Morgunblaðið - 06.08.1954, Side 16

Morgunblaðið - 06.08.1954, Side 16
Veðurúflil í dag: NA og A kaldi, skýjað. Sumstað- ar dálítil rigning. 176. tbl. — Föstudagur 6. ágúst 19954. Fiskirannsóknir Dana og íslendinga. — Sjá bls. 9. Framsókn rígheldur í leyfa braskið og höftin Dánarfregn Sjálfslæðísmenn lögðu til að bifreiða- innflutniiigurinn yrði gefinn fr jáls um leið eg nýr skattur yrði á lagðar GUNNAR AKSELSON umboðs- sali, sem Reykvíkingum er að góðu kunnur, einkum öllum áhugasömum íþróttamönnum, andaðist í Ríkisspitalanum í Osló í gær, samkvæmt skeyti er barst hingað frá systur hans. — Gunn- ar Akselson var nýlega sextugur að aldri. Nelson fiygkappi fér héðan í fyrradag TÍMINN er nú orðinn hræddur við haftastefnu sína, bæði gagn- vart bifreiðainnflutningnum og á öðrum sviðum. Þessvegna slær hann í gær fram þeirri fáránlegu fullyrðingu, að Ingólfur Jónsson, viðskiptamálaráðherra, hafi hindrað frjálsan innflutning bifreiða, eins og Sjálfstæðismenn hafa alltaf stefnt að. Jafnframt heldur blaðið þeirri blekkingu fram, að Sjálfstæðismenn hafi vilj- að láta skattleggja allar bifreiðar, einnig vörubifreiðar. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að samkomulag varð um það strax innan ríkisstjórnarinnar að léggja ekki aukaskatt á stærri vörubifreiðar, sérleyfisbifreiðar og strætisvagna, vegna þess að augljóst var frá upphafi, að slíkt myndi hafa áhrif á dýrtíðina í landinu, valda hækkun á vísitöl- •unni og íþyngja atvinnulífinu. En fyrrgreind blekking Tímans er í samræmi við annað, sem liann leyfir sér að halda fram um samstarfsflokk sinn. TILLAGA SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Varðandi innflutningsfrelsið er það að segja, að viðskiptamála- ráðherra og aðrir ráðherrar Sjálf stæisflokksins lögðu fram tillögu nm það að innflutningur á hinum skattlögðu bifreiðum yrði gefinn frjáls. Framsóknarmenn máttu ekki heyra það nefnt en kröfðust þess að viðskiptamálaráðherra tryggði yfirlýsingu frá bönkun- um um tafarlausa yfirfærslugjald eyris fyrir bifreiðum. Töldu þeir að ekki væri um frjálsan inn- flutning að ræða nema slík yfir- lýsing lægi fyrir. Þessi krafa var að sjálfsögðu gerð vegna þess, að það var fyrir- fram vitað, að slík yfirlýsing var með öllu ófáanleg, enda fór við- skiptamálaráðherra aldrei slíks á leit við bankaana. I þessu sambandi má benda á, að um 70% af innflutningi til landsins er á frílista og hafa Framsóknarmenn aldrei áður krafist þess, að yfirlýs- ing lægi fyrir frá bönkunum um yfirfærslu fyrir þeim vör- um. Eigi að síður hafa bank- arnir yfirfært fyrir þeim með hæfilegum fyrirvara eftir því, sem gjaldeyrisástæður hafa leyft. Það sama hefði vitan- lega gerst ef bifreiðar hefðu verið settar á fríiista. EKKERT LÆRT OG ENGU GLEYMT Fullyrðingar Tímans um að viðskiptamálaráðherra hafi hindr að frjálsan innflutning bifreiða eru því blygðunarlaus blekking, sem þó er haldlaus fyrir Fram- sóknarflokkinn, þar sem alþjóð er það ljóst orðið, að hann hefur ekkert lært og engu gleymt. Hann vill ríghalda í höftin og leyfabraskið. Það eru hans ær og kýr. Vínveifinpr í Sjálf- sfæðishúsinu og Röðli um helgina! NÚ HEFUR fjórum veitingahús- um í Reykjavík verið veitt leyfi til áfengisveitinga. Hótel Borg hefur þegar hafið þær, sem kunnugt er, en um næstu helgi munu Sjálfstæðishúsið, Röðull og Þjóðleikhúskjallarinn einnig hefja veitingar áfengis, en þessi hús uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til 1. fl. veitingahúsa og hlutaðeigandi aðilar hafa samþykkt að vínveitingar megi hefjast á þeim