Morgunblaðið - 04.12.1954, Qupperneq 9
Laugardagur 4. desember 1954
MOKGUNBLAÐIÐ
Samlfiq skreiðarSramleiðenda seldi ai framleiðsiu 1953
GOÐIR FUNÐART'.'TENN!
Eg vil bjcðr ykkur alla vel-
komna til þessa aðilfuodar Sam-
lags Skreiðarframleiðenda, sem
nú er haldinn nokkru seinna en
samþykktir félagsins mæla fyrir.
En í s.l. maí var það sjáaniegt, að
engin reikninvsskil yrðu þá gerð,
ef fundur yrði haldinn skv. sam-
þykktum, þar sem allmikið magn
af framleiðslu samlagsmanna var
óafskipað og óupngjörðir reikn-
ingar. Varð því að ráði að fresta
aðalfundi til þ’ssa t;ma, enda nú
útséð um afkomu ársins og reikn-
ingar tilbúnir og munu þeir verða
framlagðir hér á eftir og þeir
skýrðir.
ST.4VFSARID 1953
Það má með sanni segja, að ár-
ið J953, sem er annað starfsár
samlagsins, væri að sumu leyti
erfitt fyrir skreiðarframleiðend-
ur. En fyrstu árin eru jafnan
frumbýlingsár og þau eru alla
jafna erfiðust bæði hjá einstakl-
ingum, félögum eða félagasam-
tökum.
Er þess fvrst að geta, að tíðar-
far var fvrstu brjá mán ársins
1953 mjög óhagstætt hér syðra á
aðalverkunarsvæðinu, svo erfitt
að þeir sem lengst hafa verið við
verkun skreiðar riðnir, hafa
aldrei fengið slíkt verkunarár.
Þetta gerði það að verkum, að
samfara mikilli framleiðslu á
skreið bæði í Noregi og á fslandi,
varð nokkur hluti framleiðslunn-
ar 1953 ekki góð vara og ekki
sem bezt til þess fallin að keppa
á erlendum mörkuðum við fram-
leiðslu Norðmanna, sem höfðu
áratugareynslu í verkun, sölu og
yfirleit.t allri meðferð skreiðar,
en við hér heima ekki næsilega
miklir kunnáttumenn um verkun,
og ekki sízt bá um mat á skreið-
inni. Og má því segja að árið
væri ails yfir, okkur miög erfitt
hvað við vikur framleiðslu. verk-
un og afsetninmi
Samlagsstjórnin gerði á fyrra
helmingi ársins 1953 og þá frek-
ast á fyrstu mánuðum ársins,
fyrirfram samninga, sem trvggja
átti sölu á stórum hluta fram-
leiðslunnar, þ e.a.s. framleiðslu
þeirra, sem í samlaginu eru.
Var strax og fiskur var tilbú-
inn byrjað að afskipa unpí þessa
samninga og virtizt allt ætla í
byrjun að ganga vel með afskin-
anir eða eins og samníngar gerðu
ráð fyrir. En í september —
október kom bakkast í kaup-
endur og fóru þeír þá að fara
fram á frest á afskipun, lækkað
verð o. s. frv. f fyrstu mótmælti
samlagsstjórnin þessu framferði
kaupendanna, en varð tilnevdd,
til þess að okkar fiskur væri til
á markaðinum á bezta nevzlu-
tíma, að gera nokkrar tilslakanir,
þar sem líka að samningsverð
hafði verið mjög gott, oe búið að
afskipa talsverðu magni upp í
samningana á fullu verði. Var
tiltölulega lítið afskinað yfir
vetrarmánuðina, en með vorinu
jókst eftirspurnin og s.l. vor gerði
samlagsstjórnin stóran sölusamn-
ing um svo að segja allan afgang
frá 1953, fyrir mjög viðunandi
verð og er nú allur þessi fiskur
farinn og uppgerður eða svo til.
