Morgunblaðið - 04.08.1954, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. ágúst 1954
14
rr
;í
*£li
NICOLE
Skáldsaga eftir Katherine Gasin
Framh'aldssagan 8
East End! Þetta fólk gortar af
att sinni og forfeðrum, en í því
fclær lítilmótlegt og auðvirðilegt
li.iarta. Karlmennirnir eru ekki
sem verstir. En ég vildi heldur
eiga frú Burnley fyrir trúnaðar-
Vin, en nokkra af þessum ensku
aðalskonum.
„Þegar ég fór frá Englandi,
var ég rúin öllu sjálfstrausti. —
Greifynjan hafði séð fyrir því.
Hún kenndi mér að óttast aðra
•og vantreysta sjálfri mér. Þegar
leiðir okkar skyldu var mér
Ijóst, að ég gæti aldrei umgeng-
ist hefðarfólk framar. Ég óttað-
ist þetta fólk ekki aðeins sem
ei-nstaklinga, heldur stóð roér
einnig beygur af samtakamæt'ci
þess og völdum. Ég gafst hrein-
lega upp í baráttunni við þetta
fólk og flúði til Ameríku, þar
sem áhrifa slíks fólks gætti ekki
eins og í Evrópulöndum. — í
Ameríku ríkir jöfnuður. Þér er
ekki skipað í ákveðna stétt eða
stiga í þjóðfélaginu. Þar hefur
þú öll tækifæri án tillits til þess
hver eða hvaðan þú ert. En
samt sem áður átti ég enga sæld-
ardaga hér í fyrstu. Ég hafði
ekki náð mér eftir aðskilnað
okkar Rogers. Ég var sama um
allt. Fimm mánuðum síðar las
ég í ensku dagblaði, að Roger
hefði gengið að eiga unga hefð-
arstúlku frá London“. Hún leit
á dóttur sína, munnur hennar
herptist saman og síðan færðist
beiskjufullt bros yfir andlit
hennar. „Greifynjan hafði ber-
sýnilega faliið frá því að sonur
hennar væri of ungur til að
ganga í hjónaband. Stúlkan, sem
hann fékk fyrir konu var Cynt-
hia Barrington. Ég hafði séð
hana nokkrum sinnum á heimili
Rogers. Hún hafði alla þá kosti,
sem til þurfti til að verða kona
Rogers. Hún var fögur, aðlað-
andi og bauð af sér góðan þokka,
og það sem ég held að greifynj-
unni hafi þótt mest um vert, hún
var dóttir Rogerts Wittan lávarð-
ar. Já, án efa var hún sú rétta.
Cynthia og Roger hæfðu hvert
öðru.
„Nokkrum vikum síðar giftist
ég Stephen Rainhard. Ekki veit
óg hvers vegna, því hann var
Englendingur og ég bar hatur
til þeirra allra. En við áttum eitt
sameiginlegt — við höfðum bæði
flúði frá Englandi. Bæði vegna
árekstra við enska aðalinn. Ég
fékk aldrei að vita mikið um
fyrri daga hans. Hann talaði
aldrei um sjálfan sig, ef hann
gat komizt hjá því. Einu sinni
sagði hann mér, að faðir hans
hefði gert hann arflausan; hann
sagði að þeir hefðu aldrei verið
á sömu skoðun um nokkurn hlut.
Ég vissi ekkert um hans fjöl-
skyldu, nema það að hún var vel
metin og vel efnuð, og það fékk
ég að vita hjá öðrum en honum.
En hann sagði mér, að til þess
áð komast í skólann í Eton
nemandinn að hafa meira en peh
inga eina saman. Hann vildi
ekki láta spyrja sig, svo að ég
lét hann í friði. Þannig samdist
okkur betur. Mundu það, þegar
þú giftist, Nicole. Það er góð
regla. Þegar þú fæddist varðst
þú augasteinninn hans. Honum
þótti vænt um að þú varst líkari
mér. Vani hans var að segja, þó
hann ætti ekki smápening í vas-
anum, að hann væri auðugasti
maður í heimi fyrst hann ætti
þig og mig. Vesalings Stephen,
hann elskaði mig svo heitt, og ég
veitti því eiginlega ekki eftir-
tekt fyrr en hann var farinn, og
of seint var að endurgjalda það.
