Morgunblaðið - 26.08.1954, Qupperneq 4
I
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 26. ágúst 1954
í tlag er 238. dagur ársins.
19. vika suniars.
Árdegisflæði kl. 5,03.
Síðdegisflæði kl. 17,21.
Næturlæknir er í Læknavarð-
Btofunni, sími 5030.
Apótek: Næturvörður frá kl. 6
er í Ingólfs Apóteki, sími 1330.
Ennfremur eru Holts Apótek og
Apótek Austurbæjar opin daglega
til kl. 8, nema laugardaga til kl. 4.
Holts Apótek er opið sunnudaga
kl. 1—4.
n-
-a
• Veðrið •
1 gær var austan átt um allt
land, rigning sunnan lands, ann-
ars viðast úrkomulaust, en skýjað.
I Reykjavík var hiti 11 stig kl.
15,00, 11 stig á Akureyri, 11 stig
á Galtarvita og 10 stig á Dala-
tanga.
Mestur hiti hér á landi í gær kl.
15,00 mældist á Egilsstöðum, 12
stig, og minnstur hiti 8 stig, í
Grímsey.
I London var hiti 16 stig um há-
degi, 20 stig í Höfn, 16 stig í
París, 20 stig í Osló, 17 stig í
Stokkhólmi, 12 stig í Þórshöfn og
23 stig í New York.
a--------------------~a
• Afmæli •
80 ára er í dag Björn Björns-
son verkamaður, Ásvallagötu 39.
Áitræður er í dag, 26. ágúst, Jón
Eiríksson, Brekku, Stokkseyri.
Hann dvelst nú hjá syni sínum að
Skipasundi 6 í Reykjavík.
50 ára er í dag Friðjón Jóns-
son, kaupmaður, Völlum, Ytri-
Njarðvík.
• Hjónaefni •
Á laugardaginn opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Sigríður Sig-
urðardóttir, Stardal, Kjalarnesi,
og Kristinn Bjarnason, Grettis-
götu 90, bílstjóri hjá S.V.R.
• Flugferðir •
Flugfélag íslands h.f.:
Innanlandsflug: 1 dag er ráðgert
að fljúga til Akureyrar (3 ferðir),
Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers,
Sauðárkróks og Vestmannaeyja (2
ferðir).
Millilandaflug:
LoflIeiSir h.f.:
Leiguflugvél Loftleiða er vænt-
anleg til Reykjavíkur kl. 11,00 'í
dag frá New York. Flugvélin fer
héðan kl. 12,30 áleiðis til Stavang-
urs, Oslóar, Kaupmannahafnar og
Hamborgar.
Edda, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reýkjavík-
ur kl. 19,30 í dag frá Hamborg og
Gautaborg. Flugvéiin fer héðan til
New York kl. 21,30.
• Skipafiéttir •
Eimskipafélag fslands h.f.:
Brúarfoss fer frá Rotterdam í
Dagbók
Glík æfi
HANNÍBAL, hinn nafntogaði foringi Alþýðuflokksins, er nýlega
kominn heim frá fundi Norðurlandaráðsins. Hins vegar sitja
flokksbræður hans hinir brezku, Attlee og Bevan, að dýrlegum
íagnaði með kínverskum kommúnistum.
í austurveg héldu þeir Attlee og Bevan,
og ævin brosir við þeim.
En Hanníbal komst ekki nema til Noregs
og nú er hann snúinn heim.
Með kínverskum dansmeyjum kratarnir brezku
hjá kommunum lifa flott.
En vesalings Hanníbal haustinu kvíðir
og hefur það alls ekki gott.
Við allsnægtir búa þeir Attlee og Bevan,
og auðvitað gleður það mig.
En Hanníbal verður að hlýta því einu,
sem hann étur ofan í sig..
B-r.
dag til Antwerpen og Reykjavíkur.
I ettifoss kom til Hamborgar í gær;
fer þaðan til Leningrad. Fjallfoss
fór frá Siglufirði í gær til Húsa-
víkur og Þórshafnar; fer þaðan.
til Svíþjóðar og Kaupmannahafn-
ar. Goðafoss fór frá Reykjavík í
fyrrad. vestur og norður um land.
Gullfoss fór í fyrradag frá Leith
til Kaupmannahafnar. Lagarfoss
fer væntanlega frá Ncw Yqrk 28. (
þ. m. til Reykjavíkur. Reykjafoss j
fór frá Reykjavik 20. þ. m. til j
Rotterdam og Hamborgar. Selfoss ■
fór frá Antwerpen 23. þ. m. til j
Hamborgar og Bremen. Tröllafoss
fór frá Hamborg í gærkveldi til
Vestmannaeyja og Reykjavíkur.
Tungufoss kom til Re-ykjavíkur 23.
