Morgunblaðið - 12.12.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. des. 1954 mublú Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmáiaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Jón Bjömsson skrifar um Ævisöffii Þorleifs í Hóln Sá, ssm reiður er hann er vitlaus" IEINNI af frægustu ræðum sínum gerir meistari Jón biskup Vídalín reiðina að um- talsefni. Ræðst hann gegn henni af þeim eldmóði og þrótti, sem þessurn frábæra ræðusnillingi og andans manni var laginn, Þessi ræða meistara Jóns felur í sér lærdóma og speki, sem öll- um er hollt á að hlýða og af að læra. Hófsemi í orðum og athöfn er dyggð, sem prýðir hvern mann. í upphafi ræðunnar, sem nefod hefur verið reiðilesturinn, kemst biskup að orði á þessa leið: „É veit, að bæði Aristoteles og Cícero skrifa, að hún (reiðin) sé brýni hugprýðinnar, og að enginn vinni nokkurt stórvirki, nema reiður sé. Það getur varla satt verið, og eigi kemur það saman við sjálfa þá, er þeir segja, að hugprýðin skuli vera á skynseminni grundvölluð. En sá, sem reiður er, hann er vitlaus. Og því segir Hóratíus, að hún sé nokkurskonar stutt æði, teiknandi þarmeð, að enginn sé munur þess, sem er reiður, og hins, sem vit- stola er, nema að reiðin varir skemur, æðið lengur, og eru þó dæmi til þess, að sumir hafa búið svo lengi að heiftinni, að þeir hafa aldrei orðið heilvita aftur. Heiftin er eitt andskotans reið- arslag.“ Síðan snýr meistarinn sér að því að lýsa áhrifum reiðinnar á manninn: „Hún afmyndar alla manns- ins limi og liði, hún kveikir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasirnar, bólgu í kinn- arnar, æði og stjórnleysi í tunguna, deyfu fyrir eyrum. Hún lætur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með höndunum, æða með fótunum. Hún skekur og hristir allan líkamann og aflagar, svo sem þegar hafið er uppblásið af stórviðri." Á svipaðan hátt kveður biskup reiðina leika ásýnd sálarinnar. Jafnframt staðhæfir hann, að „vandfýsnin og reiðin stytti dag- ana og flýti ellinni“. Hinn reiði- gjarni sé eins og sá, er býr í strá- húsi. Ef eldur reiðinnar grípi hann verði hann húsgangsmaður að kvöldi þótt hann sé fullríkur að morgni. í síðari hluta ræðunnar drepur meistari Jón á það, að það sé talið mannlegt að reiðast „þegar einn hefur gott í sinni og fær því ekki fram komið fyrir annara illsku sakir, sem oftlega skeður, og er það skylt guðlegri vand- lætingu, en þó skulu menn ekki gefa þann taum reiðinni, að menn troði guðs boðorð undir fótunum, því ei má illt gera svo, að gott fram komi“. Niðurstaða biskups er svo sú, að kærleikurinn sé það meðal, er þessi fordæða verði á flótta rekin með. Kemst hann þá að orði á þessa leið: „Kærleikurinn er þolinmóð- ur og góðgjarn, kærleikurinn öfundar ekki, kærieikurinn gerir eigi illmannlega, eigi þýtur hann upp, hann er eigi ósiðsamur, hann leitar ekki eftir því, sem hans er, hann er eigi þunglyndur, hann þenkir ekki illt, — og er í þessari gullvægu málsgrein allt það inni bundið, sem afstýra má reiði og fjandskap en efla frið og eindrægni manna á meðal.