Samningur þessi var gerður við
sterkt og voldugt brezkt firma,
sem einnig hefir kevpt af okkur
mikið magn í ár og teljum við
það okkur mikils virði, að hafa
þarna komizt inn á sterkt,
ábvggilegt, virðulegt firma, sem
taiið er' að aldrei rifti gerðum
samningum. Þegar litið er á árið
1953, sem heild, verð ég að segja
það, að útkoma þess er langt
fram yfir það, sem margir gerðu
sér vonir um s.l. vetur, þö útkom-
an sé lakari, en fyrirframsamn-
ingar bentu á í byrjun ársins, og
þess ber líka að gæta, að þeir,
sem ekki urðu fyrir sérstökum
óhöppum, munu ekki haía haft
tap á framleiðslunni.
Ipir um 77,1
f’I ver§;afnaðar samkvæmf ráð-
sfötan afalfundar 5,4 millj. hr.
íhbi formannsíns, Oskars Jónssanar útgm.
króna
UVENJULEGT VER5ÍFALL
Á SKREIÐ í NIGERIU
Það ber öilum saman um, bæði
þeim sem verzla með skreið í
Nigeriu og þeim verzlunarfirm-
um, sem annast innflutninginn
þangað, að þeir hafa aldrei átt
við jafnmikla erfiðleika að stríða
cg einmitt haustið 1953 og fram
á vetur, þ. e., verðfall, sveiflur
með verð, vanefndir á sámning-
um o. s. frv. Enda talið, að fjöl-
mörg firmu í innflutningsbæjun-
um hafi tapað stórfé og sum
þeirra orðið að hætta starfsem-
inni. Þá munu þau erlendu firmu,
sem keyptu inn Afríkuskreið á
fslandi 1953, hafa orðið fyrir
stórtjóni og hafa verið nefndar
ótrúlegar tölur í því sambandi.
Þegar leið fram á veturinn
1953—’54, var Nigeriu-markað-
urinn enn lamaður eftir offram-
boð á skreið og óróa í verzlun-
inni, sem verið hafði um og fyrir
s 1. áramót. En með vorinu 1954
komst kyrrð á markaðinn, enda
h'ka þá þær fregnir af uppheng-
ingu bæði Norðmanna og íslend-
inga, sem bentu á miklu minna
magn en i fyrra og varð þetta til
að gera markaðinii öruggari í
Nigeriu, en verið hafði marga
mánuði áður. En þó hefir verðið
ekki tekið þær sveiflur upp á við,
eins og áður þrátt fyrir mikið
minnkaðan innflutning. Þrátt
fyrir alia örðugleika höfum við
selt um 8000 tonn 1953 verkaða
skreið fyrir IVA millj. króna Til
verðjafnaðar nú eftir á eru um
4J*> millj. kr. sem aðalfundur ráð-
stafar.
Einn stærsti kaupandi að skreið
S S.F. 1953, gerði samninga um
kaup fyrir 16—17 millj. Mun
hann hafa tekið % með fullu
samningsverði, nokkuð á lægra
verði, en nokkurn hluta tók hann
aldrei og hefir nú samlagsstjórn-
in í samráði við sinn lögfræðing,
ákveðið málshöfðun, ef eigi názt
þó áður samningar með samkomu
lagi beggja. Aðrir smærri, sem
riftuðu samningum hafa sumir
að einhverju leyti bætt samnings-
rofin.
Erfiðleikar á Nigeriumarkað-
inum 1953, orsökuðust mest af of-
miklu framboði um haustið og
alltof miklum innflutningi þang-
að á skreið á mjög stuttum tíma,
eða í sept.—des. 1953.
Eins og áður segir urðu mörg
Nigeriufirmu fyrir stórtjóni og
var fiskurinn seldur þar um tíma
út úr búð á lægra verði en út-
flytjendur á íslandi fengu fob.
En í Nigeriu getur fiskurinn
ekki legið nema fáar vikur,
vegna skorkvikinda, sem leggj-
ast á fiskinn og éta hann upp til
agna svo að ekkert verður eftir
í pökkunum nema roðið og bein-
in. Heilbrigðisyfirvöldin í hafn-
arbæjunum í Nigeriu líta vel eftir
að slík vara sé fjarlægð úr pakk-
húsum þegar hún liggur undir
skemmdum og hún þá annað
hvort seld á uppboði, eða ef mikil
brögð eru að skemmdum, þá
brennd. Þetta var mjög algengt
haustið 1953. Þess vegna ætti í
framtíðinni að vera skipulagt
ákveðið magn, sem Norðmenn og
íslendingar flyttu mánaðarlega
inn til þessa ágæta viðskiptalands
okkar.
