Morgunblaðið - 06.08.1954, Qupperneq 9
Föstudagur 6. ágúst 1954
MORGVNBLAÐIÐ
1
i
SameiginEegar fiskirannsóknir Dana og !§■
ISLENZKU FISKIMIÐIN
AUÐUGUSXU FISKIMIÐ
ÍKEIMI
AMÖRGUM sviðum hefur
reynzt erfitt að koma á ná-
inni samvinnu milli Dana og ís-
lendinga, sérstaklega í lok síð-
ustu aldar og í byrjun þessarar.
í>ess vegna er mér það gleðiefni
að geta bent á vettvang, fiski-
rannsóknirnar, þar sem samstarf-,
ið hefur verið mjög náið, meira
að segja vinsamlegt. Þetta sam-
starf hefur staðið nokkra manns-
aldra og árangur þess hefur haft
ómetanlegt gagn fyrir þær fisk-
veiðar, sem fjölmargar þjóðir
reka á hafinu umhverfis ísland,
©g megnað að varpa ljósi yfir
almenn fiskifræðileg vandamál.
Með tilliti til víðáttu fiskimið-
anna, eru íslenzku fiskimiðin
auðugustu mið í heimi. Hér eru
árlega veiddar 700—800 millj.
kg., sem mun vera nálægt 15%
af öllu fiskimagni norð-vestur
Evrópu. Af þessu magni veiða
íslendingar sjálfir nálægt 50—
70%. Hér hefur á orðið breyting
síðan í byrjun aldarinnar, þegar
allt fiskimagnið var ekki nema
fjórðungur þess, sem nú er, og
hlutur íslendinga ekki meiri en
30% af því magni (Árið 1906
yar heildarmagnið nálægt 190
millj. kg., hlutur íslendinga var
ekki nema h.u.b. 57 millj. kg.).
Menn þekktu þá næsta lítið til
þeirra möguleika, sem miðin
veittu, og því síður til aðstæðn-
anna við fiskveiðarnar Þess
yegna er eftirtektarvert að líta
á það atriði, hvernig þekking á
aðstæðunum hefur smám saman
þróazt, og hvernig menn hafa
lært að færa sér þessa þekkingu
í nyt. Mig langar sérstaklega til
þess að vekja athygli á því, að
menn mega ekki loka augunum
fyrir þeirri staðreynd, að aukin
þekking á fisknum, á göngum
hans á vegleysum hafsins og víð-
áttu þeirra staða, þar sem hann
finnst, og þaíi, að þessi vissa
skyldi breiðast út til fiskimanna
í öllym löndum, og þeir gátu
fært sér hana í nyt, er að þakka
starfi dr. Bjarna Sæmundssonar
©g eftirmanns hans, Árna Frið-
rikssonar, núv. framkv.stjóri,
sem stuðlað hafa manna bezt að
útbreiðslu þekkingar á fiski-
fræðinni.
Hér á landi tala menn um fisk-
veiðar af fullkominni þekkingu
©g skilningi á málefninu. Þann
mannsaldur, sem ég hef ferðazt
sem fiskifræðingur hér á landi,
hefur það ætíð verið fjörgandi
<og upplífgandi að ræða þessi efni
við skipstjóra, sjómenn, þá, sem
vinna að framleiðslu sjávaraf-
urða, og raunar hvern einasta
strandbúa.
DR. BJARNI SÆMUNDSSON
ÖXULL SXARFSMAÐUR
VIÐ FISKARANNSÓKNA-
DEIÐANGRA DANA
Það er fyrst á seinustu ára-
fugum seinustu aldar, að farið
er að vinna að fiskirannsóknum
á breiðum grundvelli. Við ís-
landsstrendur voru þesar rann-
sóknir lauslegar og undir stjórn
Dana (m.a. voru dýrafræðingar
sendir með skipum danska sjó-
hersins), og með „Ingólfs“-leið-
angrinum 1895—96 öðluðust
menn lauslega þekkingu á sjáv-
arstraumunum umhverfis landið.
Það var sumarið 1894, að Bjarni
Sæmundsson, þá nýlega orðin
cand. mag. sneri heim til íslands
frá Kaupmannahöfn. Áhugi hans
fyrir rannsóknum á dýralífinu
var geysimikill, og voru það sér-
staklega fiskarnir og önnur sjáv-
ardýr, sem vakið höfðu áhuga
hans. Árið 1895 var prentuð
fyrsta grein hans um aðstæður
við fiskveiðar og rannsóknarferð
ir hans á fiskibátum umhverfis
landið. Þessar ómetanlegu grein-
ar skrifaði hann næstum árlega
eftir það allt til dauðadags.