, Hann fór til Frakklands með
> bandarísku hermönnunum. Hann
’ var stoltur yfir því að berjast
með þeim, þó að ég vissi að í
hjarta sínu vildi hann heldur
berjast í hópi Englendinga. Þú
varst aðeins tveggja ára þegar
hann fór. Ég sá, að honum þótti
sárt að skilja við þig, en hann
1 sagði ekkert. Það er galli við
Englendinga. Þeir eru svo tilfinn
inganæmir, en gera þó allt til
þess að leyna því. Þegar ég fékk
sent heim smádót það er hann
hafði haft með sér, þá fann ég í
því mynd af þér. — Hún var
krumpuð og bar þess merki, að
hún hafði oft verið tekin fram.
Ég held að pabbi þinn hafi sakn-
að þín mjög.
j „Það áttu allir erfitt uppdrátt-
ar eftir stríðið, og það var engin
undantekning með okkur. Stund-
um furða ég mig á því hvernig
við yfirleitt komust af. Við vor-
um illa staddar, þegar ég komst
í kynni við Lueky Nolan“ Hún
þagnaði um stund og leit á dótt-
! ur sína. Sýnilegt var að það sem
hún hafði nú sagt henni hafði
i haft áhrif á hana. Síðan hélt hún
‘ áfram og var ákveðin í að ganga
hreint til verks, tala ekki utan
af neinu. „Ég hef oft velt því
fyrir mér, hvort ég myndi nokk-
urn tíma þurfa að segja þér frá
þessu öllu. Ég vona að þú skiljir,
af hverju ég rakti þessa sög'u
fyrir þig; ef þú gerir það ekki,
þá erum við báðar jafnnær eftir
sem áður. Nú vil ég fá skýrt
svar frá þér. Ætlar þú að fara í
háskólann, eða ætlar þú að verða
til einskis nýt alla þína æfi? Þú
ert alls ekki þannig gerð, að þú
verðir eins og almúginn, sem
einskis má sín. Þú ert allt of
stórhuga, og allt of mikið snob
til þess. En ef það er það, sem
þú vilt, þá skaltu taka þessu
starfi, sem þér hefur boðizt, og
þá tel ég þætti mínum í lífi þínu
vera lokið. Ég hef gert allt það,
sem ég gat. Ef þú gerir minn
viija, þá ferðu í háskóla í haust,
og Lucky Nolan greiðir kostnað-
inn. Jæja, Nicole, hvað ætlar þú
að gera?“
Nicole fannst sem hún gæti
ekki litið á móður sína. — Hún
hafði verið kölluð snob og það
féll henni illa. Þó vissi hún, að
móður sín hafði rétt fyrir sér.
Hún var snob af verstu tegund,
vegna þess að hún var ekki það
vel efnum búin að hún gæti ver-
ið það. Allt mælti á móti því,
jafnvel skólavistin og fræðslan,
sem hún búsett í Brooklyn, hafði
fengið og ókunnugur maður
hafði kostað. Hún hafði óbeit á
aðstoð þessa manns. Mátti hún
þá setja sig upp á háan hest? Nú
sá hún móðui; sína í nýju ljósi.
