Morgunblaðið - 24.07.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1954, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 24. júlí 1954 "j Kristin kirkja Framh. af bls. 10 markaðar framfarir. Það væri því heimskulegt ef sú kynslóð, sem nú á að taka við af hinni eldri, gegndi ekki þakksamlega kalli fósturjarðarinnar og snéri vig á flóttanum, jafnvel þó stundum þurfi að beita í vindinn. En því minnist ég á fólksflótt- ann úr sveitunum, í þessum þætti um kirkjuna, að mér er vel ljóst hver afdrif það hefur, ef kirkja Og kristni missir þau áhrif og myndugleika, er henni ber að vaka yfir. Landið sjálft stendur í órofa sambandi við andlegt líf og skap- gerð þjóðarinnar. ÆÐSTU MANNRÉTTINDI AD FÁ AÐ TILHEYRA KRISTINNI KIRKJU Það hefur frá öndverðu alið upp hreint skap og sterkan vilja, og þess þarfnast hin uppvaxandi kynslóð nú. Island býr enn sem fyrr yfir því andans frjómagni er hvergi grær eins og í friðsælum faðmi fósturjarðarinnar og vernd kirkj- unnar, er ávallt hefur staðið þar föstum rótum til ómetanlegrar blessunar fyrir land og lýð. Fósturjörðin verður að fá sjálf að ala upp börnin sín svo að uppeldisáhrifin verði holl og varanleg. Stórbrotin og tignarleg fegurð landsins og mikilleiki hafsins byrjar snemma að tala til hins vakandi, spyrjandi unglings. Og atvinnuíþróttin ögrandi og lokkandi, ásamt áhættum og ábatavon, sem ávallt eru sam- fara atvinnulífinu til lands og sjávar eru göfgandi og blessunar- ij.ik uppeldisatriði. ! Það eru hin æðstu mannrétt- ipdi að fá að tilheyra kristinni kirkju, og hafa hlotið aðalsmerki krossins á enni og brjóst í heilagri skírn. En öllum réttindum fylgja gkyldur og það er líka vegsauki áð fá að vera þátttakandi í þeim. Þegar Jesús' yfirgaf jarðlífið setti hann postulana ásamt allri kristninni á vörð, ef svo mætti áegja, og fól þeim framhalds- Starfið. „Farið og kristnið allar þjóðir“. Og þessu hlutverki hef- úr kirkjan ávallt að gegna. I»URFUM Á ÚTRÉTTRI HÖND KRISTINNVR KIRKJU AÐ HALDA , Herra kirkjunnar er strangur. Hann viðurkenni* ekki neitt hiut- j|eysi þegar málefni kirkjunnar á í hlut. Hann sagði: „Hver sem ekki saman safnar með mér, hann sundurdreifir". Hann heimtar játendur sína heila og óskipta, til fylgis við kirkju sína, eins og kærleikur hans til mannanna er takmarkalaus, svo er og kristin- dómurinn afdráttarlaus. * Það er yndisleg árstíð nú, bros- ándi vorið. En himininn blár og þjartur grætur yfir sorg og synd manna, yfir vígvöllum, sem atað- ir eru í blóði og tárum. Ekki getur kristnum mönnum dulizt að tímamót eru framundan. Að vakning fer um lönd og lýði, FaJlegar hendur geta ailu haft. þón urmm séu dagleg hússtörf og þvoctai Haidið höndumim hvti- um og m|úkum með þvl að aota daglega^, sem kristinni kirkju um heim allan er skylt að gefa gaum að. Þær þjóðir sem eru að vakna upp af frumstæðismóki aldarað- anna og fara að kenna ilms af öðru betra lífi, þurfa á útréttri hönd frá kristinni kirkju að halda. Það er eins og þegar sólin er að senda fyrstu geislana með morgunblænum. Innst inni í sálarlífinu blundar þráin eftir hjálpræði frá hinum „óþekkta Guði“. Aldrei hefur kristniboð verið eins aðkallandi nauðsyn eins og nú á tímum. Ef unnt væri að vekja hinar fjölmennu þjóðir í suður- og austurlöndum, til þekkingar á frelsisboðskap kristindómsins, mundi það meira en nokkuð ann- að, flýta þeirri sárþráðu stund að heimsfriður yrði tryggður. Nú er tími fyrir kirkjuna og kristnar lýðræoisþjóðir, að rétta fram bróðurhönd til hjálpar