Morgunblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1954, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 1. des. 1954 MORGUNBLAÐIÐ I aflampagerBsn á Suður- j Fimleikafélag Hafnar götu 3 20 ára í dag Elgendurmr byjurðu í litlum ukúr, en hafa j nú komið upp verksfcsðí búið fisll- kornnum véíum IDAG ER EITT vel þekkt verzlunarfyritæki bæjarins, Raf-) lampagerðin á Suðurgötu 3, 20 ára. Þótt segja megi að fyrir- ' tækið sé ungt að árum, er það ótrúlega vel þekkt af bæði Reyk- víkingum og öðrum landsmönnum, og er það vegna hinna alkunnu vörugæða þess. f BYRJUÐU MEÐ LITIÐ Eigendur Raflampagerðarinnar eru Kristþór Alexandersson og Þorsteinn Hannesson. Stofnuðu þeir fyrirtækið 1. des. 1934, og þá af heldur litlum efnum, en juku bráðlega starfsemina eftir því sem árin liðu. Báðir voru þeir málarar áður en þeir lögðu þetta starf fyrir sig, en á þeim árum var heldur lítið að gera við þá iðn, sérstaklega að vetrinum, og fóru þeir félagar þá að búa til lampaskerma og lampa í frí- stundum sínum. Gekk það til svo í eitt ár, en þá stofnuðu þeir Raflampagerðina. FYRST f LITLUM SKÚR Fyrsta húsnæði Raflampagerð- arinnar var lítill skúr að Þórs- götu 26. En bráðlega óx fyrir- tækið upp úr þeim húsakynnum og næsta aðsetur þess var að Hverfisgötu 4, þar sem það leigði húsnæði hjá Garðari Gíslasyni. Hafði það þar allgóða aðstöðu og var þar um hríð. Þó kom þar að framleiðslan var orðin það mikil, að enn varð að færa út kvíarnar. SUÐURGATA 3 Þá réðust þeir Kristþór og Þorsteinn í að kaupa húsið Suð- urgötu 3, þar sem Raflampagerð- in nú hefur aðsetur sitt. Hafa þeir búið vel um sig þar, komið upp verkstæði með fullkomnum vélum, rúmgóðum vinnustofum og smékklegri verzlun. Er jafn- an mikið að gera við verzlunina og hefur þegar bezt hefur geng- ið 12 manns verið starfandi við fvrirtækið. ALLAR HÚSVÉLAR Auk þess að í verzluninni eru seldar allar tegundir rafmagns- lampa, Ijósakrónur, skermar og fjarSar 25 éra HAFNARFIRÐI — Fimleikafélag Hafnarfjarðar átti 25 ára aímæli 29. október s.l. og verður þess minnst með hófi í Alþýðuhúsinu n.k. laugardag 4. des. Hefst það með sameiginlegu borðhaldi kl. 7 síðd. Á þessum 25 árum, sem félagið hefir starfað hefir það staðið í fremstu röð hérlendra íþrótta- félaga. Hafa íþróttamenn FH jafn an staðið sig með prýði á íþrótta mótum og félagið eignast marga íslandsmeistara. í upphafi voru eingöngu iðkaðir fimleikar og frjálsar íþróttir, einkuru hlaup og stökk, en síðar knatts) 'yrna og handknattleikur. Á síðs :i árum hefir félagið einkum gutið sér | góðan orðstír í frjálsum íþróttum ! og handknattleik. — Margir hafa lagt gjörva hönd á félagsstarfið, og er þá helzt að nefna þá Hall- stein Hinriksson kennara og Gísla Sigúrðsson lögregluþjón, sem hafa verið driffjöðrin í allri starfsemi félagsins frá upp- hafi og eru það enn. Næstu daga verða ýmsir verð- launagripir, myndir o. fl. til sýnis í verzlun Geirs Jóelssonar. — Núverandi formaður Fimleika- félags Hafnarfjarðar er Valgeir Óli Gíslason. — G. E. Þorsteinn Hannesson. // Maður slasas! er fflr hann í GÆR var slökkviliðið kvatt þrisvar á vettvang. Var í tveim tilfellum um eld að ræða, en slys í eitt skiptið. Var fyrsta útkallið að Bústaðaveg 6. Hafði kviknað þar í strauvél. Tókst fljótlega að slökkva eldinn sem var aðeins í vélinni sjálfri. Urðu engar skemmdir á húsinu. VARÐ UNDIR MOLDAR- BAKKA Um miðjan dag í gær, var slökkviliðið beðið um aðstoð við að flytja slasaðan mann, er slas- azt hafði við vinnu sína. Var það Guðmundur Þorsteinssorf til heimilis að Háteigsveg 19. Hafði hann verið að vinna við skurð- gröft, er moldarbakki féll yfir hann. Var hann þegar fluttur á Landsspítalunn. Kom þar