Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.1954, Blaðsíða 16
Yeðarúilii f dag: NA kaldi, léttir til. 155. tbl. — Sunnudagur 11. júlí 1954 Reykjawliiíliréf cr á bls. 9. Ungur muður hrupur iil bunu í V.m.-eyjum Var að lundaveiðum í Stórhöfða VESTMANNAEYJUM, 10. júní. ÞAÐ HÖRMULEGA slys vildi til hér í morgun laust eftir kl. 8, að Gunnar A. Ragnarsson að Kirkjubæ, hrapaði til bana í Stór- 1‘öfða. Gunnar var 32 ára að aldri, kvæntur og átti tvö ung börn. 'Hann var ættaður úr Reykjavík, en fluttist hingað 1944. VAR Á LUNDAVEIÐUM Gunnar heitinn var að lunda- veiðum við annan mann, er slys- að vildi til, og ætlaði niður í •svokallaða Stórutó, sem erlunda- veiðistaður austan í Stórhöfða. >arna megin í höfðanum er mjög -laust niður í tóna og bratt, en neðst er þverhnýptur hamar í .«jó fram. í morgun var ennfrem- •ar mjög sleipt þarna vegna rign- 'iogar í nótt. •XiEIT BAR EKKI ÁRANGUR Strax var brugðið við og sig- ið niður á slysstaðnum og einn- ig farið þar að á báti, en sú leit har engan árangur, enda allmik- ið brim þarna við klettana. Ekki ier laust við að óhug hafi ■slegið í menn vegna þessa sorg- lega atburðar, þar sem þetta er 4 annað sinn á þessu ári, sem jnaður hrapar hér til bana. Á íyrra ári létu einnig tveir menn lífið, er þeir hröpuðu fyrir björg. Bj, Guðm. Ilæsfu vinningar í Háskólahapp- dræffinu J3REGIÐ var í 7. flokki happ- drættis Háskólans í gær. Hæstu vinningar eru: Kr. 50 þús.: 27108 (seldur í Bækur og ritföng, Laugavegi 39). 2Cr. 10 þús.: 34512 (heilmiði, jwjldur í Hveragerði). Kr. 5 þús. 24434 (fjórðungsmiði, seldur á Akureyri, Borðeyri, Þingeyri og a»já Helga Sivertsen, Rvík). «>------------------------ Allverulegri f jár- hæð stolið frá konu FULLORÐIN kona varð hart úti í fyrradag, en stolið var frá henni 2200 krónum í peningum. Er hún fór til vinnu sinnar á föstudagsmorgun voru pening- arnir í veski hennar, en um kvöldið er hún kom heim, hafði einhver komizt inn í herbergið, leitað þar að peningum og fundið fyrrnefnda peninga konunnar og haft þá á brott með sér. Konan bjó í kjallaraherbergi einu í Austurbænum. Smekklás var á hurðinni, en ekki þurfti þjófurinn að sprengja hann frá, því konan hafði gleymt að krækja glugganum í herbergi sínu aftur, og það fann þjófurinn út og fór inn um hann. Minningargjöf GÆRDAG var Rauða krossi íslands færð minningargjöf um! Einar Markússon ríkisbókara, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um, en hann hefði orðið níræður í dag. Gefandinn er „Vinur“ hins látna. — R. K. í. hefur beðið Mbl. að færa gefanda beztu þakkir. Sumir bændur hafa þegar sleóð helmins túna sinna MYKJUNESI, 6. júlí. — Um það "bil mánuður er nú liðinn síðan *>láttur hófst hér í Holtum. Þeir tfyrstu byrjuðu að slá 9. júní. ASdrei fyrr hefur heyskapur haf- *zt svo fljótt. Sumir eru nú búnir a8 slá helming túnanna, aðrir meira, sumir minna. Grasið er ■«m það bil mánuði fyrr á ferð en venj ulegt er. Og þótt kalt hafi verið í veðri síðustu vikurnar, befur haldið áfram að spretta á •túnum. Engjar munu verða verr «prottnar sökum vatnsskorts. SUMIR HAFA HIRT ALLMIKIÐ Taðan hefur yfirleitt náðst upp 4 sæti eftir hendinni og flestir -wiunu véra búnir að hirða og su.mir allmikið. í dag er svo stór- vigning og má búast við að hik •komi á heyskapinn nema þá að reean fari að setja í vothey, en til þess eru menn yfirleitt ekki íarnir. MARGHÁTTAÐAR FRAMKVÆMDIR Þeir sem hafa byggingarfram- kvæmdir á prjónunum taka þá til við þær, og sumir eru að byggja heyhlöður og liggur á að fata að koma þsim upp. Þá eru &JIfc .