Morgunblaðið - 10.10.1954, Blaðsíða 8
8
MORGVTSBLÁÐIÐ
Sunnudagur 10. okt. 1954
imtMðfrife
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigíús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Hversvepa ráðgera þeir þing-
meirihluta Sjálístæðisflokksins
EF athugaðar eru umræður um
íslenzk stjórnmál á því sumri,1
sem nú er liðið kemur það í ijós, I
að í gegnum þær gengur einn
rauður þráður: Ráðagerðir and-
stæðinga Sjálfstæðisflokksins um
að líklegt sé, að þess sé ekki langt
að bíða að hann fái hreinan meiri
hluta á Alþingi.
Þetta verður m. a. greinlega
Ijóst af grein, sem formaður Fram
sóknarflokksins ritaði í blað sitt
17. júní s.l. Þrátt fyrir það, að
formaðurinn vandi Sjálfstæðis-
mönnum ekki kveðjurnar og noti
þjóðhátíðardaginn til miður há-
tíðlegra hugleiðinga ,verður auð
sætt, að undiralda bollalegginga
hans er óttinn við vaxandi fylgi
og traust Sjálfstæðisflokksins.
Á flokksþingi Alþýðuflokksins
í siðasta mánuði snérist svo meg-
inhluti setningarræðu hins frá-
farandi formanns flokksins um þá
stórkostlegu sókn, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn væri í. Til þess að
stöðva hana væri eiginlega ekk-
ert ráð nema helzt það, að Alþýðu
flokkurinn, Framsókn og „Þjóð-
vörn“ tækju höndum saman við
kommúnista. Loks lýsir Tíminn
því svo yfir 2. þ. m. að 9 þing-
sæti Framsóknarflokksins í eftir
töldum kjördæmum séru í bráðri
hættu fyrir sókn Sjálfstæðis-
flokksins:
f Mýrasýslu, Dalasýslu, Vestur-
ísafjarðarsýslu, Vestur-Húna-
vatnssýslu, báðum Múlasýslum
og Austur-Skaptafellssýslu. Hvað
felst nú eiginlega í þessum ráða-
gerðum andstæðinga Sjálfstæð-
ismanna um væntanlega stórsigra
flokksins á næstunni?
Fyrst og fremst það, að þeir
hafa gert sér það ljóst, að með-
al alls almennings í landinu
ríkir mjög aukinn skilningur á
hinu þjóðnýta starfi, sem Sjálf
stæðisflokkurinn hefir unnið í
þágu lands og lýðs undanfarin
ár. Tortryggni gagnvart
flokknum meðal hinna vinn-
andi stétta, hefur minnkað að
miklum mun og hræðslan við
„Íhalds-Grýiuna“ er horfin. —
Fólkið dæmir Sjálfstæðisflokk
inn með öðrum orðum eftir
verkum hans en ekki eftir
sleggjudómum óbilgjarnra
andstæðinga hans.
í öðru lagi ræður það miklu
um ótta andstæðinganna við
meirihluta Sj álfstæðisf lokksins,
að stöðugt fleiri kjósendur öðlast
þá sannfæringu, að samstjórnar-
skipulagið sér að ganga sér til
húðar í landi okkar. Nauðsynlegt
sé að fá einum flokki meirihluta
aðstöðu til þess að heilbrigt
stjórnarfar geti skapazt í land-
inu. Og nú trúir fólkið því, að
Sjálfstæðisflokkurinn geti öðlast
þingmeirihluta. í síðustu kosning
um vann hann 4 ný kjördæmi
og örlitlu munaði að hann ynni
sex þingsæti til viðbótar. í bæj-
arstjórnarkosningunum, sem
fram fóru um síðustu áramót,
vann flokkurinn svo stórsigur,
ekki sízt hér í Reykjavík, þar sem
hann bætti við sig mikið á fjórða
þúsund atkvæðum frá þingkosn-
ingunum.
Við þetta bætist svo enn það,
fið andstæðingarnir vita, að í öll-
um kjördæmum landsins hafa
menn verið að yfirgefa raðir
þeirra undanfarna mánuði og
ganga í lið með Sjálfstæðismönn-
um.
Andstæðingar Sjálfstæðisflokks
ins gera sér Ijóst, að þetta ger-
ist vegna þess, að fólkið byggir
auknar vonir á því, að Sjálfstæð-
isflokkurinn beri hagsmunamál
þess fram til sigurs, stuðli að
bættri aðstöðu þess í.lífi og starfi.