í ljós að hann hafði viðbeinsbrotnað og rifbeinsbrotnað á nokkrum rifj- um. Spurðist Mbl. fyrir um líðan hans á Landsspítalanum seint í gærkvöldi, og var hún sæmileg. ELDUR f PORTI í gærkvöldi klukkan rúmlega 8, var Slökkviliðið kvatt að Bankastræti 2. Var þar um að ráeða eld í kassadrasli inni í pprti. Var eldurinn slökktur þeg- ar og hlutust eingar skemmdir af honum. Þorsteinn Hannesson allt þar að lútandi, hafa eigend- urnir aukið við verzlunina öllum tegundum húsvéla, svo sem kæli- skápum, hrærivélum o. s. frv. — Einnig postulíns- og glerbúsáhöld um og ýmissum öðrum varningi til híbýlaprýði. Starfsemi Raflampagerðarinn- ar hefur verið allt frá upphafi mjög farsæl og má vænta að svo verði í framtíðinni. Tiið Framh. af bls. 1 ekki bætt sambúð okkar við þær, á kostnað bætts samkomulags við vestænar þjóðir", sagði marskálk urinn. Tito flutti þessa ræðu í Trieste. Hann tilkynnti einnig að hann teldi að jafnvægi væri nú í valda- . átökunum i Evrópu og að hann myndi ekk\ gerast aðili að At- lantshafsbandaláginu, né öðrum samsteypum í Evrópu, sem rask- að gætu þessu jafnvægi. Hýr lasknir og Ijós- móðir í Ámeshreppl GJÖGRI, Árneshi'eppi, 11. nóv. — Frú Jensína Óladóttir, fyrrver- andi ljósmóðir lét af störfum frá 1. okt. s.l. Hún hefir verið starf- andi Ijósmóðir hér í Árneshreppi aldarfjórðung. Mikilhæf, vinsæl mjög og heppin í starfinu. Við ljósmóðurstarfinu tekur ungfrú Guðfinna Jónsdóttir frá Reykja- nesi. í haust fengúm við ungan lækni, Skúla Helgason. Situr hann í Djúpavík. Læknar hafa unað illa hér norðan Trékyllis- heiðar. Tíðarfarið var mjög hagstætt og gott framan af sumrinu eða þar til seint í júní, svo og ein vika í ágústmánuði var góð. Þess utan má heita að tíðin hafi verið ; hin versta. í sumar var oft alhvít jörð niður í sjó, þó það þvatraði af á daginn. Heyfengur var þó nokkur að nafninu til, en mikið af heyi og sumt stórskemmt. Vothey með meira móti. Kýr komu inn á fulla gjöf um 12. sept. og muna elztu menn varla eftir slíku. Sumstaðar fór sauðfé á gjöf um 20. október og var bá ekki um beit að ræða nema fjörubeit. Gæftir hafa verið afar slæmar og ekki gefið á sjó nema dag og dag með löngu millibili, en þá hefir fiskast sæmilega, — Regina. Alltaf gaman að fara meb ný hlutverk" Þorsfeinn Hannesson áperusöngvari fer með aðaíhlutverk í óperunni Paliacci ÞORSTEINN HANNESSON óperusöngvari er fyrir skömmu kom- inn hingað til lands. Mun hann syngja hlutverk Canios í óper- unni Paliacci (Bajazzo) eftir Leomcacallo, sem Þjóðleikhúsið hyggst sýna nú um jólin. Þorsteinn mun halda hljómleika fyrir norðan, á Siglufirði og Akureyri, og ef til vill í Reykjavík. MALENKOV og Molotoff og fleiri ráðherrar Sovétríkj- anna brugðu venju undan- farinna ára og heimsóttu á sunnudaginn sendiherra Júgóslava í Moskvu í tilefni af þjóðhátíðardegi Júgóslava. Samspil við þessa heimsókn kom frá leppríkjum komm- únista, en þar var þenna sama dag mælzt til vináttu við hina útskúfuðu Komin- formþjóð. Hafa Júgóslavar annars vegar og Pólverjar og Tékkar hins vegar skipzt á ambassadorum. Hjálparbeiðni AÐFARANÓTT sunnudagsins 21. nóvember brann braggi F3 í Camp Knox. Hjónin þar, Jens Pálsson og Guðbjörg Gísladóttir bjuggu út braggann sjálf að inn-{ an og var Jens búinn að eyða í ( það vinnu og fé og var að endaj við þetta verk, sem búið var að j taka langan tíma þegar eldurinn eyðilagði braggann, öll búsáhöld og öll föt að mestu. — Konan meiddist í þessum eldsvoða og er nú á sjúkrahúsi. — Börn þeirra eru tvö, 12 ára og 5 ára. Þau sluppu ómeidd. Hjón þessi eru algjörlega eignalaus. Morgunblaðið hefur góðfúslega lofáð að taka við samskotum frá þeim sem vildu minnast fjöl- skyldunnar í þessum