Morgunblaðið - 06.08.1954, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. ágúst 1954
MORGVNBLAÐiÐ
11
Septembersól
Framh. af bls. 6
inu meS höllum sínum, turnum
og síkjum, listasöfnum og kirkj-
um. Engar sporbrautir, síki með
gulgrænleitu vatni, sveimandi
gondóiar, og allt í einu er ferða-
Knaðurinn kominn inn í aðra
Veröld og löngu liðna tíð, slíka,
sem hvergi verður lifað á jörð-
Unni rsema í Feneyjum.
Eins og geysimikið S liðast
Stóra-sákið um borgina og með-
fram þ>ví rísa frá grunni um 200
stórhýsi og marmarahailir. Senni
íega er Markúsartorgið með
súlnagangum sínum á þrjár hlið-
ar og Markúsarkirkjunni feg-
Ursta torg veraldarinnar. Þarna
er fullt af glæsilegum verzlunar-
fcúðum og gildaskálum, með
glaðværu háværu suðrænu lífi
®g fjöri og þarna mætast þúsund-
ir af f'erðalöngum úr öllum ver-
aldariinnar áttum, sem komnir
eru að skoða Feneyjar og þeirra
dýrð. Og fólkið siglir í gondólum,
heimsækir Lido, skoðar Rialto-
Ibrúna og Andvarpabrúna, sem
Siggur að hinum skuggalegu mið-
aldafangelsum, hina glæsilegu
Hertogahöll og Markúsarkirkj-
una með gullmósaik og æfiptýra-
Jegu austurlenzku skrauti, og
olturunn, búnum drifnu gulli og
gimsteinum. En langmest er
kannske"gaman að sitja á Markús
artorgi að kvöldi og láta sig
dreyma. horfna dýrð og horfna
sögu, og láta ys og óma þessarar
töfraborgar líða í gegnum hug-
ann.
Og svo kemur sú saknaðar-
stund, að aftur er ekið inn yfir
garðinn mikla, og heimferðin
hafin. Fyrsta daginn er stutt dag ■
leið til Bolzano. Og nú eigum
við fyrir höndum þrjá unaðslega
daga í Týról, frá Bolzano um
Brennerskarð til Innsbruck,
hinnar sérkennilegu og fögru
höfuðborgar Tyról. Að baki Inns-
bruck rís 2400 metra hár hamra-
®g fjallveggur og þeir, sem ekki
eru lofthræddir geta veitt sér
þann munað að svífa þangað í
loftbraut upp til Hagelekar og
líta yfir Inndalinn og Tyról og
fjallatinda Ítalíu. En ég og mínir
líkar myndum fremur kjósa að
reika um Maríu Theresíugötu,
skoða hinar fögru miðaldabygg-
ingar og Hofkirche með sinum
fornu furstagröfum. Innsbruck á
sér merkilega sögu, sem í senn
Cr harmur og stolt Tyrólarbúa,
Og það er gott fyrir borgara lítill-
ar þjóðar að rifja upp sumt, sem
þar hefur skeð.
Næsti áfanginn er fæðingar-
staður Mozarts, tónlistarborgin
Salzburg. Landslagið er undra-
fagurt Austur-Alpalandslag. í
gegnum borgina rennur Salzach,
en umhverfis eru fögur fjöll.
Borgin er aldagamalt erkibisk-
ups- og furstasetur, skrautleg og
ber vott um auð og vald liðinna
daga. Hátt yfir borginni gnæfir
kastalinn Hohensalzburg frá því
um 1000 e.Kr. Dómkirkjan er
stórfengleg bygging, nokkurs
konar eftirlíking af Péturskirkj-
wnni í Róm, og á torginu fyrir
framan hana eru árlega leiknir
miklir hátíðaleikir. Yfir Salzburg
®g íbúum hennar hvílir einhver
vingjarnleg glaðværð og fjör,
sem annars er fátítt norðan Alpa-
fjalla. En Salzburg er gamall
áfangasfaður í þjóðleiðinni milli
suðurs og norðurs.
