Morgunblaðið - 24.08.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1954, Blaðsíða 16
Veðurúliif í dag: A-gola, skýjað, en víðast úr- komulaust. Variar-förin Sjá grein á 6. síðu. Leiðangur að flaki flug- vélarinnar á jökliniim FLUGVÉLIN ER ENN Á KAFI í SNJÖ VÍK í MÝRDAL, 23. ágúst. IGÆR fór leiðangur héðan úr Vík upp á Mýrdalsjökul til þess að leita að flaki amerísku flugvélarinnar, sem fórst þar í des- embermánuði síðastl. og með henni níu menn. — Hér var um könn- unarleiðangur að raeða, því um næstu helgi er áformað að fjöl- mennur leiðangur fari að flakinu. FYRSTI LEIÐANGUR GANGANDI Eins og menn muna voru margir leitarflokkar sendir upp á jökulinn strax og vissa var fengin fyrir því, hvar flugvélin hefði farizt. En þrátf'fyrir ítrek- aðar tilraunir tókst leiðangurs- mönnum ekki að komast að flak- inu þá, enda voru veður mjög óhagstæð í skammdeginu og að- stæður allar hinar erfiðustu. En •siðar tókst að lenda þyril- vængju hjá flakinu, og fundu menn þá eitt lík. Var ákveðið að fresta frekari leit fram á sum- ar, er veður batnaði og snjór bráðnaði af jöklinum. 5 KLST. FERÐ í leiðxngrinum, sem fór héðan í gær, undir stjórn Brands Stef- ánssonar, voru fjórir menn, sem eru í hinni nýstofnuðu flugbjörg unarsveit hér í Vík. Og allir tóku þeir þátt í björgunartilraununum í desember. Þeir lögðu af stað héðan frá Vík kl. 10 árdegis á tveggja drifa bíl og óku upp Heiðardal og inn á Koltungur. Þaðan var gengið á jökulinn. — Sóttist þeim ferðin mjög greið- lega og voru fimm klukkust. að flakinu. Þar af klukkutíma á jökli. Á KAFI í SNJÓ Á slysstað fundu þeir væng flugvélarinnar, en flakið sjálft er að öðru Ieyti enn á kafi í sjnó. Reyndu þeir að grafa niður á það, en komu brátt á ís. Var þá frekari Ieit hætt, enda var leið- angur þessi fyrst og fremst farinn til þess að kanna leiðina upp að flakinu. Um næstu helgi mun nýr leiðangur, sem verður miklu fjöl mennari, fara að flakinu og reyna að bjarga því, sem imnt er. Auk manna héðan, verða með í förinni flugbjörgunarsveitar- menn frá Reykjavík. Er faðir eins flugmannsins, sem fórst með flugvélinni, kominn hir.gað til lands, til þess að sækja lík son- ar síns. Auk Brands Stefánssonar voru með í leiðangrinum þeir Guðni Gestsson í Vík, Gunnar Sigurðs- son, Litla-Hvammi og Sigurjón Böðvarsson að Bólstað. Heim- .förin gekk þeim mjög greiðlega, Og voru þeir aðeins um þrjá og hálfan tíma af jöklinum niður að bílnum. —Fréttar. Valur vami Fær- eyiiigana 5:2 FÆREYSKU knattspyrnumenn- irnir, er komu hingað til lands í boði knattspyrnufélaganna á ísa- firði, léku fyrsta leik sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Léku þeir við Valsmenn og fóru leikar svo, að Valur sigraði með 5 mörkurn gegn 3 í skemmtilegum leik og stundum allhörðum. Á miðvikudagskvöld leika Fær- cyingar við Víking, og er það síð- asti leikur þeirra hér að sinni. Væri óskandi, að sá leikur hæfist kl. 7,30 eða í síðasta lagi' kl. 7,45, svo að síðustu mínútur leiksins verði ekki leiknar í rökkri, eins og raunin varð í gærkvöldi. ®-------------- Jarðliræringar Myndir Viggós E. Maack skipverkfræðings, er verðlaun hlaut í ljósmyndasamkeppni Mbl. Til hægri er mynd er tekin er skömmu fyrir aimyrkva. Hún er tekin á tíma 1:1250 og ljósop 1,6. í mifiil er mynd af almyrkva tekin á tíma 1:1000 og Ijósop 5,6. Lengst til vinstri er mynd tekin skömmu eftbg almyrkva. Hún er tekin á tíma 1:500 og ljósop 11. á Hiisavík FRÉTTARITARI Mbl. á Húsavík símaði í gær, að þar hefðu menn á