Morgunblaðið - 24.08.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1954, Blaðsíða 2
MORGIJTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. ágúst 1954 ] Sverrir líunólf sson kona hans janet í FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ halda ung hjón söngskemmtun í Gamla-Bíó. Eru það þau Sverrir Runólfsson og kona hans, Janet, bandarísk að œtt og uppruna. Hafa þau hjónin stundað tónlistarnám vestan hafs i allmörg ár og komu hcim fyrir skömmu samt þremur börnum sínum og hyggjast nú halda hljómleika hér í Reykjavík og e. t. v. einnig á Akureyri. FÓR VESTUR 1945 ! son, hefur stundað píanóleik í Sverrir hefur lagt stund á ] mörg ár bæði í tónlistarskóla og söngnám síðan hann fór vestur ] hjá einkakennurum, m. a. hjá um haf árið 1945. Hefur hann ] Elisabeth De Averett, sem er biæfagra og þjálfaða tenórrödd. | frægur píanókennari í Los Ang- Kona hans mun leika undir og i eles. Hefur frúin oft komið fram þar að auki flytja sjálfstæð* píanóverk. Þau hjónin hyggjast halda aftur til Bandaríkjanna innan skamms og halda áfram tónlistarnámi sínu þar í landi. Sverrir Runólfsson fór til Ameríku árið 1945 og hóf söng- nám hjá sama kennara og Guð-1 mundur Jónsson lærði hjá um skeið. Var Sverri þá boðið að srtunda söngnám við tónlistar- deild háskólans í Long Beach, borg sem er skammt fyrir sunn- an Los Angeles, en hann hafði sungið á samkomu, þar sem við- staddir voru forráðamenn tón- listardeildar skólans. Var hann við ná-m í þessum skóla nokk- urn tíma, en naut jafnframt kennslu einkakennara. KOMST I URSLIT Um tíma varð þó Sverrír að leggja söngnámið á hilluna veg.ia atvinnu sinnar, en tók aftur til við námið fyrir um það bil tveim- ur árum, og lærði m.a. hjá Hans Klemenz, sem áður var söngv- ari bæði við Covent Garden og Metropolitan, en þó mest hjá Paul Thomsen, en hjá honum hafa lært fjölmargir kvikmynda- leikarar í Hollywood. Sverrir hefur margoft komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Eitt sinn tók hann þátt í söngkeppni, sem í voru um 2500 þátttakendur og varð einn af 17 er í úrslit komust. LEIKINN PÍANÓLEIKARI Kona Sverris, Janet Runóifs- Sverrir Runólfsson og kona hans Janet. opinberlega sem einleikari. í keppni, sem félag tónlistarkenn- ara í Los Angeles efndi til var hún ein af þrem píanóleikurum, er valdir voru til að leika á tón- listarhátíð á vegum félagsins. Á hljómleikunum á fimmtu- dagskvöldið mun Sverrir m.a. syngja lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigurð Þórðar- son og Pál ísólfsson. Þá mun hann og syngja aríur úr Pagliacci eftir Leon Cavallo og aríur úr La Bohéme. Frú Runólfsson munl eika lög eftir Lizt, Bach og Chopin. SIÐASTLIÐINN laugardag var vígður nýr ferðamannaskáli í Þórsmörk, sem Ferðafélag ís- lands hefur látið reisa þar í minningu Kristjáns Ó. Skag- íjörð. Er þetta áttundi ferða- mannaskálinn, sem félagið hefur látið reisa síðan fyrsti sitáli þess reis af grunni í Hvítanesi 1930. Er þessi skáli stærstur og veg- ] legastur þeirra allra og stendur í Langadal í Þórsmörk, einum fegursta stað íslenzkra öræfa. VEGLEGT FERÐAMANNAHÚS I Stjórn Ferðaíélags íslands, á- . samt gestum og fréttamönnum, héldu af stað frá Reykjavik á laugardaginn í tveim langferða- bifreiðum áleiðis til Þórsmerk- ur. Var komið að hinum nýreista skála um 9 leytið um kvöldið, eftir ánægjulega ferð í góðu veðri. Kemur skálinn fyrst í ljós er komið er að Krossá, en hann stendur norðanmegin árinnar, neðst í Langadal. Glampaði þar á glugga hans og þil í kvöldsól- inni, er bifreiðarnar staðnæmd- ust á árbakkanum. Var síðan ekið heim á hlað og skömmu síð- ar um kvöldið fór vígsluathöfnin fram. REISTUR TIL