Morgunblaðið - 13.07.1954, Blaðsíða 14
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. júlí 1954 ]
1 14
Framhaldssag an 82
„Ég veit það. Mér var það bara
vkki ljóst í dag, en ég skil það
iiúna. Ég ætlaðist til of mikils af
þér. Mig langaði bara að segja
þér það. Ef þú verður kyrr, skal
ég ekki fara fram á meira. Við
ekulum bara vera vinir.“
Hún hafði alltaf talað eins og
upp úr lélegum reyfara. Hann
y ppti öxlum óþolinmóður.
„Ég sé til.“
„Ég skal loft því, Douglas. Ég
*kal ekki fara fram á neitt,“
Hann gekk niður brekkuna og
leyndi að fylgja stígnum. Ljósið
ióll á lítinn runna sem var hálf-
: ifinn upp. Hann gekk í kring um
hann. Átti hann að vera kyrr?
Ifann var óákveðinn. John hafði
sagt margt við hann sem honum
1-ótti vænt um að heyra og ekkert
alvarlegt hafði komið fyrir Silvíu
því skyldi hann ekki vera kyrr?
t'ví skyldi hann fara út í óviss-
uua. Það var betra að vera hér
en vita ekkert um framtíðina. ..
Eða átti hann að fara? Ef hann
■ ðeins hefði einhvern til að segja
aór, hvað hann átti að gera. Ein-
hvern sem sagði: „Gerðu þetta,
/erðu hitt.“
Hann þekkti varla stíginn heim
að húsinu sínu. Hann var þak-
ian gróðri og yfir hann lágu brotn
ar greinar. Hann gekk hægt og
velti því fyrir sér um leið hvort
húsið hefði eyðilagst í óveðrinu.
Það hafði staðið í skjóli vegna
}>ess að vindurinn hafði komið
’ iandan við hæðina. En hann
hafði ekki komið að því síðan
iiann lagði af stað til að leita að
f.ílvíu .. og gluggarnir höfðu
ekki verið lokaðir. Ef vindurinn
liefði staðið beint á opna glugg-
/na gat það eins verið fokið út í
huskann. Honum mundi standa
iiæstum á sama. Hann hafði að-
eins notað það sem afsökun til að
1 omast út og fá sér frískt loft og
til að reyna að taka einhverjar
ákvarðanir.
Loks datt honum gott ráð í
hug. Hann ætlaði að nota sömu
aðferð eins og hann notaði stund-
um þegar hann var barn. Hann
ætlaði að láta fílinn ákveða íyrir
sig. Éf fíllinri stæði á borðinu eins
og hann hafði skilið við hann, þá
ætlaði hann að vera kyrr. Ef
vindurinn hafði snúið honum eða
velt honum níður á gólf, þá færi
hann .... allt var betra en að
vera óákveðinn.
Bjarminn af lampanum féll á
þrepin fyrir neðan svalirnar.
Hann sparkaði þurt ruslinu sem
eafnazt hafði saman fyrir fram-
an dyrnar. Stólarnir á svölunum
höfðu oltið um koll, en þeir voru
þar þó allir. Gluggarnir voru
heilir. Hann opnaði dyrnar og
fór inn. Tjöldin voru dregin fyrir
gluggana . . þau höfðu ekki verið
•dregin frá síðan frú Pawley dró
þau fyrir. Blöð lágu á víð og
"dreif um gólfig en annars var allt
óbreytt. Hann gekk að borðinu.
Fíllinn stóð nákvæmlega eins og
hann hafði skilið við hann.
„Jæja, ég verð þá kyrr“, hugs-
aði hann.
Hann tók flösku út úr skápn-
um og fékk sér romm í glas.
Svo fór hann að velta því fyrir
sér, hvert harin ætti að fara I
fríið. Hann gæti farið til Montego
Bay og horft á hvernig ríka fólk-
ið keypti sér sólskinið fyrir
„sterlingspund. Hann gæti farið
út á bát með gleri í botninum til
að horfa á kóralrifin. Tekið ýms-
ar ákvarðanir fyrir næsta skóla-
íimabil. Sennilega mundi Silvía
ekki vera hjá þeim. En Rosemary
mundi vera og John. Réttast væri
að hæna John ekki of mikið að
I sér. Slíkt gat verið óhollt. En
! hann varg að vera mildari við
! hann en Silvíu.
Þegar hann hafði lokið við
rommið, fékk hann sér nýjar
birgðir af sígarettum, setti hler-
ana fyrir gluggana og hélt aftur
upp í skólahúsið með ljóskerið.
Ennþá bar ekkert á óveðrinu.
Ljósin voru slökkt á flugvellin-
um, en hann sá ljósin í Kingston
greinilega. Dyrnar á skólahúsinu
stóðu opnar. Hann skellti þeim
á eftir sér, fór inn í bókasafnið
og settist í stólinn við borð sitt.
„Sáuð þér húsið mitt í trénu?“
spurði John.
„Nei, ég sá það ekki.“
„Ég vildi að þér hefðuð athugað
það. Ég er svo hræddur um að
það hafi fokið.“
„Þú sérð það strax í fyrramál-
ið.“
Fimm mínútum síðar heyrðist
aftur í veðrinu. Það var eins og
húsið hristist þegar fyrsta vind-
hviðan skall á hliðinni. Það var
engu líkara en þau væru á skipi
sem lægi stjórnlaust í ólgusjó.
„Nú get ég farið að sofa“, sagði
John. „Ég var bara að bíða eftir
því að það byrjaði aftur.“
Douglas kveikti sér í sígarettu.