Það er ákaflega þýðingarmik-
ið fyrir þróun íslenzkra stjórn
mála, að örugg meirihluta-
stjórn geti sem fyrst skapast
í landinu. Þjóðin þarf að vita
hvar hún stendur á hverjum
tíma, hverja hún á að draga
til ábyrgðar fyrir það, sem
miður fer í opinberu lífi henn-
ar og hverjum hún ber að
þakka það, sem vel er unnið.
Hún hefur alltaf möguleika til
þess að skipta um forystu, fá
nýjum mönnum og flokkum
forystuna, ef hún teldi að
meirihlutastjórn Sjálfstæðis-
fIokksins hefði brugðist trausti
sínu og vonum.
Alþýðusambands-
kosningarnar
KOMMÚNISTAR láta blað sitt
bera sig mjög mannalega yfir
því að þeir séu að vinna á í Al-
þýðusambandskosningunum. En
hvar hafa þeir eiginlega unnið á?
Það væri fróðlegt að fá þeirri
spurningu svarað. Þeir hafa e. t.
v. fengið tvo eða þrjá fulltrúa
kjörna í félögum, sem áður kusu
lýðræðissinna. En lýðræðissinnar
hafa einnig fengið kjörna full-
trúa í nokkrum verkalýðsfélög-
um, sem kusu kommúnista á síð-
asta þing sambandsins.
Það er athyglisvert, að á þeim
stöðum, sem kommúnistar segja
nú að „samfylking“ sé milli
þeirra og Alþýðuflokksins, voru
yfirleitt kosnir kommúnistar við
síðustu kosningar. Á það t. d.
við verkalýðsfélögin á Akureyri
og á Siglufirði. Og þar sem komm
únistar hafa yfirtökin hleypa þeir
yfirleitt ekki fulltrúum frá öðr-
um flokkum inn á framboðslista
sinn. Þannig framkvæma þéir
sína margumtöluðu „einingu
verkalýðsins."
Það er þannig auðsætt, að
kommúnistar hafa síður en svo
unnið á við þessar kosningar til
Alþýðusambandsþings. Eina von
þeirra um áhrif og völd í heildar-
samtökum verkalýðsins byggist
á því, að nægilega margir Hanni-
balar nái kosningu og fáist til
þess að svíkja launþegasamtökin
í hendur hinnar rússnesku
fimmtuherdeildar. En ennþá er
allt á huldu um það, hve margir
vilja verða til slíks óhappaverks.'
I
Mikill meirihluti lýðræðis-'
sinnaðs fólks í verkalýðsfélög-
unum hefur starfað saman
gegn kommúnistum eins og
áður. Og Alþýðublaðið hefur
tekið eindregna afstöðu gegn
allri samvinnu við kommún-
ista í verkalýðsmálum.
Ekkert aðhaf zt við
norska skipið
KEFLAVÍK: — Enn er veður svo
hvasst, að ekki hafa verið að-
stæður til að gera tilraun til að
gera tilraun til að ná norska skip
inu, Magnhild út af strandinu.
Botn skipsins rnun eitthvað hafa
orðið fyrir skemmdum og leki
í sikipinu er um botngeyma.
Strax og veðrinu slotar, mun
mjölið sem í það er komið, verða
tekið úr því, skipið létt svo sem
kostur er og síðan gerð tilraun
til að ná því á flot. Ef það tekst,
sem menn eru vongóðir um, verð-
ur skipið dregið til Reykjavíkur
til viðgerðar.
BERLIN, 5. okt. — Borgarstjóri
V-Berlínar féllst á það í dag að
leyfa kommúnistaflokknum að
taka þátt í bæjarstjórnarkosning
um í des. n.k. Flokkurinn hefur
ekki haft menn í framboði til
bæjarstjórnarkosninga síðan
1946. —
Ekkert bæjarfélag leggur eins
mikið íram til stuðnings fólki
í húsnæðisvandræðum og H.-vík
EINS og skýrt var frá á bæjar-
stjórnarfundi s.l. fimmtudag leit-
uðu alls 204 fjölskyldur eftir að-
stoð bæjarins um s.l. mánaða-
mót út af húsnæðisvandræðum.