bágindum. '• Jón Thorarensen. SÖNGVARARNIR HEIM, ER TAKMARKIÐ Guðlaugur Rósinkranz þjóð- leikhússtjóri bauð blaðamönnum í gær á’ fund með Þorsteini Hannessyni óperusöngvara. Kvað þjóðleikhússtjóri það vera sér mikla ánægju að hafa fengið Þor- stein til þess að syngja í óperu í Þjóðleikhúsinu. Sagði hann það vera takmark Þjóðleikhússins að fá sem flesta af hinum ágætu ís- lenzku söngvurum til þess að syngja á sviði Þjóðleikhússins. Og vonandi yrði ekki langt þang- að til Þjóðleikhúsið hefði aðstöðu til þess að ráða í sína þjónustu þá ísl. söngvara, sem til þessa hefðu orðið að starfa að list sinni erlendis. SUNGIÐ í 15 ÓPERUM Þorsteinn Hannesson sagði það ekki síður vera sína ánægju að fá tækifæri til þess að syngja hér á landi í óperu. Þorsteinn hefur verið fastráð- inn söngvari, hetjutenor, hjá Covent Garden óperunni í Lond- on síðan 1948. Hefur hann sungið þar aðalhlutverk í 15 óperum. Hefur hann öðlazt mikinn frama þar og orðinn vel þekktur í Eng- landi fyrir söng sinn. Hann- er ættaður frá Siglufirði og hóf söngnám sitt hjá Sigurði Birkis söngmálastjóra. Síðan fór hann utan til Englands og stundaði nám þar. Þegar Þorsteinn hafði lokið námi sínu fékk hann at- vinnuleyfi til þess að syngja við Covent Garden óperuna. Annars er ákaflega erfitt að fá atvinnu- leyfi í Englandi fyrir söngvara. Mun Þorsteinn vera eini erlendi söngvarinn við Covent Garden, sem hefur verið þar fastráðinn um lengri tíma. En ekki hefur hann verið fastráðinn við óper- una þetta ár, söng þar sem gestur s.l. vor. Þess vegna hefur honum reynzt það kleift að koma hingað til íslands og syngja hér, því það er ekki mögulegt að fá sig lausan hjá hinum erlendu óperum í 2—3 mánuði á miðju leikári. 20—30 ÓPERUR Á ÁRI Þorsteinn sagði, að við Covent Garden væri árlega fluttar 20 til 30 óperur og sífellt verið að skipta um viðfangsefni. Sama óperan væri að jafnaði ekki flutt nema 5—10 sinnum í röð, en síð- an lögð til hliðar og tekin upp aftur síðar á árinu eða ekki fyrr en næsta ár. Þorsteinn hefur að- allega sungið óperur eftir Vagn- er. Hann sagði að uppáhaldshlut- verk sitt væri Florestan í Fidelioi eftir Beethoven. AÐ BRÆÐA SNJÓINN .... — Ég hef aldrei sungið Canicl (í Paliacci) fyrr, sagði Þorsteinn, en það er alltaf gaman að fara með ný hlutverk. Og það ætti að geta náð mesta hrollinum úp fólkinu að hlusta á tvær suðræn- ar og heitar óperur svona S skammdeginu og bræða snjóinni — ef það verður þá nokkur snjórt um jólin! Óperan Paliacci, sem einnig eu kunn undir nafninu Bajazzo, verður frumsýnd á annan dag jóla. Með önnur aðalhlutverk fara hin sænska óperusöngkona Stina-Britta Melander, sem fer með hlutverk Neddu og Guð- mundur Jónsson óperusöngvari, sem fer með hlutverk Tonio. —• Leikstjóri verður Simon Edward- sen, en hann hefur stjórnað öllutn þeim óperum, sem Þjóðleikhúsið hefur sett á svið. FORSALA Á MIÐUM Þjóðleikhússtjóri gat þess sér- staklega að sú venja væri höfð í Þjóðleikhúsinu að strax á haust- in, þegar hann hefur skýrt frá því hver verði viðfangsefni leik- hússins á haustinu og fyrri hluta vetrar, að þá sé hægt að panta miða á sýningar á þeim. Sagði | hann, að talsvert væri nú þegar selt af miðum á tvær fyrstu sýn- ingar óperanna, og bað fólk að nota sér þessa forsölu miða sem allra mest. Það væri til þæginda fyrir báða aðila. Lagarfoss lestar fiskimjöl á Akranesi AKRANES, 27. nóv. — Lagar- foss kom í morgun og lestaði bér 100 lestir af fiskimjöli. Hefur hann undanfarið lestað fiskaf- urðir á höfnum úti á landi. Héð- an fer Lagarfoss til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar og þaðan til Rússlands. — Oddur. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.