Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 6
6 MORG II f»BLAÐIÐ Sunnudagur 11. júlí 1954 Verknómsskólinn í Reykjnnesi heíur fnrið mjög vel nf stnð EINS og kunnugt er var héraðs- | skólanum í Reykjajnesi við , ísafjarðardjúp breytt í verknáms skóla fyrir 2 árum. Er aðaláherzla lögð þar á kennslu í verklegum efnum, bæði fyrir pilta og stúlk- ur. Skólinn starfar í tveimur deildum, eldri og yngri deild, og stendur yfir í þrjá mánuði á vetri. Þessi breyting á skólanum hef- ur gefizt mjög vel. Hefur skólinn undanfarna tvo vetur verið ágæt- lega sóttur af nemendum víðs- vegar frá af landinu. Mbl. hitti í gær Pál Aðalsteins- son skólastjóra Reykjanesskól- ans og leitaði tíðinda hjá honum af starfi skólans. En hann annast einnig kennslu við skólann í hinum verklegu námsgreinum pilta. Kona hans, frú Guðrún Hafsteinsdóttir sér hins vegar um verkleea kennslu stúlknanna. Þriðji kennarinn við skólann er Guðni Jónsson, sem kennir bók- legu námsgreinarnar. MIKILL ÁHUGI Á VERKLEGA NÁMINU — Hvaða námsgreinar eru kenndar við skólann? IJnga fólkið sýnir mikinn áhuga á verkefnum sínum S!c*f %mk\ við Pá! ASalsíeSnsson skéEasljéra — Verklegu námsgréinarnar fyrir pilta eru smíðar, bókband og vélfræði, en fyrir stúlkur út- saumur, kjólasaumur, vefnaður, sniðteikningar, prjón og hekl. Bóklegu námsgreinarnar eru ís- lenzka, reikningur, eitt tungumál eftir vali, enska eða danska, saga heilsufræði, hjáip í viðlögum og félagsfræði. Auk þess eru svo kenndar íþróttir. — Hafa nemendur mikinn áhuga fyrir verklega náminu? — Já, alveg sérstaklega mikinn. Unglingarnir vilja helzt vera sí- vinnandi að verkefnum sínum. Vig upphaf skólatímans byrjar hver nemandi á þremur skyldu- stykkjum. Verður hann að ljúka þeim á námstímanum. Þegar Páll ABalsteinsson þessum verkefnum er lokið hafa nemendurnir frjálst val um það, hvað þeir taka sér næst fyrir hendur. — Hvaða stykki ráðast flestir í að smíða? — Piltarnir vinna flestir að smíði húsgagna, bæði í setustofu og borðstofu. Hafa margir þeirra smíðað sér ágæt og traust hús- gögn. Stúlkurnar hafa hins vegar að- allega saumað kjóla og pils og ennfremur hafa þær ofið. — Hve mörg stykki luku pilt- arnir við á sl. vetri? — Piltarnir í yngri deild, sem voru 13, smíðuðu í vetur samtals 103 smærri og stærri stykki. Eldri deildin, sem í voru 6 nemendur, smíðuðu hins vegar 38 stykki. En það voru flest stór stykki, ein- göngu húsgögn. Stúlkurnar í yngri deild, sem voru í vetur 4, luku 76 stykkjum, en þær í eldri deild, sem voru 3, luku 53, þar af 19 ofnum stykkj- UNNU FVRIR KOSTNAÐNUM VIÐ SKÓLAVISTINA Þessir munir eru smíðaðir í yngri deild skólans af Maríusi Gröndal árið 1953. j — Hve’ mikill var kostnaður- inn við skólavistina hjá hverjum einstökurtí nemanda í vetur? — Harm varð kr. 3083,25. En Framh. á bls. 10 Skrifborð og stólar úr mahogný, smíðað í eldri deild Reykjanesskólans, af Maríusi Gröndal, Rvík, árið 1954. Lampinn á borðinu, sem smíðaður er af sama nemanda, er úr íslenzku birki. ^abbað v\b ueiðimenrL NÚ mun kominn lax í flestar ár sunnanlands og v°stan, ] flestar árnar norðanlands einnig, nema e. t. v. á norðausturkjálk- I anum. Veiði hefur þó víða verið frekar lítil ennþá og mun það stafa af þurrkunum undanfarið. Elliðaárnar eru langbeztar og veiði þar ágæt dag hvern. Þetta frá 15—30 laxar á dag. Heildar- veiðin til þessa er 416 laxar og fluttir hafa verið í efri ána um 1 550 fiskar. 