MINNINGAR UM KR. Ó. SKAGFJÖRÐ Lárus Ottesen, framkvæmda- stjóri Ferðafélags íslands bauð gesti velkomna, en þvínæst tók Jón Eyþórsson, ritari félagsins, til máls og skýrði aðdraganda BlfSÍl Eldur í 500 hesia hlöðu á sunnudag, VÍK, í MÝRDAL, 23. ágúst. IGÆRDAG kom upp eldur í hlöðunni í Skaftárdal á Síðu,. en þar er eitt stærsta fjárbú hér í sýslunni. Urðu þar miklar skemmd- ir á heyi. Það var síðari hluta dags í gær, að 'fólk i Skaftárdal varð vart við að eldur var í hlöðunni þar á bænum, en hún getur tekið um 500 hesta og var full, en mikið af því var hey frá sumrinu, en einnig voru talsverðar fyrningar. Bóndinn hafði veitt því eftir- tekt, að hitnað hafði í heyinu, sem fyrst var hirt í sumar. Hafði hann þó ekki talið neina eld- hættu á ferðum. FIMMTA HLUTANUM TÓKST AÐ BJARGA Strax og eldsins varð vart, var tekið til við slökkvistarfið, og komu margir menn til aðstoðar af næstu bæjum. Var slökkvi- starfið allerfitt, enda varð að bera mest allt heyið út úr hlöð- unni. Eldurinn var ekki að fullu elökktur fyrr en seinnihluta dags í dag. Hafði þá verið unnið sleitu laust við slökkvistarfið í um það bil sólarhring. Um fimmta hluta heysins tókst að bjarga, en helm- ingur þess brann til ösku, en hitt er stórskemmt. T.IÓNID MIKIÐ OG TILFINN- ANLEGT Heytjónið er mjög mikið og tilfinnanlegt, því að í hlöðunni Framh. á bls. 12 Sjónarvottinn vantar ©g dreng- mn a li jólimi Fyrsti ferðamannahópurinn, sem gisti skála Ferðafélags fslau s S Langadal í Þórsmörk. manns geta rúmazt þar í einu, án þess að þröngt sé. Er bygging hússins hin vandaðasta og smekk legasta í alla staði og herbergin björt og rúmgóð. Þessi ferða- mannaskáli mun sem önnur slík hús, verða látinn standa opino og er heimill ferðamönnum til gistingar, en þó munu félags- menn, sem að líkum lætur, hafa nokkur forréttindi um gistingu þar. HÉT Á FERSAMENNINGU FÓLKS Jón Eyþórsson kvað það hafa verið álit stjórnarinnar að eitt hús Ferðafélags íslands í óbyggð- um landsins skyldi verða tengt nafni Kristjáns Ó. Skagfjörðs, og þar sem hann hafði látið sér Skáli Ferðafélags íslands í Tindafjöllum. AÐSTANDENDUR fimm ára drengs, Þorsteins J. Karlssonar, Framnesvegi 1, hafa kært til rann sóknarlögreglunnar yfir því, er á að gizka 12 ára drengur, sem var á reiðhjóli, hjólaði á litla drenginn. Hlaut hann allmikil meiðsl, þó ekki hættuleg, er hann varð fyrir reiðhjólinu og rann það yfir höfuð hans. Gerðist Fraxnh. á bls. 13 þess að húsið hefði verið reist og lýsti skálanum. Hann er sem áður hefur verið sagt, reistur í minningu Kristjáns Ó. Skag- fjörðs. Kvað hann félagið hafa ráðgert fyrir 10 árum síðan að láta byggja skála í Þórsmörk, og hefði Kristján Ó. Skagfjörð verið einn aðal hvatamaður þess. Fjár- festingaleyfi hefði þó ekki feng- ist fyrr en á síðastl. ári, en þá var strax hafizt handa um fram- kvæmdir og var þá steyptur ! grunnur skálans. Þá gat hann ! þess, að skömmu eftir lát Krist- jáns Ó. Skagfjörðs, hefði Þor- |steinn Kjarval afhent félaginu 10 þús. kr. til sæluhúsbyggingar og um sama leyti hefði félaginu borizt 5 þús. kr. gjöf frá Vest- mannaeyjum í sama tilgangi. Ákvað þá stjórnin að skálinn í Þórsmörk skyldi reistur til minn- ingar um Kristján, en hann var eins og kunnugt er einn mesti brautryðjandi ferða- og íþrótta- mála hér á landi og vann ómetan legt starf á því sviði. í sumar var síðan lokið við smíði skálans. RÚMAR 50 MANNS j Skálinn er tvílyftur og er á neðri hæð hans tvö herbergi með föstum rúmum, eldhús og stórt fordyri. Uppi á lofti eru tvö fremur stór herbergi og eitt lítið og einnig rúmgóður uppgangur, sem hæglega má nota til gist- ingar. Alls eru 27 föst legurúm í skálanum, en