Móðir hennar hafði oft verið
grátt leikin; hún átti í raun og
veru æfisögu — æfisögu, sem
var óvenjuleg. Henni fannst það
einkennilegt, að faðir hennar
skuli hafa þekkt samskonar líf
og móðir hennar áður en hún
kom til Ameríku, og samt viljað
snúa baki við fjölskyldu sinni
og ætt. Skyndilega fylltist Nic-
ole reiði til föður síns, sem hún
hafði aldrei þekkt. Móðir henn-
ar hafði sagt að Rainards-fjöl-
skyldan hefði verið vel efnum
búin, og að Stephen hefði verið
stoltur. Hún fylltist beiskju. Ef
pabbi hennar hefði ekki látið
þetta stolt hlaupa með sig í gön-
ur, þá hefði hún nú ekki þurft að
fara í háskóla fyrir peninga ó-
kunnugs manns. En þá minntist
hún þess að hún var líkari föður
sínum en móður; hún hafði verið
að því komin að hafna aðstoð
Lucky Nolans aðeins vegna þess
hve stolt hún var. Það var ekki
slægð né kænska móður henn-
ar, sem einkenndi hana sjálfa
það augnablik, heldur stolt og
réttvísi föður hennar. Og móðir
hennar hafði réttilega bent
henni á, að með þeim eiginleik-
um komst hann e"kki langt í líf-
inu. Á þessu augnabliki ákvað
Nicole að fara í háskólann. Héð-
an í frá ætlaði hún ekkert tæki-
færi að láta sér úr greipum
ganga. Háskólarnir voru hinir
vísustu staðir til að klófesta syni
hinna ríku. Þar ætlaði hún að
ná sér í mann. Hún varð að hafa
peninga. Líf án þeirra var dauft
og litlaust. Tilbreytingaleysi gat
hún ekki þolað.
Grímshóll
ÞAÐ HEFIR lengi verið siður í Rangárvallasýslu, að menn
hafi farið þaðan til sjóróðra eitthvað suður. En einu sinni
bar svo við, að unglingsmaður nokkur, Grímur að nafni,
ætlaði suður í Leiru til sjóróðra.
Grímur var fyrirvinna hjá móður sinni, en faðir hans var
dáinn. Grímur fór nú með öðrum Rangvellingum suður, en
er þeir koma suður undir Vogastapa, bar svo við, sem oft
má verða, að reiðgjörð slitnaði á hesti Gríms, svo að hann
varð að staldra við til að bæta gjörðina.
Grímur var aftastur í lestinni, og tóku því samferðamenn
hans ekki eftir því, að hann stóð við. Héldu þeir þá áfram
og bar leiti á milli. — En er Grímur var einn orðinn, kom
að honum maður. Sá maður falar Grím til að róa hjá sér
um vertíðina, en Grímur skorast undan og kvaðst vera ráð-
inn hjá manni í Leirunni, og segir honum, hver sá sé.
Spyr Grímur manninn, hvar hann eigi heima, en hann
sagði, að bær sinn væri þar skammt frá þeim. Leggur hann
þá fast mjög að Grími og segir, að aflabrögð hans muni eigi
verða minni hjá sér en Leirumanninum, sem hann sé ráð-
inn hjá.
Og hvernig sem þeim hafa nú farizt orð á milli, þá fór
Grímur með hinum ókunna manni. — Komu þeir brátt að
snotrum bæ, vel byggðum.
Maðurinn spurði Grím, kvað hann ætlaði að gera við
hestinn. Grimur kvaðst hafa ætlað að senda hann heim aft-
ur, þótt hann helzt hefði viljað hafa hann þar hjá sér til
Stúlkur
vanar saumaskap, óskast strax.
Uppl. á saumastofunni, Laugaveg 105 (5. hæð).
Gengið inn frá Hlemmtorgi.
Jeliliu' h.I.
ÚISALA
í dag hefst rýmningarsala á kjólum, kjólaefn m,
peysum, blússum og ýmsu fleiru.
GERIÐ GÓÐ KAUP
Verzl. Kjöllinn
Þingholtsstræti 3.
Bezt-
Útsalan hefst í da:
Pils
> frá kr. 22.00
frá kr. 10,00
frá kr. 40.00
frá kr. 52,00
frá kr. 6500
frá kr. 100.00
ir frá kr. 160,00
Barnastuttjakkar á kr. 150.00
Regnkápur frá kr. 250.00
20% afsfátfur
af ýmsum öðrum vörum.
SETJfiBAVÉL
Ný 4 magasina Intertype-setjaravél er til sölu, ef við-
unanlegt boð fæst. Vélin hefur ekki verið sett upp og
er ónotuð með öllu. — Réttur er áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum. — Tilboð sendist afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir 6. ágúst 1954, merkt: Inter 6. ágúst
— 219.