Morgunblaðið - 02.12.1954, Page 6

Morgunblaðið - 02.12.1954, Page 6
22 MQRaUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. des. 1954 ^-J^venhjóÉin — Jfeimiíié J 9km4F*<G==>tCP==<Gs»*d^~»CS»^C?a^Ci=-<£?=*<i==-«3=*<Q=-tCr=^Q==^c3=»<G==<ö= S KIPULAGNING VINNUNNAR SPARAR MARGFALT ERFIDI TyTÆSTA ár skál cg ekki vera „I i jafn andvaralaus og fyrir þessi jól og byrja fyrr á undir- búningnum." — Hve oft hefir ekki þetta heit verið strengt há- tíðlega af húsmóðurinni, sem sveitt og uppgefin lýkur af síð- ustu handtökunum við jólaundir- búninginn rétt um það leyti sem jólahelgin er að ganga í garð? Ég átti núna á dögunum tal við unga húsmóðir, sjómannskonu, sem er — mér liggur við að segja — flestum húsmæðrum fremri að því leyti, hve vel hún skipuleggur vinnu sína og sparar sér á þann hátt margaflt erfiði. Hún á þrjá syni, 4, 10 og 12 ára gamla og fallegt og hlýlegt heim- ili hér vestur í bænum. — Viltu nú ekki blátt áfram gefa okkur góða og handhæga uppskrift að því, hvernig þú hag- - Það á við ekki hvað sízl um jélin. . . . ekkert smáræðisverk að baka fyrir jólin . . . ar jólaundirbúningnum á heimili þínu, þannig að þú sért ekki orð- in uppgefin af öllu stritinu þeg- ar loksins kemur að sjálfri hátíð- inni. — Þetta sagði ég við hana. ÉG HUGSAÐI: ÞETTA GENGUR EKKI — Það er nú ekki svo gott að gefa uppskriftir að þvíumlíku, svaraði hún mér, og ég get sagt þér það, að fyrstu árin eftir að ég gifti mig var þetta nákvæm- lega svona með mig eins og svo margar aðrar húsmæður — að ég frestaði allt of miklu af und- irbúningi jólanna fram á síðustu stundu með þeim afleiðingum að ég stóð uppi gersamlega útkeyrð þegar honum var lokið og naut sjálfra jólanna ekkert nálægt því sem. skyldi. En svo hugsaði ég bara með sjálfri mér: Þetta geng- ur ekki, ég verð að hafa hér annan hátt á — haga mér öðru vísi framvegis fyrir jólin — og ég má segja að ég hefi staðið við orð mín í því efni. SÉRSTABA SJÓMANNS- KONUNNAR Við sjómannskonurnar höfum hér líka dálitla sérstöðu sem á öðrum sviðum. Við miðum heim- ilisstörfin að ákaflega miklu leyti við heimkomu eiginmannsins. Þá fáu daga sem hann stendur við heima í höfn viljum við geta átt sem ánægjulegasta daga, ekki of- hlaðna af amstri við heimilisstörf in. Þessv. er um að gera að búa sig nógu vel undir fyrirfram í einu sem öllu — alveg það sama gildir með jólin. BÚIN AÐ SAUMA ALLT TIL JÓLANNA FYRIR 1. DES. * Nú hefi ég sett mér það að marki að hafa alltaf lokið við að sauma allt til jólanna fyrir des- emberbyrjun, náttföt, skyrtur og annað sem ég get saumað heima á krakkana. Það er ófært og óþarft að geyma þesskonar hluti til síðasta hálfa mánaðarins fyrir jói Sama gildir með jólagjafir, sem ég bý út sjálf heima, ég reyni að hugsa þær út það tím- anlega, að þær séu tilbúnar um það leyti einnig. Annars gerðum við nú þá samþykkt í fyrra að hætta að gefa jólagjafir nema innan sjálfs heimilisins — og svo ef til vill út á land þar sem við eigum ættingja eða góðvini. Það væri leiðinlegt að hætta allt í einu að senda þeim jólaglaðning- inn. En hér í Rvík, þar sem við eigum feiki stóra fjölskyldu, sem stækkar ár frá ári verður það ógjörningur að hver og einn gefi öðrum jólagjafir. — Við vorum öll á einu máli um það. JÓLAPÓSTURINN TILBÚINN VIKU AF DESEMBER Og svo er það jólapósturinn, hann er ekki lítill þáttur í jóla- önnunum. Ég reyni að vera búin að skrifa hann allan, þegar vika F)V