Morgunblaðið - 26.08.1954, Page 14

Morgunblaðið - 26.08.1954, Page 14
r 14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. ágúst 1954 N I C O L E Skáldsaga eftir Katherine Gasin Framhaldssagan 25 að hún kæmi aftur úr sveitinni. judy, sem hafði farið með henni til málarans, sagði að á málverk- inu væri hún einna líkust drottn- ingu. Iris hafði aðrar hugmyndir íim það. ,,Mér finnst það allt sam- an einna líkast Tatarastúlku“ voru hennar ummæli. Höfgi færðist yfir hana er hún tók að hugsa um Lloyd. Hann riafði haldið loforð sitt um að sjá 'Judy áður en hún færi heim, en ;á annan hátt en þau höfðu vænzt. í>að var laugardaginn eftir að :|>au höfðu borðað öll saman, að ,þær hittu hann aftur. Hún og Judy höfðu makindalega notið þólarinnar við Hringtjörn í JCensingtongarðinum, er hún ökyndilega sá hann koma á hraðri 2jöngu áleiðis til þeirra. Hún hafði Jiekkt hattinn hans og göngulag- ■jð. Á því augnabliki hafði hún íðrast þess, að hún skyldi hafa 'Sagt Iris, hvar í garðinum þær jctluðu að vera. Lloyd Fenton var ■'bersýnilega ekki einn af þeim mönnum, sem gefst upp við að thitta fólk, þó það sé ekki heima llvið. Það sem eftir var dagsir.s höfðu "x>ær ekið með honum og höfnuðú ;á Hungarian kaffistofunni í Soho. Það hafði verið henni erfiður dagur. Hún hafði horft upp á það, hve frjálslega og óþvingað þau Judy og hann ræddust við. En hún komst ekki inn í samræður þeú'ra. Hann hafði verið mjög kurteis við hana, og forðaðist nú að minnast á Ameríku. En sam- ræður þeirra voru þvingaðar og óeðlilegar. Hún hafði öfundað þau; þau skildu hvort annað. Lloyd var þannig gerður að hann varð strax vinur þeirra er liann tók að ræða við. Þess vegna þótti henni leitt, að svo skyldi í'kki verða, þegar þau ræddust við. Hún mundi hve vinalega eig- landi kaffihússins, Ishvan að náfni hafði heilsað honum. Hann sagði .að þar hefði hann drukkið kaffi him tveggja ára skeið. Og eftir nokkrar mínútur hafði Ishyan rgestgjafi komið með svolítnn ■ reifastranga á handleggnum. „Sjáið, læknir“ hafði hann sagt. „Hvernig lízt yður á hana? • María mín litla er þriggja vikna |í dag.“ Lloyd giotti þegar hann leit á fbarnið sem vaknaði við þessi llæti. „Ishvan“, sagði hann. „Þú fverður að passa hana Maríu þína injög vel.“ Ungverjinn varð alvarleghr á svip. „Hvað eigið þér við, lækn- ir“. Þá hafði Lloyd hlegið. „Eftir íátján ár, þá skilur þú, hvað ég | á við.“ Hún fann nú hjá sér löngun til að kynnast þessum Lloyd Fenton; til að þekkja hann eins og Judy :]>ekkti hann; til að vita hvernig jiífi hann vildi lifg; til að vita Jivað honum þótti skemmtilegt og gaman, hvað hann hataði og ; hvað hann óttaðist. En það var henni sjálfri að kenna, að hún gat ekki kynnst honum. Hún • iiafði haldið honum frá sér, þeg- ar þau hittust í fyrsta sinn. Nú virtist svo sem hann kærði sig Íkollóttann um hana. Hann lét hana algerlega afskiptalausa. Judy hafði orðið vonsvikin yegna þess, að hann gat ekki far- ið með þeim til Fenton-Woods. Þetta var í fyrsta skipti í átta ár, sem hann hafði ekki getað verið þar um tíma að haustinu, hafði Judy sagt. Hún mundi það, að hann hafði brosað kýmnislega er hann heyrði að þær ætluðu þáðar til Fenton-Woods. Iii<niíuiiiíti*fjii)hi Nicole velti því fyrir sér, hvað hann væri að gera Tiúna, og reyndi að hugsa um, hvað hann fyndi sér til að gera yfir alla , nóttina. Judy hafði sagt henni að | aðal áhugamál hans væri skurð- lækningar. En hún vildi vita nán- ar um það. Og það ætlaði hún sér að gera, þegar hún kynntist hon- um betur. Hún lagðist á hliðina, og niðri sló klukkan hálf fjögur. 