Morgunblaðið - 25.08.1954, Page 9

Morgunblaðið - 25.08.1954, Page 9
Miðvikudagur 25. ágúst 1954 MORGUNBLAÐIÐ I ---------J: Edinborgarhátíðinni geta s inenn svalað listaþorsta sínum í Edinborg Iaugardag. AMORGUN verður hafin al- þjóðleg hljómlistar- og leik- menntahátíð í Edinborg, 'og er sú hin áttunda í röðinni. Um hana hefur Ian Hunter, listtogi hátíð- arinnar, komizt svo að orði: „Há- tíðin í ár ber langt af öllum þeim hátíðum, sem við höfum haldið hingað til ,— einkum að því er hljórnlist viðvíkur." Þúsundir íslendinga hafa heim sótf Edinborg, margir eiga sér þar skamma viðdvöl á leið til Hafnar og verja nokkrum stund- um í Prinees Street, á meðan Gullfoss staldrar við í Leith. En nú ber borgin annan svip en venjulega, hún er hvarvetna fán- um skreytt, og á kvöldin er kast- alinn lýstur kastljósum, svo að hann'virðist gnæfa yfir borgina á ósýnilegu bjargi. Hér er * saman komið mikið þjóðahaf, búningum ýmissa þjóða ægir saman, þar er óvenjumikið um Skotapils (því að Ferðaskrif- gtofan skozka hefur hvatt menn til að klæðast þeim um hátíðina), og enn má sjá tröllsleg hálsbindi á Bandaríkjamönnum, stúdenta- húfur frá Skandinavíu, alpahúf- ur frá meginlandinu ... alþjóð er komin til Edinborgar að hlýða og horfa á úrval af beztu list heimsins. Hérna getur maður svalað lista þorsta sínum heldur ótæpilega, hvort sem hugur hans girnis óperur, leiklist, hljómlist, mál- aralist eða annað, svo veitul er Edinborgarhátíðin á ágætustu listaverk í hverri grein. HLJÓMLIST í kvöld nýtur Danmörk þess heið urs að leggja fram fyrsta skerf- inn við upphaf hátíðarinnar, þeg- ar Statsradiofonien Symfoni- orkester frá Kaupmannahöfn leikur í Usher Hall. Fyrsta verk- ið verður eftir danska tónskáldið Carl Nielsen, sem nú er farinn að njóta verðskuldaðrar frægðar í Bretlandi. Danska hljómsveitin leikur þrisvar sinnum. I kvöld stjórnar henni Eric Tuxen. Á morgun stjórnar Thomas Jensen fjórðu symfóníu Carls Nielsen og Concerto fyrir fiðlu og hljóm- sveit 1 D-minor eftir Sibelius. Á þriðjudaginn leikur hljómsveit- in undir stjórn Eugenes Nor- mandy (stjórnanda Philadelphíu hlj ómsveitarinnar). Upphaflega var svo ákveðið, að Pólverjinn Paul Kletzki stjórn- aði, en skrifstofuvöld í Lundún- um sögðu, að Kletzki hefði notað til fulls atvinnuleyfi sitt í Bret- landi, og neituðu að leyfa honum að stjórna hér. Þetta hefur valdið miklum vonbrigðum, en engum tjáir að deila við skriffinna. Þegar leik Danmerkur í Usher Hall er lokið, kemur Frakkland fram á sjónarsviðið, og þá leikur Orchestre Notional de la Radio- diffusion Francaise þrjá hljóm- leika, og stjórnar Charles Miinch þeim öllum. Meðal helztu verka á dagskránni eru verk eftir Roussel („Bacchus og Ariadne", Suite nr. 2), Saint-Saéns (Sym- fónía nr. 3) og Ravel (m. a. Con- certo fyrir píanó og hljómsveit, með einleik Nicoles Henriot). Það er eftirtektarvert við þessa hátíð, að hér gefur ekki einungis að heyra verk eftir tónskáld margra þjóða, heldur eru þau túlkuð af hljómsveitum, sem eru frá sömu löndum og tónskáldin sjálf. Á eftir Frakklandi tekur Þýzka lar.d við. Næstu viku leikur