Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 10
MORGUXBLAÐ1Ð Sunnudagur 11. júlí 1954 111 nemendur í Skógaskóla IMoregur — Reykjavík 5:1 ÞEGAR norska knattspyrnu- liðið mætti úrvalsliði Reykjavíkur, tókst þeim loks að setja mörk — og það ekki færri en 5 og fara því heim- leiðis með vel hagstæða marka tölu eftir leikina þrjá. 5 mörk hafa þeir skorað en fengið 2. En hvað vinninga snertir hafa ‘ þeir jafnað metin IVz vinning gegn IV". Leikurinn á föstu- ; daginn var þeirra bezti leikur ; — enda mótstaðan Iangminnst. í MISTÖKIN BYRJA 'Allt þar fil 27 mín. voru af leik vciru Norðmenn í stanzlausri sókn, að tveimur allgóðum upp- hlfiupum Reykjavíkurliðsins und anskildum —- á 4. mín. og 17. mín. Á þessum tíma skoruðu Norðmennirnir 2 mörk — sem ba^ði komu fyrir átakanleg varn- arfnistök Reykjavíkurliðsins Það fyrra kom á 7. mín. Hár knöttur bafst í áttina að Reykjavíkur- m^rkinu, þar sem Hörður Óskars sop og Larsen miðframherji voru fyrir. Hörður hafði nægilegt svif- rúm til að afstýra hættunni — en í stað þess verður honum það á að leggja knöttinn fyrir fætur Laísens, sem skoraði óverjandi. Annað mark Norðmannanna kom á 16. mín. Guðmundur Jóns- son framvörður hafði knöttinn rétt utan síns vítateigs. Fyrir sér stakan klaufaskap sendir hann knöttinn til Engsmyhr innherja, sem leikur frír nær markinu — og skorar með föstum jarðar- knetti. — Ótal mörg önnur mark- tækifæri áttu Norðmennirnir, sem höfðu alger yfirráð á vallar- miðjunni og gátu hafið svo til óhindrað hverja sóknarlotuna af annari. Lá t. d. mjög nærri marki á 11. mín., er Magnús markvörð- ur ætlaði að grípa háa sendingu en missti knöttinn yfir sig. Lenti knötturinn þar í Engsmyhr inn- herja og hrökk frá markinu. Þannig var það Engsmyhr sem bjargaði fyrir Reykjavík. Magnús bjargaði oft mjög vel, en var og stundum heppinn, t. d. þegar Pettersen skaut föstu skoti í þverslá. Á 28., 29. og 36. mín. átti Reykjavíkurliðið heiðarlegar og vel uppbyggðar sóknarlotur — stórhættulegar — en allt mis- tókst. OG MÖRKIN VERÐ FLEIRI Og á 39. mín. versnaði útlitið enn. Sandengen (v. útherji) gaf háan knött inn á miðjuna til Lar- sen, sem skaut án tafar — óverj- andi mark. Mínútu síðar fá Norð- menn aukaspyrnu, sem Even Hansen tók. Hann gaf vel inn að markinu. Magnús markvörður ætlaði að bjarga með úthlaupi. Það mistókst og norsku framherj- arnir léku óhindrað með knött- inn í netið. Nærri lá að illa færi enn, þegar knötturinn skoppaði að Reykjavíkurmarkinu tómu (Magnús út við vítateig) — en Karl bjargaði á linunni. Þannig lauk þessum hálfleik. sem Norð- menn áttu frá upphafi. MÆLIRINN FULLUR í fyrri hluta síðari hálfleiks hélt norska liðið áfram hinni lát- lausu sókn sinni. Enn áttu fram- verðir þeirra vallarmiðjuna án þess að Reykvíkingar gerðu til- ! raun til að ná völdum þar — og þeir mötuðu framherjana látlaust. ( Það var Magnús markvörður sem t nú forðaði Reykjavík frá miklum ( ósigri. Hann varði oft naumlega m. a. skot frá Larsen, sem kom- inn var inn fyrir vörnina. En eng- inn er algóður, og á 14. mín. kom skot sem Magnús fékk ekki ráðið við. Það var frá hinum unga Sendengen útherja — stórglæsi- legt vinstri fótar skot af aillöngu færi. En þá var mælirinn fullur. Smám saman varð leikurinn jafn- ari og þófkenndur um nokkurt skeið — þó voru Norðmenn meira i sókn og áttu mun nákvæmari samleik en Reykjavíkurliðið. Og á 40. mín. leikur Óskar Sigur- bergsson upp h. kant gefur jarðar sendingu inn á miðjuna. Svo