gosbrunnum. Múnchen er mikil
viðskiptaborg og alþjóðlegur
listamanna- og ferðamannastað-
Næst er að heimsækja Múnch-
«n hina fornu, listfrægu höfuð-
borg Bæjarakonunga. Múnchen
var ákaflega fögur borg fyrir
stríðið síðara, og kvað nú óðum
ffögrum byggingum, görðum og
vera að fá sinn forna svip, með
ur. Þarna verður dvalið um kyrrt
heilan dag og síðan haidið til
Frankfurt. Ennþá er óvíst. hvort
flogið verður heim þaðan eða frá
Hamborg.
Ég hefi farið þetta ofur laus-
lega í huganum að gamni sínu,
ef vera mætti, að einhverjum
yrði ljósara, hvað hér er um að
ræða. „Ef inni er þröngt, tak
hnakk þinn og hest og hleyptu á
brott“, kvað Einar Benedikt.ssön
forðum. Sú tíð er liðin. Hestur-
inn fullnægir ekki lengur og hug-
urinn þráir víðari sýn, en
skyggnast yfir í næsta dal.
En ég get ekki að því gert. að
mér þykir vænt um, að við erum
j orðnir svo risnir á legg, að við
| getum leyft okkur að sjá dálítið
af heiminum, sjá lönd og þjóðir,
líf þeirra og starf. Og gaman að
við skulum geta gert það án
aðstoðar annarra, farið á eigin
vögnum við fyllstu ferðaþæg-
indi, og veitt ferðafólki okkar
fyllstu fyrirgreiðslu, fræðslu og
leiðbeiningar til þess að því megi
verða sem bezt not og varanleg-
ust ánægja af ferðinni. Það er
þetta, sem mér skilst, að Ferða-
skrifstofa ríkisins sé að leitast
við að gera, með r.vo ódýrum
hætti, að fáum einstaklingi
mundi vera auðið að fara sh’ka
ferð og sjá jafn mikið, nema með
því að kosta meiru til. Hér er séð
fyrir öllu fyrirfram og ferða-
maðurinn þarf engar áhyggjur að
hafa. Aðeins hafa augu og eyru
! opin, sjá og heyra og njóta. Og
Evrópa er vel þess virði —
Evrópa í septembersól.
Sigurður Einarsson.
Ilverjum tekst að ná árangri
til að fara til Bern ?
Neislarðiri! islands í frjálsíþrólfum um helgina
OTÆRSTI viðburður á sviði frjálsíþrótta hér á þessu ári verður
um næstu helgi, en þá fer fram í Reykjavík Meistaramót ís-
lands en það er jafnframt úrtökumót fyrir Evrópumeistaramótið
í Bern. Mótið hefst á laugardaginn kl. 3 og lýkur á mánudagsr
kvöld. Keppendur eru margir skrásettir alls staðar að af landinu.
Þrettán félög og félagasambönd senda keppendur til mótsins og
er það sjaldgæf þátttaka.
Kjarlan Jakobsson
DÁINN! er orð sem daglega
hljómar, en alltaf snertir það
einhversstaðar viðkvæman
streng, þó geta lífskjörin orðið
þannig, að dauðinn sé kærkom-
inn.
Kjartan Jakobsson var fæddur
3. janúar 1893, að Galtafelli í
Hrunamannahreppi. Hann var
sonur Jakobs Jónssonar, bónda
Bjarnasonar þar og Elínborgar
Pálsdóttur.
Litli drengurinn ólst upp hjá
afa og ömmu fram yfir ferming-
araldur, var þsirra yndi og eftir-
læti, enda sást það snemma, að
hann hafði þegið mannkosti og
fjölþætta hæfileika í vöggugjöf,
sem lofuðu miklu.