Meiri hluti þessa fólks þurfti
svo ekki aðstoðar við, heldur fékk
íbúðir af eigin rammleik. Það
gerist algengt að þegar fólk fær
uppsagnir á húsnæði, þá spyrst
það fyrir hjá Reykjavíkurbæ en
fær svo íbúðir síðar á venjulegan
hátt. Ýmsar tekjuháar og vel efn-
um búnar fjölskyldur leita til
bæjarins á þennan hátt en vita-
skuld er það ekki bæjarfélagsins
hlutverk að leggja fram fé fyrir
slíkt fólk. Allar slíkar fyrirspurn-
ir og eftirgrenslanir eru innifald-
1Jelvahandi óhripar:
Dúfufréttin vakti óhug.
MARGIR Reykvíkingar lásu
með nokkrum óhug og undr-
un fréttina um drukknuðu dúf-
una, sem birtist hér í blaðinu í
fyrradag, enda er hér um ein-
stakt atvik að ræða. Sumir eiga
jafnvel bágt með að trúa að slík
fúlmennska hafi hér verið að
verki, sem gefið er í skyn í frétt-
inni. Færi betur að svo væri —
eh því miður virðist full ástæða
til að ætla að rétt sé þar til getið.
Fuglasnörur í görðum.
MAÐUR nokkur sem býr í einu
úthverfi bæjarins hringdi í
okkur á ritstjórninni þennan
sama dag, sem fréttin birtist og
fórust honum orð eitthvað á þessa
leið: „Ég hefi iðulega séð stálp-
aða krakka leggja fuglasnörur í
húsagarðana heima hjá sér. Þeir
virðast komast upp með þetta
óátaldir af foreldrum sínum og
sætir það ekki lítilli furðu. Þá
hefi ég og ósjaldan séð væng-
stifðar dúfur flöktandi um — og
þá jafnan gert Dýraverndunar-
félaginu eða lögreglunni aðvart.
tí'
Fordæmi hinna
fullorðnu.
JÁ, víst er það ljótt afspurnar
og því hörmulegra, sem það
kemur greinilegar í ljós, að hinir
fullorðnu gera sig samseka í
ófétishættinum. Maður reynir oft
að hugga sig við það, að verkn-
aði eins og dúfumorðið, sem að
ofan greinir, megi telja til af-
sakanlegra barnabreka og ung-
gæðisháttar. Að vísu er slíkt alls
ekki gild afsökun. — Ungur nem-
ur, gamall temur — segir gamla
máltækið og við hverju getum
við ekki búizt af börnum og ungl-
ingum í þessu efni, sem alast upp
við skeytingarleysi og harð-
brystni gagnvart hinum mállausu
dýrum, sem eru að meira eða
minna leyti komnir upp á náð
mannanna. Það verður því
aldrei ofhrýnt fyrir foreldrum
og öðru fullorðnu fólki að inn-
ræta börnunum frá því fyrsta
nærgætni og elsku til dýranna •—
með því er um leið hlúð að ýms-
um hinum göfugustu hvötum,
sem með manninum búa.
Fékk reyniberjaklasa
í andlitið.
ÞETTA er nú eitt með því lak-
ara, sem ég hefi komizt í“ —
sagði ung stúlka við mig á föstu-
dagskvöldið — nýkomin að utan.
„Ég fékk stærðar reyniberjaklasa
beint framan í mig, er ég í mesta
grandleysi gekk á götunni. Ég
vissi ekki hver ósköp höfðu dunið
yfir, hafði einhver gefið mér
svona hressilega á hann — og þá
fyrir hvað í ósköpunum? — Nei,
ég sá í næstu andrá fagurrauðan
reyniberjaklasann við fætur mér
— og ég þóttist vel hafa sloppið,
en anzi var þetta harkalegt
samt.“
Ég trúði stúlkunni mæta vel —
þetta voru engin smáræði, sem á
gengu í höfuðskepnunum á föstu
daginn — og víst er um það, að
margur reyniberjaklasinn hefir
losnað af sínu móðurtré þann
óveðurs daginn. Gul og sölnuð
trjálaufin feyktust í hundraða —
og þúsundatali eftir götum og
gangstéttum — enginn griður
gefinn fyrir hinum grálynda
hauststormi.
Alþingi kemur saman.
JÁ, þetta er allt í áttina — vetur
gamli þokast nær og nær —
hlutirnir færast í sínar vissu
vetrarskorður. í gær kom hið háa
Alþingi saman til reglulegs fund-
ar og mun setjast á rökstóla eftir
helgina.