þ. m. frá Antwerpen.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla kom til Reykjavíkur í gær
frá Norðurlöndum. Esja er á
Austfjörðum á suðurleið. Skjald-
breið kom til Reykjavíkur í gær-
kvöldi frá Breiðafirði og Vest-
fjörðum. Þyrill er á leið frá Aust-
fjörðum til Reykjavíkur. Skaft-
fellingur á að fara frá Reykjavík
á morgun til Vestmannaeyja.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er í Reykjavík.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassafell fór frá Þorlákshöfn
í gær áleiðis til Rostock. Arnar-
fell er í Rostock. Jökulfell er á
Vestfjörðum. Dísarfell fer frá
Rotterdam i dag áleiðis til Reykja-
víkur. Bláfell er í flutningum milli
Þýzkalands og Danmerkur. Litla-
fell lestar á Faxaflóahöfnum. Jan
er í Reykjavfk. Nyco er væntan-
legt til Keflavíkur á morgun.
Tovelil fór 21. þ. m. frá Nörre-
sundby áleiðis til Keflavíkur.
e Blöð og íímarit •
SjómannablaðiS Víkingur, ágúst-
hefti, er nýkomið út. Veiðiferð til
Grænlands — Heimsins stærsti og
fullkomnasti togari — Auðæfi
háfsins og hagnýting þeirra, eftir
Matthías Þórðarson — Sjómanna-
dagurinn 1954 — Frá ferðum
Kötlu eftir Magnús Jensson —
Fiskurinn 50 milljón ára gamli
—Þegar staðið er upp — Berg-
málsmælar og fiskleitunartæki —
Á frívaktinni og fleira.
Sólheimadrengurinn.
Afhent Morgunblaðinu: S. Þ. og
S. E. 50 krónur.
Lamaði íþróttamaðurinn.
Afhent Morgunblaðinu: H. S.
30 krónur.
Fólkið, sem brann hjá
í Smálöndum.
Afhent Morgunblaðinu: H. S.
100 krónur.
Fólkið, sem brann hjá
í Laugarnesi:
Afhent Morgur.blaðinu: ónefnd-
ur 100,00; ónefnd 70,00.
Til Skáksambandsins.
Afhent Morgunblaðinu: Magnús
Árnason 100,00; meðlimir Ása-
klúbbsins 2025,00; starfsmenn á
bæjarskrifstofunum í Reykjavík
1000,00.
Páll Arason, bifreiðarstjóri,
| sýnir í kvöld kl. 9 í Aðalstræti
12 litskuggamyndir frá ferð sinni
til Suður-Evrópu í vor og einnig
ferðum hér innanlands í sumar.
Minningarspjöld Fríkirkj-
unnar í Reykjavík,
til minningar um Árna sál.
Jónsson kaupm. eru seld á þessum
stöðum: Hjá Kristjönu Árnadótt-
ur, Laugavegi 37, Ingibjörgu
Steingrímsdóttur, Vesturgötu 46A,
og í verzluninni Bristol, Banka-
stræti 6.
Jarðarför
frú Lilju Kristjánsdóttur, ekkju
Árna heitins Jónssonar, stofnanda
Timburverzlunar Árna Jónssonar,
fer fram í dag frá Fríkirkjunni.
Er í ráði, að minningargrein um
þessa mætu konu verði birt í blað-
inu á næstunni.
Leiðrétting.
Sú misreiknun varð á fyrstu síðu
blaðsins í gær, að sagt var að
steinkista Páls Jónssonar biskups
væri 850 ára gömul. Þetta fær
ekki staðizt. Páll biskup var jarð-
aður 1211, en nú er ártalið 1954,
svo að 743 ár eru síðan kistan var
lögð í gl'Öf.
Hvað kostar undir bréfin?
Einföld flugpóstbréf (20 gr.);
Danmörk, Noregur, Svíþjóð kr
2,05; Finnland kr. 2,50; England
og N.-lrland kr. 2,45; Austurríki,
Þýzkaland, Frakkland og Sviss kr.
3,00; Rússland, Ítalía, Spánn og
Júgóslavía kr. 3,25. — Bandaríkin
(10 gr.) kr.í 3,15; Canada (10 r.)
kr. 3,35. — Sjópóstur til Norður-
landa (20 gr.) kr. 1,25 og tií ann
arra landa kr. 1,75.
***•*"•
Frá Bæjarbókasafni
Reykjavíkur.
Útlán virka daga er frá kl. 2—
10 e. h. Laugardaga kl. 1—4. Les-
stofan er opin virka daga kl. 10—
12 og 1—j.0. Laugardaga kl. 10
—12 og 1—4. Lokað á sunnudög-
um yfir sumarmánuðina.
Máli'undafélagið Óðinn.