(Fiskirannsóknir, 29 greinar, sem
Bendinga eftir aldamót
Eftir dr. A. Vendel Taaning
á útbreiðslu þessarar fisktegund-
ar, klakstöðvum hennar, klak-
tima og mörgu fleiru. Skilgreind
voru og egg og afkvæmi hverrar
tegundar út af fyrir sig, fengin
af þeim lýsing, myndir teknar
o. s. frv. í þessu starfi naut
Schmidt ágætrar aðstoðar hins
afburða samvizkusama A. Strub-
berg, og árangurinn er eitt af
glæsilegustu verkum Schmidts.
Hann gerði sér frá upphafi ljóst,
að mikilvægasta hjálparmeðal
fiskifræðinnar, er vatnafræðin
(Hydrografi), fræðin um sjávar-
strauma, hitastig hans o. þ. h.
Og hann sá um, að náttúruskil-
yrði í hafinu umhverfis ísland
voru rannsökuð til hlýtar.
Dr. A. Vedel Xaaning.
birtust á árunum 1896—1937, auk
fjölda annara skrifa). En það var
fyrst eftir undirbúning og stofn-
un „Alþjóðahafrannsóknarráðs-
ins“ á árunum 1899—1902, og
eftir að Danir höfðu útbúið
fyrsta skip sitt í því skyni að
rækja skyldur sínar gagnvart
norðursvæði Atlantshafsins, og
sent það í sinn fyrsta leiðangur
til íslands árið 1903 undir stjórn
dr. Johannes Schmidt, að Bjarni
Sæmundsson hóf samvinnu við
Dani um rannsóknir á auðæfum
hafsins, eftir því, sem kennara-
starf hans í Reykjavík leyfði.
Hann hélt ennfremur áfram að
ransaka gróðurríkið, og safnaði
miklu efni fyrir náttúrugripa-
safnið, sem þá hafði verið ný-
lega sett á stofn í Reykjavík.
Allt frá árinu 1903 og fram til
seinni heimstyrjaldarinnar, er
„Dana“ var árið 1939 send í leið-
angur til íslands, starfaði dr.
Bjarni ötullega og fylgdist með
grundvöllum rannsóknanna og
þróun, þannig, að það var .oft
erfitt að segja um, hvorir áttu
tillögurnar, hann eða Scmidt og
aðrir danskir haffræðingar, öll
þessi ár, sem íslenzka svæðið var
rannsakað. Frá 1926 tók Árni
Friðriksson einnig þátt í þessu
samslarfi, sem hefur smám sam-
an færzt nær ströndum íslands
eftir því, sem íslenzka ríkið fór
að taka meiri þátt í rannsóknun-
um með því að leggja þeim til
rannsóknarstofur, sérstaklega út-
búin skip og fjölda starfsfólks.
Þessi þróun hefur sérstaklega átt
sér stað eftir styrjöldina, þar
sem-samvinnan hefur hins vegar
haldizt óbreytt í rannsóknum á
djúpsævinu, t.d. austan landsins.
SAGA RANNSÓKNANNA
ÁÐUR EN ÍSLENDINGAR
XÓKU AÐ SÉR FORYSIU
ÞEIRRA
Það er fróðlegt að athuga
helztu strauma í rannsóknunum
á tímabilinu áður en íslendingar
tóku að sér forystu málanna, en
það gerðist, þegar Danir urðu að
snúa sér í enn ríkara mæli að
Grænlgndssvæðinu vegna auk-
ins mikilvægis þess svæðis.
Þegar Schmidt kom með
,,Thor“ til íslands árið 1903, var
rannsóknasvæðið að heita mátti
ósnert, en árangurinn, sem náð-
ist á því ári og því næsta, lagði
grundvöllinn að fiskirannsókn-
um á svæðinu og raunar fleiri
svæðum Norður-Atlantshafsins,
auk þess sem þessar rannsóknir,
sérstaklega á þorskinum, breidd-
ust á árunum 1904, -05 og -06 um
allt meginiandsgrunnið frá ís-
landi til Spánar. Öll atriðin voru
nýstárleg og ókunn, en Schmidt
var gæddur þeirri atorku og því
hugmyndaflugi, að hann megn-
aði að skapa sígildar rannsóknir
FYRSXU MERKINGAR
Á ÞORSKI OG RAUÐSPRETIU
Til þess að geta skrifað sögu
þorsksins við strendur íslands,
voru gögn frá Bjarna Sæmunds-
syni sérstaklega þýðingarmikil.
