Morgunblaðið - 24.07.1954, Page 10
10
MORGUTSBLAÐ1Ð
Laugardagur 24. júlí 1954
Arndís Þorsteinsdóttir:
Við þurfum ú útréttri hönd krist-
innur kirkju uð huldu
ÞAÐ er gott og sanngjarnt, að
stjórnmálablöðin vilji gefa
kost á að ræða málefni kirkjunn-
mál, standa svo hliðstæð í þjóð-
lífinu og eiga að gera það; og
þurfa þess með, að um þau sé
hugsað og rætt með alúð og
virðingu. Margt er nú líka ritað
1 og rætt um þessi aðalmál á dag-
skrá þjóðarinnar, og kennir þar
ýmsra grasa. Og sumt allfurðu-
legt, svo sem ýmislegt er snertir
skilning á kristindóminum. Og
,penni ég ekki að leggja orð í
.þann belg.
Hins er að geta, að margar
>igóðar og vekjandi hugleiðingar
?, um andleg mál, koma oft í blöð-
.,unum. Og er það vel. Ef vera
• :imætti að unnt væri að vekja
';safnaðarvitundina og tilgang
; -kirkjunnar, og minna sjálfa mig
og aðra er söfnuði kirkjunnar til-
vheyrum, að rifja upp nokkrar
'aðalskyldur vorar og afstöðu til
• ' kirkju- og safnaðarmála yfirleitt.
■A 'ii'
‘ KIRKJAN EP. LIFANDI
* SAMFÉLAG ALLRA
;; Kirkjan er ekki bara stéttarfé-
lag presta. Þó að þeirra sé for-
• ystan, heldur lifandi, starfandi
samfélag allra þeirra, er kirkj-
,'iunni tilheyra, með ábyrgð og
>/skyldum. Án þeirrar samvinnu
• rog samþjónustu getur ekki verið
• ■neitt verulegt safnaðarlíf að
' rræða.
Þó að mest sé undir forystu-
1 mönnum kirkjunnar komið fer
■ illa á því að fjölmennasti hópur-
*’inn skerist úr leik með því að
"’láta sig málefni kirkjunnar litlu
''skipta
’ Þó að ríkinu beri skylda til
þess að vernda hag kirkjunnar
_ rog sjá henni fyrir starfsskilyrð-
um. Leysir það söfnuðina engan
' veginn frá skyldum sínum Við
,,}cirkjuna.
Það er eðlilegast að allt við-
^hald og fegrun kirkjunnar, utan
,-pg innan, svo og umhverfi, hvíli
rrá söfnuðinum.
*■ Kirkjan er til orðin vor vegna.
»Og allir sannir vinir hennar þrá
tog óska að sjá sem ríkastan ávöxt
*iaf starfi hennar.
Það er mikill skortur á lif-
rænni menningu meðal fólks, að
i sinna ekki málefni kirkjunnar
! betur en raun ber - vitni. Allt
I áhugaleysi og tómlæti gagnvart
kirkjunni er versti óvinur krist-
indómsins. Og kemur harðast
■niður á þeim, sem kirkjunni er
vsérstaklega trúað fyrir, æskunni.
tSem nú er í hættu stödd vegna
•‘óhollra utanaðkomandi áhrifa.
t.
^ÁBYRGÐ
‘hvílir Á ÖLLUM
Vandamál æskunnar er vanda-
;inál vor allra. Ábyrgð hvílir á
Bllum. Börnin verða að geta lært
áf oss hinum eldri að kristindóm-
’urinn er oss hjartfólgið alvöru-
mál.
Alvara og ábyrgð hvílir yfir
rframtíðinni, en það er ekki sama
TOg sorg eða vonleysi. Alvöruleysi
og deyfð hæfir ekki kirkju Krists.
,Þar sem alvaran er, þar er kraft-
urinn og starfið.
Það er beinlínis ógnun við sjálf
stæði þjóðarinnar ef kirkjan
'inissir hina uppvaxandi kynslóð
írá áhrifavaldi kristindómsins.
