Morgunblaðið - 04.12.1954, Síða 1
Lesbók
16 síður og
40. árgangur
278. tbl. — Laugardagur 4. desember 1054.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Borgarstjóri leggur fram írumvarp að fjórhagsóætlun
Fromlög til íbnSobygginga
kækbnð um IVi miiljön hr.
Útsvarsnpphæbin hækkuð um 8 milljónir
en úlsvarsstiginn þó óiireyttur
k BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær lagði Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri fram frv. að fjárhagsáætlun Reykja-
! víkurbæjar fyrir árið 1955.
Fara hér á eftir aðaldrættirnir úr ræðu hans, þar sem
I gerð er grein fyrir meginefni fjárhagsáætlunarinnar og
þeim helztu breytingum, sem á henni hafa orðið, samanborið
við áætlunina í ár.
Frá athöfninni í Listasafni ríkisins í gær. Á myndinni eru, talið frá vinstri: dr. ».*• aáne, dr. Oppler
sendiherra vestur-þýzka lýðveldisins, og Bjarni Bcnediktsson menntamálaiáðherra. lUyndin er tekin
framan við myndastytíuna, sem þýzka þjóðin heíur gefið íslendingum. — Ljósm. Ol. K. M.
isien.din.gar þakka þýzku. jb/cð-
inni fagra og góðagjöf
Virðuleg athöfn í Llstasafni ríkisins
|
IGÆR afhenti þýzki sendiherrann á íslandi, dr. Oppler, íslenzku
þjóðinni að gjöf myndastyttu, sem þýzka þjóðín heíur sent
henni, sem þakklæíisvott fyrir veitta hjálp á hinum erfiðu árum
eftir s ðustu heimsstyrjöld. Fór afhending myndastyttunnar fram
við hátiðlega athöfn í húsakynnum Listasafns ríkisins. Við þetta
tækifæri íluítu ræður, auk þýzka sendiherrans, forseti ísiands, |
Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra og dr. Frahne, sem er
meðlimur í stjórn þakkargjaíasjóðsins þýzka og var sendur hingað
sérstaklega í tilefni þessarar atbafnar. Viðstaddir við athöfnina
voru auk þeirra, utanríkisráðherra, forsetar Alþíngis og forstöðu-
menn ýmissa menrángarstofnana og íélaga.
RÆBA ÐR. OPPLERS
Fyrstur flutti ræðu dr. Oppler,
sendiherra Þýzkalands her á
landi. Minntist hann í unnhafi
máls síns orða, sem forseti Þýzka-
lands, dr. Heuss, mæiú auo mui.
Komst hann þá þannig að orði,
að Þýzkaland væri nú illa statt,
ef það hefði ekki notið mikillar
hjálpar frá mörgum þjóðum hins
frjálsa heims á stund hinnar
sárustu neyðar.
I dag er það hlutverk mitt,
sagði dr. Oppler, að þakka íslandi
hjálp þess á árunum eftir striðið,
þegar hungur ríkti í hinum eyði-
lögðu borgum Þýzkalands. Sem
tákn urn þakk)æfi okvir; • i
ég mér að afhenda yður, herra
forseti, sem fulltrúi íslenzku
þjóðarinnar, það listaverk, sem
hér stendur.
AVARP DR. HEUSS
Sendiherrann las s'ðan e?ii"-
farandi ávarp frá dr. Heuss, for-
seta Vestur-Þýzkalands, til for-
seta íslands:
„Herra forseti!
Á sárustu neyðarárum hafa ó-
teljandi menn og konur í nálæg-
um og fjarlægum löndum sent
kærleiksgjafir til Þýzkalands.
Þessi mannuðarverk hafa geíið
mörgum þjáðum og örmagna
Þjóðverjum nyjan kjark. Ldi
margra manna hafa þær jafnvel
bjargað.
í voru landi hafa menn ekki
gieymt þeim ótöldu gjöfum, er
einaum íslenzka þjoðin af miklu
veglyndi sendi til Þýzkalands.
ísienzk félög og einstakir menn
á íslandi unnu ótrauðir að þess
um kærleiksgjöfum og veittu
hjálp á marga vegu.
Þýzka þjóðin getur ekki greití
þakkarskuld þá, er safnazt hefir
fyrir á neyðarárunum, en húr,
man eftir henni og vitl reyna að
tjá þakkir sinar á sýnilegan hátt.
Mun hún gera það með lista-
verkum, er gerð hafa verið vor
á mtödt og stundum af mönnum.
er sjálfir lifa við kröpp kjör.
Allir landar m'.nir hafa fagnað
að geta stuðlað að því, að slík
listaverk yrðu til, er gætu orðið
sýnileg merki þakkiætis vors. —
Með þeim leitumst vér að ná til
ókunnra velgerðarmanna, svo að
hver og einu p..i.ra meói s.-. i .ja,
að ver munum ei gieyma bróður-
legri hjálp hans.
£g leyii mer að biðja yðar há-
göigi að þiggja hoggmynd mynd-
höggvarans Gerhard ...arcks,
„Ver Sacrum“, sem 1 tian vott
þakklætis þess, er vér af öllu
hjarta flytju.n íslenzku' þjoðiani.
Mér er ij-.it \ið petia tæ. i.æri
að votta yður, nerra forseti,
fylistu virði’.igu m.na.
Theolor IIcuss.
Ailenauor, j
uimii. .. i: áðherra.
Þegar hér var korr.ið, afhenti
sendiherrann iorseta Islands
myndastyttuna.