“ Marg fleira mælir meistari Jón spaklega í reiðilestri sínum. Mót- ast orð hans eins og vænta mátti af djúpum skilningi á mannlegu eðli. Hann telur metorðagirnd og hroka undirrót reiðinnar. Okkur nútímamönnunum er vissulega hollt, að hugleiða boð- skap þessarar ræðu, sem flutt var fyrir töluvert á þriðja hundrað árum. Metorðagirnd og hroki, valdafíkn og skortur á um- burðarlyndi veldur enn miklu böli í mannheimi. Ef mennirnir legðu meiri stund á einlæga við- leitni til þess að skilja hver aðra, virða skoðanir og sjónarmið ná- ungans, en að snúast með oíforsi gegn þeim, myndi heimurinn líta öðru vísi út í dag en raun ber vitni. í stað þess að líta á ágrein- ingsefnin af hófsemi og góðvild sannleiksleitandans láta menn reiðina úldna í hjartanu, eins og sá vísi Salomon kemst að orði. Það væri okkar litlu þjóð menningar- og þroskaauki ef hún gæti varpað frá sér þeirri dómhörku vanstillingarinnar, sem of oft einkennir afstöðu hennar í deilum um menn og málefni. Mætti hún gjarnan staldra við um skeið og rifja upp hina snjöllu ádrepu meist- ara Jóns biskups Vídalíns í reiðilestri hans. SJALFSÆVISAGA ÞORLEIFS í HÓLUM Skaftfellinga rit — Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð- jónssonar. SJÁLFSÆVISÖGUR hafa jafn- an veriö taldar til hinna merk- ustu bóka, séu þær vel ritaðar og af fullri hreinskilni <-gagnvart þeim, er koma við sögu, og ekki sízt söguritaranum sjálfum. Það er ekki á allra færi að skrifa um sjálfan sig og samtíð sína, svo að vel sé, enda hefur mörgum orðið hált á því. Þó eigum við íslend- ingar því láni að fagna, að eiga nokkrar sjálfsævisögur, sem eru hrein meistaraverk að framsetn- ingu, þó að margt megi annars að þeim finna, svo sem of mikla hlutdrægni í dómum, og tilraun- ir til að hefja sjálfan sig. Mætti nefna þess dæmi í sjálfsævisagna- bókum síðari — og raunar líka fyrri tíma. Virðast nokkrir höf- undanna hafa setzt niður til að rita endurminningar, svo sem eins konar málsskjöl. Frægt dæmi þessa er ævisaga séra Jóns Stein- grímssonar. En þau mál, sem þar er um að ræða, eru nú fyrir löngu gleymd, en ævisagan hefur hlotið sess meðal sígildra rita vegna frásagnarinnar og þeirra mannlýsinga, sem hún hefur að geyma. — Aðrir sjálfsævisagna- höfundar leggja aftur á móti höf- uðáherzluna á að segja frá því, sem á daga þeirra hefur drifið, um leið og þeir lýsa samtíð sinni. Þorleifur Jónsson Þeim er að sumu leyti enn meiri vandi á höndum en hinum. Hinn hlutlausi frásagnarhátthr krefst víðsýnis og mikillar dómgreind- ar um menn og málefni, ef árang- urinn á að verða góður. Sjálf- ævisaga Þorleifs í Hólum er af VeU andi óhripar: HEIMDALLUR, félag ungra Sjálf stæðismanna hér í Reykjavík hefur undanfarið haldið uppi þróttmikilli starfsemi. Hann hef- ■ ur boðað til funda um þýðingar- ‘ mikil menningarmál og stjórn- j mál, tekið upp þá nýbreytni að . efna til góðra hljómleika fyrir æsku höfuðborgarinnar og hald- ið uppi fjölþættri annari starf- semi. Fyrir þetta á Heimdallur miklar þakkir skildar. Stjórn- málafélög ungs fólks eiga ekki aðeins að standa fyrir áróðri í [ þágu þeirrar stjórnmálastefnu, sem þau aðhyllast. Á því fer mjög vel, að þau láti almenn menn- ingarmál, sem æskuna varða, til sín taka. Þau eiga að stuðla að vaxandi þroska og dómgreind þeirrar æsku, sem hallast að stefnu þeirra. Þetta hlutverk vill Heimdallur rækja sem bezt. Þessvegna hefur hann m. a. boðað til fundar í dag um eitt þeirra mála, sem mjög er tímabært að ræða. Um- ræðuefni þessa fundar er Æskan og kirkjan. Ágætir ræðumenn og kirkjuleiðtogar hafa þar fram- sögu. Allt frá því að íslendingar gerðust kristin þjóð hefur kirkj- an haft rík áhrif í þjóðlífi þeirra. í úppeldi æskunnar hefur kristin- 1 dómurinn