Morgunblaðið - 12.12.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1954, Blaðsíða 16
oriPttMaMíb 284. tbl. — Sunnudagur 12. desember 1954 dagar til jóla Vagnarnir sem fóru Laugaveg mikið á eftir áætlun Jóhann Hnnnesson eg Jón Auðuns ræin um æskuna og kirkjunn Auka vcrður umferðaeftirlitið segir Rag nar Þorgrímsson eftirlitsm. SVR JT'FTIR hádegi í gærdag var gífurleg umferð niður Laugaveg- inn. Var látlaus og samfelldur straumur bíla. Voru umferða- truflanir svo tíðar, að strætisvagnarnir, sem aka um Laugaveg- inn, voru 15—20 mínútur eftir áætlun er þeir komu á Lækjartorg. AUKA ÞARF EFTIRLITIÐ Einn eftirlitsmanna Strætis- vagna Reykjavíkur, Ragnar Þor- grímsson, taldi brýna nauðsvn bera til að auka umferðaeftir- litið á Laugaveginum, til þess að strætisvagnar tefjist ekki svo gífurlega sem raun ber vitni. — Þeir verða að halda áætlun, til þess að geta rækt skyldur sínar við bæjarbúa, sagði Ragnar. + Ragnar Þorgrímsson gat þess, að ástæða væri þó til þess að vera vongóður um nokkrar bætur í þessum efnum, þar eð á tímabilinu kl. 9.00 til 19.00 á kvöldin má enginn skilja bíl sinn eftir við Lauga- veginn og helztu götur aðrar, lengur í senn en 15 mínútur. Hafa skilti verið sett á ljósa- staura við Laugavegmn með þessari áletrun: kl. 9—19 15 mín. BÓT AÐ ÞESSU Það er vissulega bót að þessu, sagði Ragnar, eftirlitsmaður SVR, en lögreglan verðiy að sjá um að þessu sé framfylgt. FÓRU EFTIR SKÚULAGÖTU Nokkrir vagnstjóranna gripu til þess í gær, að aka eftir Skúla- götunni, er þeir sáu í hvert óefni var komið áætlunartíma þeirra. Varð fólk að ganga alla leið neðan frá sjó og upp í bæ, eins og veðrið var leiðinlegt í gær- dag. — Var það vissulega engum skemmtiganga. „Gyðjan og uxinn“ í ísl. þýðingu SKALDSAGA Kristmanns Guð- mundssonar „Gyðjan og uxinn” er komin út í heildarútgáfu Borg arútgáfunnar af verkum skálds- ins. Þýðinguna hefur Einar Bragi Sigurðsson gert. Gyðjan og uxann er síðasta skáldsagan, sem Kristmann skrif- aði á norsku og að dómi margra er hún stórbrotnasta skáldverk höfundarins. Þriðji hluti sögunn. ar birtist í frumdrögum á ís- lenzku fyrir 17 árum, en nú kem- ur verkið 1 fyrsta skipti út í heild á íslenzku. Þetta er þriðja bindíð í heildar- útgáfu af verkum Kristmanns. Fyrsta bindið var „Höll Þyrni- rósu“, sem kom út fyrir tveimur árum, en í fyrra kom út „Arfur kynslóðanna“, þ. e. Morgun lífs- ins og Sigmar, í einu bindi. Lueíyfiátíðin er haldin á morgun LUCIUHATIÐ Norrænafélagsins verður haldin annað kvöld Luciu daginn 13. des. í Þjóðleikhúss- kjallaranum og hefst kl. 20,30. — Sænski sendikennarinn Anna Larsson mun tala um Luciusið- inn, Luciur munu koma fram, sendiherrafrú Ohrvall syngur og Kristinn Hallsson og Friðrik Ey- fjörð syngja gluntasöngva. Að lokum verður stiginn dans. Að- göngumiðar í bókaverzlun Sigf. Eymundssonar og við innganginn. Jólatréssala Land- grapðslosjóðs NÚ þegar jólin eru svo skammt undan, fer fólk að hugsa til jóla- tréskaupa. Sala þeirra mun hefj- ast strax eftir helgina, er Land- græðslusjóður byrjar jólatrés- sölu sína að Laugavegi 7. Þegar Dr. Alexandrine