Morgunblaðið - 24.08.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.08.1954, Blaðsíða 9
ÞriSjudagur 24. ágúst 1954 MORGUNBLAÐIÐ I Aakin efaiahcgssantvinna Norðurlanda var aial- viðiangsefni iundarins 1 Osló Norðurlandaráðið lýsti yfir eindreginni sam- úð með aðgerðum íslendinga í landhelgis- málinu. Utvarpsræis Siproar Bjarnascnar í gærkvöldi I í FKÉTTATÍMA útvarpsins í j gærkvöldi gaf Signrður J Ejarnason, formaður íslands- j dcildar • Norðurlandaráðsins, j eítrfarandi yfirlit um störf J ráðsfundarins í Osló: Eins og skýrt hefur verið frá lauk öðrum fundi Norðurlanda- ráðsins í Osló miðvikudaginn 18. ágúst s.l. Hafði hann þá staðið yfir í 9 daga. Fundinn sátu 16 fulltrúar frá hverju þjóðþingi í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð og 5 frá Al- þingi íslendinga. Þar að auki 6átu þar fulltrúar frá ríkisstjórn- Um landanna og munu samtals hafa verið þar um 20 ráðherrar, þar á meðal allir forsætisráð- herrar þeirra og þrír utanríkis- ráðherrar. Loks var fjöldi sérfræðinga á ýmsum sviðum í fylgd með öll- Um sendinefndunum nema þeirri íslenzku. Samtals munu því nokk Uð á annað hundrað manns hafa Bótt fundinn eða gegnt störfum í sambandi við hann. Af hálfu íslands sátu fundinn ráðherrarnir Ólafur Thors, for- sætisráðherra og Steingrímur Steinþórsson, félagsmálaráð- herra og alþingismennirnir Bern harð Stefánsson, Gísli Jónsson, Hannibal Valdemarsson, Jörund- Ur Brynjólfsson og Sigurður Bjarnason. Ritari íslenzku full- trúanna var Jón Sigurðsson, 6krifstofustjóri Alþingis. Fyrir fundinum lágú 35 mál, gem flutt voru af ríkisstjórnun- um eða einstökum fulltrúum frá hinum fjórum þátttökuríkjum Norðurlandaráðsins. Hlutu þau öll einhverja afgreiðslu. TILLAGA ÍSLANDS Áður en ég sný mér að því, að gefa stutt yfirlit um störf og sam þykktir fundarins er rétt að gera grein fyrir afgreiðslu þess máls, - sem fulltrúar íslands fluttu þar. Var það tillaga varðandi land- helgismálið. Með henni var lagt til að Norðurlandaráðið beindi því til ríkisstjórnanna, að þær at- huguðu, á hvern hátt væri unnt að styðja íslendinga í viðleitni þeirra til verndunar íslenzkum fiskimiðum. Það, sem vakti fyrir fluttnings- mönnum tillögunnar, var fyrst Og fremst það, að fá yfirlýsingu um samúð og stuðning frænd- þjóðanna á Norðurlöndum við aðgerðir íslenzku þjóðarinnar í þessu mjkla hagsmunamáli henn- ar. Töldu þeir, að slík yfirlýs- ing gæti á ýmsan hátt orðið hin- lim íslenzka málstað gagnleg í þeirri baráttu, sem enn stendur yfir. Var áherzla lögð á þetta í ræð- um fulltrúa íslands á þinginu og í fjárhagsnefnd þess, sem fjall- aði um tillöguna. Niðurstaðan varff svo sú, að ; i ályktun þeirrl, sem fundur- ' inn samþykkti um málið, lýsti Norðurlandaráðið því yfir, að brýna nauðsyn bæri til verndar fiskimiðunum við strendur fslands og að íslend- ingum væru þær aðgerðir lífsnauðsyn, sem þar hefðu J verið framkvæmdar. Að því leyti, sem þær ráðstaf- anir, sem þegar hefðu verið gerðar væru deilumál milli ís- lands og annars ríkis teldi Norð- Urlandaráðið sig hinsvegar ekki bært um að láta í ljós álit sitt. Réttur vettvangur til þess að komast að þjóðréttarlegri niður- stöðu um það ágreiningsefni væri Haagdómstóllinn, en hvorki Norðurlandaráðið né Evrópuráð- ið. Þessari ályktun sinni ákvað ráðið að beina til ríkisstjórna þeirra