'pn svo getur farið, ef vér van-
rækjum sjálfsögðustu skyldur
vorar.
Um það hefur oft verið kvart-
að, að kirkjan sinnti ekki nógu
mikið líknarstörfum. Enda er það
eitt af aðalskilyrðum kristinnar
trúar, að trú og verk fari saman.
Þó að aðalstarf kirkjunnar verði-
ávallt að gera menn andlega heil-‘
brigða, sem er öruggasta leíð til
•sjálfsbjargar og lausnar á fátækra
vandamálinu.
ÞÁ hinuín fyrstu tímum kristn-
ínnar Var engin séreign innan;
safnaðarins, heldur allt sameigin-
legt. En snemma voru líknar-
störfin og fátækrahjálpin skilin
frá aðal guðsþjónustunni Og
fengin í hendur sérstakri nefnd
innan safnaðarins. Svo postularn-
ir gætu gefið sig óskiptir að
guðsþjónustunni. Og sýnir það
vel, hve viturlega þeir hafa skipu
lagt safnaðarstarf frumkristninn-
ar.
Það starf eiga söfnuðirnir að
annast nú í samráði við prest-
ana. __
KRISTINDÓMURINN
SÉ í HEIÐRI HAFÐUR
Á HEIMILUNUM
Það hefur orðið mikil breyting
á heimilis- og trúarlífi voru á
síðari tímum. Einkanlega síðan
fólkið fór að flytja úr sveitunum
til kaupstaðanna. Við það kom
los og rótleysi á hugina, ýmsir
hollir og góðir heimilissiðir hafa
týnst. Heimilisguðræknin hefur
að miklu leyti og sumsstaðar
alveg verið lögð niður. Og krist-
infræðsla barna fengin skólunum
í hendur.
Síðar hefur kirkjan klofnað frá
heimilunum.
Meðan kristindómurinn var í
heiðri hafður á heimilum, bjó
æskan við meira öryggi en nú.
Það er víst týnt úr málinu,
gamla orðið: „Heimilisfesta“. En
það átti við meðan kristin trú
var fastur liður í daglegu lífi.
Og fólkið, ungir og gamlir, áttu
sameiginlegt öryggi innan heim-
ilisins.
Það samlíf og samhyggja, sömu
áhyggjur og áhugamál, tengdu
fólkið nokkurskonar fjölskyldu
böndum.
Þannig voru það lengi fram
eftir tímum heimilin, er voru
aðaltengiliðurinn milli hins innra
og ytra lífs þjóðarinnar.
Á heimilunum var lifað og
starfað. Þar voru guðsþjónustur
haldnar daglega að vetrinum og
sumsstaðar allt árið. Þar var
fyrstu frækornum trúar og sið-
gæðis sáð í barnshjartað. Þar var
barnaskólinn, þar lærðu börnin
að lesa og draga til stafs. Og þar
var gróðrarreitur æskunnar, í
leikjum og starfi.
Þegar þessi verndarmúr heim-
ilanna var brotinn niður, afkristn
aðist þjóðin svo, að hún hefur
ekki beðið þess bætur.
Alþýða var ekki eins menntuð
þá og nú. En kristin trú var
öfgalaus og sjálfsögð í meðvitund
fólksins. Og skapaði hið trausta
almenningsálit sem nú vantar.
Þegar vér lítum aftur í tíma
hinnar fyrstu kristni hér á landi,
horfum vér undrandi og spyrj-
andi: Hver var sú lífstaug og
menning er þróast gat og haldið
velli, gegnum aldirnar, og þrosk-
að og mannað þjóðina á hverju
sem gekk?
KRISTIN KIRKJA
HEFUR VERIÐ
LEIÐARLJÓS ÞJÓÐARINNAR
Sterkasti þátturinn í þjóðlífi
voru er frá kristni og kirkju
runninn, beinlínis og óbeinlínis.
Með kristnitökunni rann upp
frelsisöld yfir ísland. Þar var
lagður hornsteinn að öllu því
bezta, í erfð og ávöxtun. Enda
vitrir menn og framsýnir þar að
verki, er sáu og skildu að vopna-
frægð fornaldarinnar, sem kölluð
er guliöld, var óðum að fölna. Og
ekki þýddi að sletta þar ,,nýrri
bót á gamalt fat“.
