Morgunblaðið - 12.12.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1954, Blaðsíða 1
32 síður (2 blöð) 40. árgangur 284. tbl. — Sunnudagur 12. desember 1954 ✓ - ■ - -------------------------------------— ■ ■ Onoss/s skipin: LLOYDS veiðar að borga LIMA, 11. des.: — Góðar heim- ildir hér herma að fulltrúi LLOYDS vátryggingafélagsins hafi fengið fyrirmæli um að greiða Perústjórninni 3,3 millj. sterlingspunda (um 140 millj. kr.) en þessarar upphæðar krafðist stjórnin fyrir Onassis hvalveiði- skipin. Nú er senn mánuður síðan að herskip og flugvélar frá Peru skutu á skipin og vörpuðu sprengjum nálægt þeim og her- tóku síðan verksmiðjuskipið Olympic Challenger og fjögur veiðiskip. Skipin höfðu verið að veiðum innan 200 mílna landhelgi, sem Perustjórn hefir helgað. Onassis hefir verið að því spurður hvort hann hafi búizt við vandræðum er hann hóf hvalveið arnar á þessu bannsvæði. „Vissu- lega“ sagði hann, „þessve<ma keypti ég sérstaka tryggingu (hjá LLOYDS)“. Onassis er marg milljónari, 48 ára gamall og á yfir 100 skip. Eflir veðurofsann REUTER, 10. des. (yfiriit): — í stórviðrinu, sem gengið hefir víðsvegar í Evrópu undanfarin dægur hefir víða orðið mikið tjón. Sextíu og fjögurra franskra sjómanna er saknað og er óttast að þeir hafi allir farist. f Suður Frakklandi hefir orðið tjón af flóðum, fjölskyldur hafa orðið að yfirgefa heimili sín, og miklar umferðatruflanir hafa orðið. í írlandi er um áttatíu fer-' kílómetra svæðf á Shannonsvæð-1 inu undir vatni, björgunarstarf fer þar fram á bátum og mörg | hundruð fjölskyldur hafa orðið að yfirgefa heimili sín. í Englandi hefir vcrið boðið út hermönnum til þess að styrkja flóðgarða. í Austurríki brá til þíðviðris í dag eftir snjckomu undanfarinna daga og er þar því all mikil skriðuhætta. Skipstjórinn á „Queen Mary“ | (81.000 smál.) segir að 20 metra háar öldur hafi gengið yfir hið stóra skip. f veltingnum urðu I skemmdir á innbúi og nokkrir | farþegar hafa verið undir læknis- hendi vegna minniháttar meiðsla. 7x2 ÚRSLIT leikjanna á 40. getrauna seðlinum urðu: Arsenal 3 — Charlton 1 1 j Burnley 2 — Manch. Utd 4 2 Cardiff 0 — Sunderland 1 2 Chelsea 4 — Aston Villa 0 1 i Everton 3 — Sheff. Wedn 1 1 1 Leicester 1 — Wolves 2 2 Manch. City 0 — Tottenham 0 x | Newcastle 2 — Portsmouth 1 1 Preston 2 — Huddersfield 3 2 i Sheff. Utd. 2 — Bolton 0 1 | W.B.A. 0 — Blackpool 1 2 j Leeds 1 — Fulham 1 x I Fer á „eigin álsyrgð“ f Chu En Lai samþykkir NeW YORK, 11. des. AG HAMMARSKJÖLD, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, heíir boðizt til þess að fara til Peking til viðræðna við Chou En Lai, forsætisráðherra kínversku kommúnistastjórnarinnar, I um málefni amerisku flugmannanna ellefu, sem sitja þar í fang- elsi, sumir með 4ra ára dóm og allt upp í lífstíðardóm. Hammarskjöld hefir sent Chou En Lai skeyti, þar sem hann segir að framkvæmdastjóri S. Þ. verði að þessu sinni, að taka á sig „sérstaka ábyrgð." Er þetta orðatiltæki skilið svo sem för hans til Peking hafi sætt nokkurri andspyrnu innan Sameinuðu þjóðanna. Mun brezka stjórnin m. a. hafa verið andvíg ferðinni. Dagur Hammarskjold í skeytinu býðst framkvæmda- stjórinn til þess að koma til Pek- ing þ. 26. þ.m. eða næsta dag, ef Chou En Lai telur það heppilegt, Hann biður um svar um hæl. Förin getur ekki dregist leng- ur, þar sem Hammarskjold á að gefa allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skýrslu um árangurinn af starfi sínu til hjálpar amerísku föngunum fyrir lok þessa mán. Hammarskjold lýsti yfir því er hann tók við þessu starfi sam- kvæmt sérstakri samþykkt þings- ins að hann gerði það „með djúpri ábyrgðartilfinningu". 