landa, sem aðild eiga að því. AFDRÁTTARLAUS SAMÚÐARYFIRLÝSING íslenzku fulltrúarnir töldu að með þessaii samþykkt ráðs f ins væri megintilgangi þeirra með flutningi tillögu sinnar náð. Norðurlandaráðið lýsti skýrt og afdráttarlaust yfir skilningi sínum og samúð með aðgerðum íslendinga í land- helgismálinu. Það taldi enn- fremur, að Evrópuráðið, sem Bretar og fleiri þjóðir hafa lagt málið fyrir, ætti ekki um það að fjalla. Um lögmæti hinna íslenzku ráðstafana bæri alþjóðadóm- stól að skera úr en til þeirrar málsmeðferðar hafa íslending ar jafnan verið reiðubúnir, að því tilskildu að úrskurður hans þýddi raunveruleg mála- lok. Iíinn íslenzki málstaður lief ur því hlotið ótvíræðan stuðn- ing í samþykkt Norðurlanda- ráðsins varðandi landhelgis- málið. Standa vonir til þess, að af því megi nokkurt gagn verða í áframhaldandi bar- áttu íslenzku þjóðarinnar gegn því ofbeldi og þeirri óbilgirni, sem hún hefur mætt af hálfu fámennra liagsmunasamtaka brezkra togaraeigenda. f þessu sambandi vil ég loks geta þess, að norsk blöð ræddu tillögu íslendinga og aðgerðir þeirra í landhelgis- málinu meira en nokkurt ann- að mál, sem fyrir fundi Norð- urlandaráðsins lá. Kom þar fram svo að segja einróma stuðningur við málstað ís- lands. SAMEIGINLEGUR MARKAÐUR Það mál, sem segja má, að hafi verið aðalviðfangsefni þingsins var aukin samvinna Norðurlanda á sviði efnahagsmála. Hafði það verið undirbúið vendilega af hálfu ríkisstjórna Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Meginefni þeirra tillagna, sem samþykktar voru í málinu voru þessar: Norðurlandaráðið beinir því til ríkisstjórnanna, að vinna að aukinni efnahagssamvinnu Norð- urlanda og bendir sérstaklega á nauðsyn þess að skapa skilyrði fyrir sameiginlegum markaði þessara landa á eins víðtækum grundvelli og unnt sé. Tollalög- gjöf verði samræmd og unnið að því að afnema tolla og viðskipta- hömlur milli Norðurlandanna svo sem frekast samræmist hagsmun um einstakra landa. Jafnframt taki ríkisstjórnirnar upp nána samvinnu um aukningu framleiðslunnar og bætt lífskjör meðal hinna norrænu þjóða. í þessu sambandi beri einnig að leggja áherzlu á samvinnu á sviði náttúru- landbúnaðar og tækni- vísinda. Töluverður ágreiningur ríkti um þessar tillögur á fundinum. Voru það einkum fulltrúar borg- araflokkanna í Noregi, sem sner- ust gegn þeim. Þeir lýstu því að vísu yfir, að þeir teldu sjálfsagt að vinna að aukinni efnahags- samvinnu Norðurlanda. En þeir vildu að norska þingið fengi tækifæri til þess að fjalla um þær tillögur, sem fyrir lágu, áður en Norðurlandaráðið afgreiddi þær til ríkisstjórnanna. SÉSTAÐA ÍSLANDS Af hálfu Islendinga var því lýst yfir, að þar sem þeir hefðu ekki tekið þátt í undirbúningi tillagnanna og byggju þar að auki við margvíslega sérstöðu á sviði efnahags- og tollamála, sæju þeir sér ekki fært, að taka afstöðu til einstakra atriða þeirra á þessu stigi málsins. En íslendingar teldu nauðsyn bera til aukinnar efnahagssamvinnu Norðurlanda og myndu því greiða atkvæði með tillögum Sigurður Bjarnason, alþm. meirihlutans í heild með þeim fyrirvara, sem fyrr greinir. PÓST- OG SÍMAMÁL Af öðrum samþykktum fundar- ins um efnahagsmál má nefna ályktun um samvinnu á sviði póst- og símamála. Var sam- þykkt að beina til ríkisstjórn- anna að koma á samnorrænum taxta fyrir