„SSBfe sumir að byggja fjós og aðrir íbúðarhús. Og þannig er það, að margháttaðar framkvæmdir krefja fáar hendur mikilla átaka og mjög er erfitt að fá fólk að til verka og hefur aldrei verið verra en nú. Margir verða því að leggja mjög hart að sér til að geta komið áfram því, sem þeir hafa við að fást hverju sinni. Um síðustu helgi fór U.M.F. Ingólfur í skemmtiferð til Hvera- valla. Fékk fólkið leiðinda veður og naut ferðarinnar fyrir það ver en ella. Um 50 manns tóku þátt í ferðinni. — M. G. Var kveikt í bílnam? SNEMMA í gærmorgun var slökkviliðið kallað að horni Miklu- brautar og Rauðarárstígs. Þar var mikill eldur í litlum fjögurra manna bíl, Jo-2117. Bíllinn var alelda að innan og bæði sætin stóðu í björtu báli. Fljótlega tókst að kæfa eldinn. Eldsupptök eru ókunn, en ekki er ósennilegt að einhver skemmdarvargur hafi kveikt í bílnum. Séra Jónmundur j Halldórsson láfinn' I r SÉRA JÓNMUNDUR Halldórs- son fyrrverandi prestur að Stað í Grunnavík lézt í Landsspítal- anum kl. 6 eftir hádegi s.l. föstu- dag. Eins og kunnugt er hafði hann legið rúmfastur undanfarn- I ar vikur, fyrst á sjúkrahúsinu á ísafirði en síðan á Sólvangi í Hafnarfirði. | S.l. sunnudag átti hann átt- ræðisafmæli. Var hann þá sæmi- lega hress og tók á móti fjöida vina sinna. En fyrri hluta vik- unnar elnaði honum sóttin og I var hann þá fluttur á Lands- j spítalann. Þar andaðist hann eins og fyrr segir, s.l. föstudag. Héraðsmóf SjáH- sfæðhmanna við Djúp 1. ápsl. HIÐ árlega héraðsmót Sjálfstæð- ismann við ísafjarðardjúp verð- ur að þessu sinni sunnudaginn 1. ágúst að héraðsskólanum í Reykjanesi og verður með sama sniði og undanfarin ár. Verða fluttar þar ræður og skemmti- atriði og að lokum verður dans- að. Kappreiðar „Glaðs" að Nesodda Hestamannafélagið „Glaður“ í Dalasýslu hélt hinar árlegu kappreiðar að Nesodda, á sama tíma og jafnan áður, þ. e. fyrsta sunnudag í júlí. Keppt var í stökki 300 m., skeiði og góðhesta- keppni. Verðlaun voru veitt þannig; fyrir stökk: Glófaxi, 1 verðlaun, tími 23.2 sek. Eigandi Gunnar Jósefsson, Mjóabóli, Haukadal, Dal. Vinda, 2. verðlaun, tími 23.3 sek. Eigandi Jón Hallsson, Þor- bergsstöðum, Laxárdal, Dal. Andvari, 3. verðlaun, tími 23.4 sek. Eigandi Gunnar Jósefsson, Mjóabóli, Haukadal, Dal. Stjarni, 4. verðlaun, tími 23.8 sek. Eigandi Eysteinn Eymunds- son, Ketilsstöðum, Hörðudal, Dal. Skeiðhestum fataðist, hlupu upp af skeiðinu. í góðhestakeppni hlutu verð- laun: Tinna, eigandi Baldvin Þórar- insson, Svarfhóli, Miðdölum. Skuggi, eigandi Jón Ólafsson, Kvennabrekku, Miðdölum. Hrafnkell, eigandi Elísabet Jónsdóttir, Breiðabólstað, Mið- dölum. Eftir kappreiðarnar skemmtu leikararnir Valur Gíslason og Klemens Jónsson með leikþátt- um, við almenna hrifningu á- heyrenda. Munu margir óska að fá aftur svo „góða gesti“. * Miklor fmmhvæmdir í Grunnavíkurhreppi Akiært orðið yfir Sfaðarheiði. ÍIMIKLAR iramkvæmdir hafa í sumar verið í Grunnavíkurhreppl í Jökulfjörðum vestra. Hefur verið unnið þar mikið meffl jarðýtu að ræktunarframkvæmdum og hafa stór svæði verið tekina til ræktunar. Ennfremur hefur verið unnið að vegagerð úr Grunna-* vík yfir Staðarheiði inn á sveitina. Er nú orðið akfært frá Sætúns- bryggju yfir heiðina inn að Höfða. Hefur vegagerðin gengið sér- staklega vel. Þá er og ráðgert að byggð verði í sumar ný brú yfip Staðará. 