Flest börnin voru orðin uppgefin
af taugaæsing og voru farin að
reyna að sofa. En Rosemary lá
með opin augun náföl í framan.
Duffield dottaði í stólnum og
Morgan svaf fram á hendur sér
á borðinu fyrir framan Douglas.
Pawley hallaði sér upp að bók-
unum með lokuð augun, og frú
Pawley gaut augunum til hans
við og við og brosti lítið eitt.
Hann hafði ekki sagt henni enn
að hann mundi vera kyrr. Hann
ætlaði ekki að gera það fyrr en
næsta dag.
Hann kveikti sér í annarri
sígarettu með stubbnum af hinni
og hugsaði um Silvíu. Hvað
mundi verða af henni? Hún
mundi komast að raun um það að
hún mundi ekki eignast barn,
eins og John hafði komizt að
raun um að hann var ekki með
holdsveiki .. en það var aðeins
önnur hlið málsins. Að öðru leyti
var hún þar komin sem hann
hafði sett hana. Allt það góða á
milli þeirra var glatað og hann
hafði fyrirgert rétti sinum til að
hjálpa henni frekar. Hann var j
henni ekki til meira gagns núna
en faðir hennar. Því það var ekki
hægt að fletta við og byrja á ný, :
þegar um börn var að ræða:
„Hvað er að Silvíu“, spurði
John.
„Ég hélt að þú værir sofandi,
John.“
„Ég var næstum sofnaður. Er
hún mikið veik?“
„Hún er það.“
„Ég vona a<5 henni batni. Mér
var illa við hana fyrst, en svo
er hún bara ágæt. Ég lofaði henni !
að koma upp í húsið mitt í trénu,
hvenær sem hún vildi. Er hún
svo veik að hún geti dáið?“
„Nei“, sagði Douglas. „Hún
deyr ekki.“
„Hún var svo hrædd þegar frú
Morgan fór með hana þarna inn.“
„Hún hefur verið hrædd við
veðrið.“
„Ég skil ekki, hvers vegna hún
hefði átt að vera hrædd við það.
Hún er hugrökk af stelpu að vera.
Hún var duglegri en nokkur
hinna að klifra upp í húsið mitt.“
Hann leit á öskubakkann hjá
Douglas. „Þér eruð svei mér bú-
inn að reykja margar sígarettur.“
„Eitthvað verð ég að gera.“
Hann var næstum búinn með
aðra sígarettuna, þegar hann fór
allt í einu að hugsa um það að
dyrnar á 'skólahúsinu höfðu stað-
ið opnar þegar hann kom aftur.
„John“, sagði hann. „Fór nokk-
ur héðan út meðan hléið vár á
veðrinu?“
„Einhver fór fram á salernið.“
„Enginn annar?“
„Jú, frú Pawley.“
Hann vissi að frú Pawley hefði
ekki skilið dyrnar eftir opnar ..
hann hafði heyrt þær skellast á
eftir henni, þegar hann var á leið
inni niður brekkuna. Hann stóð
á fætur.
; Af sérstökum ástæðum er KZ 3 flugvél til sölu strax.
j Tilboð merkt KZ 3, sendist Mbl. fyrir n.k. laugardag.
■ Uppl. í §íma 6801 í kvöld og annað kvöld milli 6 og 7.
í Lokað vepa sumarleyfa
■
\ til 3. ágúst
m
m
j Nærfataeína- og
j prjónlesverksmiðjan h.í
■
m
: Sokkaverksmiðjan h.f.
■
■
: Bræðraborgarstíg 7
■
— Morgunblaðið með morgunkaffina —
NÝSENDING
Skozkar peysur
mikið úrvafl
GULLFOSS
Aðalstræti.
TIL BILDUDALS
í tilefni af 100 ára afmæli P. J. Thorsteinssonar útgerð-
armanns frá Bíldudal svo og afhjúpun minnismerkis um
þá sem fórust með Gyðu, fer m. s. Esja til Bíldudals að
kvöldi þess 23. þ. m. og verður á Bíldudal í tvo daga.
Kemur til Reykjavíkur aftur að morgni þess 26. þ. m.
Þeir, sem hafa hugsað sér að taka þátt í þessu ferða-
lagi, ættu að tryggja sér far strax, þar sem líkur eru
fyrir að fleiri vilji fara en komast með skipinu.
Farið fram og til baka með I. farrýmisfæði kostar á I.
farrými 2ja manna klefar kr. 575.00, 4ra manna klefar
kr. 490.00 á öðru farrými 2ja manna klefar kr. 490.00 og
4ra manna klefar kr. 375.00
Sama fæði verður fyrir bæði plássin.
Einnig verða seldir farmiðar á III. farrými og kostar
það fram og til baka með I. farrýmisfæði kr. 250.00.
Panta má farmiða í síma 5805 frá kl. 10 til 12 og frá
kl. 2 til 5 næstu daga.
Þeir, sem ekki hafa sótt pantaða farmiða fyrir n. k.
laugardag eiga á hættu að farmiðarnir verði seldir öðrum.
10 BLÁ GILLETTE BLÖÐ í
Gillette
málmhylki
Bláu rakhlöðin
með heimsins
beittustu egg *
Bláu Gillette blöðin gefa yður bezta rakst-
urinn og eru þar að auki ódýrustu blöðia
miðað við gæði og endingu. Úr málmhylkj-
unum eru blöðin sett beint í rakvélina á
þægilegan hátt. Sérstakt hólf fyrir notuð
blöð. Kaupið því Gillette blöð í málm-
hylki strax í dag.
Gillette blöðin eru algjörtega •líuvarin.
10 blaða málmhylki kr. 13,25.
Bláu Gillette Blöðin
¥1*