5. kafli. Fenton-Woods var nærri tvær mílur frá Thornpool stöðinni. Er þau óku í síðdegissólinni frá stöð- inni hallaði Nicole sér aftur á bak í sætinu og naut þess að hlusta á glaðlega og þrumandi rödd Andrew Fentons. Hún sá hvernig hann gaut augunum til dóttur sinnar. Hann var himin- lifandi að hún var aftur komin heim; og átti engin orð til að lýsa þeirri ánægju sinni. Ross sat í aftursætinu. Hann var lif- andi eftirmynd föður síns, kvikur í hreyfingum og svifaléttur með haukfrán augu. Þau sveigðu út af þjóðveginum og óku nú veg er lá um skógi vaxin lönd. Skyndilega og óvænt blasti Fenton-Woods við augum þeirra. í fjarska leit það út eins og timburhús, en er nær kom, sást í gráa steinveggina á milli greina trjánna er umhverfis hús- ið voru. Útidyrnar opnuðust. Kona og ungur maður komu út á tröpp- urnar og áður en við varð litið hljóp Judy til þeirra, faðmaði þau og kyssti. -Komdu hérna, Nicole", kallaði hún. „Komdu og heilsaðu upp á mömmu og Alan.“ Margaret Fenton fagnaði henni hlýlega. Alan tók í hendi henn- ar. „Það gleður mig ósegjanlega að þér gátuð komið“, sagði hann. „Judy skrifar ekki um annað í bréfum sínum en yður.“ Nicole brosti. „Ég vona að ég bregðist ekki vonum ykkar.“ „Það gerið þér alls ekki“, var sagt að baki Alans. Judy kom aðvífandi. „Ric- hard!“ Hún hljóðaði upp yfir sig og lá við gráti af fögnuði er hann faðmaði hana að sér. Hann hló. „Ó hvað ég er glaður yfir því, að þú ert komin aftur. Ég hef saknað þín svo mikið.“ Hún reif sig frá honum. En hvað ert þú að gera heima?" „Slæmur í hnénu“, sagði hann stúttlega. „Meiddi mig í rugby- leik. Ég verð hérna í nokkrar vikur.“ Judy varð áhyggjufull. „Þú ert agalegur, Rich. Einhvern tíma hálsbrýtur þú þig í þessum knatt leik.“ „Það er nú ekki svo langt síðan að þú hafði sjálf gaman af því að sparka knetti" skaut Andrew inn í. Judy hló. „Ó, ég hef breytzt síðan þá.“ Þegar þær voru komnar inn í anddyrið kom Margaret til þeirra og sagði að bezt væri fyrir þær að fara upp og leggja sig fyrir kvöld verðinn. „Ó, mamma!“ stundi Judy. „Ég hef ekki allra minnstu löngun til að leggja mig. Ég ætlaði að sýna Nicole húsið og umhverfið.“ „Það er ekki tími til þess núna, elskan." „Jæja þá“, andvarpaði Judy. „Mig langaði til að hitta Nannie, en ég geri ráð fyrir að hún sé að hvíla sig á þessum tíma dags.“ „Já“, sagði Margaret. „Hún heldur fast við venjur sínar.“ Nicole leit til Richards. Hann stóð svolítið fyrir aftan alla hina, og hún fann að hann hafði ekki haft augun af sér. Það var ekki nýtt að karlmenn litu hana hýru auga. Hún hafði veitt því eftir- tekt oft áður — í London, í París, í Vín; og jafnvel fyrr en það — í New York. Hún leit undan og fylgdi Judy fram anddyrið. Magniús Konráðsson verkfræðingur, cand. polyt. Drápuhlíð 29. — Sími 1287. Tek að mér alls konar verkfræðistörf. Geri uppdrætti, áætlanir og útboðslýsingar. Sérgrein: Jámbent steypa og hafnarmannvirki. iezþ UTSALA Aðelns 3 úfisöEudagar eftir Kjólar fyrir hálfvirði VesturgfÖtu 3 LILLU kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt. Við á- byrgjumst gæði. W«r*r Mr arerið ÍT>nk*nt> Riðjið um LILLU-KRYDD Fínriflað, einlitt, mislitt og köflótt Flauel í allskonar barnafatnað, pils, kjóla o. fl. Vér viljum vekja athygli viðskiptavina vorra á því, að hér fáið þér sterkasta, bezta og hentugasta efnið í skóla- föt barnanna fyrir veturinn. Vinsamlegast litið í gluggana. Nýjar vörur daglega. ' |-s?9'uiv < l3Ui<aj' i Vil kaupa nú þegar góða 3ja herbergja íbúð á hæð eða í góðum kjallara, helzt í Austurbæn- um. Útborgun 90 þús. kr. — Tilboð, merkt: „íbúð — 62“ sendist Mbl. fyrir hádegi á laugardag. LEYFISHAFAR GÆFA FYLGIR trúlofunarhrigunum frá Sig- urþór, Hafnarstræti 4. — Sendir gegn póstkröfu. — Sendið nákvæmt mál. Hienningartengsl Islands og Ráðstjörnarríkjanna Aðalfundur Reykjavíkurdeildar MÍR verður haldinn í skrifstofunni, Þingholtsstræti 27 n. k. föstudagskvöld 27. þ. m. og hefst kl. 8,30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á ársþing MÍR, sem haldið verður 3.—4. sept. n. k. 3. Kynningarmánuðurinn. STJÓRNIN .................................. Hinar síauknu vinsældir VOLVO vörubifreiðanna sanna bezt kosti þeirra. Getum útvegað VOLVO vörubifreiðar 4—10 tonna, með benzín og dieselvél. Afgreiðslutími 2—4 vikur frá verksmiðju. Verðið mjög hagstætt. Leitið upplýsinga hjá oss, áður en þér ákveðið kaup annars staðar. (VOLVO) ^ueinn d3iömteon _______________^rí^eirsion Hafnarstræti 22. Sími: 6175 og 3175. kJUW*JMU»HniM»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.