og samvinnu við þær þjóðir, sem á hjálp þurfa nú að halda og skemmra eru komnar á braut framþróunar og menningar, svo að allt stríð geti fallið niður sjálf krafa. „Allir eiga þeir að vera eitt“, segir Drottinn. Það er tak- markið. Arndís Þorsteinsdóttir. HÆTT VKÐ SMKÐK Á FRÖNSKI) STÓRSKIPI París 15. júlí. Einkasbeyti frá Reuter. FRANSKA samgöngumálaráðuneytið tilkynnti í dag að teikningar að nýju risahafskipi hefðu verið lagðar á hilluna. Ástæðan er að flugvélarnar hafa orðið svo skæður keppinautar farþegasiglinga yfir Atlantshafið að slík skipaútgerð þykir ekki vænleg í framtíð- inni. - Afmæli Framh. af bls. 5 lífsbaráttan ekki eins óvæg og áður var. Nú geta allir gengið í hjóna- band þótt þeir skuldi bæði ríki og hreppsfélagi og barnmörgu fólki er rétt hjálparhönd ef í harð bakka slær og þykir engin minnkun. Eg óska Margréti hjartanlega til hamingju með níræðisafmælið og þakka hénni góða viðkynn- ingu. S. F. BEZT ÁÐ AVGLfSA I MORGVTSBLAÐINV Þetta risahafskip Frakka átti að verða 60 þúsund smálestir og skyjdi kosta 1200 milljón krónur. Ætluðu Frakkar að taka upp sam keppni við brezku og bandarísku skipafélögin, sem nú eru alls- ráðandi á meginsiglingaleiðinni yfir Atlantshaf. Talið var að taka myndi fimm ár að smíða skipið. Undanfarið hafa æ fleiri tekið upp þann hátt að ferðast flug- leiðis hina löngu leið yfir úthaf- ið. Þegar það kom í ljós að far- þegaflutningar með skipum hafa enn minnkað á þessu ári en flug- vélaflutningar aukizt, þá hugsaði franska samgöngumálaráðuneytið sig betUr um og varð niðurstaðan sú, að það er ekki talið borga sig að smíða fleiri risa-hafskip. Hinsvegar eru Frakkar enn að hugsa um að smíða meðalstórt hafskip, þar sem ekkert óhóf verður ríkjandi. Miða þeir þá aðallega við þag að fargjöld með skipum geta verið lægri heldur en loftleiðis. Má þá vænta þess að fjöldi efnaminna fólks myndi nota tækifærið til að kynna sér heiminn. Minningaspjöld Krabbameinsfél. íslands fást í öllum lyfjabúðum í Rvxk og Hafnarfirði, Blóðbankanum við Barónsstíg og Remidía. Enn fremur í öllum póstafgreiðslum út á landi. DAN/ c> í Samkomuhúsi Njarðvíkur í kvöld klukkan 9 Hljómsveit GUNNARS ORMSLEV Hinar vingaelu söngkonur ÖSKUBUSKUR skemnfa FaSii Golfkeppnin í GÆR fór fram upphafskeppni í golf-landskeppninni sem háð er í Golfskálanum í Reykjavík þessa dagana. Voru leiknar 18 holur. Efstu menn í fyrstu umferð í gær voru 1. Albert Guðmundsson GR. 77 högg, 2.—3. Þorvaldur Ásgeirs son og Ólafur Á. Ólafsson báðir GR. 78 högg, 4.-6. Hafliði Guð- mundsson GA, Edvald Berndsen GR og Jóhann Vilmundarson GV, 79 högg. Keppendur voru 28, 18 frá GR, 5 frá GA og 5 frá GV. í dag verða leiknar 18 holur og mun árang- urinn verða birtur í sunnudags- blaðinu. Albert Guðmupdsson, sá sem um ræðir í þessari frétt, er hinn þjóðkunni knattspyrnumaður sem kom til landsins fyrir skömmu sunnan frá Miðjarðar- hafsströnd, þar sem hann hefur verið búsettur í Nizza og keppt með knattspyrnufélagi borgar- innar sem vann frönsku bikar- keppnina í vor. Hyggst Albert nú setjast hér að og leggja knatt- spyrnuna á hilluna, fá sér at- vinnu hér og flytjast búferlum hingað. Framb. af bls. 6 hans, Genévieve og Philippe son- ur hans, 11 ára, bíða eftir honum. Afi hans, René Fath var allþekkt- ur landslagsmálari og Jacques hefur erft málarahæfileika afans. Um helgar gefur hann sig allan að því að mála og vinna í garð- inum sínum. S.l. ár annaðist hann sjálfur algerlega jarðarberja- og kirsuberjauppskeruna. Úr