Morgunblaðið - 25.08.1954, Page 8

Morgunblaðið - 25.08.1954, Page 8
B MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. ágúst 1954 titstMiútáfc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. ^.uglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. UR DAGLEGA LIFINU \ Tengsl, sem aldrei slitna HINAR norrænu þjóðir hafa nýlega lokið öðrum fundi hins nýstofnaða Norðurlandar'áðs. Að þessu sinni var hann haldinn í Osló, höfuðborg Noregs. Fyrsti fundur ráðsins '’rar eins og kunn- ugt er haldinn í Kaupmanna- höfn. Af störfum og aðgerðum þessa fundar verður það augljóst, að Norðurlandaráðið er að feta sig áfram til jákvæðari vinnubragða og raunhæfari norrænnar sarr- vinnu. Það ræddi að þessu sinni ýmis mikilvæg hagsmunamál hinna norrænu þjóða, svo sem nánari efnahagslega samvinnu þeirra og aðgerðir íslendinga cil verndunar fiskimiðum sínum. Að sjálfsögðu hlýtur það að vera þannig, a.ð fundir Norð- urlandaráðsins ræði fyrst og fremst þau mál, sem einhverju skipta fyrir þær þjóðir, sem að því standa. Þvi er ekki ætlað að vera skrafskjóðu- samkoma, sem aðeins geti fjallað um þýðingarlítil eða einskisverð mál. Það er eir.- mitt stofnað vegna þess, að mörgum var ljóst, að norræn samvinna var meiri í orði en á borði. Hún þurfti að verða raunhæfari og víðtækari og í nánari tengslum við líf og starf hinna norrænu þjóða. Alþjóðleg samtök og ráðitefn- ur þeirra afreka ekki alltaf miklu í einu vetfangi. Það hendir ó- sjaldan að fjölmennar ráðstefnur renna bókstaílega út í sandinn, ekkert raunhæft gerist, allt kafn- ar í málæði og togstreitum. Þetta gerist ekkert síður þar sem stór- veldi eiga hlut að máli. Engu að síður eru hinar fjölmörgu. al- þjóðaráðstefnur, sem haldnar hafa verið á síðustu árum greini- leg sönnun þess, að þjóðirnar trúa í vaxandi mæli á friðsam- legt samstarf og nauðsyn þess að starfa sameiginlega að lau^n hinna fjölmörgu vandamála, sem mannkynið á við að etja. Og víst er það svo, að oftast er þó ein- hver von um samkomulag með- an ennþá er setið við samninga- borðið. Þegar á allt þetta er litið væri það ekki sanngjarnt, að ætlast til þess af ungum samtökum eins og Norðurlandaráðinu, að þau, afreki stórvirkjum á fyrstu tveim ur starfsárum sínum. Það hefur það heldur ekki gert. En það hefur þó þegar sannað tilveru- rétt sinn. Upp af starfi þess hef- ur þegar vaxið ýmislegt. sem gefið hefur norrænni samvinnu aukið innihald og stuðlað að bættri aðstöðu þjóða þess. Vegr.a sérstöðu íslands, sem liggur langt frá hinum þremur þátttökuríkj- um þess, hefur íslenzka þjóðin fengið færri tækifæri til þess að staðreyna þetta. En fyllsta ástæða er til þess að ætla, að einnig fyr- ir hana geti störf Norðurlanda- ráðsins haft raunhæfa þýðingu. Þessvegna hefur Island tekið þátt í þessum samtökum. Það hefur ekki viljað skerast úr leik frá samstarfi við þau lönd og þær þjóðir, sem skyldastar eru ís- lenzku fólki að uppruna og menn- ingu. íslendingar vjlja ekki reka frá Norðurlöndum. Viðskiptahags- munir okkar byggjast að vísu fyrst og fremst æsamskiptum við aðrar þjóðir. En íslenzk menn- ing, tunga og þjóðerni á rætur sínar meðal hinna norrænu frænd þjóða og þá fyrst og fremst í Noregi. j En á því ríkir ekki aðeins full- ur skilningur á íslandi, heldur og I í Noregi. Sennilega gerir íslenzka þjóðin sér það naumast ljóst, hversu ríkur áhugi er fyrir því ’ meðal Norðmanna að rækja ! frændskap og vináttu við íslend- inga. Móttökur þær, sem íslenzku fulltrúarnir á þingi Norðurlanda- ráðsins fengu