stöðum. Lúðvík Hjálmtýsson, formað- ur Sambands veitinga- og gisti- hússeigenda, skýrði blaðinu svo frá í gær, að enn væri ekki kom- in reglugerð frá ráðuneytinu um fyrirkomulag vínveitinganna, en hún er væntanleg á næstunni, og geta þá vínveitingar hafizt á ' áðurnefndum stöðum. Lungun úr Njálsstsðakindinni vcru ósýfcf af JGÆR átti Mbl. tal við Sæmund Friðriksson forstjóra Sauð- fjárveikivarnanna, um sjúkdóm þann sem kom upp í kindinni að Njálsstöðum, og skýrt var frá hér i Mbl. í gær, að menn þar nyrðra grunuðu um að vera með mæði- veiki. — Sæmundur upplýsti það að Guðmundur Gíslason læknir væri búinn að rannsaka lungun. Hefði sú rannsókn leitt í ljós, að ekki var um mæðiveiki í lung- unum að ræða. — Kvað Sæmund- ur Guðmund Gíslason lækni munu síðar gera nána grein fyrir máli þessu. — Sæmundur kvað það rangar uppl. er Keldur gáfu Mbl. að læknar sauðfjárveiki- varnanna tveir við Keldnastöð- ina, væru í sumarleyfi. — Þeir eru önnum kafnir við eftirlit við sauðfjárslátrunina í Borgarnesi og Hofsósi. Sæmundur Friðriksson gat þess, til þess að upplýsa ástæð- una fyrir því að Njálsstaðabónd- anum hafði ekki borizt svár um árangur rannsóknanna, að Keldnastöð fengi nær því á hverj um degi fleiri eða færri lungu til rannsóknar. — En bændum væri ekki gert viðvart nema sér- stakt tilefni gæfist til. — En um þetta mun Guðmundur væntan- lega ræða í greinargerð sinni. Þess má geta, að forstjóri stofnunarinnar, Björn Sigurðsson læknir, er í sumarleyfi á vegum ísl.-rússneska félagsins austur í Moskvu, að því er talið er. Hvalfirði VÉLBÁTURINN „Þórarinn“ frá Rvík, var á veiðum í Faxa- flóa og varð þá var við margar síldartorfur er óðu uppi í Hval fjarðarmynni út af Akranesi. Ennfremur urðu menn á trillubáti er var í róðri í fyrri nótt, varir við mikla síld í torfum er óð á Sviðinu. Fengu þeir um 1400 kg af þorski og ufsa er elti torfurnar og vall síldin, bæði hafsíld og smásíld upp úr fiskinum. Saltað í 50110 tunniir á Húsavík Ljósmyndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli, rétt áður en Erie VElson iagði af stað héðan álciðis til Kaupmannahafnar með flug« vél LoftlEiða. Með Neison eru ýmsir, sem einkum önnuðust mót- tökur hans hér. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Bergur G. Gíslason, fuiltrúi Flugfélags íslandS, Sigurður Magnússon, fulitrúl Loftleiða, Agnar Kofoed Hansen flugmáiastjóri, Eric Nelson, Jótt Eyþórsson, fcrseti Flugreáiaíélags íslands, Hákon Guðmundssoni, ritari Flugmalafélagsins og Jón N. Pálsson, sem er í stjórn Flug- málafélags íslands. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson. IMóg að gera í söltunar- stöðvunum í gærdag — Veiði var engin í gær FRÉTTARITARI blaðsins á Raufarhöfn skýrði blaðinu svo frá að allmörg skip hefðu seinni hluta nætur í fyrrinótt og í gær- morgun fengið góðan afla austur af Langanesi, en þar fann síldar- leitarflugvélin síldina. Dreifðust skipin á ýmsar hafnir, Raufarhöfn, Húsavík (þar var allt fullt), Eyjafjarðarhafnir og víðar. í gæt; voru saltaðar á Raufarhöfn 2000—2500 tunnur. HÚSAVÍK, 5. ágúst: — Hér á Húsavík eru nú starfandi 5 sölt- unarstöðvar og hafa þær saltað í um 5000 tunnur alls. í gær áttu stöðvarnar von á 1000 málum síldar. — Gott veður hefur verið undanfarna þrjá sólarhringa norð ur þar, en þoka á nóttum. Himdruð gesta á Þjóðhátíð Vestmarniaeyja ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyja hefst í dag. En eins og fyrr hefur verið frá sagt í blaðinu hefur undirbúningur hátíðarinnár stað- ið lengi yfir. Látlaus straumur flugvéla með