Morgunblaðið - 13.07.1954, Blaðsíða 7
[ Þriðjudagur 13. júlí 1954
MORGUNBLAÐID
Aðalfundur Skópaskíarfél. Samband norðlenzfcra fcvenna 40 ára
Islands að HaElormssfað
AÐALFUNDUR Skógræktarfél-
ags íslands árið 1954 var haldinn
í Húsmæðraskólanum á Hallorms
stað 2.—3. júlí síðastliðinn.
Fundinn sátu 43 fulltrúar frá
18 héraðsskógræktarfélögum,
stjórn Skógræktarfélags íslands,
skógræktarstjóri og 19 gestir.
Fundinum stjórnaði formaður
félagsins, Valtýr Stefánsson, en
fundarritarar voru Hákon Guð-
mundsson, Baldur Þorsteinsson
og Björn Þórðarson.
Áður en gengið var til dag-
skrár minntist formaður Þor-
steins Þorsteinssonar sjúkrasam-
lagsgjaldkera á Akureyri, en
hann var alla ævi áhugasamur
skógræktunarmaður og einn af
ötulustu félögum Skógræktarfél.
Eyfirðinga. Sat hann flesta aðal-
fundi Skógræktarfélags íslands
sem fulltrúi þess. Fundarmenn
heiðruðu minningu hans með því
að rísa úr sætum sínum.
SKÝRSLA
FRAMKV ÆMD AST JÓRA
Framkvæmdastjóri félagsins,
Hákon Bjarnason, skógræktar-
stjóri, flutti ýtarlega skýrslu um
starfsemi félagsins á liðnu ári og
um framtíðarhorfur í skógrækt-
armálum. Tillögur aðalfundarins
1953 höfðu allar fengið afgreiðslu
og má þar meðal annars.geta þess
að efnt var til sérstaks fundar
á síðástliðnum vetri með full-
trúum frá 17 skógræktarfélögum.
Á þeim mundi var ákveðið um
helztu framkvæmdir félaganna á
þessu vori og starfsaðferðir sam-
ræmdar. Kvað skógræktarstjóri
fund þennan hafa orðið til mikils
gagns og sjálfsagt að framhald
verði árlega á slíkum fundum.
Þá benti skógræktarstjóri á að
ein tillaga aðalfundarins 1953 þar
sem héraðsskógræktarfélögin
voru hvött til þess að útvega sér
a. m. k. 30 ha land til þess að
koma sér upp samfelldum skógi
hefði strax borið árangur, þar
sem væru kaup Skógræktar-
félags Árnesinga á jörðinni Snæ-
foksstöðum í Grímsnesi, en þar
er kjarrlendi mikið.
Af öðrum störfum stjórnarinn-
ar milli aðalfunda gat skógrækt-
arstjóri þess m. a., að undirbún-
ingi að skiptiferð milli Noregs
og íslands hefði verið að fullu
lokið, þegar Norðmenn urðu að
hætta við hana af óviðráðanleg-
um orsökum.
Þá vék skógræktarstjóri að
fjárþröng skógræktarinnar í land
inu og þá alveg sérstaklega að
uppeldisstöðvunum. Nú væri upp
eldi trjá plantna komið í 1 millj.
plantna en markið væri 2 millj.
árlega, en til þess skorti tilfinn-
anlega aukið rekstursfé til upp-
eldisstöðvanna. Hefir stjórn fél-
agsins unnið ötullega að því að
fá úr þessu bætt og orðið nokkuð
ágengt, en hvergi nærri svo nægi.
Gjaldkeri félagsins, Einar G.
E. Sæmundsen, las upp reikn-
inga Skógræktarfélags Islands og
Landgræðslusjóðs fyrir árið 1953,
Og voru þeir síðan bornir undir
atkvæði og samþykktir.
Formaður lýsti þvínæst tillög-
um sem fram höfðu komið og
urðu nokkrar umræður um þær,
en þeim síðan visað til allsherj-
arnefndar.
STARF HÉRAÐSSKÓG-
RÆKTARFÉLAGANNA
Þá fluttu fulltrúar héraðsskóg-
ræktarfélaganna skýrslur um
starfsemi félaga sinna. Kom ljóst
fram, að öll hafa félögin stór-
aukið framkvæmdir sínar á þessu
ári og mörg tvöfaldað tölu gróð-
ursettra trjáplantna eins og t. d.
Skógræktarfélag Suður-Þingey-
inga, sem á þessu vori gróður-
setti 67 þúsund trjáplöntur, en
girðingar þar í sýslu munu vera
um 100 bæjarskóga. Fundurinn
sendi stjórn Kaupfélags Borgfirð-
inga þakkir fyrir hið myndar-
lega átak í þágu skógræktar, er
félagið samþykkti á s. 1. vori að
minnast 50 ára afmælis síns með
því að láta gróðursetja um 50
þúsund trjáplöntur árlega í Norð-
tunguskóg næstu 10 ár undir um-
sjón Skógræktarfélags Borgfirð-
inga.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
gróðursetti á þessu vori 94 þúsund
plöntur, en Skógræktarfélag
Reykjavíkur um 125 þúsund.
