Rætt við próf. Nilsson frá Svíþjóð. Reykjavík hefðum við harla lítið vitað um íslenzkan landbúnað. ÖR ÞRÓUN Hér hafa augsjáanlega orðið miklar framfarir á skömmu ára- bili, en örar breytingar og hröð þróun skapar ávallt nokkra erfið- leika í ræktun og uppbyggingu landsins. RÆKTIÐ SKÓG! — Það sem mér finnst í dag vera eitt höfuðviðfangsefni ykk- ar Islendinga eins og sakir standa er ag rækta skóg í landi ykkar. Því verður vart lýst, hve það er mikilvægt fyrir alla framtiðar- ræktun landsins, og mikið skjól og undirstaða fyrir allan annan gróðúr. Eiga hér og landbúnaðar- vísindi ykkar mikið óleyst verk- efni ag fást við. Ég er sannfærð- ur um, að prýðilegir skógræktar- möguleikar eru hér um allt land, aðeins af réttar trjátegundir eru valdar. Mér virðist þið hafa gert rétt í því að velja Alaskaöspina og einnig aðrar harðgerðar teg- undir, sem komnar eru frá norð- lægum landssvæðum. Gladdi það mig sérstaklega, að sjá þann ár- angur í skógræktinni, sem náðst hefur á Akureyri og í héruðun- um þar um kring. VeU andi sbrifar: Ekkert nýnæmi — en samt OKKUR íslendingum er það ekki lengur neitt nýnæmi, að fjölmennir hópar erlendra ferða- manna sæki okkur heim. Síðast í fyrradag kom hingað á skemmti ferðaskipinu „Caronia" hálft sjötta hundrað ferðalanga, flest- allir bandarískir að þjóðerni En alltaf er það nú samt svo að við leggjum eyrun vig til að heyra hvað hinir gestkomandi hafa að segja, hvaða hugmyndir þeir hafa gert sér um okkur og landið okk- ar, hvað þeir spyrja um, hvað þá langar til að vita um. Sumir eru fullir áhuga á að fræðast um allt, sem fyrir augu og eyru ber, öðrum liggur augsýnilega í dæma laust léttu rúmi hvort þeir halda áfram að aulast áfram jafn ófróð- ir og þeir voru áður. Langaði ekkert til þess. ÞEGAR komið var í Almanna- gjá með ferðamannahópinn, sem ag ofan er getið, var fólkinu gefinn kostur á að stíga út úr bifreiðunum stundarkorn, til að Sjálfstæðismenn telja miklu máli skipta fyrir þróun lýð- ræðis og þingræðis, að aliur almenningur kunni sem gleggst skil á opinberum mál- um. Þekking fólksins er grund völlur iýðræðisskipulagsins. Héraðsmótin eiga með öðru sinn þátt í að skapa hana. Þess vegna eru þau heilbrigðar og góðar samkomur, og verð- skulda að verða framvegis ríkur þáttur í félagslífi sveita og sjávarsíðu. virða fyrir sér staðinn og hlýða á stutta lýsingu á honum og sögu hans. Einn ferðamannanna stakk höfðinu út um bílgluggann og spurði hvað um væri að vera. Honum var sagt það. Það átti að ganga á Lögberg, bergið — klett- inn þar sem Alþingi íslendinga, elzta þingstofnun veraldarinnar var stofnað fyrir meira en þús- und árum. Nei, hann; langaði ekkert til að hlusta á sögu „þessa kletts“ — sagði hann, yrði ekki bráðum lagt af stað til Reykja- víkur? Hann hafði ekki stigið fæti út úr bílnum á leiðinni um Hveragerði, Sogsvirkjunina og Þingvelli — var sjálfsagt orðinn stirður af því að sitja. Verður á að brosa. ÞAÐ væri harla flónslegt að taka sér slíkt minnstu vitund nærri, hversu vænt sem okkur þykir um „sögu þessa kletts“ í Almannagjá. Okkur verður helzt á að brosa, ef til vill í og með af meðaumkun, og sumir kynnu að spyrja hvað það eiginlega væri, sem ræki slíkt fólk af stað í ferða lög. Því er annars auðsvarað. Við vitum mæta vel, að á ,,Caronia“ og öðrum sams konar farkostum er yfirgnæfandi meirihluti ferða- mannanna fólk, sem er þar fyrst og fremst til að drepa tímann og eyða peningum. í febrúarmánuði n.k. á hún að fara í ferðalag í kringum hnöttinn, sem á að kosta 7—8 þús. dollara fyrir manninn! (um 