Morgunblaðið - 12.12.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1954, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. des. 1954 1 I ÚR HELJARGREIPUM SKÁLDSAGA EFTIR A. J. GRONIN Framhaldssagan 2 borða hjá Simpl. Hann hafði kynnzt Louise, er hann kom til Vínarborgar fyrir ári síðan, og nú upp á síðkastið hafði hann verið eins mikið með henni og honum var mögulegt. — Honum geðjaðist vel að henni, þrátt fyrir óskammfeilna framkomu hennar, harðneskjulegt andlit hennar og litaða hárið. Þegar hann var með henni, var eins og hann gleymdi sjálfum sér. Harker tók upp heyrnartólið og hringdi til hennar. „Er það Louise?“ „Nei, herra“, það var þjónustu- stúlkan, sem svaraði. „Get ég tekið skilaboð?" „Það er Harker. Vilduð þér minna húsmóður yðar á, að hún hafi ætlað að borða með mér í kvöld. Venjulegum stað“. Hann setti heyrnartólið niður og leit á úrið sitt. Það var ennþá of snemmt, klukkan var ekki nema hálf eitt, en hann varð að komast héðan. Han tók hatt sinn og fór út. Þegar hann gekk fram hjá einkaritaranum, sagði hún: „Þér munið eftir að fá vegabréf- ið yðar“. Hann hafði að minnsta kosti ekki gleymt því. — Timbur var það bráðnauðsynlegasta við Wittfeld-virkjunina, þeir gætu ekkert gert án þess og það var mjög erfitt að fá það. „Ég ætla að ná í það í dag“, liann reyndi að tala kæruleysis- lega. Eftir miðdegisverðinn gekk hann til rússnesku aðalstöðv- anna á mörkum hernámssvæð- anna. Það var stór, grá bygging með mjög stórum fána. — Þegar hann kom úr fordyrunum og ætl- aði að fara inn í aðalbygginguna, stöðvaði rússneskur vörður hann. „Nemið staðar. Hvað viljið þér?“ Harkér hrökk við og stanzaði. „Ég ætla að fá vegabréf. Ég hef verið hérna áður — uppi“. „Deildin er flutt“. Vörðurinn benti á dyr inni í ganginum. „Þarna er það“. Starfsmaðurinn hjá Vegabréfa- deildinni var ekki að flýta sér. Hann lét Harker fá mörg eyðu- blöð, sem hann átti að fylla út og þegar hann hafði gert það, varð hann að bíða í hálfa klukku- stund, áður en að kallað var á hann. „Aldur?“ „Þrjátíu og tveggja“. „Kvæntur eða ókvæntur?" „Ókvæntur. En þetta stendur allt á umsóknareyðublaðinu“. Skrifstofumaðurinn skeytti ekk ert þessari athugasemd og hélt áfram. , __ „Fæðingarstaður? “ „Concord, New Hampshire". „Stafið það fyrir mig“. Þannig spurði skrifstofumaður- inn ótal spurninga og fyllti út enn fleiri eyðublöð. „Hvers vegna viljið þér fara inn á rússneska hernámssvæð- ið?“ Rússneska hernámssvæðið, hugsaði Harker æstur í skapi. „Ég ætla í timburleit. Mig langar svo sem ekki til þess, skiljið þér það? Eg þarf að fá timbur — og, og hér er ekki hægt að finna svo mikið sem eina spýtu, en ég þarfn ast fjörutíu þúsund kúbikfet“. Skrifstofúmaðurinn leit á hann skilningssljóum augum, og Harker rann samstundis reiðin, en hann skalf og nötraði eftir geðshræringuna. Að Jokum fékk hann leyfið og honum var sagt, að búið væri að fullnægja öllum skilyrðum. Hon- um var heldur léttara í skapi, er hann fór út, náði í leigubifreið og ók heim til sín. Hann hafði sofið verr en venjulega síðast liðna nótt, og hann vonaðist til að geta hvílt sig, þótt ekki væri nema ein klukkustund, en er hann lagðist niður hljómuðu fyr- ir eyrum hans orðin, sem hann hafði heyrt á skrifstofunni ...... falla saman“. Klukkan átta klæddi hann sig, náði í leigubifreið og ók til Simpl. Mildu rauðu Ijósin, gljáandi Ný sagal Fylgist með frá byrjun skreytingarnar og glaðværi hljóð færaslátturinn gáfu honum góð fyrirheit, að hann myndi geta skemmt sér. Hann gekk að borð- inu sínu í horninu og heilsaði Paul, þjóninum, gömlum við- kvæmum Vínarbúa, sem hann hafði kynnzt. Þegar Louise var ekki komin klukkan hálf níu, ákvað hann að fara að borða, því að hann vissi, að Louise gat verið mjög óstund- vís. Klukkan hálf tíu hafði hann lokið máltíðinni, og hann gat hvergi komið auga á Louise, þótt dansgólfið væri nú orðið yfir- fullt. Hvað gat hafa tafið hana? hugsaði hann dapur í bragði. — Hann hafði búizt við