virtist sem norska vörnin ætlaði markverði knöttinn, en Þorbjörn Friðriksson var fljótur til og sendi knöttinn áfram með jörðu í netið — laglega gert. LIÐIN Nú sýndu Norðmennirnir hvað þeir kunna í knattmeðferð og upp byggingu samleiks. Og það verð ur að segja að þeir kunna vel til þeirra verka. Þeir fengu líka ráð- Framh. á bls. 12 Hin giöiuga list til sfálisvarnar FlMMTIU þúsund manns söfn- uðuist saman til að horfa á heims mei^tarakeppni í hnefaleik milli svertingjans Ezzard Charles og hvíta mannsins Rocky Marciano, sem; fram fór í New York fyrir nokkru. Myndirnar, sem hér fylgja sýna karlmannlega keppni. Er það Rocky Marciano, sem er til hægri á þéim báðum og er hann að berja mótstöðumann sinn í róleg- heitum. í fyrri hluta keppninnar halði svertinginn barið hvíta manninn, en þegar dró fram í síðari hluta snerist leikurinn og mátti þá m. a. markvert teljast, að hvíti maðurinn gaf svertingj- anum 18 högg hvert á fætur öðru. Kepninni lauk með sigri Marcianos. Var þá mjög af báð- um dregið, svo að bera þurfti þá ] út af sviðinu. Andlit þeirra voru I öll blóðsprungin og marin og kíkir á hverju auga. Keppendur og næsta nágrenni þeirra var löðrandi í blóði og svita. Þannig | er þá þessi glæsilega og fagra íþrótt, sem guðimir á Olyms- fjaili gáfu mönnunum, tii þess að þsir skyldu öðlast fegurð og j heilbrigði. (The noble art of : selvdefence). HÉRAÐSSKÓLANUM að Skóg- um var slitið 1. júní og lauk þar með fimmta starfsári skólans. I vetur voru 111 nemendur í skól- anum. Vorprófum 1. og 2. bekkjar lauk 26. apríl. Hæsta einkunn í 1. bekk hlaut Bragi Óskarsson frá Skammbeinsstöðum í Holt- um, 8,95 stig, en við unglinga- próf upp úr öðrum bekk Ásdís Björnsdóttir frá Hólum í Hjalta- dal, 9,10 stig. Magnús Tómasson frá Skarðshlíð og Jóna Karlsdótt- ir frá Hala í Djúpárhreppi fengu viðurkenningu fyrir prúðmann- lega framkomu. Að prófum loknum fóru nemendur í skemmtiför til Reykjavíkur, Þjóðleikhússför, eins og undan- farin vor. Um sumarmálin gróðursettu nemendur og kennarar rösklega 7000 trjáplöntur í brekkunum ofan við skólann. Einnig var - Reybjanes Framh. af bls. 6 meðalverðmæti handavinnu hvers nemanda varð kr. 2916,50. Má því segja að nemendurnir hafi unnið fyrir sér með hinu verk- lega námi sínu. — Hvernig var félagslífið í skólanum í vetur? — Ag mínu áliti var það mjög gott. Kvöldvökur voru haldnar öll iaugardagskvöld. Fóru þar fram ýms skemmtiatriði, sem nemendur önnuðust að mestu leyti sjálfir. Á sunnudögum voru farnar gönguferðir um nágrennið. 20 ÁRA AFMÆLI — Hvenær var Reykjanesskól- inn stofnaður? — Hann tók til starfa árið 1934. Er hann því 20 ára um þessar mundir. Hefur verið rekinn þar unglingaskóli og barnaskóli, fyrst fyrir innstu hreppana í Djúpinu, Reykjafjarðar- og Nauteyrar- hrepp og síðan fyrir Ögur og Snæfjailahrepp einnig. Á næstu árum verða gerðar gagngerðar endurbætur á húsum skólans og mannvirkjum. Eins og kunnugt er er þar ein stærsta sundlaug á landinu og aðstaða mjög góð til íþróttaiðkana. Framvegis er fyrst og fremst gert ráð fyrir að skól- inn veiti fræðslu í verklegum efnum og búi unglinga úr sveit- um og sjávarbyggðum þannig undir lífið. Það er takmark skólans að öll kennsla og nám verði þar sem raunhæfast. Kennsla í vélfræði er þar t. d. miðuð við það að nemendur læri að fara með vél- ar, nota þær og gera við þær eftir því, sem möguleikar eru á. Þær eru teknir í sundur og settar saman, þannig að nemendurnir kynnast gerð þeirra og