Þessi félög starfrækja einnig upp
eldisstöðvar sem kunnugt er.
Skógræktarfélag Borgfirðinga hef
ir líka farið inn á þá braut og
er nú að koma á fót uppeldisstöð
í Norðtunguskógi. Af skýrslum
félaganna má greinilega ráða að
áhugi fyrir skógrækt fer hvar-
vetna vaxandi og sjálfboðaliðs-
starfið er orðið svo mikið á veg-
um þeirra að ekki mun óvarlegt
að meta það allt á 700 þúsund
krónur sé miðað við núverandi
kaupgjald.
AUKIN GRÓÐURVERND
Að loknum skýrslum félaganna
síðari fundardaginn skilaði alls-
herjarnefnd áliti um framkomnar
tillögur. Framsögumaður var
Ármann Dalmannsson.
Samþykkt var svohljóðandi
tillaga um gróðurvernd: Aðal-
fundur Skógræktarfélags íslands
haldinn að Hallormsstað 2. og 3.
júli 1954 skorar á Alþingi að
stefna í hvívetna í löggjöf að
aukinni verndun jarðvegs og
gróðurs og að taka stefnuskrár-
ákvæði þess efnis í stjórnskipun-
arlög lýðveldisins. Fylgdi svo-
hljóðandi greinargerð: Jarðvegur
og gróður landsins eru verðmæti,
sem velferð hverrar kynslóðar
byggist á. Þessi verðmæti, sem
íbúum landsins eru fengin í hend
ur frá náttúrunni, er hverri kyn-
slóð skylt að varðveita og skila
þeim í hendur niðja sinna. Veðr-
áttu og jarðvegi er þannig háttað
hér á iandi, að sérstök ástæða
er til þess að staðið sé vei á verði
um verndun jarðargróðurs. Af
þessum sökum er eðlilegt og æski
legt að sett sé í stjórnarskrá ís-
lenzka lýðveldisins stefnuskrár-
ákvæði um eðlilega og skynsam-
lega notkun gróðurs landsins.
MEIRI FRÆÐSLA
UM SKÓGRÆKT
Samþykkt var áskorun til
fræðslumálastjórnarinnar um að
aukin verði fræðsla um skógrækt
í skólum landsins og að varið
verði tilteknum tíma á vori
hverju til gróðursetningar.
Þá voru samþykktar tillögur
um að Skógræktarfélag íslands
vinni að því að unglingar á aldr-
inum 13—15 ára verði ráðnir á
vori hverju 4—6 vikur til skóg-
græðslu og ennfremur að fara
þess á leit við viðkomandi yfir-
völd að hluti af verkefni vinnu-
skólanna verði jafnan gróðursetn
ing trjápiantna.
Þá voru samþykktar sérstakar
tillögur um fjáröflun fyrir skóg-
ræktina og stjórn félagsins falið
að vinna að því máli.
Fundurinn mælti með því að
uppeidisstöð í Vestfirðingafjórð-
ungi verði veittur fjárhagslegur
stuðningur, þegar er aukin fjár-
veiting gerir það mögulegt.
STJÓRNARKJÖR
Úr stjórn félagsins áttu að
ganga Einar . E. Sæmundsen og
H. J. Hólmjárn, en voru báðir
endurkosnir. Aðrir í stjórn féiags
ins eru Valtýr Stefánsson, Her-
mann Jónasson og Haukur Jör-
undarson. í Varastjórn var end-
urkjörinn Ingvar Gunnarsson.
Endurskoðendur voru endurkjörn
ir þeir Halldór Sigfússon og Kol-
beinn Jóhannsson.
í IIALLORMSSTAÐASKÓGI
Báða fundardagana var farið
AÐALFUNDUR Sambands norð-
lenzkra kvenna var haldinn hér
á Akureyri dagana 1,—4. júlí s. 1.
Sambandið er um þessar mundir,
40 ára og var í því tilefni sér- j
staklega vandað til þessa fundar j
og í sambandi við hann opnuð
1 sýning gamalla íslenzkra muna
' í Húsmæðraskólanum á Akureyri
^ við hátíðlega athöfn að viðstödd-
, um forsetahjónunum. í S.N.K. er
samtals 8 sambönd kvenfélaga í
’einstökum héruðum allt vestur
frá Strandasýslu og austur í
Norður-Þingeyjarsýslu, en í öll-
um félögum sambandsins eru um
2000 félagskonur.