Þjóðhátíðargesti frá Reykjavík hefur verið í dag til Eyja. Voru ails farnar 15 flug- ferðir og ráðgerðar eru 10 ferðir á morgun. Ráðgert er að flytja gesti til Eyja á laugardaginn. Það eru Douglasvélar Flugfélags íslands sem flugferðirnar ann- ast. Margt fólk kom og með Esju í morgun og eitthvað mun koma með Stokkseyrarbátnum, og auk þess eitthvað með flugvélum frá Hellu og Skógasandi. Vel lítur út með veður og er mikið líf og fjör í Eyjum. Blikupi fagnað á Vesffjörðmn ÞÚFUM, 2. ágúst: — Yfirreið biskups og vísitasia lauk hér í prófastsdæminu síðastliðinn sunnudag. Var biskupi hvarvetna vel fagnað og kirkjusókn við messugerðir afbragðsgóð. Þótti koma biskups hin ágæt- asta og mikil ánægja fólks yfir komu hans. Messaði hann síðast í Hnífsdal og skólahúsi í Skutulsfirði, við mikla aðsókn safnaðarmanna. Fylgja biskupi og frú hans hinar beztu árnaðaróskir fyrir komuna í héraðið og starf hans fyrir kirkju og kristindóm. — P. P. Skemmdarverk unnin á gosbrunninum TVÆR stúkur, sem í sumar hafa þann starfa með höndum að við- halda hinum fallegu skrúðgörð- um bæjarins komu að máli við blaðið í gær. — Sögðu þær frá dapurlegri reynslu af bæjarbú- um — óheyrilegri skemmdar- fýsn. Sem kunnugt er, er nú búið að gera mikið til þeás að fegra Tjarnargarðinn við Fríkirkjuveg- inn. Fyrir skömmu var lokið við litla skál með gosbrunni í. Síðan voru blóm sett niður allt um- hverfis. —• Að morgni þriðju- dagsins voru verksummerki öm- urleg í garðinum. Skemmdar- vargar höfðu verið í garðinum um nóttina, slitið upp blóm- plöntur umhverfis skálina og gosbrunninn og hent þeim út í skálina. Þá hafði vatnsdreifaran- um í gosbrunninum verið stolið, en hann var sérlega smíðaður. Almenningur ætti að hjálpa við að upplýsa hvaða vandræða- menn hér hafa verið að verki, svo hægt sé fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þeirra. Anna hefir verið sýnd í 122 skipti HAFNARFIRÐI — Nú hefir Bæj- arbíó sýnt ítölsku kvikmyndina Önnu í 122 skipti, og hafa rúm- lega 22 þúsund manns séð hana. Hófust sýningar á henni annan í hvítasunnu. — Mun það vera al- gert einsdæmi, að mynd sé sýnd svo lengi hér á landi, og það nær ávallt fyrir fullu húsi. Svo sem getið hefir verið um hér í blaðinu, er hér um að ræða einstaka úrvalsmynd, sem hvar- vetna hefir hlotið miklar vin- sældir kvikmyndagesta. Helgi Jónsson bíóstjóri kváð nú örfáar sýningar eftir. — G.E. BETRI SlLD Síldin, sem skipin fengu út af Langanesi, var stærri og jafnari en það, sem til þessa hefur veiðzt. Fer því minna at afla skipanna en áður I bræðslu. Heilðarsöltun á Raut arhöfn nam á miðvikudags- kvöld 20400 tunnum, en all3 hafði verið tekið á móti 45 þúsund málum síldar. 5 FLUGVÉLIN FANN EKKI I SÍLD En um kl. 10 í gærmorguB hvarf síldin út af Langanesi og síðan hefur ekkert veiðst. Flug- vélin flaug í kvöld, en hafði enga síld fundið er síðast fréttist. —< Ægir kom frá Kolbeinsey og leitaði síldar með asdic-tækjum. Fann hann ekkert utan lítið magil við Kolbeinsey. Hann átti að hafa stutta viðkomu á Húsavík, en síðan að fara aftur út og leita síldar austar. Veður fór versnandi á Raufar- höfn í gærkvöldi. Var veðurhæð- in orðin 4—5 vindstig þar uin tíuleytið. Er því útlitið ekki gott, en þó var ekki hvasst á mið- unum. j Skriðdrekakaup U.S.A. HEIDELBERG — Bandaríkin hafa nýlega samið við brezk stál- iðjufyrirtæki um smíði á skrið- drekategundinni Centaurion Mark V fyrir um 14.500,000 pund. AUGLYSINGAR *em birtast eiga I Sunnudagsblaðinu tmrfa aS hafa borlzt fyrir kl. 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.