Jólapósturinn skrifaður viku fyr- ir jól. er af desember. Það er voðalegt að vera í kapphlaupi við mínút- urnar um að koma jólabréfunum á síðustu ferðina fyrir jól t. d. ef um er að ræða póst til útlanda eða út á land. — Þá er betra að eiga bréfin tilbúin og setja svo í póst eftir hentugleikum. JÓLASKREYTINGIN — Hvað með jólatré og jóla- skreytingar? — Viku fyrir jólin tökum við upp jólaskrautið, athugum hvað til er frá síðustu jólum og hvað þarf til viðbótar, búum til jóla- poka o. s. frv. Þetta fá krakkarnir að hjálpa til við og þykir ósköp mikið varið í. En skreyting jóla- trésins fer samt ekki fram fyrr en á sjálfri Þorláksmessu og þá fyrir luktum dyrum. Stofurnar eru þá komnar í jólastand og bíða aðeins eftir jólaljósunum. Öllum meiri háttar jólahreingerij^ngum reyni ég að hafa lokið það tíman- lega, að ég þurfi ekki að gera annað en að fara lauslega yfir aftur fyrir jóladagana. HEFIR DREGIÐ UR KOKU- BAKSTRINUM — Og hvenær er svo byrjað að baka? — Smákökur sem geymast vel baka ég um miðjan desember Það er óþarfi að draga það fram á síðustu dagana fyrir jólin. Annars hefi ég dregið mjög mikið úr kökubakstrinum. Reynsla mín er sú, að fólkið kærir sig alls ekki um nein ósköp af allskonar kökum til viðbótar öllum hinum mikla og góða jólamat. Gamla kunningja, sem manni finst tilheyra jólunum eins og gyðingakökur og hálfmána má þó ekki vanta á jólaborðið. — Það þarf líka að ætla sér góðan tíma til að búa til jólasælgætið, konfekt, karamellur eða hvað það nú er í þetta eða hitt skiptið. RJÚPUR OG HANGIKJÖT — Og svo sjáifur jólamatur- inn? — Venjulega hefi ég rjúpur til matar á jólakvöldið og hangikjöt á jóladag. Á aðfangadagsmorgun steiki ég rjúpurnar og sýð hangi- kjötið og bý allt í haginn, svo að ég þarf ekki annað að gera en að skreppa fram og brúna kartöfl- urnar um kvöldið og bera matinn . . . og svo er að athuga hvað er til af jólaskrauti. . . . Allir í jólaskapi við jóla- borðið. á borðið. Ábætinn fyrir jóladag- inn bý ég þá einnig til, svo að hangikjötsmáltíðin kostar sára- litla fyrirhöfn þegar þar að kem- ur. — Farið þið að jafnaði í aftan- söng á aðfangadagskvöldið? — Nei, okkur finnst það taka of langan tíma eg erfiði, sérstak- lega þegar börnin eru lítil. Við hlustum í staðinn á jólamessuna í útvarpinu. — Svo þegar búið er að borða jólamatinn hjálpumst við öll að því að þvo upp. fömm síðan inn, göngum kring^rji jóiatréð og tökum)(ypp jóiagjaí- irnar og svö fðrum við 1 öli ‘'ífl afa og ómmu; sérh búa hér ‘tfltt á næsta leýti og þar ét- álfúr Jólabesksiux'iam Smákökur á jólaborðið IDAG birtum við uppskriftir að smákökum fyrir jólin. í næstu viku birtast uppskrift- ir að tertum o. þ. h. Sumar af uppskriftunum, sem birtar eru í dag hafa e. t. v. komið áður á Kvennasíðunni, en margar þeirra eru alveg nýjar af nál- ;★} fjir} Súkkulaði hnetusmjörs- smákökur 1 bolli af hveiti og 1 tsk. salt er sigtað vel, Vz bolli af smjörl. og % bolli sykur er hrært vel saman, 1 egg látið út í ásamt 2 litlar matsk. af kakói og 1 tesk. vanilla. Hnetusmjörsdeigið 2 matsk. af smjörl. eru hrærð- ar vel með XA bolla af hnetu- smjöri og y2 bolla af púðursykri, síðan er 2 matsk. af hviti bætt út í og það hrært vl saman. Síðan er súkkulaði kökudeigið látið á ósmurða plötu, svo sem eins og eina teskeið, síðan er V2 teskeið af hnetusmjörsdeiginu látið ofan á, og því næst súkku- laðideig látið efst, þrýst á með gaffli. Bakaðar