Morgunblaðið - 06.08.1954, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 6. ágúst 1954 J
— IMýtt lyff
Framh. af bls. 7
Stafar það líklega af því, að
veikin er orðin svo mögnuð á
þeim svæðum, .að um. sýkingu er
að ræða, þrátt fyrir bólusetning-
una.
Er sú þróun alvarlegs eðlis og
lítt ráða til úrbóta.
NÝTT LYF
— Engin ný lyf komin fram
við veikinni?
— Þjóðverjar hafa að undan-
förnu gert tilraunir með nýtt lyf,
sem nefnt er super-fosfat, við
garnaveiki í kúm. Það drepur þó
ekki sýkilinn, en lamar hann
svo skepnan fær allgóð hold á
ný og er hæf til slátrunar. Gefur
það bóndanum því tækifæri til
að nýta hinn sjúka stofn sinn til
frálags, er hann hefði ella ekki.
Lyf þetta er enn á tilrauna-
stigi í Þýzkalandi og hefur
ekki verið notað hér á landi.
Við það eru þó allmiklar von-
ir tengdar og þykjast sumir
eygja þar bráðabirgðaúrlausn,
þótt ekki væri meira.
í Þýzkalandi fara fram miklar
rannsóknir á ýmsum búfjársjúk-
dómum og hafa þýzkir vísinda-
menn náð langt í lækningatil-
raunum sínum. Er þess að vænta,
að við íslendingar getum notfært
okkur eitthvað af niðurstöðum
þeirra og reynslu í framtíðinni.
Bragi Steingrímsson segir, að
svo virðist sem plágur í sauðfé
hafi mjög aukizt eftir að töðu-
gjöf er orðin almenn hjá bænd-
um og féð einnig fóðrað svo mjög
á fóðurbætinum sem nú. Verður
að gefa því margs konar lyf
síðari hluta vetrar, ef halda á
því heilbrigðu.
Dýralæknirinn á Egilsstöðum
þjónar nú báðum Múlasýslum og
Austur-Skaftafellssýslu og er það
æði stórt umdæmi fyrir einn
lækni. Veitti ekki af, að einn
dýralæknir sæti að auki á Norð-
firði og annar í Hornafirði, ef
vel ætti að vera.
★
Þess er að vænta, að lækninga-
tilraunirnar við garnaveikinni
beri þann árangur, sem menn
vonast eftir og jafnframt verði
ný lyf við þessum skæða búfjár-
sjúkdómi tekin í notkun strax og
um þau verður kunnugt.
ggs.
Austin 8
sendiferðabíll í góðu lagi,
til sýnis og sölu í
BARÐANUM H/F.
Skúlagötu 40. — Sími 4131.
íbúð í smiðum
til sölu. Ibúðin er byggð úr
timbri. Verð kr. 45 þús.
Nánari upplýsingar gefur
Sigurður Reynir Péiursson
hdl.
Laugavegi 10. - Sími 82478
Viðtalstími kl. 5—7.
íbúð óskast
Tvö herbergi og cldhús ósk-
ast til leigu nú þegar eða
síðar. Tvennt fullorðið í
heimili. Fyrirframgreiðsla
eftir samkomulagi. Upplýs-
ingar í síma 82172 eftir kl.
6 á kvöldin.
Einbýlishús
Vil kaupa hús í smáíbúða-
hverfinu, helzt ófullgert, t.
d. að risið sé óstandsett. Góð
4 herb. risíbúð í Hlíðahverf-
inu gæti gengið upp í
kaupin, ef óskað væri. Til-
boð, merkt: „Eignaskipti —
255“, sendist til Mbl.
ferðar m miðhálendi Islands
FERÐAFÉLAG íslands efnir til þriggja ferða um næstu helgi.
Tvær ferðirnar eru IVz dags ferðir, sú fyrri er á sögustaði
Njálu. í þeirri ferð er komið við á Bergþórshvoli, Hlíðarenda og
Keldum, en gist verður að Múlakoti. Hin ferðin er ferð í Land-
mannalaugar. í þeirri ferð verður ekið austur syðri leiðina, fram-
hjá Landmannahelli og yfir Dómadalsháls en nyrðri leiðin farin
til baka. í þessar ferðir er lagt af stað kl. 2 á laugardaginn. —
Þriðja ferðin er gönguferð á Esju. í hana er lagt á stað kl. 9 á
sunnudagsmorgun.