symfóníu-hljómsveit frá Nord- westdeutscher Rundfunk þrisvar sinnum. Eins og að Iikum íætur, þá leggja þeir höfuðáherzlu á Beethoven (fimmta symfónían) sl. eftiriifsmanni Keflavíkurf EFTIR MAGNÚS MAGNÚSSON En fékk aftur fulla uppreisn sinna IFYRRADAG kom það atvik fyrir á Keflavikurflugvelli að ís- lenzkum manni var vikið frá starfi af amerískum yfirmanni. Maður þessi var eftirlitsmaður íslenzku strætisve.gnstjóranna hiá félaginu og kom til orðahnippinga milli hans og ameríska vfir- mannsins út af matmálstíma eins strætisvagnsstjórans íslenzka. Kastalinn virðist gnæfa yfir borgina á ósýnilegu bjargi Brahms (önnur symfónían) og ’ Hindemith (Concerto fyrir horn 1 og hljómsveit, með einleik hins ! óviðjafnanlega Dennis Brain). Stjórnandi á öllum þessum hljóm leikum verður Hans Schmidt- Isserstedt. Síðar í næstu viku kemur Sir John Barbirolli með Hallé Orch- estra sitt og hefur tvenna hljóm- leika, þar sem m. a. verða leikn- ar níunda symfónía Mahlers og fjórða symfónía enska tónskálds- ins Wordsworth, sem nú verður leikin í fyrsta sinn opinberlega. Þriðju og síðustu viku hátíðar- innar verður Philharmonia Orchestra í Usher Hall undir stjórn þeirra Herberts von Karaj- an og Guidos Cantelli. Þetta er að öllu leyti alþjóðlega hljóm- sveit, og þótt engin afburða stór- verk verði á þeirri dagskrá, get- um við búizt við að heyra þar gömul eftirlætisverk, leikin og túlkuð af frábærri snilld. En hljómlistarunnendur, sem vilja eitthvað sérstakt, munu ekki telja eftir sér sporin upp í Frímúrarahöllina, þar sem hljóm- leikar eru haldnir á hverjum morgni. Þeir, sem fremur kjósa kammermúsik en symfónísk stór- verk, geta fengið að hlýða þar á hina ágætustu hljómlist. Amadeus Quartet, sem lék verk eftir Beethoven í fyrra, verður hér enn á ferð, og að þessu sinni með gestleikara, Svo að þeir munu leika kvintetta og sextetta. Mesta hrifningu mun sennilega vekja síðasti kvintett Brahms, kvintett nr. 2 í G og sextett hans (Nr. 1 í B flat). Hljómsveitir á kammerhljóm- leikum verða Jacques Orchestra, sem hfefur fjölbreytta og yfi- taksmikla dagskrá, og Collegium Musicum frá Zúrich. Síðustu vikuna verður einsöng- ur, sungin lög við ljóðum Goethes Þar syngja afburða söngvarar, svo sem Elisabeth Schwarzkopf, Irmgard Seefried, Wolfgang Schneiderhan og Hans Hotter, en undirleik annast snillingurinn Gerald Moore. Eins nafns verður mjög saknað, því að nú er Kathleen Ferrier horfin, en hana töldu sumir fremstu kontraltó-söngkonu allra tíma. Dauða hennar verður minzt með sérstökum flutningi á Requium Verdis í Usher Hall næstu viku, og koma þá fram þ^u Schwarzkopf, Hotter, Rich- ard Lewis, Constance Shacklock og Sheffield Philharmonic Chorus ÓPERUR Lang-eftirtektarverðasta verk- ið er eftir Igor Stravinsky: „Ævin týri hermanns", nokkurs konar ópera með engum söngvurum. Það er heillandi verk, byggt á rússnesku ævintýri um hermann, sem selur djöflinum sál sína. Leikendur eru: þulur, tveir leik- arar, dansmaður og sjö hljóð- færaleikarar, sem sitja allir á leiksviðinu. Þeir, sem áhuga hafa á þróun óperunnar, munu eflaust fylgjast vel með því, sem gerist í