talið er að 50 meira annt urn Þórsmörk en marga aðra staði landsins í ör- um, var þessi staður valinn fyrir það hús er tengt skyldi minningu hans. Nú hefur þetta hús verið reist á einum náttúrufegursta stað landsins í gróðursælli skóg- arhlíð, sagði Jón Eyþórsson, og er meira í þjóðbraut en önnur hús félagsins, þar sem hópferðir til Þórsmerkur eru stöðugt að aukast. Kvaðst hann vona að ferðamenning þeirra sem skálann ættu eftir að gista í framtíðinni, væri komin á það hátt stig, að fólk gerði sér far um að vernda bæði gróður og mannvirki á þess- um stað, og kvaðst óska þess að andi Kristjáns Ó. Skagfjörðs mætti ávallt ríkja í húsinu, meðal þeirra er þar dveldust. EIRMYND AF KR. Ó. SKAGFJÖRÐ Velþekkt félag í Reykjavík hefur ákveðið að gefa borð og bekki í skálann, og munu þeir verða fluttir þangað innan skamms, og ennfremur verður fest upp í skálann eirmynd af Kristjáni Ó. Skagfjörð, sem er nú í smíðum hjá Guðmundi Ein- arssyni frá Miðdal. Þá hefur ekkja Kristjáns, frú Emilía Skag- fjörð, gefið vandaða gestabók til skálans og var hún tekin í notkun þetta kvöld, er fyrsti ferðamannahópurinn gisti skál- ann. Teikningu hússins hefur Jón Víðis gert, yfirsmiður bygg- ingarinnar var Sigurður Mag. ís->: son, bóndi að Hvammi i: lir Eyjafjöllum, en Eysteinn Ei. :."S- son, verkstjóri, sá um flut.. Lng efnis til skálans. FYRSTA IIÚSMÓÐIRIN í SKÁLANÚM Eftir að vígsluathöfninn var lokið, var gestum boðið upp á hressingu. Var sezt að 1 " Ti- drykkju og svignuðu þar fcor® undir allskyns kræsingum. Hns- móðir skálans þetta fyrsta kvold, var frú Bíbí Gísladóttir, og veitti hún af mikilli rausn. Var það ærið starf þar sem gesLr voru run 50 taisins. Aldrei þraut þó á kaffikönnunni um kvöldiS ers margar ferðir og tíðar voru farn- ar eftir vatni til lögunarinnar. Unöir borðum voru og ræður fluttar. Tóku þar til ma s Guð- mundur Einarsson frá Miðdal, en hann er í stjórn félagsins. Þakk- aði hann fyrir hönd gestanna, hús móðurinni fyrir framúrskarandl veitingar. Þá tók einnig til máls Högni Torfason, fréttamaður, og þakkaði fyirr hönd fréttamanna. HÁLENDIÐ BRÚAÐ FERÐAMANNASKÁLUM Með byggingu þessa ferða- mannaskálc í Þórsmörk, rná I fjallajökuls og Eyjafjallajökuls . hafi verið tengt með ferða- | mannaskálum. — Ferðafélag i íslands og Fjallamenn eiga nú þrjá reisulega skála á þessu svæði og hafa má þar að auki af- not af leitarmannakofa á svæð- inu. Félagið á skála í Tindfjöll- um, en í þann skála mun vera um 4 tíma gangur frá Múlakoti í Fljótshlíð. Þaðan er síðan hægt að fara niður að Markarfljóti, en þar er leitarmannakeíinn, ekki alllangt frá KanastaSagili. Er nú í ráði að félagið í samvinnu við Fljótshlíð- armenn og Hvolhreppsmenn, láti gera göngubrú á Markafljót, á þessum stað, þar sem bændurnir þurfa að hafa mikil afnot af leit- armannakofanum og Ferðafélag- ið einnig. Hefur Vegagerg ríkis- ins lofað að útvega efni til brúar- byggingarinnar ef til kemur, en á Markarfljóti er þarna kláf- ferja innan við Einhyrning og er ennþá ekki ákveðið hvort hún verði lagfærð og notast við hana eða hvort brú verður byggð. —• Mun verkfræðingur frá Vega- gerðinni fara á staðinn í sumar og athuga þetta nánar og eins hvar heppilegt væri að brúa Syðri-Emsturá. FIMMV ÖRÐUHÁLS SKÁLINN 1 Ef torfæra þessi yrði brúuð, væri hægt að gera eina langa dagleið að tveimur stuttum, því úr skálanum í Tindfjöllum er ströng dagleið til Þórsmerkur. Væri því æskilegt að skipta henni í tvennt með því að hafa viðkomu í leitarmannakofanum. En frá honum til Þórsmerkurs- skálans væri þá um 6 tíma gang- ur. Þaðan má síðan fara til Framh. á bls. 13 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.