Skrifstofa félagsins í Sjálfstæífc
ishúsinu er opin á föstiidagskvöld<
um frá kl. 8—10. Sími 7104. —«
Gjaklkeri tekur þar við ársgjöld
um félagsmanna, og stjórn félagsy
ins er þar til viðtals við félags-,
menn.
I
• Utvarp •
20,30 Erindi: Hugleiðingar urri
skriðuhlaupin í Norðurárdal (Þors
móður Sveinsson Skrifstofumaður
á Akureyri). 20,55 Tónleikar: Gina
Bachauer leikur píanólög eftir
Liszt (plötur) : a) Ungversk rap-
sódia nr. 12 í cís-moll. b) „Funés
railles". 21,15 Upplestur: ViD
hjálmur frá Skáhðlti les frumort
kvæði. 21,30 Einsöngur: Jussi
Björling syngur (plötur). 21,45
Náttúrlegir hlutir: Spumingar og
svör um náttúrufiæði (Geir Gígja
skordýrafræðingur). 22,10 „Hún
og hann“, saga eftir Jean Dyché;
IV. (Gestur Þorgrímsson les)«
22,25 Symfónískir tónleikar (plöt-
ur): Symfónía nr. 7 í A-dúr op.
92 eftir Beethoven (Hljómsveitin
Philharmonia leikur; Herhert von
Karaian stjórnar). 23,05 Ðag-
skrárlok.
NýkoiTvIð
í smekklegu úrvali:
Skálasett úr leir
EhlhúslK-’iar frá 7,40
Smjörkénpur
Eggjabikarar
Burstavörur alls konar
Borðklútar
Gólfklútar og margt fleira.
GEISLINN
Brekkustíg 1.
Sími 5593.
MýtÉ©niIð
Saumlausir nælonsokkar
Naglalakk, 4 litir
Varalitur
Herrasokkar
Rakvélar
Raksápur
Rakburstar
Rakspíri.
GEISLINN
Rrekkustíg 1.
Sími 5593.
’m.£& rnmqwTkaffirui
.--.j ??- & L
■v
• 'UÍ*t'Plf ■ f r. ,»
Við strætis- og áætlunaivagna verða flest slysin vegna þess, að börn og fullorðnir ganga út á göt-
una, rétt fyrir framan eða aftan kyrrstæðan vagn, eins og sést á myndinni. Bíðið þar til bíllinn er
farinn af stað, eða gangið út á götuna svo fjarri vagninum, að þér sjáið til annarra farartækja, sem
kynnu að koma. Myndi þessi er úr „Umferðarbók barnanna“.
— Pabbi! Viltu gera svo vel og
skrifa nafnið þitt í einkunnarbók-
ina mína; — og svo minnumst við
ekki meira á þetta......
★
MIKIÐ VILL MEttlA
J Tvær vinkonur voru aö t.ala
’ saman, og önnur þeirra sagði með
dreymandi augnaráði:
| — Ó, hvað ég vildi óslca, að ég
' ætti einn kjól fyrir hvern dag í
í árinu!
J — Heldurðu þá ekki, sagði hin,
| — að þú myndir lána mér einn
í kjól?
) — Ertu frá þér, manneskja!
j I hverju ætti ég þá að vera h vers-
! dags?
★
ALLTAF RÁÐAGÓÐ
Það bar við fyrir nokkrum árum
í sláturstíðinni, að bóndakona ut-
an af landi kom á röntgendeild
Landsspítalans og var með nokkr-
ar rúllupylsur með sér. Vildi hún
fá pylsurnar gegnumlýstar.
Ástæðan til þess var sú, að á
meðan hún var að búa til rúllu-
pylsurnar, bafði hún týnt gifting-
arhringnum sínum, og þóttist hún
fullviss um, að hann leyndist £
einhverri pylsunni. Fannst henni
borga sig betur að taka sér ferð
á hendur til höfuðstaðarins og fá
allar pylsurnar gegnumlýstar, í
staðinn fyrir að skera þær e. t. v.
allar niður, áður en hún fyndi
hringinn.
Pysurnar voru gegnumlýstar, og;
hringurinn fannst inni í einni.
KEMIJR EKKI TIL MÁLA!
Hinn víðfrægi bandaríski rit-
höfundur, John Steinbeck,
dvelst utn þessar mundir í París
asamt konu stnni og þrem
unguni Itörnum.
Rithöfundurinn réði til sín
franska matreiðslustúlku, sem
býr til óviðjafnanlega góðan
mat. Jafnframt kennir hún
börnunum ftanska niannasiði,
Vinur Steinbecks spurði hann
nýlega, hvort hann ætlaði ekki
að taka hana með sér, þegar
hann færi til Bandaríkjanna.
— Ertu alveg frá þér, maður!
sagði Steinbeck. — Heldurðu
virkilega, að ég vilji hafa það
a sair.-izku minni að hafa
eyðilagt eina af beztu mat-
reiðslustúlkum Frakka.