burðargjald bréfa allt að 500 gr. milli Norðurlandanna. Verði sama gjald fyrir flutning þessara bréfa og gildir innan- lands í hverju landi. Fvrir þyngri bréf verði komið á all- miklu lægri taxta en nú gildir. Innanlandstaxtar verði einnig notaðir við sendingu símskeyta milli Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar og reynt að setja sam- ræmda gjaldtaxta fyrir símskeyti milli íslands og Finnlands annars vegar og annara Norðurlanda hins vegar. Þá var þeirri áskorun beint til ríkisstjórnanna, að beita sér fyrir því að samtök sjómanna á Norð- urlöndum athugi möguleika á gagnkvæmri fyrirgreiðslu við löndun og flutning á fiski. Er þar um að ræða stórt mál og gamal- kunnugt íslendingum, sem bæði fyrr og nú hljóta að hafa þar verulega sérstöðu. Var greini- lega á það bent af Ólafi Thors, forsætisráðherra, í samtali við eitt Oslóarblaðanna. í nefnd þeirri, sem fjallaði um efnahagsmál á fundinum átti Hannibal Valdemarsson sæti af hálfu íslands. SAMVINNA Á SVIÐI MENNINGARMÁLA Margar tillögur voru sam- þykktar í ráðinu varðandi menn- ingarmál. Af þeim má nefna ályktun um námsstyrki og annan stuðning við skólafólk, sem sæk- ir lýðháskóla á Norðurlöndum, og setja á stofn sérstaka nefnd til þess að ræða nánar tillöguna um stofnun norræns lýðháskóla. Ákveðið var að ráðið tæki til nánari athugunar aukna sam- vinnu á sviði útvarps og sjón- varps. En í Noregi, Svíþjóð og Danmörku ríkir nú mikill áhugi fyrir byggingu og rekstri sjón- varpsstöðva. Munu Danir vera komnir einna lengst í tilraunum sínum á því sviði. Samþykkt var að beina til ríkisstjórnanna áskorun um að setja reglur, sem gerðu það mögulegt að Norðurlpnd skiptust á fræðslukvikmyndum og öðru kvikmyndaefni, sem hefði menn- ingarlegt og vísindalegt gildi, án þess að greiða af þeim tolla. Þá var ákveðið að hefja á næstunni útgáfu samnorrænna þingtíðinda, í þeim tilgangi að skapa hinum norrænu þjóðum bætta aðstöðu til þess að fylgjast með löggjafar- málum á þjóðþingum þeirra. Ennfremur var þeirri áskorun beint til ríkisstjórnanna að at- huga á samráði við norrænu menningarmálanefndina mögu- leika á því, að gefa öndvegisrit Norðurlandaþjóðanna út á heims málum, og þá fyrst og fremst ensku. Fulltrúi íslands í menningar- málanefndinni var Jörundur Brynjólfsson, IIEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Á sviði félagsmála fjallaði ráð- ið um fjölda mála. Samþykkt var að mæla með því við ríkisstjórn- irnar, að hraðað yrði staðfestingu ásamþykktum alþjóða vinnumála stofnunarinnar og ýmsar álykt- anir gerðar, sem stefna að auk- inni samvinnu á sviði heilbrigðis- mála, m.a. um gagnkvæma fyrir- greiðslu norræns fólks á sjúkra- húsum þátttökuríkjanna og sam- eiginlega fræðslu á»sviði heilsu- verndar og hjúkrunarmála. Ráðið beindi til ríkisstjórna allra Norðurlandanna, einnig Finnlands, sem ekki er aðili að ráðinu, að undirbúa sameigin- lega heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum fyrir farmenn og sjó- menn. Er þar um að ræða ráð- stafanir, sem vafalaust gætu orð- ið til mikils gagns. Samþykkt var ályktun um gagnkvæm skipti á læknum og hjúkrunarfólki með það fyrir augum að skapa samnorrænan vinnumarkað fyrir fólk með slíka menntun. Fulltrúar íslands í félagsmála- nefndinni voru Gísli Jónsson, jafnframt var varaformaður hennar, og Bernharð