lengstum verið snar þáttur. Margt bendir til þess, að þess sé ekki hvað sízt þörf nú. j Reykvískri æsku gefst tæki- færi til þess í dag, að heyra viðhorfin í þessum málum rædd af hinum færustu mönn- j um. Jafnframt getur hún lagt I fram sinn skerf til þeirra um- ræðna. Frá stjórn Edda-Film. UT af athugasemd í dálkum yð- ar í gær um verð á aðgöngu- miðum að sýningum á kvikmynd- inni Salka Valka vill stjórn Edda-Film taka þetta fram: Kvikmyndin Salka Valka mun vera dýrasta kvikmynd, sem gerð hefur verið til þessa á Norður- löndum, meðal annars vegna þess að hún er tekin hér á landi að nokkru leyti. Veldur það miklum aukakostnaði, langrar og dýrrar ferðár með fjölda fólks og mik- inn farangur, er bætist ofan á annan kostnað. Nemur stofnkostn aður Edda-Film í kvikmyndinni hvorki meira né minna en nálægt hálfri milljón króna. Mun þá hverjum manni ljóst að óhjá- kvæmilegt er, að taka hærra verð fyrir aðgöngumiða að þess- ari mynd en venjulegum kvik- myndum. Framtíð félagsins veltur á því EDDA-FILM er efnalaust félag, sem er að hefja starfsemi til töku á íslenzkum kvikmyndum með fullkominni tækni og með aðstoð kunnáttumanna í öllum greinum, til þess að reyna að tryggja í framtíðinni töku list- rænna kvikmynda. Félagið hefur því ekki efni á að sýna þessa fyrstu kvikmynd sína með tapi og veltur raunar framtíð félags- ins á því, hvort tekst að hafa upp stofnkostnað þessarar kvikmynd Furðuleg gagnrýni EINKENNILEGT er, að nú skuli það sama verð, sem tíðkazt hefur á undanförnum árum á að- göngumiðum að íslenzkum kvik- myndum, þykja ámælisvert og jafnvel þó þær séu miklu ódýrari í framleiðslu en Salka Valka. Loftur Guðmundsson seldi að- gang að sínum kvikmyndum á 15 kr. og 20 kr. Óskar Gíslason á 15 kr. og 18 kr. Sé þessa gætt sætir sú gagn- rýni á aðgöngumiðaverði að sýn- ingum á Sölku Völku mikilli furðu. Um nýyrði ^AMALL kennari skrifar: f „Við og við koma á prent hvatningarorð um að nota góð íslenzk orð í ræðu og riti fremur en erlend orð og ambögur. Já, en til hvers er að hvetja menn, og til hvers er menntamálastjórn- J in að verja fé til orðasmíða og gefa út orðakver með nýyrðum, þegar jafnvel upplýstir menn eins og atvinnurekendur og ' kaupmenn, sem einmitt auglýsa manna mest, sýnast hafa samtök ' um að hafa beztu nýyrðin að engu? — Einhver auglýsandi jhafði spurt: Hvaða tryggingu hef ég fyrir því, ef ég auglýsi t. d. álmvörur, að það skiljist, að það séu vörur úr alúminíum — eða ! að lyftiáburður sé það sama og köfnunarefnisáburður? — Trygg- I ingin er auðvitað fólgin í, að *fyrst í stað setur þú gömlu orðin með í svigum, það þarf hvort sem er alltaf að gera, þegar ný orð eru tekin upp. Álmið er nokkurs konar hliðstæða við járnið og beygist eins. Klaufalegasta orðið í íslenzku LY F T I Ð er nær % hlutar af sjálfu andrúmsloftinu og því augljóst, hversu fjarstætt það er að kalla það köfnunarefni en réttara að kalla það lyfti (eins og vetni af vatn). — Orðið „köfn- unarefni" hefur verið kallað „klaufalegasta orðið, sem mynd- að hefur verið á íslenzku“. —1 Orðið „lyftiduft" á aftur á móti, að hverfa og gamla orðið „ger“ j (og gerviger) að koma í staðinn. I Aðalreglan við myndun ný- yrða á að vera sú, að orðin séu sem stytzt og ekki samsett, vegna þess að síðar þarf svo oft að nota þau í samsetningum. Aðfengnir orðstofnar eru oft betri en heima- ' fengnir, því að þeir auðga tung- una