jarð- arberjunum gerði hann — já, hann sjálfur — sultu og úr kirsu- berjunum, hið gómsæta kirsu- berjavín, sem franskar ömmur tala um með hrifningu og klökkva í röddinni. Ef Jacques Fath hefði ekki gerzt tízkuteiknari, er ekki ólík- legt, að hann hefði lagt fyrir sig matreiðslu. Eflaust hefði hann reynzt fyrirtaks kokkur! Sérstak- lega eru það tveir réttir, sem honum þykir takast meistaralega við: fiskisúpa og steiktir kjúk- lingar! Sennilega eru þó allar konur í heiminum sammála um, að Jac- ques Fath, í hinni núverandi stöðu sinni, er réttur maður á réttum stað. fcAAAdCAAil Víkingur í keppnis- för lil Danmerkur MEÐ GULLFAXA í dag fara til Kaupmannahafnar meistarafl Víkings, í boði Kaupmannahafn- arfélagsins B-1903, sem Víkingur bauð hingað á síðastl. sumri. I Banmörku keppa Víkingar alls fimm leiki, þar af tvo í Kaup- mannahöfn. í liði Víkings verða þrír menn úr öðrum Reykjavík- urfélögum og fjórði frá Akur- eyrí. — Lið Víkings verður skip- að þessum mönnum: Ólafur Ei- ríksson, Gunnar Aðalsteinsson, Axel Eyjólfsson, Sveinbjörn Kristjánsson, Guðmundur Sam- úelsson, Garðar Hinriksson, Helgi Eysteinsson, Jens Sumarliðason, Konráð Adamsson, Reynir Þórð- arson, Bjarni Guðnason, Björn Kristjánsson. Knattspyrnumenn úr hinum félögunum eru: Ragnar Sigtryggsson frá Akureyri, Ósk- ar Sigurbergsson Fram og Gunn- ar Gunnarsson Val. — Farar- stjóri er Gunnar Már Pétursson og með honum í fararstjórn er Ingvar Pálsson, Ólafur Erlends- son og GunnlaugUr Lárusson. Fyrsti leikurinn fer fram á sunnudaginn, 2. á þriðjudaginn, þá verður keppt á fimmtudaginn og aftur á laugardaginn og síð- asta leikinn leika þeir á miðviku- daginn, 4. ágúst. — Þeir koma heim 11. ágúst með Drottning- unni. BrauHkSemmur Framh. af bls. 6 BRAUÐINU PAKKAÐ VEL INN Brauðklemmunum er síðan pakkað vel inn í vaxpappír, geymdar ofurlitla stund á köldum stað. Þá eru sneiðarnar skornar út eftir vild, með glasi, eða tií þess gerðum formum, eða hafðar eins og venjulegar brauðsneiðar. Betra er að skera skorpurnar af, þegar sneiðarnar eru skornar langsum af brauðinu. EF BRAUÐIÐ Á AÐ GEYMAST Ef brauðið á að geymast, er bezt að leggja það á fat og hylja það síðan með rakri þurrku, þannig getur brauðið geymzt lengi. i GLEYMIÐ EKKI S UMAR-SKRA UTINU Á milli brauðklemmanna má láta til skrauts, t. d. niðurskorinn graslauk, eða pétursselju. Brauðfatið verður skrautlegt og sumarlegt ef brauðklemmurn- ar eru látnar á salatblöð og fatið síðan skreytt með snúnum tómat- sneiðum. Það er ekki nauðsynlegt að smyrja brauðklemmur með dýru áleggi, það er bezt að það sé sem ódýrast og einfaldast, og ef þér eigið ofurlitla matjurtagarðsholu að húsabaki, fáið þér skrautið (nema tómatana) frítt og hafið meira að segja ánægjuna af því að hafa sjálfar ræktað það. Listasafn ríkisins er opið þriðjudaga, fimmtu- daga og laugardaga frá kl. 1—3 e. h. og sunnudaga frá kl. 1—4 síðdegis. Safn Einars Jónssonar er opið sumarmánuðina daglega frá kl. 13,30 til 15,30. MARKtS Eftir FA r>nAA HOLY AWÖŒWE2....THAT ESKIMO'S PALLEM ISI. AMD HIS DOGS ARE < .. RUSHING ANDY f , OVERTAKING THE MURDEROUS DOGTEAM, MARK OUICKLY MANAGES TO AI4CHOC THE SLEDGE 1) Tommi reynir að halda sér 2) — Ógn og skelfing. Eskimó- arnir hans ætla að rífa Anda á uppi í vökinni, en sleðahundarn- j mn hefur fallið í vökina og hund- j hol. ir ráðast gegn Anda. | I 3) Markús er nú skjótur til og hann tekur við stjórninni á hunda sleðanum og stöðvar hann, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.