King’s theatre næstu viku, þar sem „Ævintýrið“ verður leikið. Þá verða þrjár dagskrár með Glyndebourne Opera Company. Þær hafa valdið nokkurri. ó- ánægju. í fyrra voru sex verk á dagskrám Ríkisóperunnar í Hamborg, og nú þykir mönnum helzti lítið að hafa aðeins þrjár. í ár verða fluttar „Cosi fan tutte“ (sem raunar hefur verið á Edinborgar-hátíðum áður) eftir Mozart, „Ariadne auf Naxos“ eftir Strauss. (Þetta verk hefur verið flutt hér áður, en í annari gerð), og loks „Le Comte Ory“ eftir Rossini, og er það eina ný- mælið, sem Glyndebourne hefur fram að færa hér. I5ALLETT Ballettinn í ár er helgaður minningu Serges Diaghilev, sem var frumkvöðull að rússneskum balletti í Vestur-Evrópu. í lista- skólanum í Edinborg verður sýning á myndum, sviðteikning- um, bókum, bréfum og búning- um til minningar um Diaghilev, sem lézt fyrir 25 árum. Á sama tíma mun Sadler’s Wells Ballet Company hafa minn ingarkvöld um Diaghilev. Helztu verkin verða „Le Tricorne“ eftir Falla, „L’Oiseau de Feu“ eftir Stravinsky og „Lan Boutique Fantasque" eftir Rossini. Þar kemur fram mikill fjöldi dansara, en í aðalhluverkum verða Mar- got Fonteyn og Micliael Somes. LEIKLIST Á morgun verður „Macbeth“ Shakespeares leikinn á opnu leiksviði, sem margir telja á- þekkt þeim leiksviðum, sem Shakespeare átti sjálfur að venj- ast. Hlutverk lafði Macbeth verð- ur leikið af Ann Todd, sem þekkt er úr kvikmyndum, en hefur aldrei leikið í leikriti eftir Shakespeare fyrr en nú. Það er Old Vic, sem sýnir þennan Shakespeare-leik og annan sem sé „Jónsmessunætur draum“, og verður músík Mendelsohns leik- in með balletti. Leikstjóri er Michael Benthall, og þarf þá ekki að efast um, að leiksýningin verði hin mikilfenglegasta. — Meðal leikenda verða þau Moira Shearer sem Titania og Robert Iíelpmann sem Oberon, hvort- tveggja frægir dansendur. Skop- leikarinn Stanley Holloway verð ur í hlutverki Bottoms. Þótt undarlegt megi virðast, þá læt ég mér koma til hugar, að þessi leiksýning verði nær Shakespeare en flestar nútíma- sýningar á verkum hans. Þriðju viku hátíðarinnar mun- um við sjá Comédie Francaise, Framh. á bls. 12 LEYFÐI VAGNSTJORA AÐ FARA í MAT Nánari atvik voru þau, að strætisvagnsstjórinn kom til ís- lenzka vaktmannsins, og spurði um leyfi hvort hann mætti fara í mat milli 2—3 þennan dag, en matmálstími vagnstjóranna mun ekki vera á neinum ákveðnum tíma. Maður þessi hafði verið við akstur frá því kl. 6 um morgun- inn. í þessum svifum bar að amerískan yfirmann og spurði vaktmaðurinn hann hvort vagn- stjórinn mætti fara í mat, og játti hann því. VEIK EFTIRLITSMANNINUM FRÁ STARFI Eftir að vagnstjórinn var far- inn, kom til orðahnippinga milli eftirlitsmannsins og ameríska yfirmannsins út af matmálstíma vagnstjóranna, sem endaði með því að hann veik íslenzka eftir- litsmanninum frá starfi. GERÐU VERKFALL Er strætisvagnastjórarnir höfðu fréttir af þessu, gerðu þeir allir verkfail, sem stóð á milli kl. 3 til 7 um kvöldið, en þá Framh. á bls. 12 Evrópumeisftaramótið helst í Bern í dag Nélega 1000 þáltfiakendur í mófinu Bern 24. ágúst. — Frá Reuter-NTB. ÞAÐ er skoðun flestra