Nóg verða vandamálin til að
fást við sem áður og nóg verður
vafalaust um deilumál eins og
fyrri daginn. Vafalaust vilja allir
háttvirtir þingmenn láta sem
mest gott af sér leiða fyrir land
og lýð — maður sem með öðruVísi
hugarfari er í þingsali kominn er
þingmannsstöðunnar óverðugur.
Annars mætti ætla að hið nýbyrj-
aða Alþingi verði sæmilega rólegt
— kosningar eru engar á næstu
grösum til að ýta undir ybbingar
hinna ýmsu stjórnmálaflokka,
þess betra tóm ætti að gefast til
að beita sér friðsamlega að þeim
vandamálum, sem bíða úrlausnar
Alþingis.
Til þess eru
lög, boðorð séu
haldin.
ar í tölunni 204, sem nefnd er að
ofan.
Niðurstaðan hefur orðið sú, að
um 20 fjölskyldur eru eins og
stendur í húsnæðisvandræðum af
þeim, sem til bæjarins hafa leitað
og getur það ekki talist óeðlilegt
enda ekki liðnir nema 9 dagar af
október.
VANDRÆDIN — PÓLITÍSK
NAUÐSYN KOMMÚNISTA
Kommúnistar eru að reyna að
gera sér mat úr vandræðum fólks
hér í bæ út af húsnæði. Álasa
þeir bæjarfélaginu fyrir þessi
vandræði og er það auðvitað gert
í pólitískum tilgangi.
En það sanna er, að ekkert bæj-
arfélag á landinu gerir neitt
svipað því eins mikið til að létta
vandræði út af húsnæðisskorti
eins og .Reykjavík.
Vill Þjóðviljinn ekki til dæmis
npplýsa hvaða flokksbróðir eða
hálfbróðir þeirra í Kópavogs-
hreppi hefur gert í þessu efni?
Það mun reyndar vera svo sem
ekkert.
Vandræði, hvort sem eru hús-
næðisvandræði eða önnur eru
pólitísk nauðsyn fyrir kommún-
ista og í rauninni kæra þeir sig
alls ekkert um að úr vandræð-
unum sé bætt.
Sig. Guðgeirsson kommún-
isti kom fram með fyrirspurn
á síðasta bæjarstjórnarfundi
um það hve aðstoð bæjarins
við fólk í húsnæðisvandræð-
um hefði kostað mikið. Auð-
vitað var spurt í þeim tilgangi
að gagnrýna svo á efíir hve
aðstoðin hefði verið dýr. Þann
ig er það hjá kommúnistum,
að í Þjóðviljanum er látið
heita svo að hjálpa eigi en svo
má hjálpin eða aðstoðin ekk-
ert kosta, þegar á reynir og
bæjarfélaginu svo álasað fyrir
of mikla aðstoð, eins og dæm-
in hafa sýnt!
Bæjakeppnin:
Hörður Felixsson
skýrir mál sitt
IGREIN Ríkharðs Jónssonar í
Morgunblaðinu föstudaginn
8. okt. um bæjarkeppnina Reykja
vík-Akranes er vikið nokkrurn
orðum að viðskiptum okkar Rík-
harðs á leikvellinum og einnig
að framferði mínu eftir leikinn.
Þar eð ég veit, að sumt af þvl,
sem um mig er sagt í greininni,
er á misskilningi byggt, vil ég
ieiðrétta þann misskilning með
mestu vinsemd.
Ríkharður segist harma það, að
ég skyldi láta eitt dagblaðanna
hafa það eftir mér, að hann hafi
slegið mig hnefahögg. Ég get fuil-
vissað hann um, að þessi tilvás-
un blaðamannsins er alveg út í
hött og alls ekki eftir mér höfð.
Þar eð slúðursögur um aðdrag-
anda þessa umtalaða „áreksturs"
okkar Ríkharðs hafa flogið um
bæinn undanfarna daga, vil ég
taka fram eftirfarandi: — Ég
veit ekki til þess að okkur hafi
farið neitt á milli fyrir þennan
atburð, eins og margir halda
fram. í árekstrinum hlaut ég
högg undir bringspalirnar og
stóð á öndinni um stundarsakir.
Ég get ekkert um það sagt, hvort
ég hlaut þetta högg af olnboga
Ríkharðs eða á einhvern annan
máta. Að öðru leyti álít ég, að
dómarinn sé sá aðilinn, sem bezta
aðstöðu hafði til að fylgjast með
Framh. á bls. 12.