Morgunblaðið - 18.12.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1954, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 18. des. 1954 9*' „Góð bók er til gaps og gleði“ RÆTT VIÐ BIRGI KJARAN FOR- STJÓRA BÓKFELLSÚTGÁFUNNAR — AÐ er talað um svokallað bókaflóð og þá oft í heldur niðrandi * merkingu. Þetta tel ég heldur ómaklegt tal, því að lestur góðra bóka getur aldrei verið til tjóns og raunar hefur bókhneigð löngum verið talin aðalsmark íslendinga. Því held ég að þeir, sem standa í þeirri áhættusömu atvinnugrein að gefa út bækur, séu írekar lofsins verðir en lasts. Tólf mánuði árs streymir um landið Jiungur straumur ómerkilegra og stundum skaðlegra erlendra og innlendra tímarita, og tel ég því nokkra bót að því að a. m. k. tvo mánu.ði ársins flæði góðar bækur inn á íslenzk heimili. Eitthvað á þessa leið fórust Birgi Kjaran orð, er blaðið átti stutt tal við hann í gær. NV'JAR BÆKUR — Hvaða bækur ert þú með í ár? — Fáar. Thor Jensen. Þetta er sennilega einhver markverðasta ævisaga, sem gefin hefur verið út hér á lawdi á síðari árum, enda xakinn lífsferill eins stórbrotn- asta athafnamanns, sem starfað hefur hér á landi. Svo er bókin auk þess að vera fróðleg skemmti leg aflestrar. — Svo er það, „Þeir, sem settu svip á bæinn“. Flestir hafa gam- an af að vita eitthvað um ætt sína og uppruna, en eru þó tregir til að lesa þurrar ættartölur. Jón Helgason hefur í þessari bók ver- ið sérlega laginn á að blása lífs- anda í sagnfræðin. Þessi bók um gömlu Reykjavík er hreinn skemmtilestur. Svo er það til mikilla bóta að um 200 manna- myndir fylgja efninu til skýr- ingar. — Þá kom núna út fyrir jólin fjórða bindið af sjálfsævisögu — Virkjnnir Framh. af bls. 1 ánum í botni Arnarfjarðar og jafnframt 400 kílówatta virkjun i Fossá í Hólshreppi. Samtímis virkjunarframkvæmdum verður lögð aðalorkuveita, sem tengir saman bæði þessi orkuver og Fossavatnsvirkjunina í Engidal, ■og mun hún ná til þessarra kaup- staða og kauptúna: Patreksfjarð- ar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Suðureyrar, fsa- fjarðar, Hnífsdals, Bolungavíkur og Súðavíkur. Lokið fyrir árslok 1957 Bæði á Austurlandi og Vest- íjörðum munu verða lagðar raf- línur út frá aðalorkuveitum um nálægar sveitir eftir því sem nánar verður ákveðið. Áætlað er að taka muni ZVs—3 ár að gera framangreindar virkj- arir á Austurlandi og Vestfjörð- um, þannig að hægt verði að hleypa straum á veiturnar fyrir árslok 1957. Bæði á Austurlandi og Vestfjörðum verður á næsta sumri einkum unnið að vatns- virkjunarframkvæmdum. 80 millj. kr. stofn- kostnaður Stofnkostnaður Grímsárvirkj- unar að aðalorkuveitu til þeirra kaupstaða og kauptúna, er nefnd vof*u, er áætlaður um 40 millj. kr, Stofnkostnaður Vestfjarða- Virkjana og aðalorkuveitnanna frá þeim er einnig áætlaður um 40 millj. kr. Þá er ennfremur ráðgert, að héraðsrafmagnsveitur ríkisins leggi á næsta ári veitur til um 350 býla og annarra væntanicgra rafmagnsnotenda í sveit, þar á með|l að Laugarvatni og Skál- belti, ennfremur til kauptúnanna Ifvammstanga og Grafarness svo og Grenivíkur og Haganes- víku’r. Áætlaður stofnkostnaður er' ura 20 millj. kr., og eru þetta pmiö frarnkyappidij. pn héraðs- rafmagnsveiturnar hafa til þessa ráðizt í á einu ári“. Hagalins, „Hér er kominn Hoff- inn“. Eg þarf ekki að fjölyrða um hana, því að ég tel hana bera öll beztu einkenni frásagnarhæfi- leika Hagalíns. ÆVISÖGUR OG ÞJÓÐ- LEGUR FRÓÐLEIKUR — Þessar bækur eru þá allar nokkuð af sama toga spunnar, ævisögur eða þjóðlegur fróðleik- ur? — Já, það er engin tilviljun