við fremur vægan hita. Verða um 4 dúsin. (★} (★} •:★}■ Engiferskökur 2% bolli af hveiti, 1 matsk. kókó, Vi tsk. salt, 1V2 tsk engifer og lVz tsk. sóda er sigtað vel. Vz bolli af smjörl. og IV* bolli af sykri er hrært vel, síðan bætt út í einu eggi, 3 matsk. af ljósu sýrópi, lVz tsk edik og iy2 tsk vanilla. — Hveitinu og þurrefn- unum blandað saman við smátt hópurinn saman kominn til að drekka kaffi og súkkulaði. Synirnir þrír eiga afmæli, tveir í desember og einn í janúar. Okk- ur hefir komið saman um að halda ekki upp á hvert einstakt þeirra heldur efnum við til eins barnaboðs einhverntíman yfir jólin — og þar með er öllu slegið saman. (★} (★} (★} Þetta, með meiru, sagði þessi unga húsmóðir mér — hvernig hún hagar sínum undirbúningi undir jólin — finnst ykkur hún ekki til fyrirmyndar? Fyrirmynd- in liggur kannske fyrst og fremst í því, að hún hefir lært af reynsl- unni að tíminn er með þeim ósköpum gerður, að hann biður aidrei eftir okkur — jafnvel þótt s’jálf jólin séu annars vegar. sib. og smátt ásamt lVz tsk af vatni og deigið hrært þangað til allt er vel blandað. Deigið er síðan kælt vel. — Síðan eru búnar til litlar kökur (kúlur) sem eru bakaðar á ósmurðri plötu við meðalhita í 10—12 mín. — Verða um 6 dúsín. (★} (★} (★} Súkkulaði-hnetu-ferkantar 2 þeytt egg eru hrærð með 1 bolla af sykri, Vz tsk. salti og 1 tsk. vanillu, síðan 2 litlum matsk. af kókói og Vz bolla af bræddu smjörl. — Þetta hrært vel. Því næst er Vz bolla af hveiti bætt út í. — Deiginu síðan hellt í vel smurt form (ca 25x35 cm stórt) og söxuðum möndlum stráð yfir. Þetta er bakað í meðalheit- um ofni í 25—30 mín. Skorið í ferkantaðar kökur á meðan deig- ið er heitt. (★} (★} •(★} Kókósmakkarónur 100 gr. u.xósmjöl, 150 gr. syk- ur, 3 eggic...<ntur, 1 matsk. smjörl. vanilla. — Þetta er hrært saman í potti yfir vægum hita þangað til kominn er á það litur. Sett á mélaða plötu og bakast við mjög vægan hita. ■(★}• (★} (★} Súkkulaði-bitakökur lVs bolli hveiti, % tsk. sódi. 1 tsk. lyftiduft, Vz tsk. salt, Vz bolli smjörl., 2 bollar púðursykur, 1 hrært egg, 1 tsk. vanilla, 1 tsk vatn, um hálfur pakki af smátt brytjuðu suðusúkkulaði. Þurefnin eru sigtuð vel saman. Smjörið og sykurinn hrært vel með egginu, þurrefnin síðan látin út í, og deigið hrært vel og að lokum ' eru súkkulaðibitarnir látnir í. — Sett með teskeið á smurða plötu (með góðu milli- bili) og bakast ljósbrúnar. (★} (★} (★} Pipar-kökur 250 gr. hveiti, 1 tsk. vel full sódi, 90 gr. smjörl., 1 slf.tsk. negull, 1 tsk engifer, 2 tsk kanel, lí tsk. pipar, 125 gr. sykur, Vz dl. dökkt sýróp, Vz dl. mjólk. Deigið er hnoðað, mótað milli fingranna í smákökur, settar á plötu með litlu millibili, og bak- ast við meðalhita. (★} (★} (★} Finnskt brauð 375 gr. hveiti, 250 gr. smjörl., 100 gr. sykur, egg, hakkaðar möndlur og grófur sykur. Hveitið er sigtað og smjörið mulið saman við. Sykurinn því næst látinn í. Úr deiginu eru bún- ar til langar og um 1 cm breiðar pylsur, sem síðan eru skornar í ca. 3 cm langar kökur. Þær eru penslaðar með egginu og þeim velt upp úr möndlunum og sykrinum. Bakaðar á smurðri plötu við jafnan hita ljósbrúnar. (★} (★} (★} Rövl-kökur (Nik-nak) 250 gr. hveiti, Vz tsk hjarta- salt, 125 gr. smjörl,, 125 gr. sykur, 2 egg. Þetta er allt hnoðað vel sam- an, deigið kælt og síðan flatt út. Stungnar út litlar kökur, með Framh. á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.