Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIB Sunnudagur 11. júlí 1954 | breytir högum íslenzka búnaðarins Tilraunir sanna að hann er nothæfur urn áratugi 1 Stutt viðlal við Karsten Iversen , tilraunastjóra frá Askov. BLAÐIÐ átti á föstud. stutt við- tal við hinn merka og víðkunna <lanska tilraunastjóra Karsten Iversen í Askov. Hann hefur Btjórnað ræktunartilraunum þar áratugum saman, og er meðal anerkustu landbúnaðarfrömuða Danmerkur. Blaðið spurði hann, hvaða álit liann hefði í stuttu máli á bún- ^aðarframfarir íslendinga og livað hann teldi að við íslending- ar gætum af þeim vænzt á næst- 'unni. Hann sagði m. a. að ekki væri jblaupið að því að kveða upp ákveðinn dóm í þeim efnum, ef tir iina stuttu heimsókn hingað, en ikomst m. á. að orði á þessa leið: Auðséð er, að miklar breyting- ar standa hér fyrir dyrum, nú jþegar þið eruð byrjaðir fyrir al- vöru á að notfæra ykkur tilbúin áburðarefni. — Teljið þér, að tilbúni áburð- ■urinn geti verið fullnægjandi íyrir ræktunarlöndin í stað hús- idýraáburðarins? — Áburðartilraunir þær, sem við höfum haft með hön/lum í tilraunastöðinni á Askov, og ciCaðið hafa yfir í rúma hálfa öld, ibafa sannað okkur, að tilbúni áburðurinn getur komið í stað- íirn fyrir húsdýraáburðinn. Og það gefur auga leið að með onotkun tilbúins áburðar verða ís- lenzkir bændur ekki eins háðir húsdýraáburðinum í fóðuröflun sinni eins og áður var. Með til- búna áburðinum geta bændur tfengið eins mikig fóður og vera vill, og með því aukið áhafnir jarða sinna. Sama gerðist í Dan- möiku þegar tilbúnu áburðar- efnin komu þar til sögunnar. En fóðuröflun danskra bænda hefur Ivöfaldazt á síðastliðinni hálfri <ild, til ómetanlegs gagns fyrir fjárhagsafkomu- bændanna og framfarir landsins í heild sinni. Notkun tilbúna áburðarins sem notaður er til viðbótar við hús- dýraáburðinn, miðast að sjálf- sögðu við hve mikið er ráðlegt að ziota af honum svo notkun hans svari kostnaði. Vitaskuld þurfið þið fslending- ar að afla ykkur liinna hentug- ■ostu fóðurjurta, svo fóðuröflunin geti aukizt á þann hátt frá því sém nú'er. En ég heyri sagt, að tilraunastarfsemi í þessu skyni sé nú að kómast á fastan fót hér, scm betur fer. — Hvað vakti mesta undrun yðar. við heimsóknina hingað til lands? — Hin úfnu hraun, en enga £rein hafði ég gert mér um þau að óséðu. — Og svo að sjálfsögðu jarðhitinn ykkar, er í sjálfu sér hlýtur að vekja furðu ókunnugra við fyrstu sýn. Menn geta ekki lomizt hjá því, að hugleiða hve mikil nytsemi jarðhitans getur orðið í framtíðinni, þegar þið íarið fyrir alvöru að notfæra ykkur þau einstæðu ræktunarskil yrði, er hann veitir ykkur, eða getur veitt á hinum „heitu stöð- um“, þar sefn þið getið valið ykk- ur hitastig eftir vild og notað ykkur bjartar nætur sumarsins þegar gróðurinn getur dafnað viðstöðulaust, án þess að verða -íytir daglegri truflun náttmyrk- vrsins sem er óumflýjanlegt und- s» suðlægari breiddargráðum. , Heimsókn okkar í garðýrkju- skólann að Reykjum í Ölfusi mun verða einn hinn minnisstæðasti atburður ferðarinnar. En það er eins og landbúnaðarráðherrann ykkar, Steingrímur Steinþórsson