Lýðveldinu unga var hætta bú-
in, nema stjórnarskráin væri
endurnýjuð. Og það var gert, ó
giftusamri stund.
Síðan hefur kristin kirkja stað-
ið með þjóðinni og verið leiðar-
um
Mörtu Jónsdóttur
ljósið og eldstólpinn, sem markað
hefur leiðina og gjört ávallt rat-
ljóst og meira en það. Þaðan lagði
bjarmann út í nístandi kuldann
og myrkrið, mót hvers konar
kúgun, niðurlægingu og örbyrgð.
Frá þeirri lífsuppsprettu
streymdi þrek og baráttukjarkur
gegnum þjóðlífsins æðar allar,
þegar mest hefur reynt á
Með þetta í huga, er það skilj- ,
anlegt, hvað það var, sem hélt
uppi andlegum viðnámsþrótti og i
hvatti til dáða.
Það var þessi innri eldur, er
ávallt hefur logað á arni ís-
lenzkra heimila og aldrei slokkn-
að.
Meðan prestarnir lifðu og störf-
uðu meðal fólksins í strjálbýlinu,
færðu þeir hressandi lífsloft með
sér inn á heimilin.
Stunduríi fóru prestar fótgang-
andi, jafnvel yfir fjallvegi, um
hávetur, með hempuna á baki
fylgarmannsins til þess að flytja
fólkinu huggunar og uppörvun-
arorð.
Loginn frá kirkjunni brann á
kertinu í litlu stofunni, meðan
presturinn hafði guðræknisstund
með heimilisfólkinu, við hús-
vitjun.
Þá var kirkjan sannkölluð þjóð
kirkja, og prestarnir þjóðkirkju-
prestar.
VERIÐ SANNKRISTIN ÞJÓÐ
Það er talað um, að land vort
sé lítið og þjóðin fámenn. Og
hafi því lítið að segja og litlu
hlutverki að gegna, meðai hinna
stóru þjóða heimins.
En smáþjóð getur látið rnikið
gott af sér leið með því einu að
gefa gott fordæmi. Hún getur
ávallt fylgt góðu heillavænlegu
málefni fram til sigurs, með festu
og djörfung, án allra stóryrða.
Hún getur verið klettur í haf-
róti veraldarinnar og látið öld-
urnar brotna á sér, án þess að
brotna sjálf.
Hún getur það sem öllu máli
skiptir, verið sannkristin þjóð, og
þar með lagt mikinn skerf til
friðarmálanna, og á þeim eina
grundvelli varðveitt sjálfstæði
sitt og þjóðarheiður.
Því hefur verið kastað fram, af
ábyrgðarleysi, að vegna þess að
landið er hrjóstrugt og þjóðin fá-
menn sé réttast að færa byggðina
saman og flytja fólkið sem mest
til kaupstaðanna.
Þetta er hin mesta fjarstæða.
Hver einasti blettur landsins,
milli hafs og heiða, á að vera
byggður og búsetinn, embættis-
mennirnir dreifðir um landið
ásamt bændaskörungunum, eins
og áður var.
Fjölga kirkju, þar sem þær
hafa verið lagðar niður eða flutt-
ar burtu, svo að kirkjusöngur og
klukknabljómur berist hvern
helgan dag um allt ísland, frá
hreinum, hlýjum og vistlegum :
kirkjum.
En nú er landið að dragast
saman og minnka, með því að
þjappa saman kirkju og mennta-
setrum, hverfur fólkið úr sveit-
unum. Bændur yfirgefa fagrar
og kostamiklar ábýlisjarðir.
Óðaistryggðin grætur í geislum
kvöldsólarinnar á gluggarúðum
yfirgefinna ættaróðala og tómum ■
kirkjum , eða aðeins rústum.
Á þeirri braut má alls ekki
halda áfram.