í Osló voru greini- leg sönnun þess áhuga. Það er rétt, sem Ólafur Thors forsætisráðherra sagði í samtali við norskt blað nokkru áður en hann fór það- an, að slíkar móttökur hefðu íslendingar hvergi geta feng- ið nema í Noregi. Við viljum halda tengsl- unum við hinar norrænu þjóðir allar. En fyrst og fremst hljóta þau alltaf að verða náin og traust milli okkar og Norðmanna. íslend- ingar og Norðmenn voru fyr- ir rúmlega þúsund árum ein og sama þjóðin. Úr fjörðum j og dölum Noregs komu flest- ir þeir menn, sem byggðu upp íslenzkt þjóðfélag og urðu síð- an sjálfstæð íslenzk þjóð. Það er þessi sameiginlegi uppruni, sem alltaf mun verða íslenzku og norsku þjóðinni ríkur í huga. Á grundvelli hans munu þessar tvær bræðraþjóðir viðhalda vináttu sinni og efla með sér náið og einlægt samstarf um aldir. ★ MARGT hefur verið ritað og rætt um ferð Clements Attlees og kumpána hans austur til Kína, og hefur ferð þessi mælzt misjafnlega vel fyrir. Hefur ver- [ ið rætt um það að varla muni aðstandendum þeirra hrezku her- manna, sem féllu í Kóreu geðj- ast að skálaræðum þeim, er Attlee hélt fyrir minni Mao og félaga hans, sem sendu tugþús- undir hermanna að óvörum í Kóreustríðið, í skjóli þeirrar við- urkenningar, sem Attleestjórnin hafði veitt stjórn kommúnista í Kína. Aðrir hafa séð í þessu ferða- lagi Ieik Bretans í hinu pólitíska heimstafli, — leik, sem kannski mun efla hið hrörnandi álit brezka Ijónsins, og afla nýrra markaða brezkum kaupsýslu- 1 mönnum til handa í stað þeirra, sem þeir tapa nú daglega fyrir tilverknað þýzkra og bandarískra iðjuhölda. Sumir vestrænir stjórnmála- menn hafa tekið þessa ferð verkamannaleiðtoganna óstinnt upp, en kommúnistar kunna sér vart læti og skemmta Englend- & yanna landóför ^dttíee ocý félac^a Lanó ingunum óspart með því, sem þeir hafa upp á að bjóða. Skraut- sýningar, vodka, kampavín, aust- urlandamúsík, fáklæddar dans- meyjar og hver veit hvað fleira. o—•—o ★ HIÐ frjálslynda Lundúna- blað Economist, fylgdi hinum fyrrverandi forsætisráðherra og félögum hans úr hlaði með nokkrum velvöldum ráðlegging- um. Það er auðvelt að gizka á hvað þjóðstjórnin mún sýna ykkur, segir blaðið. Ykkur mun verða sýndir samvinnubúgarðar, fyrir- myndar þorp, þið mundið geta hvílt ykkur á bökkum friðsælla vatna .. kvikmyndir munu sýna ykkur hinar geysilegu framfarir, VeU ancli ákriíar: og Stalin sömdu EKKI alls fyrir löngu eru komn- ar út áeviminningar Jóakims von Ribbentrop, utanríkisráðherra Adolfs Hitlers. Ritaði hann þær skömmu áður en hann var tekinn af lífi árið 1946. í bók þessari lýsir Ribbentrop m.a. samningum sínum og Hitlers við Stalin marskálk sumarið 1939. Kveður hann þá Molotov og Stalin hafa tekið sér með hinni mestu ástúð er hann kom til Moskvu. Að loknum fyrsta samningafundin- um hafi þeir félagar setzt að veizluborði. Sér til hinnar mestu undrunar hafi þá hinn rússneski einræðisherra kvatt sér hljóðs og haldið mikla lofræðu um Hitler. Um þessa ræðu Stalins kemst Ribbintrop að orði á þessa leið: „Hann (Stalin) lýsti því yfir að hann hefði alltaf dáðst að Foringjanum (Hitler). Með eink- ar hlýjum orðum lét Stalin í ljós þá von sína, að samkomulag okkar, sem nýlega hafði verið gert myndi leiða til þess að nýtt tímabil rynni upp í sambúð Rússa og Þjóðverja. Molotov tók síðan í sama streng og ég svaraði með mjög hlýlegri ræðu“. Þessi ummæli Ribbentrops “eru í fullkomnu samræmi við ræður, sem þeir Molotov og Stalin héldu nokkru síðar opinberlega. Þannig fór þá á með nazistum og