En tilveran spinnur sína leyni-
þræði, ef til vill má kalla það
I örlagaþræði. — Við horfum og
I hlustum spurul, en fáum ekki
I svar eða skiljum ekki.
j Tilveran er okkur og verður
' ætíð óskiijanleg, óviðráðanleg
| gáta ef við ekki gerum ráð fyrir
öðru en því, sem heyrn, sjón og
tilfinning geta látið okkur í té.
! Kjartan kvæntist ungur Jar-
þrúði Þorláksdóttur úr Hafnar-
firði. Þau eignuðust fjögur
mannvænleg börn: Jón, bifvéla-
virkja og Elinborgu Onnu —
bæði bússtt á Selfossi. Unu og
Guðnýju, búsettar í Reykjavík.
HERZLUMUNINN
VANTAR
Aðeins einn maður, Torfi
Bryngeirsson, hefur náð þeim
árangri, sem „lágmarksnefnd“
FRÍ hefur sett til þátttöku í
Evrópumótinu. Nokkrir aðrir
eru mjög nálægt lágmarksaf-
rekunum og mun það sannar-
lega setja sinn svip á keppn-
ina um helgina, sérstaklega ef
veður verður gott, því vart
hefur frjálsíþróttamót verið
haldið í Reykjavík á þessu
sumri í góðu veðri, og hefur
það haft sín áhrif á afrek
frjálsiþróttamannanna.
KEPPNISGREINAR
Alls verður keppt í 20 grein-
um karla og 5 greinum kvenna,
en kvennagreinarnar allar fara
fram á mánudag ásamt keppni
í fimmtarþraut (11 kepp.) hindr-
unarhlaupi (5) og boðhlaupun-
um báðum. Á laugardag verður
keppt í 200 m (10), kúluvarpi
(9), hástökki (8), 800 m hlaupi
(6), spjótkasti (5), langstökki (8),
5000 m hlaupi (8) og 400 m
grindahiaup (4). Á sunnudag kl.
3 verður svo keppt í 100 m hlaupi
(11), stangarstökki (6), kringlu-
kasti (13), 1500 m hlaupi (8),
þrístökki (6), 110 m grindahlaup
(4), sleggjukasti (6) og 400 m
hlaupi (7).
TVÍSÝN KEPPPNI
Óhætt mun að segja að svo tíl
allir beztu frjálsíþróttamenn
landsins verði á meðal keppenda.
í spretthlaupunum eigast við Ás-
mundur, Hörður Haraldsson,
Hilipar Þorbjörnsson og Guð-
mundur Vilhjálmsson. í milli-
vegalengdahlaupin vantar Guð-
mund Lárusson, en það gerir
úrslitin aðeins tvísýnni, þó árang-
ur verði að sjálfsögðu ekki eins
góður og ef Guðmundur væri
með. í 5 km getur allt skeð, en
sterkastir verða að teljast
Reykjavíkurmeistarinn Svavar
Markússon og Sigurður Guðna-
son. Fæstir eru keppendurnir í
grindahlaupunum og mun Ingi
Þorsteinsson þar verða í sér-
flokki ef að líkum lætur.
í stökkunum er mikið manna-
val. í langstökki er meðal kepp-
enda Evrópumeistarinn, Torfi og
Einar Frímannsson, Selfossi, sem
náð hefur bezta árangri ársins.
Þar er og Sigurður Friðfinnsson
FH og margir aðrir knáir, svo
sem Daníel Halldórsson, Helgi
Björnsson og Björn Jóhannsson.
í stangarstökkinu er Torfi í sér-
flokki. Fimm aðrir reyna við
hann. í hástökkinu eru ekki ný-
ir menn og fyrirfram mun Sig-
Friðfinnsson verða talinn einna
líklegastur til sigurs, í þrístökk-
inu eru nokkrir langstökkvar-
anna og auk þeirra Vilhjálmur
Einarsson UIA, sem í meðvindi
hefur stokkið langt yfir lág-
markið, sem sett er til Bernar-
farar, en vantar nokkra senti-1
metra upp á það í logni. Nú er,
hans síðasta tækifæri.