ef ekki allra þeirra þúsunda, sem til Bern eru komnir í sambandi við Evrópumeistaramótið í frjálsiþrótt- um, sem þar hefst á miðvikudag, að Rússar fari með flesta gull- peningana iieim bæði í keppnisgreinum karla og kvenna. Alls senda Rússar 100 keppendur til leikanna og er það margfalt stærri keppendaflokkur en nokkur önnur þjóð sendir iil leikanna. í Evrópumeistaramótinu nú eru annars fkiri þátttakendur en nokkru sinni fyrr. Keppendur eru nálega 1000 talsins —^ 676 karlar og 279 konur. Keppendur þessir tru frá 28 þjóðum. TVISYN KEPPNI Búizt er við harðri keppni í nálega öllum greinum. En mest- ur er þó spenningurinn í sam- bandi við 5000 m hlaupið. Zato- pek fær sem keppinauta Eng- lendingana Chataway og Green, Rússann Kutz, Frakkann Mimo- un og Kovacs frá Ungverjalandi. Hörð verður keppnin ekki síð- ur í 800 m, en þar eru Gunnar Nilsen Danmcrku og Moens Belgíu taldir líklegastir til sig- urs. í 1500 m Kemur varla nokk- ur til að ógna Bannister frá Eng- landi, einkum þar sem Olympíu- meistarinn Barthels frá Luxem- borg er ekki með. ÓHAGSTÆTT VEÐUR • Veðurs vegna er ekki lík- legt að mörg met verði slegin, því í Bern hefur rignt á hverjum degi i heila viku og hlaupabrautirnar því rennvotar og lausar í sér. Á morgun, mið- vikudag, verða úrslit kunn f þremur greinurr,, maraþonhlaupi, 10 km hlaupi og spjótkasti kvenna. — Sigurstranglegastur í maraþonhlaupi er Finninn Veikko Karvonen. Zatopek varð að velja á milli maraþonhlaups- ins og 10 km og valdi síðar nefndu greinma. Drengjamet Hauks Clausen í 400 m hætft EINS OG kunnugt er eru frjáls- íþróttamenn Ármanns í boði Frjálsíþr.samoands Finnlands í keppnisför í Finnlandi um þessar mundir. Hafa borizt fréttir af keppni þeirra í þremur borgum. H. 15. ágúst kepptu þeir í Vökán- kyröv. 200 m hlaup: — 1. Hörður Haraldsson 22.8, 2. Hilmar Þor- björnsson 23.0. 400 m hlaup: — 1. Guðmundur Lárusson 49.3. (En tognaði í hlaupinu, tóku sig upp gömul meiðsli. Hefur hann ekki keppt síðan). 2. Þórir Þorsteinsson 52.2. Hástökk: — 2. verðl. Gísli Guð- mundsson 1.75. Þrístökk: — 1. verðl. Vilhj. Einarsson 14.03 og kúluvarp vann hann einnig. 800 m hlaup: — 3. verðl. Þórir Þorsteinsson. Hinn 16. ágúst kepptu þeir í Vasa. 200 m hlaup: — 1. Hilmar Þor- björnsson 22.3, 2. Hörður Har- aldsson 22.4. Bezti Finm var 23.6 sek. Veður var óhagstætt, mótvindur og rigning. Hástökk: — 3. verðl. Gísli Guð- mundsson 1.75. 1000.m boðhlaup: — 1. Sveit Ármanns setti nýtt vallarmet 2.00.6. Gamla metið var 2.05.1 Þórir Þorsteinsson vann 400 m á 51.0. Sigurður Friðfinnsson vann langst. á 6.60 m. Finni sá, sem varð annar, hefur stokkið 7.10, en stökk nú 6.53. Hinn 20. kepptu þeir í Björne- borg. 200 m: — 1. Hörður Harnlds- son 22.1, 2. Hilmar Þorbjömsson 22.3. 400 m. — 1. Þórir Þorsteinsson 49.6 (sem er nýtt unglingamet og afbragðstíini). Gamla metið, 50,4 sek., átti Haukur Clausín. Langstökk: Sigurður 1. v rðl., 6.90. Fréttir hafa ekki borizt ennþá af fleiri keppnum, en flokkurinn er væntanlegur heim n.k. fimmtu dag með flugvél Loftleiða frá Gautaborg. ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.