120 þús. ísl. krónur) Spanskgrænan á Jóni Sigurðssyni. YMSIR hafa fært það í tal við mig, hve styttu Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli væri lítill sómi sýndur, hún sé öll í spansk- grænu, svo að mesta hörmung sé á að horfa. Þetta er alveg satt. Styttan er mjög hart leikin af áhrifum vatns og vinda og væri ólíkt fallegri, ef henni væri haldið vel hreinni, svo sem aðrar þjóðir gera við málmgerða þjóðmögu sína á torg um úti. Eðlilegt er þó og skiljan- lega, ag slikar styttur séu sér- staklega undir ásókn spansk- grænu í hinu raka loftslagi okk- ar, .og kann það að vera nokkur afsökun, hvað snertir styttu Jóns forseta, en er ekki til eitthvert efni, sem varna mundi, eða drægi í það minnsta úr þessari leiðinda spanskgrænu, sem á hana sækir? BETRI ABURÐ Graslendi og haglendi haf ið þið ágætt, en þó getið þið bætt tún ykkar með betri ræktunaraðferð- um. Kemur þar helzt til, að velja réttar grastegundir til ræktunar og velja betri áburð og nota hann réttar en hingað til. Þá næst meiri afrakstur og meir í aðra hönd fyrir bóndann. GRÓÐURHÚSIN Sérstaklega dáist ég að gróður- húsunum ykkar, en kannske enn- þá meira af hinum miklu ónotuðu uppsprettum, sem til eru í land- inu. Þar hafið þið dýrasta þátt- inn í gróðurhúsarekstrinum, hit- ann svo til ókeypis frá náttúr- unni, og veitir það geysilega rækt unarmöguleika. Með góðri lýs- ingu í gróðurhúsum á vetrum, sem er bráðnauðsynleg fyrir alla rækt í þeim getið þið náð langt í allri aldinrækt og staðið öðrum þjóðum fyllilega á sporði. En mér virðist sem starfsfólk gróðurhúsanna skorti að nokkru staðgóða menntun. Skólinn í Hveragerði er ágætur, en hann dugar ekki einn og mér virðist sem ríkið ætti að sjá sér hag í því að styðja gróðurhúsarekstur almennt af ráð og dáð, svo mikil- vægur þáttur í ræktuninni er hann. ENGIN SÓLBER Tvennt virðist mér skorta hér á landi, sem annars staðar er að finna. Það er, að engin sólber sjást hér ræktuð í görðum. Það er þó vel framkvæmanlegt, rétt eins og ribsberjaræktun og þekkjum við.það mæta vel frá hinum Norðurlöndunum. Þetta er góður ávöxtur og nytjadrjúg- ur og er ég hissa á, að enginn skuli hafa tekið sig fram um ræktun þeirra. Loftslagið varnar því, að þið getið ræktað aldintré. En undr- andi er ég yfir, að þið skulið ekki flytja inn ávexti ykkar frá Norð- urlöndunum og hafa þannig inn- byrðis viðskipti, í stað síldarinn- ar, sem við Svíar kaupum af ykkur. Sænsku eplin eru t. d. alveg prýðileg, betri en þau spænsku og verðið sambærilegt. VÍSINDALEGT STARF Að lokum segir prófessor Níl- son, að það verði ekki um of undirstrikað, hve nauðsynlegt vís indalegt samstarf í landbúnaðar- málum sé og mikilvægt fyrir all- ar þjóðir og þá ekki sízt fyrir litla þjóð, sem ísland. Hér eru ekki efni né færi á stórum átök- um og raunar heldur ekki á hin- um Norðurlandanna, en með sam vinnu og starfi geta þau öll í sameiningu gagnað hvort öðru, bætt ræktun og aukið velmegun þeirra, sem jörðina yrkja og lifa af landsins afrakstri. Það er verð ugt hlutverk og mikilvægt í bú- skap hverrar þjóðar og að því þarf að vinna af mætti á kom- andi árum. Næsta norræna búnaðarráð- stefnan verður í Stokkhólmi árið 1956 og þangað bjóðum við ís- lendinga velkomna. Að lokum þakkaði próf. Nilson hinar afbragðsgóðu viðtökur hér á landi og bað fyrir kveðjur til allra vina sinna að skilnaði. ggs. Linda giftist. NEW YORK — Kvikmynda- stjarnan Linda Darnell giftist nýlega bruggara einum og millj- ónara, Leibman að nafni, J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.