Klakstöðvarnar við suð-vestur-
C —5
Fyrri hluti
ströndina voru afmörkuð, og
fengið var yfirlit um ástandið á
hverri árstíð á hitastigi, sjávar-
seltu, dýpt o. þ. h., sem áhrif
gæti haft á klakið, göngur þorks-
ins eftir klakið voru rannsakað-
ar í stórum dráttum, og vanda-
málið leyst í ljósi þeirrar þekk-
ingar, sem fengjizt hafði með
samanburði á öðrum fisktegund-
um, sem lifðu við frábrugðin
skilyrði, og höfðu aðrar klak-
stöðvar. Það var árið 1904, að
Dr. Bjarni Sæmundsson.
gefið var út ritið „Fiskirann-
sóknir við Island og Færeyjar
sumarið 1903“. Þetta sígilda yfir-
lit er enn í dag eitt aðalheimild-
arritið að þekkingu okkar á fiski
sögu þessa svæðis og ástand í
fiskimálum. Það er rétt, að síðar
hefur komið í ljós, að mörg atrið-
in eru aðeins lítill hluti af víð-
tækara máli, og nokkrar niður-
stöðurnar hafa ekki reynzt hafa
við rök að styðjast, en í heild
eru niðurstöðurnar samt furðu-
lega ljósar og framsýnar.
Strax fyrsta ár rannsóknanna
voru hafnar merkingar á þorski
og rauðsprettu, og árangur
þeirra sýndi, að niðurstöður, sem
fengizt höfðu eftir öðrum leið-
um, t.d. um göngur þorsksins við
strendur landsins, voru réttar.
Það væri of langt mál að ræða
frekar á þessum Vettvangi þær
niðurstöður, sem fengust á göngu
hinna mismunandi fisktegunda,
útbreiðslu og klakstöðvum, auk
fjöimargs annars, en aðferðirnar,
sem notaðar höfðu verið, stöðug-
ar rannsóknir á þessu efni í sam-
bandi við eðli sjávarins, sem þær
lifðu í, strauma, hitastig og seltu.
I þessum rannsóknum veittu þeir
dr. J. N. Nielsen og prófessor
Martin Knudsen ómetanlega að-
stoð, að ógleymdum dr. Ove
Paulsen, sem kunni ágæt skil á
öllu, er leit að rannsóknum á
plöntu- og dýralífi í úthafinu,
hinu svokallaða svifi eða mori.
FYRSTU ÁLALIRFURNAR
FINNAST í ATLANTSHAFI
Fyrir nákvæmlega fimmtíu ár-
um (22. maí 1904) var gerð upp-
götVun vestan Færeyja, sem
olli því, að starfsemi Schmidt
fluttist frá norður-svæðunum
suður og vestur á bóginn á víð-
áttumeiri svæði. Það, sem hér
var um að ræða, var fundur
fyrstu álalirfanna í Atlantshafi.
Þessi fundur snart bugmynda-
flug dr. Schmidt, og þrá hans
sem könnuðar var ekki í rónni,
fyrr en hann hefði leyst gátuna
um frjóvgun álsins, en þetta
vandamál hafði verið umhugsun-
arefni vísindamanna allt frá
dögum Aristótelesar.'Á nokkrum
árum greip gátan huga dr.
Schmidt svo sterkum tökum, að
hann sinnti um fátt annað þau
ár, sem hann átti ólifuð. Eftir
þetta skrifaði hann aðeins örfá
verk og smá um fiskirannsóknir
og fiskiaðstæður við ísland. Þó
komu nokkur yfirlit um þetta
efni frá honum á seinustu ævi-
árum hans. En rannsóknunum
stjórnaði hann allt til dauðadags
af forsjálni og naut góðra ábend-
inga dr. Bjarna Sæmundssonar.
Eins og áður er sagt, var
Bjarni Sæmundsson sífellt með
á ferðum danska rannsóknaleið-
angursins umhverfis landið, og
viðaði að sér af sinni alkunnu
atorku efni til fróðleiks um sjáv-
argróður umhverfis landið, sér-
staklega fiskigróður. Árangur
þessa starfs birtist árið 1909, er
hann gaf út fyrsta verk sitt um
fiskinn, lífsögu hans og þýðingu
fyrir fiskveiðarnar. Hið mikla
verk hans, Fiskarnir (Pisces Is-
landiæ) kom út síðar, eða árið
1926. í því riti veitir hann les-
endunum ýtarlega lýsingu á
fiskigróðrinum umhverfis land-
ið. Með ritinu veitti hann og ís-
lenzkum sjómönnum þekkingu,
sem sjómenn einskis annars
lands búa yfir.
Næstu árin eftir heimsstyrjöld-
ina fyrri vann hann að árangr-
inum, sem náðst hafði með merk
ingum þorsks og rauðsprettu,
sem framkvæmdar höfðu verið
á ýmsum stöðum við Island. •
Með starfi sínu bætti hann
miklu við þær upplýsingar, sem
þegar höfðu fengizt um göngur
þessara fiska á svæðinu um-
hverfis ísland með merkingun-
um, sem framkvæmdar voru í
fyrsta „Thor“-leiðangrinum.