kommúnistum í þann mund, sem þeir voru að semja um að hleypa síðari heimsstyrjöldinni af stokkunum. En á sama tíma og þessi vinmæli fóru á milii Stalins og Hitlers sat samninga- nefnd frá Bretum og Frökkum í Moskvu og ræddi við Sovét- stjórnina um varnir gegn ofbeldis stefnu nazista. Hvílík heilindi, hvílíkur trúnaður við heimsfriðinn!!! Atvik austur á Bergþórshvoli. ÞÁTTTAKANDI í Varðarför- inni austur í Rangárvalla- sýslu á sunnudaginn var, skýrði mér frá atviki sem hann taldi athyglisvert — og vítavert: „Við vorum stödd á Bergþórs- hvoli — sagði hann— hlýddum á skýringar leiðsögumanns á sögu staðarins, þegar allt í einu heyrð- ust drunur miklar og skarkali í lofti. Á næsta augnabliki þaut lítil flugvél yfir með feykna hávaða, enda var mjög lágt flog- ið yfir hóp ferðafólksins, sem þarna var saman kominn. Engin atómbomba á ferðum. ÞAÐ var ekki laust við, að dálitlu felmtri slægi á fólkið, 1 er þessi ósköp dundu yfir — sem ^ þruma úr heiðskíru lofti. Þarna I var annars ekki beinlínis nein hætta á ferðum. Þetta var engin skaðræðisfluga, sem búast mætti við, að hefði atómbombu í mag- anum til að spúa úr sér þá eða þegar, þó að dólgslegan gerði hún gauragang þarna yfir höfðum okkar. Þetta voru bara Islending- ar, sem sennilega voru þarna á skemmtiflugi á þessum dáindis fagra sunnudegi um heiðblá sumarloftin. Gramt í geði yfir aðförunum. EN hvað um það — mér fannst hér heldur glannalega að far- ið. Setjum svo, að vélin hefði allt í einu bilað og stungizt til jarðar. Það hefði ekki einungis [ orðið áhöfnin sem þar hefði senni i lega hlotið sinn aldurtila. Þarna j voru saman komnir ekki færri en 400 manns og ræður af líkum hverjar afleiðingarnar gátu orð- ið ef svo illa hefði tekizt til, að flugvélinni hefði hlekkzt á þarna yfir fólkshópnum. Sem betur fer, kom enginn svo válegur atburður fyrir, en eitt er þó víst að mikil truflun varð af þessum skruggu- gangi flugvélarkrílisins fyrir ferðafólkið, sem þarna var að hlusta í grandleysi sínu á sögu Eergþórshvols. Varð mörgum heldur gramt í geði yfir þessari giannalegu — og frekjulegu að- förum flugmannanna, sem þarna voru að verki.“ Eitthvað á þessa leið fórust manninum orð — og margt fleira hafði hann að segja úr austur- förinni. Hljómleikar Molinaris. IBRÉFI frá hljómlistarunnanda segir m. a.: „Nýlega hefir bandarískur harmonikusnillingur að nafni John Molinari, haldið hljómleika hér í Reykjavík. Er hann afburða leikinn, svo að slík tækni mun vart hafa sézt áður hér á landi. Jafnframt fór hann, að mínum dómi, mjög vel með verkefnin, svo að unun var á að hlýða fyrir hvern þann, sem ekki þarf að blanda pólitík í hvert málefni, hversu ópólitískt, sem það ann- ars er. Flestum finnst vafalaust, að slíkir hljómleikar séu ópóli- tískir, en svo er þó ekki um út- sendara „Þjóðviljans“. í því góða blaði birtist í dag (21. ágúst) grein um hljómleika Molinaris og finnur greinarhöfundur þeim flest til foráttu: Ber keim af Gyðingaofsóknum. HANN var nefmæltur í fram- burði, hann lék of mikið af „léttmeti" en of lítið af klassisk- um verkum, og þar fram eftir götunum. í því sambandi mætti minna á, að Toralf Tollefsen hélt hér hljómleika s.l. vetur og fannst mörgum hann leika of mik ið af klassiskum verkúm en of lítið af „léttmeti". Kom jafnvel fram gagnrýni í blöðum í þá átt og er mjög sennilegt, að það hafi ráðið nokkru um, að John Molin- ari lék nokkur lög jafnframt klassisku lögunum, sem þó voru meginefni efnisskrárinnar. Virð- ist hinn gullni meðalvegur vand- fundinn í þessum efnum sem öðr- um. Það er bersýnilegt, að það, sem fyrst og fremst hefir komið gremjunni í suðumark hjá grein- arhöfundinum er það, að Molin- ari er bandarískur. Ber þetta keim af Gyðingaofsóknunum í Rússlandi og hefði umrædd grein verið betur komin í pappírskörf- urini, þótt hún að vísu samsvari öðru efni Þjóðviljans mjög vel. Uljómlistariumandi.