45 þjóðir greiddu atkv. með samþykkt þingsins, en sovétsam- steypan á móti. Mendés France sigraði - naumlega PARÍS, 11. des. — Enn hjaðn- 1 aði meirihluti Mendes-France i | atkvæðagreiðslunni, sem fór fram eftir næturlangar umræður um stefnu hans í málefnum Norður- Afríku. Að þessu sinni var meiri- hlutinn aðeins 29 atkv. (294: 265). Næst á undan hafði Mendes 147 atkv. meirihluta. í lokaræðu sinni lagði Mendes áherzlu á að ástandið í Marokko færi batn- andi. Menn liía þéif lifriit sé háli HAMBORG 11. des.: — (DPA) — Menn geta lifað heilbrigðu lífi jafnvel þótt menn hafi ekki nema hálfa lifur. Frá þessum tíðindum var sagt á 74. ársþingi nciðvesturþýzkra lækna, sem lauk í dag. 400 læknar sátu þingið, bæði frá vestur og austursvæðinu. Það sem fyrir ári síðan var ó- hugsanlegt, að gera skurðaðgerð á lifrinni, sem ekki hefði í för með sér alvarlegustu innri blæð- ingar, hefir nú tekizt. Z' rafaíl á Is sefta í png í dag IDAG kl. 3 verður opnuð í Góðtemplarahúsinu í Hafnar- firði sýning, sem Rafveita og bæjarstjórn Hafnarfjarðar standa að. Er sýningin haldin í tilefni 50 ára afmælis fyrstu rafveitu á íslandi. Jóhannes J. Reykdal byggði árið 1904 rafstöð í Hafn- arfirði og var hún sett í gang í fyrsta sinn 12. des. sama ár. Var hún 9 kw. Sýningin er fólg- in í því að sýna þróun rafmagns- málanna fram á þennan dag og verður þar sýndur hinn fyrsti rafall Jóh. J. Reykdals*. Á sýn- ingunni er — ef svo mætti að orði kveða — sýnd ljósatækni ís- lendinga frá landnámstið: stein- kola, lýsiskola, kertamót o. m. fl. Einnig eru myndir gamlar og nýjar svo og nýtizku rafmagnsvél ar o. fl., sem Rafha h.f. í Hafn- arfirði framleiðir. Jóhannes J. Reykdal var fædd- ur 18. jan. 1874 að Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu og var hann yngstur 15 systkina. Um tvítugt fór Reyk- dal til Akureyrar og lagði stund á trésmíðanám og árið 1898, þá 24 ára gamall sigldi hann til Kaupmannahafnar til að full- numa sig í trésmíði og dvaldi þar í 2% ár Jóhannes Reykdal átti systur, sem gift var Norðmanni og bjuggu þau í Stavangri í Noregi. Þessa systur sína heimsótti Reyk- dal á námsárum sínum í Dan- Frurnherjans Jóhannesar J. Reykdals minnst. Fraroh. á bls. 2 Lækurinn, stiflan og yfirfall hennar. (Ljósm. Hjálmar Bárðarson). Prentsmiðja Morgunblaðsim Kr. fyrir eitt skip WASHINGTON, 11. des. — Fyrir kr. 3.200.000.000 eignast Bandaríkin á næsta ári 60 þús. smálesta flugvélamóðurskip, sem skírt var í dag og gefið nafnið Forrestal (eftir Forrestal, her- málaráðherra Bandaríkjanna í nokkur ár eftir stríðið). Skipið hefir verið hálft þriðja ár í smíðum og enn mun líða eitt ár þar til það verður tekið í þjónustu. Um skip þetta er sagt, að það sé „margbrotnasta vopnið í ' kjarnorkuhernaði“, sem enn hef- I ir heyrzt getið um. ALLAR HELZTU NÝJUNGAR Ótal nýungar er að finna í þessu skipi, endurbætt radarkerfi, stórar loftvarnafallbyssur, tæki til að skjóta stýranlegum eld- flaugum og nýjustu tæki til að senda þrýstiloftsflugvélar í loft upp. Helztu hermálaráðherrar Bandaríkjanna voru viðstaddir er skipinu var hleypt af stokkum, en skírnina — með kampavíns- flösku — framkvæmdi ekkja Forrestals. Thomas, flotamálaráðherra benti í ræðu sérstaklega á hreyf- anleik flugvélaskipsins „Hreyfan legar flugstöðvar eins og Forre- stal“ er hægt að nota á ýmsan hátt, jafnt í varnarstyrjöld, til gæzlu á höfum úti eða í stað- bundnum styrjöldum. I Þetta er stærsta skipið, sem i smíðað hefir verið í Bandaríkj- í unum, aðeins tvö skip hafa verið ' smíðuð stærri, Queen Mary og | Queen Elisabeth (81.000 smál.) bæði smíðuð í Englandi. iapanar snúa við blaðlnu TÓKÍÓ, 10. des. — Tíu af 17 ráðherrum í hinu nýju ráðuneyti Hatoyama vcru á lista Mac Arthurs yfir „óæskilega" jap- anska stjórnmáiamenn eftir stríðið — og á meðal þeirra sjálf- ur forsætisráðherrann. Listinn var gerður yfir þá, sem brotið höfðu af sér gagnvart banda- mönnum í stríðinu og fyrr. Hernámsyfirvöldin „hreinsuðu" alla þessa menn síðar. Shige- mitsu, hinn nýi utanríkisráðherra hefir þrisvar áður fyrir stríð gegnt þessu sama embætti og auk þess verið sendiherra bæði í London og Moskvu. VILJA VERZLA VIÐ KÍNA Hatoyama forsætisráðherra sagði í dag: — Það sem Japanar óttast fyrst og fremst er ný heimsstyrjöld. Að gerast óvinur kommúnistaríkjanna mun geta leitt til styrjaldar, en að reka verzlun við þau mun sennilega koma í veg fyrir stríð. Fjórir ráðherrar úr stjórn Yoshidas eru í nýju stjórninni. Sérstaklega vekur athygli til- nefningin í embætti verzlunar- málaráðherra, er fer með utan- ríkisverzlun, en hann er meðlim- ur í félagsskap, sem hefir að markmiði að auka viðskiftin við kommúnistaríkin. Maðurinn heit- ir Ishibashi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.