Vér. lifum nú á gæfuríkum
tíma. Allar dýrmætu framfarirn- I
ar er komið hafa yfir landið á
stuttum tíma, stórstígar og hrað-j
fara eins og gróðrarregn á ,vor-:
degi, eru meiri en orð fái.þakkað.; J
í sveitum landsins biða ótak-
Framh. á bls. 12
í DAG verður Marta Jónsdóttir
jarðsungin í Reykjavík. Þó að
það falli í minn hlut að minnast
hennar í kirkjunni, langar mig
til þess að biðja blaðið fyrir
nokkrar línur, til minningar um
hana, — eða öllu heldur til að
frambera þakkir frá mér og mín-
um fyrir margra ára vináttu.
Minning þessarrar mætu og góðu
konu varðveitist betur í hugum
niðja hennar og ástvina, en í þess-
um fóu og fátæklegu línum.
í þessum mánuði eru 26 ár
síðan við hjónin heimsót'tum þau
Ara Stefánsson og Mörtu Jóns-
dóttur, er þá bjuggu í Laufási við
Stöðvarfjörð. Þetta var hvor-
tveggja í senn, brúðkaupsför okk-
sr hjónanna og ferð heim í
prestakallið, þar sem ég átti að
taka við starfi á æskustöðvum
mínum sern aðstoðarprestur föð-
ur mínSr.Við komum til Stöðvar-
fjarðar, gangandi frá Hafnar-
nesi, og dvöldum þar í nokkra
daga við fögnuð og gleði. Æskan
réði ríkjum á heimilinu, ekki í
andstöðu við hina eldri, heldur í
fögru samræmi við hefð og háttu
foreldranna. Hófstilling og starf-
semi, trú og kærleikur, alvara og
gaman.
Hver var nú þáttur Mörtu
Jónsdóttur í öllu þessu? Þessa
sumardaga kynntist ég henni
fyrst, og hygg ég, að fundum
okkar hafi ekki fyrr borið saman.
En þegar ég nú rifja upp við-
kynninguna við hana, öll þau ár,
sem síðan eru liðin, finn ég, að
mynd hennar hefir aldrei breyzt
minnstu vitund í huga mínum
síðan ég sá hana fyrst. Hún var
þá orðin þroskuð kona, húsmóðir
um margra ára skeið á barn-
mörgu heimili, hafði reynt bæði
sælu og sorg, — hafði öðlast þá
stillingu og mótun hugsunarinn-
ar, sem aðeins fæst við djúpa
íhygli raunhæfrar sálar, sem
kann að aðgreina kjarna frá
hismi. Marta var í rauninni til-
finningarík, en hún hafði tamið
sér það vald yfir sjálfri sér, orð-
um sínum og framkomu, að
aldrei hrökk henni misjafnt orð
af vörum, hvorki við nokkurn
mann né um. Móðurlegan mynd-
ugleik átti hún, samfara frábærri
prúðmennsku í fasi og framkomu.