Þó ekki sé nein offramleiðsla
á Afríkufiski, getur óheppileg af-
skipun til þessa lands, skapað
truflanir og stórar hættur í verzl-
un þeSsari, og mest vegna þess,
að varan þolir ekki geymslu þar
Oskar Jónsson.
syðra, og þess vegna skapar ó-
eðlilegur innflutningur þangað
strax óróa á markaðinn. En eng-
in kælihús eru þarna ennþá til
að geyma fiskinn í.
Það hafa ýmsir talað um að
samlagið ætti að selja beint til
Nigeríu, en jafnvel Norðmenn,
sem lengi eru búnir að selja
skreið til Nigeríu, hafa ekki,
nema að sáralitlu leyti farið inn
á þessar brautir, og oftast hafa
þær tilraunir gefið miður góða
raun. Fjársterk ensk firmu og
sum þýzk, hafa skapað sér þá að-
stöðu, að kaupa frarnleiðsluvörur
svertingjanna, en selja þeim svo
aftur mat í staðinn.
í síðustu styrjöld fékk fjár-
sterkt brezkt firma nokkurs kon-
ar forréttindi þarna suður frá hjá
brezku stríðsstjórninni, t. d. m.a.
að birgja stríðsvélina upp af vör-
um, sem nýlendan er rík af og
hentaði stjórninni. Má segja að
þetta hafi hleypt nýju lífi í ný-
lenduna og aukið kaupgetu og at-
vinnu svertingjanna. Að loknu
stríðinu var geysimikil fjárfest-
ing orðin í Nigeríu, einungis
brezkt fé sem fest var, og er því
vel skiljanlegt að nú sem stendur
eru Bretar þarna algerlega ein-
valdir, og geta boðið öllum smá-
körlum birginn.
Ýmsir telja að með þeirri öru
þróun til sjálfstæðis, sem nú á
sér stað í hinum ýmsu nýlendum,
bæði brezkum og öðrum, þá muni
áður en langt um liður verða hér
breyting á, og verða þá íslenzkir
skreiðarframleiðendur að vera
vel á verði og vera vel viðbúnir.
Það er ábyggilegt að í fyrstu
lotu hafa íslendingar unnið á,
á Nigeriumarkaðnum og verða
þeir að kappkosta að halda þar
velli.
Norðmönnum þykir nóg um að
við skulum hafa náð þarna fót-
festu og eru mjög uggandi um
framtíðina.
RÖDD FRÁ NOREGI
Ég vildi að gamni lesa hér í
fljótlegri þýðingu orfá orð sem
einn stærsti útflytjandi á skreið
skrifar nú aðeins fyrir fáum
dögum. Hann segir svo meðal
annars:
„Um það hefir oft verið talað
að lágmarksverð og útflutnings-
skattur á norskri skreið, hafi
skapað nýja og hættulega keppi-
nauta fyrir norskan þurrfisk
(skreið). Þetta á sérstaklega við
íslendinga. Jafnvel þó íslending-
ar hafi haft skreiðarframleiðslu
og útflutning á henni í nokkurn
tíma — og þó mjög skamman,
hefir verðspursmálið (þ. e.
minnsta prísfyrirkomulagið) og
skattlagning á útflutningnum,
verið höfuðorsökin fyrir því að
þessi atvinnugrein hefir blómgv-
ast á íslandi. Norski skatturinn
hefir verið höfuðorsök fyrir hrlnu
háa verðákvæði norsku skreið-
arinnar í Noregi.
Það er sjáifsagt mjög einfalt
að reka harðhenta samkeppni
móti norskri skreiðarsölu erlend-
is, því hver og einn getur lesið
út frá norska minnsta prísnum,
að hægt er að undirbjóða á mörk-
uðum fyrir Norðmönnum.