meira og verða fljótt íslenzk- ir sem og reynslan sýnir. Af þess- ari ástæðu er t. d. orðið „kopti“ mun betra en þyrilvængja“. Sá, sem stend- ur gæti að sér, að hann ekki falli. þessari gerðinni. Það er bezt að segja það strax, að honum hefur tekizt þetta verk sitt með slíkri prýði að fágætt er. Þorleifur Jónsson fyrrverandi alþingismaður í Hólum í Horna- firði er fyrir löngu landskunnur fyrir afskipti sín af þjóðmálum og forustu heima í héraði. Hann er í hópi þeirra, sem einna lengst hafa átt setu á Alþingi og átti mikinn og góðan þátt í þeim mál- um, er til framfara horfðu, bæði á þingi og heima í héraði sínu. Austur-Skaftafellssýsla var lengi eitt af afskekktustu héruðum landsins. Voru þar því mörg vandamál að leysa. Samgöngur voru erfiðar og verzlunarhættir sízt betri en víða annarsstaðar á þeim tímum. Þar voru því ærin verkefni fyrir unga menn, sem trúðu á hugsjónir aldamótaár- anna, og vildu gera sitt til þess að þær yrðu að veruleika. Þorleifur var ungur, þegar hann byrjaði að taka virkan þátt í málefnum sveitar sinnar. Hann var orðinn kunnur maður, þegar hann bauð sig fram til þings árið 1908, sem einn af andstæðingum „Uppkasts- ins“ svonefnda, og náði kosn- ingu. Átti hann síðan sæti á Al- þingi til ársins 1934. Sjálfsævisagan nær aðeins fram á árið 1913. Hann hóf ekki að rita hana fyrr en upp úr 1940, en á næstu árum samdi hann annað rit um Verzlunarhætti Austur-Skaftfellinga. Hann var því háaldraður er hann lagði út í þetta verk. Ævisagan er nærri fimm hundruð blaðsíður og fjöl- breytt mjög. Þar er lýst flestum bændum í sýslunni sem nokkuð kvað að, og auk þess prestum og sýslumönnum. Mannlýsingarnar eru víða ágætar, svo sem af Guðlaugi sýslumanni, Eyjólfi á Reynivöllum, séra Jóni hinum fróða í Stafafelli og fleirum. Voru þetta stórbrotnir menn og sér- kennilegir í ýmsu. En margar aðrar mannlýsingar eru í bók- inni, og er lýst ýmsum einkenni- legum mönnum. Kostulegt er samtal sendimannsins og lands höfðingjans, t. d. En auk þess, sem hér er fjöldi ágætra mann- lýsinga, er sagan eiginlega saga héraðsins um langt skeið, glögg lýsing af búnaðarháttum í sýsl- unni, verzl-un, afla og fleiru. Ennfremur eru spennandi frá- sagnir, svo sem um bjarndýr, hvalreka, skipströnd og hrakn- ingaferðir yfir hin illfæru vötn Austur-Skaftafellssýslu. — Ann- ars yrði hér of langt mál að rekja efni þessarar fjölbreyttu bókar. Það, sem einkum einkennir þessa ævisögu, er hófsemi í dóm- um um menn og málefni. Ég hygg að ekki sé hægt að benda á einn einasta stað í allri ævisögunni, þar sem hallað sé á nokkurn mann að ósekju. Höfundur lítur á samtíð sína af samúð og næmum skilningi. Frásögnin er lipur og laus við alla óþarfa útúrúra, skrifuð á góðu máli og víða kjarn yrtu. Þetta er því undrunarverð- ara, þar sem höfundur tók svo seint að rita. — En bókin um verzlunarhætti Austur-Skaftfell- inga sýndi þegar, að Þorleifur er fróður um margt og prýðilega fær um að semja fræðirit. Einar Ól. Sveinsson ritar for mála fyrir bókinni og Haukur sonur Þorleifs lokaorð bennar. Skaftfellingafélagið og Rókaút- gáfa Guöjóns Ó. Guðjónssonar standa að útgáfunni, sem er prýdd fjölda mynda og hin prýði- legasta að öllum frágangi. Bók- in er öllum, sem hlut eiga að máli, til sæmdar, og þá fyrst og fremst höfundinum, hinum aldna héraðshöf ðing j a og framfara manni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.