1 í Korpu hefur verið reitingur, en rigningardaginn (6. júlí) gekk mikill lax í Korpu og var svo óður í göngunni, að hann leit varla við færi. Korpu veiðimenn fá nú sennilega góða veiðidaga fram eftir mánuðinum. I í Laxá í Kjós mun veiðin und- anfarið hafa vsrið um 8 laxar á dag til jafnaðar, og má það sæmi- legt teljast. | í Laxá í Leirársveit hefur ver- : ið reitingsveiði og 7 laxar feng- ust einn daginn fyrir stuttu. Telja veiðimenn að vel horfi með veiði þar á næstunni. Norðurá er ennþá dauf. Síðasti veiðiflokkur náði aðeins 19 Iöx- um á 5 dögum og sá aldrei veru- lega hreyfingu á lax laxi í hyljun- um. Þetta getur þó hafa breytzt skjótlega við nýja vatnið, því frétzt hefur um ágæta neta- veiði í Hvítá fyrir helgina sið- ustu. Þá er ekki ólíklegt að eitt- hvað hafi hresst upp á Grímsá og Stóru-Þverá, en þær hafa verið óvenju daufar til þessa. Annars virðast Borgarfjarðar- árnar vera að setja ofan, um leið og ýmsar ár annars stað- ar fara árlega batnandi. Stórlax er orðinn sjaldgæfur og skýrslur undanfarinna ára sýna minnk- andj veiði. Ekki er kunnugt um veiðj í Árnessýslu ennþá, enda lítið reynt af stangveiðimönnum. — Netaveiði mun þó einhver í Ölf- usá og upp úr miðjum mánuði ætti eitthvað af laxj að vera komið á stangaveiðisvæðin. I Laxá í Þingeyjarsýslu höfðu veiðst 84 laxar í fyrradag (6. júlí). Flestir fyrir neðan Æðar- fossa og þar var nokkuð jöfn veiði síðustu daga. Laxinn er vænn, 14—18 pund að jafnaði, en þyngsti fiskur, sem á land hefur komið 23 pund. Bezti dag- urinn var 1. júlí, en þá veiddust 13 laxar og 6. júlí 10 laxar. — Þrálát norðanátt og kuldabræla er ennþá á þessum slóðum. „Veiðimaðurinn" 28. tölublað var að koma út. Þótt „Veiðimað- urinn“ sé og eigi að vera mál- gagn stangaveiðimanna á fslandi, þá eru þó alltof fáir ennþá, sem kaupa hann og lesa, miðað við þann fjölda er fæst við stanga- veiði. Blaðið er eign Stangaveiði- félags Reykjavíkur og hefur ver- ið því nokkur fjárhagslegur baggi, svo raddir hafa verið uppi um það, að félagið hætti útgáf- unni eða léti blaðið óstutt. Á aðalfurlöi varð þó hitt ofan á, sem betur fór. Það er að vísu alldýrt að gefa út slík blöð sem þessi, því lesendafjöldinn verður aldrei stór, en þetta er nokkurt menn- ingaratriði og helmingi fleiri kaupendur ætti „Veiðimaðurinn" hæglega að geta fengið en hann hefur nú, ef veiðimenn gerðu skyldu sína. Hver og einn fórnar allmiklum fjármunum á hverju ári í þetta sport sitt og sú skömm hendir þá varla að láta blaðið lognast út af vegna fjárskorts, einkanlega þegar blaðið hefur nú hreppt áhugasaman og ritfæran mann, Víglund Möller, sem rit- stjóra. Það er vandfundinn mað- ur, sem nennir að standa í þessu, og berjast við ýmsa erfiðleika og tómlæti manna. Efni blaðsins að þessu sinni er fyrst og fremst sumarhugleiðing ritstjórans, er hann flutti á kafti- kvöldi félagsins