Sú prúðmennska var ekki utan-
aðlærð, heldur innan að, því að
vinsemd hennar og látleysi gerði
framkomu hennar við mennina
fagra og hlýja, án þess að hún
veitti því athygli sjálf. Yfirbragð
hennar var hýrt og glatt. Marta
Jónsdóttir var ekki eitt í dag
og annað á morgun. Einn af henn-
ar fegurstu eðliskostum var
tryggðin. Vináttan var fölskva-
laus, og skapgerðin of traust til
þess, að sviftivindar hins daglega
lífs gætu nokkuru breytt. Minn-
ing Mörtu Jónsdóttur vekur hjá
mér hugsun um hljóðlátan og
yfirlætislausan mátt hinnar kyrr-
Íátu piildj,. i
Mavt.a Jópsdóttir hét réttu
nafni, Martína, og var það nafn
dregi.ðl'af nafni Marteins móður-
föður her.par. En frá upphafi
vega yar hún aldrei annáá nefnd
en Marta, og munu flestir hafa
álitið, að hún héti svo. Hún var
fædd á Gestsstöðum í Fáskrúðs-
firði 16. febr. 1876. Foreldrar
hennar voru Jón bóndi Sigurðs-
son og seinni kona hans Oddný
Marteinsdóttir. Ólst hún upp hjá
þeim til tvitugsaldurs, ásamt
stórum systkinahóp. Hin eina,
sem enn er á lífi, af 13 systkinum,
er Sigurbjörg Jónsdóttir, gift
kona á Síöðvarfirði. — Skömmu
eftir tvítugt réðst Marta til þeirra
hjónanna Karls kaupmanns Guð-
mundssonar og frú Petru á
Stöðvarfirði, og var hjá þeim
barnfóstra. Þessi vistráðning varS
örlagarík fyrir Mörtu. Sama árið
réðst þangað vinnumaður, lítið
eitt yngri en hún, Ari Stefánsson
frá Þverhamri í Breiðdal. Hugir
þeirra hneigðust saman, og hinn
3. nóv. 1900 voru þau gefin saman
í Stöðvarkirkju. Hófst þar eitt
hið farsælasta hjónaband, sem ég
hefi haft sagnir af. Meira en
hálfrar aldar sambúð sannaði
betur og betur með hverjum degi,
hve traustur kærleikur tengdi
þau saman í upphafi. Þau bjuggu
fyrst í 1 ár á Bæjarstöðum í
Stöðvarfirði, síðan réðust þau um
3 ára bil til sinna gömlu hús-
bænda, Karls og Petru, sem þau
voru í ævilöngu vinfengi við. —
Síðan bjuggu þau 9 ár á Einars-
stöðum, og loks 14 ár í Laufási í
Stöðvarfirði, en þar byggðu þau
upp frá grunni. Hafa þau hjón
jafnan verið kennd við Laufás,
einnig eftir að þau fluttust hing-
að til Reykjavíkur, en það var
árið 1928. Orsökin til þess, að
þau f-luttu suður, var aðallega sú,
að Ari átti um tíma við að stríða
veikindi í hægri handlegg, og
varð að hætta sjómennskunni og
annarri erfiðisvinnu, sem búskap
hans austurfrá var samfara.
Börn þeirra Ara og Mörtu urðu
7 að tölu, og eiga 5 dætur þeirra
heima í Reykjavik, en ein dóttir
féll frá um tvítugsaldur, og eina
soninn misstu þau hjónin á fyrsta
aldursári. Hefir það ekki verið
lítils Virði fyrir hinn stóra ást-
vinahóp Mörtu að fá að njóta
samvista við hana, og sjálf fylgd-
ist hún af innilegum áhuga með
liðan þeirra allra.
Heimili þeirra Ara og Mörtu í
Laufási var víðfrægt fyrir gest-
risni og hjálpsemi við ferðafólk.
Hinn sami svipur hélt áfram að
vera yfir heimilinu hér í Reykja-
vík. Það voru ekki sízt gamlir
Austfirðingar, sem þangað lögðu
leiðir sínar, enda hygg ég, að
ekki sé of mælt, að Marta hafi
alla sína ævi hugsað um Stöðv-
arfjörð sem heimili sitt og heima-
byggð, enda þótt heimilið væri
henni kært, hvar sem það var
staðsett.
Ég vil enda þessar línur með
því að endurtaka þökk mína til
Mörtu Jónsdóttur, fyrir hennar
tryggu vináttu við okkur hjónin.
Eg tel hvern mann vera að auð-
ugri, sem henni hefir kynnst. Og
þar sem maður hennar hefir um
margra ára skeið verið meðhjálp-
ari Hallgrímskirkju, og heimili
hennar því verið sérstaklega
tengt kirkjunni, flyt ég henni
einnig þakkir af saínaðarins
hálfu fyrir þann þátt, sem hún
hefir átt í starfinu.
Jakob Jónsson.
■k 'k 'k
k
k
k
k
k
k
k
k
k'trkr
M
M
kkkkkkkkkk
k
k
ORGUNBLAÐIÐ ★
★
MEÐ ★
★
ORGUNKAFFINU ★
★
★ ★★★★★★★★■ílf