að hitta hana í kvöld, og þá myndi hann geta gleymt sjálfum sér. Hann kallaði í Paul, og bað um vínglas. Paul leit á hann spurnaraug- um og brosti þunglyndislega, en Harker sagði: „Þú þekkir mig, Paul. Ég drekk aldrei of mikið, en nú þarf ég að fá hressingu. Eg þarf að fara til Gmúnd á morgun“. Svipurinn á Paul breyttist, hann þagði stundarkorn og horfði á óstöðugar hendur Harkers, en sagði síðan: „Gætuð þér ekki sent einhvern frá skrifstofunni? Þér — þér eruð ekki færir um að fara sjálfur“. „Ég verð að fara“, sagði Hark- er reiðilega. „Sérðu ekki, að ef ég gefst upp--------“ hann þagnaði j skyndilega og nerí höndum sam- an í örvæntingu. Ai'tur varð þögn. „Fyrirgefið, herra“, sagði Paul að lokum. „Ég sagði þetta, því mér fannst það vera yður fyrir beztu. Ég ætlaði ekki að móðga yður“. Gamli þjónninn fór, og gekk að öðru borði. Ég fæli alla frá mér, hugsaði Harker gremjulega. En þá leit hann upp, og sá að Louise var að koma inn í veit- ingahúsið. Hún var glæsileg kona, mikið máluð, en lagleg og ákaflega vel vaxin. Hún var í hliralausum kvöldkjól, og á herð- unum var hún með langsjal úr silfurrefaskinnum. En það var ekki vöxturinn eða kvöldkjóllinn, sem vakti athygli Harkers. Hún var í fylgd með ungum, laglegum Austurríkis- manni, sem hann þekkti lítillega. Hann fylgdi henni að borði, þar sem hún skildi eftir handtösku sína og langsjalið, og síðan fóru þau út á dansgólfið. Þegar þau gengu framhjá Harker, stóð hann á fætur og reyndi að sýnast rólegur. „Louise", sagði hann. „Ég hélt, að þú ætlaðir að borða með mér í kvöld“. „Hélduð þér það?“ „Auðvitað hélt ég það. Við töluðum um það fyrir viku síðan. Fékkstu ekki skilaboðin frá mér?“ Andartak sá hann, að augna- lokin hreyfðust, en síðan leit hún kuldalega á hann. „Yður hlýtur Jóhann handfasti ENSK SAGA 68 „í fyrsta lagi af því að þú ert hvítur maður frá Vestur- löndum, og í öðru lagi af því að þú ert vinur minn.“ Síðan skýrði hann mér frá því, að A1 Adíl hefði alltaf hatað sig, allt frá því að þeir voru litlir drengir, því að A1 Adíl virtist vera einn af þeim, sem lét sér ekki annað lynda en að skara alltaf fram úr í öllu, og hann gat ekki fyrirgefið Núradín það, að hann var duglegri við dýraveiðar og fálkaveiðar en hann. Það fór ekki fram hjá mér heldur, að A1 Adíl var öfundsjúkur af því að emírinn og alhr aðrir í höllinni töluðu vel um Núradín og öllum þótti vænt um hann, en hann (A1 Adíl), með sínu svipdimma andliti, eignaðist enga vini. Þegar ég heyrði þetta, hló ég, og hugsaði ekki frekar út í það, því að ég þrái aðeins að vinna hylli þeirra, sem ég elska og virði, og mér var alveg sama hvað A1 Adíl hugsaði um mig. | Það bar við einu sinni á ári að hinir ungu höfðingjasynir á heimili emírsins kepptu í knattleik innbyrðis. Þeir skiptu sér í tvö lið og það liðið, sem vann, fékk gullbikar, eða ein- hvern annan góðan grip í verðlatm. í kappleiknum á þessu ári átti Núradín el Awad, vinur minn, að stjórna öðru kapp- j liðinu, en A1 Adíl hinu. Þá var mikill áhugi og spenningur i höilinni, því að það var vitað að A1 Adíl haíði svarið það við alla forfeður sína að hann ætlaði sér að vinna leikinn. Samt vonuðum við öll að lið Núradíns mundi ganga með sigur af hólmi undir hinni ágætu forustu hans. I Síðustu vikuna fyrir kappleikinn var ekki um annað talað í höllinni en hann. Við veðjuðum hver við annan um úrslitin. Bæði liðin fóru á fætur fyrir dögun til að æfa sig á æfinga- vellinum, sem lá fyrir utan borgina. 1 Jólovörur Jólovörur NÆtON náttkjólar — undirkjóier — buxur J a e g e r náttkjólar — nátttreyjur — sjöl Hálfsíðir kjólar Síðir kjólar Síðdegiskjólar JERSEY KJÓLAR Kvöldkjólar Vasaklútar — Hanzkar — Regnhlífar ' gjfa ._'4kztótrœti GLUGGATJALDASTENGUR Gluggatjalda- gormar með plasthúð. Stálnaglar, margar stærðir JARN & GLER H.F. Laugavegi 70 Töfrastafurinn 1. skáldsaga Svönu Dún er að koma í bókaverzlanir Verður borin til áskrifenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.