í köstunum eru úrslitin þó j
einna tvísýnust. Fyrirfram þýð-1
ir ekkf að spá um hvor sigri í
kúluvarpi, Skúli Thorarensen'
eða Guðmundur Hermannsson, I
né hvor sigri í kringlukastinu, •
Þorsteinn Löwe, Friðrik eða
Hallgrímur. í spótkasti er Jóel
öruggur og Þórður í sleggjukasti,
en einnig hann vantar herzlu-
muninn í „Bernarkast“. — Kven-
fólkið er óútreiknanlegt, en til
keppninnar eru komnar margar
utanbæjardömur, og einnig þær
hafa möguleika á því að verða
fulltrúar íslands suður í Sviss.
JT
Asraundiir
liliop 200
má 21.8 sek
Kæri frændi! Þökk fyrir liðna
daga, allt frá fyrstu bernsku,
músík stundirnar og fleira fag-
urt, en umfram aht, góðvildina
til alls og allra. Nú hefur þú
lokið göngu þinni um öræfi þessa
jarðneska lífs, það hefur verið
skuggsýnt, en nú liggur það að
baki. Framundan blasir við þér
vorsól eilífðarinnar. Því að „vort
líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir og eilífð-
in fegri en augað sér, mót öllum
oss faðminn breiðir."
Kærleiksríkar bænir þinnar
öldruðu móður, barna, systkina
og frænda fylgja þér inn til lífs
og ljóss. G.
I GÆR fór fram á íþróttavell-
inum innanfélagsmót KR í
nokkrum greinum frjáls-
íþrótta. Náðist ágætur árangur
í ýmsum greinum.
Ásmundur Bjarnason hljóp
200 metrana á 21,8 sekúndum
og er það langbezti árangur
er náðst hefur í þessu hlaupi
í ár. Aðstæður allar voru
fullkomlega löglegar. Er það
1/10 úr sek. betri árangur en
stjórn FRÍ setti sem lágmark
fyrir þátttöku íslendinga í
þeirri grein í Evrópumótinu í
Bern. Er Ásmundur annar
maðurinn, sem nær Iágmarks-
afreki til Bernarfarar. Hinn
er Torfi í stangarstökki.
í 110 m grindahlaupi sigr-
aði IngiÞorsteinsson á 15,5
sek. Annar varð Pétur Rögn-
valdsson á 15,9 sek. Lágmark-
ið þar er 15,0 sek.
Akranes—Keflavík
í GÆR höfðu 16,3 Keflvíkinga
tekið þátt í norrænu sundkeppn-
inni, en 16,7% Akurnesinga. Fjrr-
ir viku var staðan þannig: Kefla-
vík 15,8% og Akranes 16,0%. —
Eins og sjá má af þessum tölum
er keppnin mjög jöfn og mismun-
urinn nú aðeins 0,4%. Ef þátttak-
an í keppninni verður út keppnis
tímabilið eins og hún hefur ver-
ið undanfarið, þá synda ekki
fleiri en 20% á viðkomandi stöð-
um, en 1951 var þátttakan 31,7%
i Keflavík á móti 31,6% á Akra-
nesi.
BEZT AÐ AUGLfSA
i MORGUMLAÐim
Bólsiruð
húsgögn
Svefnsófar,
Armstólar,
Armstólasett.
Iirelli
Bjólbarðar
og slöragur
710X15, 6 striga
475X16, 4 —
550X16, 6 —
825X20, 12 —
900X20, 12 —
COLUMBUS H/F
Brautarholti 20. - Sími 6460.
Barnapeysur með bekkja-
mynztri í skærum litum.
UllarvörubúSin,
Þingholtsstræti 3.
Til kaup-
manna og
kaupfélaga
seljurn viS i
heildsölu allar
stærðir af
svörtum og
galvaníseruðum vatnsleiðslu- og
miðstöðvarröru m.
Elding Trading Company.