uppbygg- ingu. í vetur voru t. d. dráttarvél og jeppabifreið notaðar í þessu skyni. MERKILEG NÝJUNG Þannig fórust Páli Aðalsteins- syni skólastjóra Reykjanesskól- ans orð. Allt bendir til þess að hér sé um merkilega nýjung að ræða í skólamálum okkar. Það er mjög nauðsynlegt að auka verk- menntun æskunnar til sjávar og sveita. Að því er t. d. mikill hægð arauki fyrir unga bændur að kúnna nokkuð fyrir sér við smíðar og notkun véla. Fyrir ung- ar stúlkur er það einnig mjög nytsamlegt að fá undirstöðu þekkingu í saumaskap og vefn- aði. Þar sem hinn nýji verknáms- skóli starfar aðeins í tveimur bekkjum, þrjá mánuði á vetri, verður ekki sagt að hann sé tíma- frekur. Reykjanes er að mörgu leyti mjög vel fallið til skólaseturs. Þar er jarðhiti mikill í jörðu og myndarleg íþróttamannvirki. Ber mjög að fagna því að verknáms- skólinn þar skuli hafa farið jafn vel af stað cg raun ber vitni. bætt við trjápöntum í reitina á Skógasandi og gerð þar tilraun með skjólbelti úr birki og þing- víði. Alls hafa um 27000 trjá- plöntur verið gróðursettar í ná- grenni skólans. Á sumardaginn fyrsta bauð Brandur Stefánsson, Vík í Mýr- dal, nemendum og starfsfólki skólans, um 130 manns, til Víkur á leiksýningu og að henni lok- inni rausnarlegar veitingar. ■ — Þetta er í annað sinn, sem skól- inn þiggur svo höfðinglegt boð Brands Stefánssonar. Við skólaslitin kvaddi skóla- stjórinn, Magnús Gíslason, nem- endur með ræðu og minntist skólastarfsins. Sú nýbreytni var Framh. á bls. 12 >§an- týsdéflir 65 ára 65 ÁRA verður á morgun frú Guðrún Angantýsdóttir á Blóin- vallagötu 13 hér í bæ. Hún er fædd 12. júlí 1889 á Oddsflöt í Grunnavíkurhreppi, önnur 10 systkina. Faðir hennar, Angan- týr Anrgrímsson, var ættaður úr Jökulfjörðum og var hann al- kunnur sjósóknari. En móðir, hennar, Guðbjörg Einarsdóttir, átti ættir sínar við ísafjarðar- djúp og í Reykhólasveit. Var það allt myndar- og merkisfólk. Þegar Guðrún hafði einn um tvítugt, giftist hún 6. okt. 1910, Jóni Jónssyni, nú innheimtu- manni, frá Hrappstaðakoti í Svarfaðardal, ógætismanni. Þau eignuðust tvö börn, dreng, sem þau misstu á öðru ári og stúlku, sem við ágætan orðstír tók stúdentspróf á Akur- eyri og stundaði síðan nám í Ameríku, en fórst á heimleið þaðan er Dettifoss var skotinn niður skammt vestur af írlandi 1945. Getur hver og einn gert sér í hugarlund hvílík sorg það var foreldrunum, að missa þessa ágætu og efnilegu stúlku, sem þá var einkabarn þeirra. Þann sess sem frú Guðrún hlaut í þjóðfélaginu hefir hún setið af þeirri prýði, sem allir róma. Hún hefir skipað húsmóð- urstöðuna með frábærri sæmd á allan hátt og má skjótt sjá þess merki þegar komið er inn fyrir dyr hjá henni, að þar hefir ráð- ið sú kona er kunni að skapa fagurt heimili. En ekki er þó minna um vert góðfýsi hennar og gestrisni, sem margir hafa góðs af notið. Það hefir jafnan verið hennar mesta ánægja að gera öðrum gott á all- an þann hátt, er hún hefir megn- að. I því hefir maður hennar, eins og líka í öllu, verið henni sam- hentur. Nú hallar æfidögum og þá er það gott að á liðna braut slær bjarma af góðum verkum og trúrri skyldurækt. Til þessarar góðu konu og til manns hennar streymir nú hug- arylur þeirra, sem hafa átt því láni að fagna að kynnast þeim. Ég sem.þessar línur rita er ein á meðal þeirra mörgu, sem á þessum tímamótum frú Guðrún- ar vildi mega tjá henni hjartan- legar þakkir og hamingjuóskir. Þórdís Möller.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.