sunnudagskvöldið tvívegis fund- ið jarðskjálftakippi. Var sá fyrri nokkuð harðuj, en olli þó ekki tjóni. Síðari kippurinn var vægari. Veðurstofan skýrði Mbl. svo frá, að henni hefðu ekki borizt fregnir annars staðar að um jarðhræring- ar á þessu tímabili, en það var kl. 10,05 um kvöldið og aftur kl. 10,33. Aftur á móti sýndi jarðskjálfta- mælirinn hér miklar hræringar fyrr um daginn, sem munu hafa stafað frá jarðskjálftum, sem áttu upptök sín alllangt í hafi úti, fyr- ir norðan land, en svo vægar voru hræringarnar, að menn urðu þeirra ekki varir á annan hátt. Fjórir á veiðum fyrir Þýzkaland FJÓRIR togarar eru nú byrjaðir ísfiskveiðar fyrir Þýzkalands- markað og mun fyrsti togarinn væntanlega landa þar 2.—4. sept. f þeim mánuði munu 13—15 skip sigla með ísfisk til Þýzkalands. Togararnir sem byrjaðir eru veiðarnar eru: Röðull, Svalbak- ur, Júlí og Ingólfur Arnarson. Forsæfisráðherra fór snögga ferð iil London og Parísar FULLTRÚAR ÍSLANDS á fundi Norðurlandaráðsins í Osló komu heim síðast liðið sunnudagskvöld. Voru það þeir Gísli Jónsson, Sig- urður Bjarnason, Bernhard Stef- ánsson, Hannibal Valdimarsson og Jörundur Brynjólfsson. Ráðherr arnir Ólafur Thors forsætisráð herra og Steingrímur Steinþórs- son félagsmálaráðherra, sem einn- ig sátu fundinn, dveljast enn er- lendis. Fór Ólafur Thors síðast- liðinn sunnudag snögga ferð til London og Parísar, en er væntan- legur heim á næstunni. Kona hans, frú Ingibjörg Thors, kom hins veg- ar heim með Gullfaxa s. 1. sunnu- dag. VALDASTÖÐUM í Kjós, 22. ág. — Nokkur tröppugangur hefur verið á laxveiðinni í Laxá nú í sumar. Þannig var t. d. lítil veiði í júnímánuði, góð í júlí og nú aftur með lakara móti. Allmikill lax hefir sézt á miðsvæði Laxár. Fimm norskum mennta skólanemum boðið heim „Beztu myrsdir af sél- myrkvœiHum 30. júní“ SEM KUNNUGT er efndi Morgunblaðið til samkeppni meðal þeirra er áhuga hafa á ljósmyndagerð, um beztu mynd eða| myndir frá sólmyrkvanum 30. júní s. I. Hefur af óviðráðanleguna orsökum dregizt að birta úrslit þeirrar samkeppni, en úrslit hafð orðið þau, að Viggo E. Maack, skipaverkfræðingur, Sörlaskjóli 76s hlýtur 1. verðlaun — 300 krónur. i Sr. Friðrik Rafnar lætur af störfum ★ MARGIR ÞÁTTTAKENDUE Margir sendu myndir til blaðs- ins af sólmyrkvanum. VorU margar þeirra mjög athygl-. ■yt isverðar, og vel að þeitn unnið, og sýnir það að fólk almennt gaf þessum nátt- úruviðburði gaum, og festi hanq á Ijósmyndafilmur. Margir þeirra* er þátt tóku í samkeppninní, sendu heilar myndaræmur, sena sýndu Ijóslega aðdraganda sól-i myrkvans og almyrkvans sjálfan. Voru í bessum ræmum allt a3 15 myndir. Nokkrir sendu aðeinð mynd af almyrkvanum — eða kórónu, en flestir þetta 2—3 myndir. Yfirleitt höfðu memS unnið þessar myndir sjálfir, svd að sjá má, að Ijósmyndun og vinna á filmum er orðin almena tómstundavinna og áhugamáS margra. ★ ERFITTVAL 1 í dómnefnd voru Gunnaí Bjamason, vélskólakennari og Ólafur K. Magnússon, ijósmynd- ari Morgunblaðsins. Kváðu þeir erfitt hafa verið að gera upp á miiii sumra myndanna, en urðu þó ásáttir um að myndir Viggóa Maack skyldu hljóta verðlaunin. Sr. Friðrik J. Rafnar vígslubiskup Illuiu si^ur í ritgerðarkejppni iim „Island i Norden64 MORGUNBLAÐIÐ og Loftleiðir hafa ákveðið að bjóða í samráði við dagblaðið Stavanger Aftenblad, fimm norskum mennta- skólanemendum til viku dvalar á íslandi í september. Var fyrir nokkru efnt til ritgerðarsamkeppni meðal nemendanna í mennta- skólum í Stavanger, Haugasundi og á Rogalandi, og tóku fjölmargir menntaskólanemanna þátt í samkeppninni, þótt hana bæri upp á próftímann. Var ritgerðarefnið „Island i Norden.