Við urðum að horfa upp á í
árslok 1953 að innflutningur til
Nigeríu jókst á árinu frá 11 þús.
tonn í 20 þús. tonn, en okkar
,,hlutur“ varð aðeins 12000 tonn
og óbreytt frá því áður.
Jafnframt, sem íslendingar
hafa í fullum friði og makindum
náð í sínar hendur allt að 50%
af afríkanska markaðinum og
þénað marga peninga, urðu norsk
ir útflytjendur að borga til verð-
jöfnunarsjóðsins nær 1,00 kr.
(n.kr.) pr. kg. á split ufsa og 0,60
pr. þorsk kg. og „slet seg igjenn-
em yden fortjeneste“. Útflutn-
ingur á plit ufsa var um 10 ára
bil frá 1930—1940 um 6000 tonn
árlega, en 1953 féll útflutningur á
þessari vöru niður í 4000 tonn eða
%, og söfnuðust upp miklar
birgðir af þessari vöru hér 1 Nor-
egi í ársbyrjun 1954. — En ísland
náði í nærri V2 af innflutningi til
Vestur-Afríku 1953 eða ca. 8000
tonn, á sama tíma eða í árslokin
1953, voru 12—14000 tonna skreið
arbirgðir liggjandi í Noregi.“
Svo mörg eru þessi orð.
Norðmaðurinn er angurvær og
telur okkur harðhenta keppi-
nauta.
SVERTINGJARNIR GERA
MEIRI KRÖFUR TIL
VÖRUGÆÐA
Við munum það að 1953 flutt-
um við út til Nigeríu skreiðina
samfengda, þ. e. óragaða að öðru
leyti en flokkuð i stærðir og kast-
að úr beinum en á sama tíma
fluttu Norðmenn út eingöngu
Afríkuvöru. Var þá ekki óeðli-
legt, að við ynnum á þessu þar
sem í okkar fiski var bæði
„secunda“ og „prima“ vara, sem
ekki einn einasti slíkur fiskur
flaut með hjá Norðmönnum. Það
er nú alveg víst að á þessu unn-
um við okkur inn á Nigeríumark-
aðinn.
Nú í ár höfum við tekið alit það
bezta út úr Afrikuskreiðinni og
selt á aðra markaði, þar sem
hærra verð er greitt fyrir betri
vöru og munu svertingjarnir því
hafa fengið lakari vöru í ár en í
fyrra, enda vita þeir það vel.
Firma, sem hefir staðið i bréfa-
sambandi við mig s.l. 4 ár skrif-
aði mér nýlega athvglisvert bréf.
Þar er m. a. kvartað um lélegri
vöru í ár en í fyrra, og veit
firmað vel hvert betri fiskurinn
fer, og talar um að kaupa fram-
vegis frekar af Norðmönnum en
íslendingum, þar sem gæðum hafi
hrakað frá fyrra ári. Þetta er
mjög athyglisvert og sýnir okkur
að vöruvöndunin verður alltaf
að sitja í fyrirrúmi og að skilin
milli Afrikuvöru og annara gæða-
flokka verður að vera á réttum
punkti. Og eitt er víst, að hvert-
ingjarnir — sérstaklega í Nigeríu
— gera meiri og meiri kröfur um
fiskgæði með ári hverju. Þetta
staðfesta norskir útflytjendur -í
samtali við okkur s.l. haust.
ÍTALSKI MARKAÐURINN
AÐ OPNAST
Þá vil ég aðeins drepa á eitt
atriði viðkomandi framleiðslunni
1954 og sölu hennar.
Eins og flestum mun kunnugt,
höfum við allt til ársins í ár ekki
selt neitt að ráði af skreið tíl
Italíu, en nú í ár mun hartnær
\í hluti af fiski samlagsins fara
á Ítalíumarkað eða nær 1000
tonn. Eins og vitað er, er verð á
þeim fiski mikið hærra en á
Afríku-skreið og munar miklu.