kemur í vikunni fiytur hún allmikið af jólatrjám. Að venju verður aðaljólatrés- sala Landgræðslusjóðs að Lauga- vegi 7. Næslsissta sýning Silfurhmglsins SILFURTUNGLIÐ verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld í næst síðasta sinn. Aðsókn hefur undan- farið verið góð. I.eikritið verður sýnt í allra síðasta sinn í næstu viku. Tregt Iijá Keflavíkurbátum KEFLAVÍK, 11. des.: — Fimm bátar stunda nú róðra héðán frá Keflavík og hefur afli þeirra ver- ið fremur lítill undanfarið og komið með 1—3 tonn. Þá er einn og þorsknetum og hefur verið með litinn afla. — Ingvar. Atrranesbátar AKRANESI, 11. des. — A fimmtu dag og föstudag voru þrír stóru bátanna á sjó héðan. Afli var 5— 6 lestir á bát hvorn dag. Hvass- viðri á austan gerði í gær og fór enginn í róður. Þessa daga hefur engin trilla róið. Firndur Heiindallar í Sjálfstæðis- liúsiou kl. 2 e.h. í da« ö Jóhann Hannesson Jón Auðuns IDAG verður hinn almenni fundur Heimdailar, þar sem um- ræðuefnið er „Æskan og Kirkjan.“ Hefur fundarefni þetta vak- ið sérstaka athygli manna. Þykir fara vel á því, að Heimdallur skuli hafa valið þetta umræðuefni nú, þegar jólahátíðin er að ganga í garð. Vænta menn góðs af fundi þessum, enda eru frummælendur slíkir öndvegiskennimenn og ágætir ræðumenn, sem séra Jóhann Hannesson og séra Jón Auðuns. Oft heyrist talað um, að hug- ur æskufólks hér á landi hneig- ist í seinni tíð frá kirkju og kristindómi. Telja ýmsir, að ugg- vænlega horfi í þessum efnum í þjóðfélagi okkar. Það er víst, að geysileg breyting hefur orð- ið á síðasta mannsaldri á högum æskulýðsins. Þetta er að sjálf- sögðu bein afleiðing af þeim stórkostlegu framförum, sem átt hafa sér stað á þessum tíma, og ekki sízt á síðastliðnum áratug. Æskan í landinu býr nú við allt önnur og betri kjör en áður tíðkaðist. Unga fólkið hefur nú fengið aðstöðu til menntunar, skemmtanalífs og hverskonar tómstundaiðkana, sem engan1 samanburð þolir við það, sem áður var. Af þessu leiðir fjöl- breyting á lifnaðarháttum æsku- fólksins. Þetta ber ekki að lasta. Þvert á móti verður þetta ekki nógsamlega þakkað. Góður að- búnaður æskulýðsins er aðals- merki hvers þjóðfélags. ©—O—© Hins vegar verður því ekki neitað, að ýmsar lífsvenjubreyt- ingar æskunnar eru ekki til góðs. Má þar rekja til þess, að áhrifa kirkju og kristindóms gætir ekki í lífi unga fólksins j sem skyldi. Hér verður æsk- ] unni ekki um kennt, heldur er að leita orsaka hjá þeim aðilum, sem hafa það hlutverk með hönd- ] um að innræta æskunni siðfræði ] og lífsviðhorf kristindómsins. Er | þá fyrst og fremst um að ræða kirkjuna sjálfa. Á síðustu ára- tugum hafa hin b'einu afskipti kirkjunnar verið minni en áður var. Skólum landsins hefur að i miklu leyti verið ætlað að sjái um kristindómsfræðsluna. Árang ur þessa er ekki góður. Að sjálf-; sögðu hafa verið og eru innan kennarastéttarinnar afbragðs-! í menn, sem leysa þetta starf vel1 af hendi. Á hinn bóginn eru margir kennarar, sem þetta verk- j efni hefur verið fengið í hendur, allsendis ófærir um að gegna' því. Er það þegar af þeirri á- stæðu, að þeir hafa ekki þann