Þennan aðalfund sátu fulltrú-
ar frá öllum samböndunum auk
ýmissa gesta, sem boðnir voru í
tilefni afmælisins. Meðal gesta
var frú Bodil Begtrup sendiherra
Dana hér á landi og færði hún
sambandinu kveðju frá Dansk
Kvindésamfund.
Aðalfundinn setti formaður
sambandsins frk. Halldóra Bjarna
dóttir með ræðu í Húsmæðraskól-
anum á Akureyri, en þar var
þingið haldið. Bauð hún gesti
velkomna og minntist forsetans,
sem opnað hafði sýningu þá er
fyrr getur. Á fundinum voru
rædd ýmis áhuga og baráttumál
kvenna og flutt erindi, bæði íróð-
leg og skemmtileg. Ennfremur
gerði fundurinn ýmsar ályktanir,
er hann beindi til Alþingis og
ríkisstjórnar og ýmissa opin-
berra stofnana. Erindi fluttu frk.
Dómhildur Jónsdóttir og frk.
Steinunn Ingimundardóttir, báð-
ar kennarar við húsmæðraskól-
ann á Laugalandi, um heimilis-
þrif og heimilistæki, frk. Dóm-
'hildur Arnaldsdóttir ljósmóðir
um heilbrigðismál, Halldóra
Gunnlaugsdóttir húsfreyja á
Ærlæk um uppeldismál og frú
Elísabet Friðriksdóttir um oln-
bogabörn mannlífsins.
Miklar og fjörugar umræður
urðu um erindin.
Fundurinn gerði ýmsar sam-
þykktir. Má þar til nefna áskor-
un til framleiðsluráðs landbúnað-
um Hallormsstaðarskóg undir
leiðsögn Guttorms Pálssonar,
j skógarvarðar og Sigurður Blön-
dal, skógfræðings. Gaf þar að líta
ýmislegt af því sem merkilegast
| er í skógræktarmálum landsins.
Höfðu margir fulltrúanna ekki
1 komið þarna áður og undruðust
mjög hinn mikla þroska, sem er-
| lendur barrgróður ýmissa teg-
unda hefir náð. En þeir fulltrú-
anna sem sátu aðalfund Skógrækt
' arfélags íslands árið 1948 á Hall-
ormsstað kom öllum saman um
j að gróskan í siberiska lerkinu í
| Guttormslundinum hefði farið
• fram úr öllum vonum. Lerki þetta
var gróður sett 1938 og er hæsta
réð nú 7,70 m. en meðalhæð 4,51
(m. Hið sama má reyndar segja
um aðra lundi erlendra trjáteg-
unda. Vöxtur þeirra er svo örugg-
ur og jafn að undrun sætir, ekki
sízt þegar haft er í huga að sum-
1 Urin 1948—1953 hafa verið ó-
venjuköld og hvert vorið öðru
verra á Austurlandi. Ferðir þess-
ar um Hallormsstaðarskóg voru
því fulltrúunum sannkölluð opin
berun og munu áreiðanlega efla
þá til enn meiri dáða í skógrækt.
arins um lækkun á þeim tegund-
um innlendra matvæla, sem safn-
ast hafa fyrir í landinu og liggja
undir skemmdum, mótmæli gegn
fegurðarsamkeppnum og ályktun
um flutning Húsmæðrakennara-
skóla íslands til Akureyrar svo
og allmargar fleiri samþykktir.
Úr stjórn sambandsins átti að
ganga frú Elísebet Friðriksdóttir j
gjaldkeri, sem nú er flutt burt
af sambandssvæðinu, en í hennú
ar stað var kosin frú Jónína Stein.
þórsdóttir. Aðrir í stjórn eru frk.
Hallaóra Bjarnadóttir formaður
og frk. Svava Skaftadóttir ritari
Fulltrúar bjuggu í heimavist
Menntaskólans á Alíureyri Og
snæddu þar einnig.
Fundinum var slitið með kaffi-
samsæti í heimavistinni fyrra
sunnudag og var þar sungið og
margar ræður fluttar. — Vignir,
OhuiLnianlesrar fianiíarir
n
't
hernaðartækni nútínans
HERNAÐARTÆKNI heimsins fer sífellt vaxandi. Hún er meira
að segja komin á svo hátt stig, að visindamennirnir eru fainir
að geta látið vopnin „hugsa“. Bandaríkjunum og Englandi er þafl
engin launung lengur, að tekist hefur að framleiða flugskeyti sem
stjórnast af nokkurs konar rafeindaheila. Þessi flugskeyti geta
leitað að, elt og ráðizt á farartæki í loftinu. Það er álit manna a3
þessi flugskeyti verði í framtíðinni mikilvægasta vörnin móti hin-
um ægilegu kjarnorkusprengjum.