Þjóðhátíðar íslands minnzt vesfwrStf 5 við Kyrraha! FÓLK af íslenzkum ættum og vinir Islands í norðurhluta Kali- forníu, um 200 talsins, minntust þjóðhátíðardags íslendinga með svipuðu sniði og gert er heima á íslandi. Hátíðahöldin fóru fram á bú- garði skammt frá San Francisco. Var þar margt til skemmtunar, börnin látin aka í heyvögnum og allir syntu. Um hádegisbil var framreiddur íslenzkur matur. En aðalskemmtunin var síðdegis og stéttarfélags verkfræðinga og komu þar fram ungar íslenzkar j Reykjavíkurbæjar, og á fundum konur í þjóðbúningum: frú Auð- ! mejg fulltrúum ríkisstjórnarinn- ur Ingvarsdóttir Eiríksson, frú ] ar i _g júní s.l. hafi fulltrúar Bergljót Snorradóttir Schweitzer I Reykjavíkurbæjar aðeins verið ungfrú Louise Phillips og frú áheyrnarfulltrúar. Margrét Hrómundsdóttir Hazen. ^ af þeim Borgarsijéri lesSrélSir missagnir sfélfarféSagsins STJÓRN Stéttarfélags verkfræð- inga hefur birt yfirlýsingu í tilefni af ummælum mínum á bæjarstjórnarfundi 1. júlí um verkfræðingadeiluna. Segir í yfir lýsingunni, að engar samninga- umræður hafi farið fram milli Karsten Iversen komst að orði í ræðu, sem hann flutti daginn eftir að við komum hingað, að þið íslendingar getið ýmislegt lært af nágrannaþjóð- unum. En skilyrði okkar eru svo frábrugðin þeim er þið hafið við að búa, að þið verðið sífellt að sannprófa hvort reynsla okkar á við í ykkar landi. Iversen tilraunastjóri gat ekki haft viðtalið lengra en sagði að skilnaði: — í 35 ár hefi ég tekið þátt í búfræðingamótum Norðurlanda- þjóðanna og hef þau því öll til samanburðar þessu. En aldrei höfum við norrænir búfræðingar mætt eins mikilli gestrisni og vel- vild eins og í þessari heimsókn til Islands. V. St. Frú Leona Oddstad kom fram í hinum fagra skautbúningi og söng nokkra íslenzka söngva, en Marcus Gordon lék einleik á píanó. Steinþór Guðmundsson söng íslenzk þjóðlög, en kona hans, frú Louise, lék undir. Andrés Oddstad hélt ræðu, bæði á islenzku og ensku, en Theodore Schweitzer, sem kjörinn var til þess að hafa orð fyrir Ameríku- mönnum, bar fram beztu heilla- óskir til Islendinga. Formaður hátíðarnefndarinnar var frú Margrét Blöndal Cook, en með henni í nefndinni vóru: frú Kristín Eyjólfsdóttir Thordarson, sem bar kveðjur frá séra O. S. Thorláksson, ræðismanni Islend- inga, frú Ásta Lóa Bjarnadóttir Ólafssan, frú Fanney Benónýs Kauser, frú Bergljót Schweitzer og frú Margrét Hazen. Um kvöldið, þegar sól hneig bak við fjöllin, snæddu allir kvöldverð úti á víðavangi. Há- tíðinni lauk svo með almennum söng og dansi. Allir hátíðargestir sendu ís- landi hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni af þjóðhátíðardeginum. (Úr bréfi að vestan). KAUPMANNAHÖFN 8. júlí: — í dag fundust, 14 sjómílur frá Borgundarhólmi, hlutar úr flugvél. Voru á þessum hlut- um göt eftir byssukúlur. Bera hlutirnir þess vitni að þeir hafa lengi legið í sjó. Sérfræðingar rannsaka nu hlutina, en menn telja að hugs anlegt sé að hlutir þessir séu úr bandarískri herflugvél, sem týndist í æfingaflugi í apríl 1950 yfir Eystrasalti. Sjölygur á mmm'. missognum, sem fram koma í þessari yfirlýsingu, vil ég taka fram eftirfarandi: 1. 