E/E-iA FORSETA ÍSÚANDS
Fors-cti Islands, Ásgeir Ásgeirs-
son, þakivaði nu se.iai.ierraimm
i.ina vi.ciu.egu gjai og mælíi á
þessa ieið:
„Herra send erra, dr. Oppler! |
UR RƻU BORGARSTJORA
FRV. að fjárhagsáætlun Reykja-
víkurbæjar fyrir árið 1955 ligg-
ur hér fyrir til fyrri umræðu.
Frumvarpið hefur verið undir-
búið af forstöðumanni endur-
skoðunardeildar, hagfræðingi
bæjarins og skrifstofustjóra bæj-
arverkfræðings, í samráði við
borgarritara og mig.
Frumvarpið hefur verið rætt á
tveim bæjarráðsfundum.
Meðferð málsins er hugsuð
þannig, að síðari umræða fari
fram fimmtudaginn 16. desember
og verði fjárhagsáætlunin af-
greidd á þeim fundi.
i
LAUNAMÁL STARFSMANNA j
BÆJARINS !
Við útreikning launa í fjárhags
áætluninni er miðað við launa-
bætur 10—17%, svo sem verið
hefur. Miðað er við vísitölu 159
stig, og er það einu stigi hærra
en í fyrra. Þetta á þó aðeins við
grunnlaun kr. 1830.00 og lægri.
Á grunnlaun milli kr. 1830.00 og
2200.00 reiknast vísitala 154, en
123 stig á þann hluta hærri launa,
sem umfram er.
Starfsmannafélag Reykjavíkur
hefur farið fram á, að greiddar
verði fullar launauppbætur og
full vísitala á öll laun. Ef þessi
ósk yrði tekin til greina, mundi
af því hljótast útgjaldaaukning
ca. 1.9 millj. samtals fyrir bæj-
arsjóð og bæjarstofnanir.
Við síðari umræðu frumvarps-'
ins verður bæjarstjórnin að taka
afstöðu til þessara óska Starfs-
mannafélagsins. i
Sú hefur verið meginreglan
hjá Reykjavíkurbæ að hafa sam-
ráð og samflot 4 lengstu lög með
ríkisvaldinu um launamál og
launabætur. Ég hef því skýrt
ríkisstjórninni frá þessum ósk-
um Starfsmannafélags Reykja-
víkur, enda hefur ríkisstjórnin
nú til meðferðar óskir frá Banda-
lagi opinberra starfsmanna um
launabætur þeim til handa. Mun
það fyrirætlun ríkistjórnarinnar,
að hún og Alþingi taki afstöðu
til þessa máls, áður en fjárlögin
verða endanlega afgreidd, sem
væntanlega verður fyrir jól.
TEKJUÁÆTLUN NÆR ÞVÍ
IHN SAMA
Tekjuáætlun er lítið breytt.
Með breytingu, er gerð var á lög-
um um tekjuskatt og eignaskatt
á síðasta þingi, var felldur niður
stríðsgróðaskattur einstaklinga.
Vegna áframhaldandi endur-
skoðunar skattalaga þykir ekki
varlegt að gera ráð fyrir, að
stríðsgróðaskattur verði lagður á
félög framvegis. Með áðurnefndri
breytingu á skattalögum voru
allir tekjuskattar félaga, þar á
meðal stríðsgróðaskattur, lækk-
aðir um 20%.
Með breytingu, sem gerð var á
fyrirkomulagi á brunatrygging-
um húsa í bænum á þessu ári, þá
fellur niður tekjuliður, sem er
ágóðahlutdeild af brunatrygg-
ingum.
Arður af fyrirtækjum er 4%
af skuldlausri. eign, og hækka
tekjur sem svarar aukningu
hreinna eigna þessara fyrirtækja.
HEILDARUPPHÆÐ ÚTSVARA
HÆKKAF. EN ÚTSVARSSTIGI
MUN VERÐA ÓBREYTTUR
Heildarupphæð útsvaranna er
samkv. frumvarpinu 98.4 millj.
Útsvarsupphæð samkv. fjárhags-
áætlun hefur verið sem hér segir
undanfarin ár:
1951: 64.8 millj. 5.9 millj. við
framhaldsniðurjöfnun,
samtals 70.9 millj.
1952: 83 millj.
1953: 86.5 millj.
1954: 86.4 millj. að viðbættum 4
Framh. á hls. 2
Yfirlýsing Moskvu-ráðstefnunnar
Sfsgpr ei afstð
Forseti isi:
þak!.:i „jöfhia.
London, 3. des.
BREZKA utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag, að yfirlýsing
Moskvu-ráðstefnunnar um stofnun varnarbandalags A-Evrópu
gæti í engu haggað þeirri ákvörðun brezku stjórnarinnar að koma
Parísar-samningunum í framkvæmd. Sagði ennfremur í tilkynn-
ingunni, að yfirlýsing um samstöðu A-Evrópuríkja gæti vart talizt
mikilvæg, þar eð Rússland réði þegar lögum og lofum meðal lepp-
ríkja sinna á sviði stjórnmála, hermála og efnahagsmála.
Brezk blöð líta svo á, að Moskva-yfirlýsingin breyti litlu um
núverandi ástand. Manchester Guardian segir, að kommúnisku
löndin hafi þegar með sér sterka samvinnu og óhagganlegt mark-
mið. Stjórnmálafréttaritari Daily Herald álítur yfirlýsinguna síð-
ustu tilraun kcmmúnista til að koma í veg fyrjr staðfestingu Par-
ísarsamninganna.