“ Hafa nú hinir fimm hlutskörpustu verið valdir og koma þeir hingað með flug- vél Loftleiða 6. sept. n. k. FJÓRIR REKTORAR Fyrirkomulag ritgerðarkeppn- innar var þannig, að fyrst völdu skólarnir sjálfir þær ritgerðir, sem til dómnefndarinnar voru sendar, og valdi hún loks fimm ritgerðanna sem verðugar stór- verðlaunanna. Dómnefndina skip- uðu fjórir norskir lektorar, og var álit hennar kunngert fyrir skömmu. Mun Stavanger Aftenblad birta beztu ritgerðirnar síðar. Á ísiandsferðinni gefst hinum norsku menntaskólanemendum tækifæri til þess að kynnast með eigin augum því, sem þeir hafa ritað um og hlotið sigur fyrir. SKOÐA SKÓLA Þeir koma hingað eins og fyrr er sagt, með flugvél Loftleiða 6. september frá Stavanger, en þang- að reka nú Loftleiðir fastar áætl- anir tvisvar í viku. Dveljast þátt- takendurnir hér í Reykjavík í vikutima. Verður farið með þá í ferðir um nágrenni bæjarins og þeim sýnt það merkasta, sem þar er að sjá. Munu þeir jafnframt skoða skóla og aðrar fiæðslustofn- anir. Verða í förinni þrír piltar og tvær stúlkur, og auk þess kemur einnig hingað með þeim blaðamað- ur -frá Stavanger Aftenpost. f viivAttuskyini Islendingar hafa jafnan mætt hinni mestu velvild og fengjð hiýar móttökur, er þeir hafa ferð- azt um Noreg, og er heimsókn þessi I gerð í því skyni að treysta ogj auka sambandið við frændþjóð okkar handan hafsins. — Mun Mrogunblaðið skýra síðar nánar frá heimsókn þessari. SÉRA Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup á Akureyri mun láta af störfum eftir eigin ósk nú í haust. Hefur skrifstofa biskups auglýst prestsembætti hans á Akureyri laust til umsóknar með umsókn- arfresti til 1. október n k. Séra Friðrik J. Rafnar sem nú er 63 ára að aldri, varð guð- fræðingur 1915 og fyrstu prest- skaparár sín þjónaði hann að Útskálum. Árið 1927 var hann kjörinn prestur á Akureyi. — Vígslubiskup Hólastiptis varð hann árið 1937 og prófastur Eyja fjarðarprófastsdæmis varð hann árið 1941. Á Akureyri hefur séra Friðrik vígslubiskup þótt rækja embætt- isstörf sín með hinum mesta myndarbrag og prýði og verið einkar ástsæll og vel láitnn af sóknarbörnum sínum. — Þykir mönnum leitt, að hann þarf nú að láta af embætti sakir heilsu- brests. LONDON, 19. ágúst: — Viðskipta samningur var gerður til eins árs milli Bretlands og Ungverja- lands. Viðskiptasamningur hefur ekki verið í gildi milli landanna síðan stjórnmálasambandi var slitið 1949 vegna ólöglegrar hand- töku brezka verzlunarmannsins Edgar Sanders. — Reuter. Sammngar milli íl útgerðarmanna og sjómanna hafnir i| SEM kunnugt er, eru kaup- og kjarasamningar togaraútgerðar- manna og sjómanna úr gildl gengnir. Fyrir nokkru boðuð aðilar að samningafundir mynda brátt hefjast. Síðdegis í gæí komu samninganefndirnar sam- an til fyrsta fundar. Togarasjómenn hafa nú gengi3 til atkvæða um heimild til sjó- mannafélaganna, um verkfalls- boðun, þó ekki hafi verið á- kveðin hvenær til slíkra aðgerða komi, ef samningar þeir, sem nú eru hafnir, fara út um þúfur. j — Akranesbátar hef ja síldveiðar AKRANESI í gær. — Hingað komu í dag 11 reknetabátar me9 síld. Fengu þeir frá 40—118 tumw ur á bát. Aflahæstur var báturina Aðalbjörg. Vélbáturinn Böðvar er farinn úí á síldveiðar með hringnót. —< Böðvar er úthúinn með fisksjá. | Oddur, j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.