RANNSÓKNARSTARFIÐ
STÓÐ EKKI í STAÐ
STYRJALDARÁRIN
Heimsstyrjöldin 1914—18 tafði
nokkuð fiskirannsóknir í norður-
höfum sem annars staðar. Meðan
á styrjöldinni stóð var „Thor“ í
þjónustu danska flotans, en er
styrjöldinni lauk var hann feng-
inn íslenzku ríkisstjórninni i
hendur, ekki sem hafrannsókna-
skip, heldur sem gæzluskip á
fiskimiðunum, m.a. við Vest-
mannaeyjar. Nokkru seinna lauk
hann ævi sinni við kletta nokkra
á norðurströnd íslands.
Hinar sérstöku aðstæður á þess
um árum og nokkur næstu ár
hindruðu samvinnu danskra og
íslenzkra fiskifræðinga, Réðu
þar mestu um hinar víðtæku
rannsóknir á klakstöðvum álsins
í Atlantshafi á árunum 1920—22.
Því var það ekki fyrr en árið
1923, þegar „Alþjóðahafrann-
sóknaráðið“ hafði endurskipu-
lagt starfsemi sína eftir styrjöld-
ina, og skipuð hafði verið rann-
sóknanefnd fyrir norður-Atlants-
hafssvæðið undir formennsku
Johannes Schmidt, að starfsemi
hófst aftur á svæðinu. — Fyrsti.
leiðangurinn var gerður út árið
1924. Dansk-íslenzku sambands-
lögin frá 30. nóv. 1918höfðu ekki
í för með sér neina breytingu á
fiskirannsóknunum, sem haldið
var áfram með svipuðu sniði og
áður. Jón Magnússon, þáverandi.
forsætisráðherra, fylgdist með á-
huga á þeim ströfum, sem mið-
uðu að því að efla þekkingu
manna á eðli sjávarins, eins og
raunar allir ráðherrar hafa gert
á síðari árum.
Því fer fjarri, að rannsóknar-
starfið hafi staðið í stað styrjald-
arárin og næstu árin á eftir. —•
Allan þann tíma var ötullega
unnið í rannsóknarstofum og iok-
ið við ýmsar athuganir. Má þar
sérstaklega nefna athuganir dr.
Poul Jespersen á heilagfiskinum,
og afkvæmum síldar og lúðu við
Islandsstrendur, athuganir
Bjarna Sæmundssonar á þorsk-
inum og skyldum tegundum, ýs-
unni, lýsunni og ufsanum, og"
margt fleira*mætti telja upp.
Allan timann ferðaðist Bjarni
Sæmundsson meðfram ströndum
landsins, og eftir styrjaldarlofc
fékk hann betri tíma til rann-
sóknarstarfa sinna, er hann var
skipaður fiskimálaráðunautur ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar.
ÁRIN MILLI STYRJALDA
VAR TÍMI IÐNI OG
FRAMFARA
Með komu „Dana“ til íslands
árið 1924 má segja, að hefjist nýtt
tímabil í rannsóknarstarfinu. Á
fyrsta fjórðungi aldarinnar voru
framkvæmdar allar brautryðj-
endarannsóknirnar á þessu svæði
svo sem á öðrum svæðum á norð -
vesturhluta Atlantshafsins. Þar
með var fengin nauðsynleg þekk-
ing á eðlisgrundvellinum með
tilliti til eðiisfræði, líffræði og
efnafræði. Fiskifræðin hafði að
heita mátti slitið barnsskónum,
og vegna starfa manna eins og"
Heineke, Johan Hjort, C. G. Joh.
Petersen og fjölda margra ann-
arra, var hægt að beita sér betur
að því hlutverki að rannsaka
stærð fiskstofnsins og breyting-
um hans og reyna að leysa hin
miklu vandamál um skynsamleg-
ar veiðar, t.d. offiski, mikilvægi
friðunar, átu o. m. fl. Er þetta.
nýja tímabil hófst hafði fiski-
fræðingunum sem sagt tekizt að
leysa mörg vandamál, sem til
þess tíma höfðu verið óþekkt,
eða lítt kunn.
Hér er ekki tækifæri til þess
að geta nema örfárra þeirra
atriða, sem tekin voru fyrir á
þessum árum, þangað til ný
styrjöld batt enda á samskipti
milli landa, sérstaklega íslands
og Danmerkur. En árin milli
styrjalda voru notuð til hins
ýtrasta, enda voru þau tími iðni
og framfara.
Ásfrelir vilja !
varnarbandalag
LONDON 5. ágúst. — Ástralski
forsætisráðherrann Menzies,
sagði í dag, að stjórn sín væri
fylgjandi stefnu varnarvandalags
Suðaustur Asíu. Eru Ástralíu-
menn fúsir að léggja mikið af
mörkum til að koma á styrkum
vörnum á þessu svæði, enda er
þeim málið skylt, suðaustur Asía
liggur eins og brú til Eyjaálfu,
—Reuter, A