Flugskeyti þessi ná svo mikl-
um hraða, að þau fara þrisvar
sinnum hraðara en hljóðið, eða
2400—3600 km á klukkustund.
Og með leiðsögn þar til gerðra
radartækja geta flugskeytin
fundið kjarnorkusprengjuflug-
vélar, löngu áður en þær nálgast
fyrirhugaðan árásarstað.
„SPÖRVINN“ OG
„ROTTUHUNDURINN“
Innan Atlantshafsbandalagsins,
hefur uppfinning þessi vakið (
mikinn áhuga, þar sem augljóst
er, að hún er mjög mikilvæg j
hvað loftvörnum viðkemur. 11
Hollandi er mikill áhugi ríkjandi
fyrir „hugsandi flugskeytum“ og
í Danmörku hefur málið mjög1
verið til athugunar. — Fyrir j
skömmu síðan gerðu Bandarík-;
in opinskátt um tvær nýjar teg-
undir þessara flugskeyta, sem
hafa vérið nefnd „Spörvinn“ og
„Rottuhundurinn“. Áður höfðu
Bandaríkin skýrt frá svipuðum
flugskeytum sem nefnd voru þar
„Nike“. í Bandarikjunum er álit-
ið, að þessi vopn geti komið í
veg fyrir fjölda árása kjarnorku-
sprengnaflugvéla. Það er banda-
ríski flugherinn sepi hefur tekið
þe"ssi nýjustu flugskeyti í notkun.
ÞRISVAR SINNUM HRAÐARA
EN HLJÓÐID
„Spörvinn“, nær þrisvar sinn-
um meiri hraða en hljóðið. Flug-
skeytið vegur 130 kíló og spring-
ur allt samstundis. Eftir spreng-
inguna leitar hvert sprengju-
brot, — stjórnað af rafeindaheil-
anum, flugvélarinnar sem árásin
hefur verið ákveðin á. „Rottu-
hundurinn-1, er stærra flugskeyti
og vegur 1 14 tonn. Þessi flug-
skeyti eru svipuð að lögun og
þýzku sprengjurnar V-2. Þeim
'er skotið ivr venjulegri sprengju-
byssu og hraði þeirra ev tvöfalt
meiri en hljóðSins. Rottuhundur-
inn finnur einnig sjálfur fórnar-
dýr sitt, eftir rafeindaheila og
radar. Hvernig sem flugvélarn-
ar fara að, geta þær ekki komizt
undan árásum flugskeytanna
eftir að þær eru komnar í skot-
færi við þau. Að vísu gætu flug-
áhafnir flugvélanna með ein-
hverju móti reynt að koma rugl-
ing á radar flugskeytanna, cn
flugvélin væri samt sem áður
dauðadæmd, eftir að hún er um-
kringd hóp af þessum óhugnan-
legu flugskeyta.
ÞURFA EKKI AÐ SJÁ
ÓVININN
Flugskeyti af spörvagerðinni
eru fest undir vængi þrýstilofts
orustuflugvéla og um leið og
radarstöðin á jörðinni verður vör
við fjandsamlegar fluvélar i
mörg hundruð kílómetra fjar-
lægð, er flugskeytunum skotið’.
Orustuflugvélarnar eru sendar á.
vettvang til að mæta óvinaflug-
vélunum og skjóta flugskeytun-
um venjulega áður en þær vita
nákvæmlega hvar þær eru. Flug-
skeytin leita síðan óvinaflugvél-
ina uppi. Rottuhundurinn aftur
á móti, verður var við radar-
áhrif frá óvinaflugvélinni og
geysist að henni. Tortíming flug-
vélarinnar er óhjákvæmileg.
DÝRMÆT AUGNABLIK
Þar sem hinar þrýstiloftsknúm*
orustuflugvélar ná ekki meiri
hraða en um 900 km á klukku-
stund, er hvert augnablik dýr-
mætt, eftir að þess hefur orðið
vart að óvinaflugvél sé í nándL
En það tekur aðeins örfá augna-
blik, að koma flugskeytunum af
stað og þau þjóta gegnum himin-
geiminn með þrisvar sinnuirt
meiri hraða en hljóðið. Á her-
æfingu sem nýlega átti sér stað
við Miðjarðarhafið, kom það i
ljós að sprengjur - sem eru af
tegund B-50 sem fljúga með 1000
km hraða á klukkustund, upp-
götvast ekki fyrr erj þær eiga
eftir 8 minútur í skotmark. Onn-
ur tegund sprengna sem er B-41
eru oft alls ekki séð eða ekki
fyrr en þær eiga eftir 214 mínúttt
á árásarstað.
MIKIÐ ÖRYGGI
Með uppfinnignu þessar flug-
skeyta, hefur skapazt svó mikið1
Framh. á bls. 12