890 hafa synf I Sund- höll Hafnarfj. HAFNARFIRÐI — í gær höfðu 890 manns synt 200 metrana í Sundhöll Hafnarfjarðar. — Eins og kunnugt er, efndu Hafnar- fjarðarbær, Akureyri og Reykja- vík til keppni með sér í sam- bandi við norrænu sundkeppnina og ber sá bær sigur úr bítum, sem nær mestri þátttöku, hlut- fallslega af íbúum sínum. Hinn 1. júlí höfðu 824 eða 14,5% synt í Hafnarfirði, 8700 í Reykjavík, 14,5%, og á Akureyri höfðu 720 synt, eða 10%. Eins og tölurnar bera með sér, ei keppnin mjög tvísýn, og því erfitt að geta sér til um úrslitin. — En til þess að Hafnfirðingar sigri í keppni þessari, verður hver og einn, sem getur fleytt sér, að synda 200 metrana og það sem fyrst. — Þá verðum við og að hafa það í huga, að ísland verður að sigra í Sam- norrænu sundkeppninni. — Herð- um nú sóknina og syndum 200 metrana í sundlauginni í dag sem er opin kl. 9—12 og 14.00— 16,30. —G.E. Jafnt og þétt vex í jökuláimi EKKI dró til neinna sérstakra tíðinda austur við Skeiðará í fyrri nótt eða í gær. — Áin var enn í vexti, en mjög hægum, að því er fregnir að austan hermdu ár- degis í gærdag. BYGGING FÉLAGSHEIMILIS UNDIRBÚIN Mikill áhugi er fyrir því a® byggt verði félagsheimili S Grunnavík. Er fyrir nokkru haf- inn undirbúningur að því. Senni- lega verður þó ekki byrjað á þvS í sumar. Sími hefur verið lagður eftiþ hreppnum og talstöð er í Reykja- firði á Ströndum. En það er einl bærinn, sem nú er í byggð norð- an Skorarheiðar. Prestslaust er nú á Stað síðats séra Jónmundur Halldórsson fór þaðan. Gera menn sér vonir ura að prestur fáist þegar presta- kallið verður auglýst. \ i I VIRKJUNARSKILYRÐI ATHUGUÐ Þá hefur raforkumálastjórnira heitið því, að í sumar verði rann- sökuð virkjunarskilyrði í Grunna vík. Hafa hreppsbúar mikinra áhuga á að fá raforku, ef mögu- leikar eru á því. Aðeinsfáskip ; fengu góð köst í FYRRINÓTT fengu mörg síld- veiðiskip meiri og minni síid á miðsvæðinu, að því er fréttarit- ari Morgbl. skýrði frá í gærdag, Aðeins fá skip munu hafa fengið góð köst, en vitað var um að Smári frá Hnífsdal fékk 50® tunnur, Helga RE, milli 400—. 500 tn. og einnig var Keilir sagð- ur hafa fengið gott kast. í gærmorgun bárust fregnir til Sigluf jarðar um litilsháttar veiðl, en þá var komið austankul á mið- unum. „Veröldin eins og við viljum nð hún sé“ DAGBLAÐIÐ New York Herald Tribune hefur tjáð ráðuneyt- inu, að á vegum blaðsins verði efnt til alþjóðlegs kynningar- móts framhaldsskólanemenda í New York frá 26. des. n. k. tll 31. marz 1955. Gert er ráð fyrir að þátttakendur, sem verða á aldrinum 16—18 ára, verði frá 34 löndum. Tilgangur með móti þessu er sá, að gefa ungmennum frá mörgum löndum tækifærí til þess að kynnast. Ennfremur að kynna erlendu námsfólki skóla- kerfi einstakra skólahverfa í Ameríku, efla þekkingu þess á amerísku menningarlífi og siðast en ekki sízt gefa þátttakendum tækifæri til þess. að kynna lönd sín í Bandaríkjunum. Er svo ráð fyrir gert, að þátt- takendur verði valdir með rit- gerðasamkeppni. Ritgerðasafmð er: „Veröldin eins og við vilj- um að hún sé“. Lengd ritgerðar- innar á að vera um 1500 orð. Frá íslandi verður valinn einn nemandi úr hópi þátttakenda í ritgerðarsamkeppninni. Er það sérstök nefnd, skipuð af ráðu- neytinu og sendiráði Bandaríkj- anna, sem dæmir ritgerðirnar. Sá, sem sigrar, fær ókeypis far til Bandaríkjanna og heim aft- ur, svo og þriggja mánaða dvöl þar, sér að kostnaðarlausu. Þaó er Pan American flugfélagið, sem lætur í té ókeypis flugfar. Öllum framhaldsskólanemend- um, sem fæddir eru hér á- landi, eru íslenzkír ríkisborgarar, hafa sæmilega þekkingu á enskri tungu og orðnir eru fullra 16 ára fyrir 1. janúar 1955 og eigi eldri en 19 ára þann 30. júní 1955, er frjálst að taka þátt í ritgerðarsamkeppninni. Ritgerðirnar eiga að vera á ensku og skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu fyrir, 15. október n. k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.