Er þetta í fyrsta skipti, sem
íslendingar selja á þennan mark-
að að nokkru ráði. Er sérstök
ástæða til að vekja athygli á
þessu, og tel ég og stjórnin öíl
ásamt forstjóra að giftusamlega
hafi tekizt í fyrsta sinni, sem við
leitum fyrir alvöru inn á þenn-
an markað.
Við höfum tvo umboðsmenn
þar niðri, ráðna til eins árs,
annar er hr. ræðismaður Hálfdán
Bjarnason 1 Geonova 'en hinn er
ítalskt firma í Napoli. Báðir þess-
ir aðilar eru þaulkunnugir kaup-
sýslumenn og hafa þeir skipt
landshlutum á Ítalíu á milli sín.
Hefir íslenzki fiskurinn hlotið
lof og ef við stöndum vel i ístað-
inu með verkun Ítalíu-skreiðar,
getum við gert okkur miklar
vonir að vinna á þar syðra. Fisk-
urinn okkar er kominn þar inn,
er orðinn þekktur sem góð vara
og hefir verið borgaður með
sæmilegu verði, án þess þó að
við höfum viljað sýna ósanngirni
í verðkröfum. Þetta eru stað-
reyndi% sem okkur finnst í sam-
lagsstjórninni að við getum verið
ánægðir með.
En þess ber líka að geta, að
Norðmenn hafa ekki flutt jafn-
mikið af Lófót-fiski til ítaliu og
undanfarið, og stafar það af afla-
bresti við Lófóten s.l. vetur.
Nokkuð hefir verið flutt til
Ameríku í ár og má sjálfsagt
selja þangað miklu meira, en
þangað verður helzt að senda
góða vöru.
Að sinni mun ég ekki fara frek-
ar inn á árið í ár, nema sérstakt
tilefni gefist til þess.
SAMLAGIÐ ENN OF VF.IKT
Eins og vitað er, eru, nokkrir
stórir framleiðendur fyrir utan
samtök okkar og lætur nærri að
af h.u.b. 14 þúsund tonna fram-
leiðslu 1953, hafi samlagið heft
um nær 8000 tonn eða 4/7 hluta.
Ég veit ekki um hlutfallið í ár.
Einn nokkuð stór framleiðandi
sagði sig úr samlaginu, en aftur
gengu nokkrir smærri inri. Sam-
lagsmenn eru1 nú urri 90.
Það er mjög slæmt að samtök
okkar skuli ekki vera sterkari en
raun ber vitni, en við samlags-
menn eigum þar enga sök. Hugs-
ið ykkur ástandið, ef allt væri
í_ lausu lofti og hvér potaði sér.
Ég fullyrði að allt myndi þá hafa
lent í öngþveiti 1953, þar sem
ástandið seinni hluta ársins
myndi hafa skapað ,,panik“ með-
al hinna mörgu bjóðenda vörunn-
ar. Ég hefi oft hugleitt afleið-
ingar þess skipulags og get ég'
ekki gert mér í hugarlund
hvernig framleiðendur hefðu
staðizt það ástand.
Ég sem einstaklingur, tel að ég
hafi enga sérstaka skyldu, að t.d.
bíða með afskipun, bíða með út-
boð o. s. frv. Sn heildarsamtök
verða að líta á málið frá sjónar-
miði heildarinnar.
Það er t. d. alveg öruggt og
bezt að við leggjum okkur það á
minni, að í framtíðinni, ef við
viljum halda velli á Nigeríu-
markaðinum, þá verðum við að"
sjá um að útflutningur þangað
eigi sér stað á íslenzkri skreið
llt árið, en ekki í nokkra mánuði.
eða jafnvel 2-—3 mánuði ársins.
Sundraðir einstakir framleiðend-
ur, án allra ' samtaka, myndu
strax og skreiðin er þurr, fara
að leita fyrir sér um sölu og af-
skipun, án tillits til hvað mark-
aðnum hentar bezt. Myndi slíkt
leiða af sér hrein vandræði á
markaðinn og annað verra, eiris
og einn vanur og vitur kaupsýslu-
maður sagði við mig, að kaup-
endurnir í Nigeríu myndu líta
Framh. á bls. 12