Stefánsson. GÆGNKVÆM SKIPTI RÍKISSTARFSMANNA Af málum, sem laganefnd fundarins fjallaði um má nefna tillögu' um breytingu á starfs- reglunm þess. Voru samþykktar nokkrar smábreytingar á þeim, sem miða að því að gera starf- semi þess léttari í vöfum. Þá var mælt með því við ríkisstjórn- irnar, að unnið yrði að því að auðvelda gagnkvæm skipti á starfsmönnum ríkisins milli Norð urlandanna og auka námsstyrki í því skyni. Fulltrúi íslands i þessari nefnd var Sigurður Bjarnason, sem jafnframt var varaformaðmr hennar. RAUNIIÆFARI OG VÍÐTÆKARI SAMVINNA Enda þótt þetta þing Norður- landaráðsins hafi ekki fjallað um mörg stórmál, er óhætt að fullyrða, að það hafi afkastað ýmsu, sem í framííðinni mun gera norræna samvinnu raun- hæfari og víðtækari. Ef sam- þykktir þess komast allar í fram kvæmd mun það með ýinsum hætti auðvelda efnahagsleg, menningarleg og félagsleg skipti þeirra náskyldu þjóða, sem að þessum samtökum standa. Og það er einmitt tilgangur Norður- landaráðsins. FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR AF HÁLFU NORÐMANNA Ég vil að lokum geta þess, að allur undirbúningur Norð- manna að þessum fundi ráðs- ins var með ágætum. Við ís- lenzku fulltrúarnir hljótum einnig að minnast með sér- stöku þakklæti þeirrar hlýju og alúðar, sem okkur . mætti hvarvetna af hálfu okkar norsku frænda og vina. Minningin um sameiginleg- an uppruna íslendinga og Norðmanna, sögu og menn- ingu lifir í dag ekki síður í Noregi en á íslandi. Landsleikuniin í kvöld Geta Sveinn og Giið]ón haldið innherjunmn niðri? í KVÖLD mætir íslenzka lands- liðið hinu sterka sænska lands- liði er nýlega sigraði Finna með 10 mörkum gegn 1. Islenzka liðið kom til Kalmar, þar sem leikuf- inn fer fram á sunnudaginn og hugðist skoða aðstæður vel áður en til leiks yrði gengið. í Kalmar var uppi fótur og fit og höfðu selzt þar fleiri aðgöngumiðar fyrirfram en dæmi eru til áður í sambandi við knattspyrnuleik. ENGINN mun krefjast þess af íslenzka liðinu að það komi heim með sigur, að lokinni viður- ei.gn við sænska liðið, en Svíar eru ein fremsta knattspyrnuþjóð heims og er þess skemmst að minnast að þeir urðu Olympíu- meistarar 1948. Þó þeir séu ekki eins góðir nú og þá, blandast engum hugur um að íslenzka lið- ið á við ofjarl að etja. — Flestir mundu telja að 4:5 sé ágæt frammistaða íslendinga, — nái þeir því. Og víst er um það, að héðan fylgja þeim allar þeztu óskir um góða frammistöðu. OSJALFRATT verður mönnum á að hugsa til leiks sænska liðs- ins við Finna, en sá leikur fór fram á heimavelli Finna — en samt töpuðu þeir með 10:1. Af fréttum sem borizt hafa af leiknum má ráða, að vegna lé- legrar frammistöðu hliðarfram- varða Finna, hafði miðjutríó Svíanna fengið að leika lausum hala og undirbúa hverja sóknar- lotuna af annari — með þeim árangri er áður greinir. AÐ sjálfsögðu mun íslenzka liðið þárfnast alls þess bezta er hver leikmaður á til. En þegar maður heyrir þessi ummæli um leik Svía og Finna verður manni á að hugsa til Sveins Teitssonar og Guðjóns Finnbogasonar — hliðar framvarða íslendinga. Verða það þeir er geta afstýrt hárri marka- tölu? Tekst þeim að halda inn- herjum Svíanna niðri — eða taka Svíarnir upp einhverja aðra leikaðferð en gegnFinnunum? Að sjálfsögðu gcta Sveinn og Guð- Frh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.