í apríl síðast- liðnum. Ýmsar þýddar greinar eru í heftinu, og grein um laxa- merkingar 1947—1950 eftir veiði- málastjóra. Margt er þar auð- vitað fleira og þar á meðal grein er nefnist „Hvimleiðir gestir'*. Fjallar hún um mál, er ég drap lítillega á í rabbinu um dagirin, — ófriðinn við Elliðaárnar, sem veiðimenn verða fyrir af for- vitnum áhorfendum og „aðstoð- armönnum". Menn ættu að afla sér blaðsins og lesa greinina með athygli og láta sér hana að kenn- ingu verða. Hjá okkur veiðimönnum hef- ur oft þótt skorta nokkuð á um háttvísi, og þó sannarlega sé leiðinlegt að vera oft að nöldra um þá hluti, þá veitir ekki af á meðan fyrir kemur slík bjánaleg ókurteisi hjá íslenzkum veiði- mönnum, að annað eins þekkist ekki annars staðar. Ég tek hér upp úr „Veiðimanninum" dálitla klausu, sem nefnist „Ósæmileg hegðun“ og er áþreifanlegt dæmi um það, sem að framan er sagt. „Síðasta sagan um ósæmilega hegðun við Elliðaárnar er frá áreiðanlegum heimildarmanni, sem sjálfur var sjónarvottur að því sem gerðist. Með aðra stöngina var þennan dag vanur veiðimaður, sem hefur veitt í ánum um fjölda ára og þekkir þær því mjög vel. Árang- urinn var líka eftir því. Hann hafði fengið 6 laxa þegar hér var komið sögu. Með hina stöngina voru tveir menn, að vísu ekki viðvaningar, en mikið til ókunnugir í Elliða- ánum. Þeir höfðu fengið 1 lax og voru að renna í Fossinn þegar sögumann blaðsins bar þar að. En í sama mund kemur maðurinn, sem búinn var að fá 6 fiska, gengur að fossinum hinum megin og fer að kasta þar líka — yfir línu hinna veiðimannanna. Hér er um svo einstæðan dóna- skap að ræða, að maður þessi verðskuldaði fyllilega, að nafn hans væri birt. Honum skal þó hlíft við því í þetta sinn, en verði hann staðinn að svipaðri hegðun aftur, má hann búast við að blað- ið kynni hann betur fyrir les- endum sínum. Honum skal einnig bent á það, að mönnum er stund- um vikið úr félagsskap þegar þeir hegða sér ósæmilega." Það er trúlegt að stórrigning- ingardagurinn í fyrradag (6. júlí) hafi hresst verulega upp á árn- ar. Regnið mun hafa náð um land allt og hér sunnanlands var vatns veður víðasthvar. Lax, sem legið hefur við ósa, hverfur fljótlega í árnar við slíkan skvett. Menn fara nú sem óðast í sum- arfrí og má því búast við að allir beztu veiðistaðir verði fullsetnir allan mánuðinn. Lítið eða ekk- ert mun vera fáanlegt af veiði- leyfum í beztu ánum, og ekki hefur tekizt að fá haldgóðar upp- lýsingar um veiði, fyrir þá er langar til að skreppa í einhverja sprænu án mikils undirbúnings. Hafi einhverjir veiðisvæði af- lögu, ættu þeir einmitt nú að koma því á framfæri með smá- auglýsingu hér í blaðinu. Sumar- fríið er einmitt sá tími, er menn geta farið lengra um landið en venjulega, og margir vilja gjarn- an renna, um leið og þeir skoða sig um. Áin streymir ár og síð, eitthvað öllum geymir. Stöngin titrar, löng og þýð, lax úr djúpi teymir. Þessi staka fannst einu sinni í veiðibók og á vel við tímabilið. K. S. ★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ Morgunblaðið ★ ★ ★ ★ með ★ ★ Ttr ★ ★ ORGUNKAFFINU ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.