19. des 1953 sendi Verkfræð- ingafélag Islands erindi varðandi launamál verkfræðinga. Launanefnd Reykjavíkurbæjar fékk erindi þetta til umsagnar. Launanefndin gerði 24. jan. 1954 ályktun, þar sem segir m. a., að nefndin liti svo á, að samkvæmt eðli málsins hljóti ríkisstjórnin sem æðra sett stjórnvald að hafa forgöngu um almenna skipun launamála opinberra starfs- manna. Einnig var á það bent, að verkfræðingar í þjónustu bæjar- ins nytu betri kjara en verk- fræðingar í ríkisþjónustu. Þetta álit launanefndar bæjarins var sent Verkfræðingafélagi íslands. 2. 12. febrúar 1954 er stofnað Stéttarfélag verkfræðinga. 12. apríl sendi Stéttarfélagið borgar- stjóra drög að kjarasamningi, en samkvæmt þeim áttu árslaun verkfræðinga, sem hafa ekki aðra verkfræðinga undir stjórn sinni, að vera frá 50 þús. til 100 þús., eftir starfsaldri, en laun verkfræðinga í æðri stöðu hlutfallslega hærri. 3. Eins og greinir i ályktun launanefndar bæjarins frá 24. jan., sem áður er getið, er það löng venja og samkvæm eðli málsins, að í launadeilum, sem snerta ríkissjóð og bæjarsjóð báða, hafi ríkisstjórnin forgöngu. Hefi ég hvað eftir annað látið í Ijós óskir um það við ríkisstjórn ina, að samningaviðræður við verkfræðingana yrðu upp teknar og hraðað sem mest. En auk þess hefi ég og fulltrúar bæjarins margsinnis átt viðræð- ur við fulltrúa frá stjórn Stéttar- félags verkfræðinga um lausn deilunnar. Skal hér rakið, hvenær nokkr- ar þeirra viðræðna fóru fram, og hverjir tóku þátt í þeim: Þriðjudaginn 4. maí, kl. 11 f.h. ræddi ég við formann Stéttar- félags verkfræðinga, Hallgrím Björnsson, og borgarritara um málið. Fimmtudaginn 20. maí, kl 11%, ræddi ég við formann félagsins, Hallgrím Björnsson, og annan stjórnarmann, Svein Einarsson, en þeir voru til þess nefndir af félaginu að eiga viðræður við mig. Mánudaginn 24. maí, kl. 9,30, ræddi ég enn við form. félagsins, Hallgrím Björnsson, og Svein Einarsson. Laugard. 29. maí kl. 9,30, ræddl ég, ásamt borgarritara og skrif- stofustjóra bæjarverkfræðings, við fulltrúa verkfræðinga þeirra, sem hjá bænum starfa, þá Geir Þorsteinsson og Stefán Ólafsson. 4. Uppsagnir flestra verkfræð- inganna hjá bænum áttu að koma til framkvæmda 1. júní. Þegar leið að þeim tíma, lagði ég enn til að ríkisstjórnin tæki upp form- legar viðræður við Stéttarfélag verkfræðinga. 31. maí tilnefndi ríkisstjórnin skrifstofustjórana Gunnlaug Briem og Sigtrygg Klemensson til viðræðna við verlc fræðingana, en frá bæjarins hendj voru tilnefndir Tómas JónssOn Jónsson borgarritari og Guð- mundur Vignir Jósefsson skrif- stofustjóri Fysti samningafunduK var haldinn þann sama dag. Framangreindir fulltrúar ríkis og bæjar héldu samningafundi með fulltrúum verkfræðinganna dagana 31. maí, 1., 2., 3., 4., 8. og 9. júní. Síðan hafa ýmsar leiðir verið reyndar til lausnar deilunni, en samkomulag ekki náðst. Af þessu yfirliti er það ljóst, að yfirlýsing stjórnar Stéttarfé- lags verkfræðinga er á fullum misskilningi byggð. Hlýtur hún að vera samin af einhverjum, sem alveg eru ókunnugir gangi málsins. Gunnar Thoroddsen. 