“ sem leitt hefur af hinni farsælu stjórn „fólksins“ í þess eigin landi. Kannski væri eklti líka úr vegi, að þið bæðuð túlka ykkar j og leiðsögumenn að skýra út fyr- l ir ykkur störf rannsóknarnefnda 1 þeirra, sem fást við að rannsaka mál og refsa þeim, sem gera sig 1 seka um slóðaskap eða „skemmd- arverk“ við vinnu sína. Einnig væri hollt fyrir vini verkalýðsins að vera viðstadda, er verkamenn eru dæmdir af „al- þýðudómstólunum" svonefndu. , Svo þegar þið skoðið verk- ■ smiðjurnar nýju og fínu, gleymið ekki að biðja túlka ykkar að út- skýra fyrir ykkur hina nýju reglugerð vinnustöðvanna. Þar er nefnilega harðbannað allt ó- þarfamas á vinnustöðvum, refsað ; fyrir að mæta of seint, krafist að verkamenn afkasti meiru en meðalafköst nema, og auðvitað hafa verkamenn ekki rétt til að 1 géra verkföll í Kína, frekar en ^ öðrum „verkalýðsríkjum“. o—©—o ★ VERKSMIÐJUVINNA er , reyndar svo þóknanleg í Kína í dag, að það er leitt að sjá í Dag- blaði fólksins, 11. júlí s.l., að margir foreldrar virðast hafa þá úreltu hugmynd að betra sé fyrir börn þeirra að fara í framhalds- skóla en að fara rakleitt að vinna í verksmiðjum, er þau koma úr barnaskóla. Blað kommúnista- flokksins fordæmir slíkar auð- 1 valdshugmyndir, og lofar for- j eldrunum því um leið og það tekur fram, að mjög fá börn geti fengið leyfi til að öðlast slíka menntun, þá muni stjórnin sjá til þess að verksmiðjuvinna barna og unglinga verði ekki síður metin að verðleikum. o—•—o , Á MR. ATTLEE og Mr. Bevan munu tæplega geta fengið að sjá kínverska herinn nema úr hæfi- legri fjarlægð. En ritstjórnar- grein Dagblaðs fólksins frá 24. júlí geta þeir virt fyrir sér. Þar munið þið, herrar mínir, geta öðlast þann vísdóm að þungaiðnaður sé nauðsynlegur fyrir nútímavígbúnað og hugleitt kröfur Pekingstjórnarinnar um aukna þörf fyrir brezkar vélar. Ennfremur kvartanir Kínverja yfir að hernaðarlegar öryggis- hömlur kæmu í veg fyrir að þeir gætu gert £100 milljóna við- skiptasamning við Breta, að vísu myndu Bretar þurfa að taka í staðinn við allverulegu magni af eggjabirgðum, svínshárum og fiðri, ef marka mætti yfirlýsingu Tsao í London í s.l. mánuði. Yfirmaður kínverska hersins, Chu Teh, mun eflaust geta sagt frá til hvers á að nota næst- stærsta her heims, sem hann hef- ur sagzt ætla að koma upp. — Kannski minnist hann á að frelsa Formósu eða þær milljónir Kinverja í Indónesíu, Burma, Síam og Malaya, sem fyrri ríkis- stjórnir „hafa vanrækt að vernda“. Margt fleira gæti vakið for- I vitni verkalýðsleiðtoganna. — Kannski að þeir reyni að finna — ef þeir geta — Kao Kang, hinn marglofaða landstjóra , Mansjúriu, þar til hann drýgði þá synd að, rísa gegn flokki kommúnista. Gleymið ekki að spyrja að því, hvernig stóð á hinni svívirðulegu meðferð, sem brezkir stríðsfangar úr Kóreu- stríðinu voru látnir sæta í kin- verskum fangabúðum. _ o—9—o ★ í JÚNÍLOK s.l. var sagt f opinberum tilkynningum að nú gætu bændurnir við Huai-ána í j fyrsta sinn um margra alda skeið vér.ið öruggir fyrir flóðum ( árinnár. Spyrjið þá þeirra, sem ekki eru drukknaðir, hvernig » Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.