GÓÐ ÞÁTTTAKA
Ferðafélagið hefur efnt til
nokkurra gönguferða á Esju í
sumar, þáttttakan hefur verið
ágæt og sýnir vilja Reykvíkinga
í því að vilja kynnast hinu fagra
útsýni yfir Faxaflóa, með því að
ganga á þetta fagra fjall, sem
er augnayndi allra bæjarbúa.
ÖFÆFAFERÐ
Þá efnir Ferðafélagið til 9 daga
óbyggðaferðar norður yfir mið-
hálendi íslands laugardaginn
14. ágúst n. k.
Fyrsta daginn verður ekið í
Landmannalaugar og gist þar.
Næsta dag haldið norður yfir
Tungná og að Fiskivötnum. Þetta
er stutt leið og gefst því gott
tækifæri til að skoða þau og
svæðið umhverfis vötnin.
Frá Fiskivötnum verður svo
ekið þriðja daginn norðvestur
fyrir Þórisvatn, norður að Köldu-
kvísl og í Illugaver. Fjórða dag-
inn haldið norður að Tungna-
fellsjökli í Nýjadal, en þaðan á
fimmta degi að Tómasarhaga og
Sprengisandi að Laugafelli og
gist í sæluhúsi Ferðafélags Akur-
eyrar.
Sjötta dag ekið norðaustur
Sprengisand og niður í byggð í
Bárðardal og ef til vill til Mý-
vatns. Sjöunda dag vestur þjóð-
leiðin um Vaglaskóg, Akureyri
og til Skagafjarðar. Áttunda dag-
inn farið vestur í Húnavatns-
sýslu til Svínadals, en sveigt þá
suður á hálendið um Slettárdal,
Kúluheiði og allt til Hveravalla
og gist í sæluhúsi Ferðafélags ís-
lands. Níunda dag ekið sem leið
liggur til byggða og til Reykja-
víkur._________________
- Úr daglega líiinu
Framh. af bls. 8
urðu þeir að taka sýnishorn af
16 manns mánaðarlega frá fæð-
ingu til 20 ára aldurs.
Vil kaupa góðan 6 manna
BíK
Chevrolet- eða Chrysler-teg-
und, model ’46—’47. Upp-
lýsingar í síma 7902 frá kl.
1—3 og 7—9.
jP. ^JJaÍíóóon
með aðstoð Fritz Weisshapel.
Söngskemmtanir
í Gamla Bíói,
þriðjudag 10. og miðvikudag 11. ágúst klukkan 7.15.
Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og
Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar, Laugaveg 7.
Vetrargarðurinn
Vetrargarðurinn
DAMSLEIIOie
í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar leikur.
Miðapantanir í síma 6710 eftir klukkan 8.
V. G,
Gömlu darssamir
Sl'MÍ
IRÐINB^-
i kvöld kl. 9.
Hljómsveit Svavars Gests.
Dansstjóri: Baldur Gunnarsson
Aðgöngumiðar frá kl. 8.
Þórscafé
DANSLEIK17B
að Þórscafé í kvöld klukkan 9
K. K. sextettinn.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7.
■rO'Ojui
tfWfnniii
TILKYNNIH
Framvegis, sem að undanförnu, verða salirnir
opnir frá kl. 8 f. h. til kl. 11,30 e. h.
Skemmtikraftar verða á hverju kvöldi.
Hljómsveit leikur klukkan 8—9 klassiska tónlist
og klukkan 9—11,30 danslög.
Tökum að okkur veizlur jafnt stórar sem smáar.
■uúniak.
Morgunblaðið með morgunkaffinu —
\\ú Föxunum á Þjóðhátíðina
FLUGFÉLAG ISLANDS W}|
MARKÚS
AN OLD TRíCK WE
U9ED IN SCOUT CAMFj
JOHNNy...A I.ITTLE
POTASSIUÍA CHLORATE
AND SUGAR AND POUR
ON SULPHURIC ACID/
1) Markús gerir Tomma ógur- | 2) Tomma dreymir illa og ótti
lega skelkaðan með því að > hans við Markús stígur og vex.
kveikja á ósýnilegan hátt í bál-1
kestinum, |
3) Já, hvíti maður. Ég skal
fylgja þér til blinda mannsins,
Við leggjum þá strax af stað.
4) — Hvernig fórstu að þessu,
Markús?
— Þetta er gamalt bragð, sem
ég lærði í skátabúðunum. Orlítil
þekking á efnafræði.