trúaráhuga, sem nauðsynlegur er, og eru jafnvel andvígir kirkju og kristindómi. Sjá allir, að ekki er við góðum árangri að búast, f þar sem svo er búið að í þess- um málum. Enginn vafi er á, að nauð- syn er aðgerða í þessum efn- um. Það er ekki nægilegt, að æskunni séu búin glæsileg ytri skilyrði. Ef vel á að fara, verður jafnhliða að glæða trúaráhuga æskulýðsins og innræta honum lífsviðhorf kristindómsins. Á þann hátt verða bezt leyst ýms hin hvimleiðustu uppeldisvanda- mál, sem nú ber mest á í þjóð- félaginu. Oft er Ieitað langt yfir skammt og sést þá yfir, að kristindómurinn er það bjarg, sem uppeldi æskulýðs- ins á að reisa á. Það er vissulega vel til fallið, að Heimdallur skuli taka þessi mikilvægu mál til umræðu á fundi sínum í dag. Allir þeir,! sem áhuga hafa á kirkjunnar málum og uppeldi æskunnar, munu sækja þennan fund. Það verður áreiðanlega fróðlegt að heyra hina ágætu frummælend- ur reifa þessi mál. Að ræðum þeirra loknum verður frjálsar umræður. Öllum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Fundurinn verður í Sjálfstæðis- húsinu og hefst kl. 2 e. h. Slæm færð á göíom í gær í GÆRMORGUN var hríðarveð- ur hér í Reykjavík og setti niður allmikinn snjó fram að hádegi. Þá var frostlaust orðið og tók að hlána. Síðdegis var hið ömur- legasta veður, nokkur strekk- iegur með bleytuhrið cg var færð á götum bæjarins slík að bezt hefði verið að klæðast sjóklæð- um, sem væri maður á dskki á togara vestur á Halamiðum. Mik- il umferð var gangandi fólks og bíla unz búðir lokuðu. Fyrir miðaftan í gærkvöldi var frostlaust orðið um suður- og vesturlandið og mjög tekið að draga úr frosti norðanlands. Ekki er kunnugt um að vegir hafi teppzt. Veðurfræðingar telja að vind- ur muni ganga til austanáttar og síðan til norðaustanáttar á ný. 160 umsóknir hafa boriz! Vefrarhjálpar I GÆRKVOLDI, þegar blaðið átti tal við Vetrarhjálpina, höfðu borizt 160 beiðnir um aðstoð, og er það meira en verið hefur und- anfarin ár á sama tíma. Eins og blaðið hefur áður getið um, er óskað eftir að þeir, sem ætla að rétta starfseminni hjálp- arhönd, geri það hið fyrsta. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning, skal það tekið fram, eft- ir beiðni Vetrarhjálparinnar, að starfsemi hennar nær einungis til lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Thorvaldsensstræti 6 (við hliðina á Landssímahúsinu) sími 80785. Bergljóf — ný skáldsaga eftir Jón Björnsson NÝ skáldsaga er komin út hjá Norðra, eftir Jón Björnsson. Ec það áttunda skáldsagan sem Jón sendir frá sér. Þessi nýja skáldsaga Jóns heitic „Bergljót". Það er dramatísk og söguleg skáldsaga, — saga um stórbrotin örlög og baráttuna milli góðra og illra afla. Þar eru litríkar persónu- og atburðalýs- ingar og sógusviðið vitt. I bók- inni er lýst örlögum margra hinna sömu persóna, sem fram komu á sjónarsviðið í „Eldraun- inni“, en höfuðatburðirnir snú- ast um Berlgjótu — hina ungn stúku, sem flýði inn á öræfin til að komast hjá galdrabálinu. Skákeimígið JjklÍiKKlRI ■KTKMirlK 32. leikiir Akureyringa: Kg8—f8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.