6nff@rmur Pálsson vörður að Haflormssfa AMORGUN þ. 13. þ. m. á Guttormur Pálsson skógar- vörður að Hallormsstað, sjötugs- afmæli. Allir vinir og velunnarar ísl. skógræktar eru vinir Guttorms, og meta að verðleikum hið mikla og giftudrjúga starf hans. Guttormur hefir aldrei þótt sérlegur áhlaupamaður, en fram- sýnn hefir hann reynzt og holl- ráður. Undir forsjá hans hefir Hallormsstaður orðið höfuðból ísl. skógræktar. Þar hefir skóg- ræktin náð fjölbreyttustum árangri. Fyrir tilstilli hans hef- ir t. d. síberiskt lerki vaxið með svo undraverðum hraða, að sér- fræðingar úr suðlægari skóga- löndum undrast slíka grózku. En furðu margar tegundir barrtrjáa hafa dafnað í þessum skógi, sem gefa vísar vonir um góðan þroska þegar stundir líða. í æfi skóga er mannsævin aldrei nema stutt. Það fær hinn sjötugi skógarvörður að reyna. Alla starfsæfi sína hefir hann unnið að vexti og viðgangi Hall- ormsstaðaskógar. En nú þegar kvölda tekur er það byrjunin ein sem hann fær sjálfur að sjá. En svo vel er skógræktin að Hall- ormsstað á veg komin, nú þegar Guttormur stendur á sjötugu, að núlifandi kynslóð á íslandi get- ur gert sér grein fyrir hvers er af henni að vænta, ef haldið verður áfram óhikað. á þeirri heillabraut, sem fetað hefir ver- ið undanfarna áratugi. Fyrir brautryðjandastarf í skógræktarmálunum mun Gutt- ormur á næstu árum og öldum hljóta alþjóðarþökk. V. St, Ifliif nsemd um verku muMiabústuðinu Crosby á spítala. SANTA MONICA — Bing Crosby fór nýlega á sjúkrahús. Læknir hans segir, að ekki hafi Bing verið alvarlega veikur, heldur farið aðeins til rann- sóknar. FMÆLISGREIN mín, um Byggingaféiag verkamanna, hefir valdið leiðinlegum óróa. Tíminn hamast og Alþýðublaðið er öskureitt, þó það veitist ekki að mér persónulega. Ég reyndi þó að forðast áreitrii, en vildi að- eins vinna ver'kamannabústöðun- um gagn, um leið og ég minntist góðra félaga og góðra manna. Af skiljanlegum ástæðum gat ég ekki sagt neitt gott um komm- únista. Þeir hafa talið verka- mannabústaðina, eins og aðrar umbætur, hættulega trúboðý sínu, og auðvitað breytt eftir því. Má vera, að það sé þetta, sem óróan- um veldur. Ég varaði mig ekki á því, að kommúnistar ættu hjálp- arhellur hjá Tímanum og Alþýðu blaðinu. Gallinn á Framsóknarflokknum er sá, að hann vill alltaf selja góðverkin. Fylgi hans við lögin um verkamannabústaði var greiðsla til Alþýðuflokksins vegna stjórnarsamvinnunnar 1927. Og efndirnar áttu ekki að vera betri en það, að fyrstu teikm ingarnar sýndu íbúðir með þvotta húsi í baðherberginu, þar sem baðkarið átti að vera þvotta- pottur. Þessari teikningu var hafnað á félagsfundi. Héðinn Valdimarsson heimtaði þá teikningar af for- svaranlegum íbúðum. Ég sé þvl ekki að framkoma Framsóknar- manna hafi verið betri en þeirra, sem höfðu ótrú á málinu í byrj- un, en sýndu því síðar alla fyrir- greiðslu. Og byggingarnar hérna í Reykjavík sýna það bezt, að Sjálfstæðisflokkurinn er fram- fara- og umbótaflokkur. Og þvi verður ekki rieitað, að í By^g- ingafélagi vérkámana hefir verið Framh. á bls. 4 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.