því að frá upphafi hefur útgáfa mín lagt sérstaka áherzlu á þessa tegund bókmennta. — Hvað hafið þið gefið út af slíkum bókum? — Minningar Einars Jónsson ar, Læknisævi og Vörður við veginn eftir Ingólf Gíslason, Úti í heimi eftir dr. Jón Stefánsson Lifað og leikið eftir Eufemíu Waage, og svo safnritin Móðir mín og Faðir minn, sem Pétur Ólafsson var ritstjóri að, að ó- gleymdum Merkum íslendingum, er dr. Þorkell Jóhannesson ann- aðist útgáfu á. Er þar að finna ævisögur 76 íslenzkra forystu- manna. UNGLINGABÆKUR — Nokkrar þýddar bækur í ár? — Ekki nema tvær barna- og unglingabækur, hinar svonefndu Rauðu- og Bláu-bækur, sem kom ið hafa út árlega í 12 ár og eru vinsælar. Stafa vinsældimar held ég m.a. af því að reynt hefur verið að sameina það að bæk- urnar væru í senn skemmtilegar og hollar aflestrar. Svo hefur verið vandað til máls á þeim, að- eins góðir þýðendur fengnir til að velja þær og þýða, eins og t.d. Freysteinn Gunnarsson. MIKIL BÓKASALA — Hvað heldurðu um bóksöl- una almennt nú fyrir jólin? — Ég tel líklegt að hún verði mikil. Um tíma féll bóksalan nokkuð niður fyrir jólin vegna þess að erlendar vörur, sem lengi höfðu ekki fengizt til landsins, fluttust inn. En nú hafa menn fengið nokkurn saðning á hinum erlenda varningi, og löngunin í bækur er farin að segja til sín á ný. Þegar jafn mikið og nú kem- ur út af bókum, er líka auðvelt fyrir fólk í jólaönnunum að finna á einum stað í bókabúðunum gjafir við hæfi flestra þeirra, er þeir vilja gleðja. Og svo er það nú þannig, að þó margir hlutir fagrir og nytsamir séu á boð- stólum, þá sameina þeir fáir það jafn vel að vera til gleði og gagns eins og góð bók. rr infýri lilla Iréhestsins" KOMIN er út í íslenzkri þýð- ingu hin ágæta barna- og ung- lingabók „Ævintýri litla tré- hestsins“, eftir Ursula Moray Williams. Bókin er prýdd fjölda teikninga af þessum sérstæða hesti og öðrum. er við sögu koma. Sigríður Thorlacius hefur ís- lenzkað bókina, en Heimskringla gefur út. — Alþingi „MaSur og kona" LÚÐVIG Guðmundsson skóla- stjóri tjáði Morgunblaðinu í gær, að hann hafi nú höfðað mál á hendur Þjóðleikhúsráði vegna skemmda sem starfsmenn Þjóð- leiðkhússins hafi unnið á högg- myndinni „Maður og kona“ eftir frú Tove Olafsson. Annars gat hann þess, að í yfirlýsingu þeirri um málefni' höggmyndarinnar, sem Þjóðleik- húsráð hefir fengið birta í blöð- um og útvarpinu, séu alvarlegar rangfærslúr, sém hann muríi svara, þegar honum hentar það. Erlendur Einarsson. 33 ára gamall for- stjóri SIS STJÓRN Sambands íslenzkra samvinnufélaga samþykkti á fundi sínum í gær, að ráða Er- lend Einarsson, sem forstjóra Samkandsins frá næstu áramót- um, en þá lætur Vilhjálmur Þór af því starfi til að taka við banka- stjórastöðu i Landsbankanum. í framkvæmdastjórn SÍS voru kjörnir auk forstjóra, sem er sjálfkjörinn, þeir: Helgi Þor- steinsson, framkv.stj., innflutn- ingsdeildar, og er hann varafor- maður framkvæmdastjórnarinn- ar; Helgi Pétursson, framkv.stj. útflutningsdeildar; Hjalti Páls- son, framkv.stj. véladeildar, og Hjörtur Hjartar, framkv.stj. skipadeildar. Varamaður í fram- kvæmdastjórn var kjörinn Harry Frederiksen, framkv.stj. iðnaðar- deildar. Hinn nýi forstjóri SÍS er aðeins 33 ára að aldri, sonur Þorgerðar Jónsdóttur og Einars Erlendsson- ar í Vík í Mýrdal Hann hefur verið framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga frá stofnun þeirra 1946 og sýnt frábæran dugnað í því starfi, Jón Ólafsson lögfræðingur hef- ur verið ráðinn framkvæmdastj. Samvinnutrygginga, en hann er einnig framkvæmdastjóri líf- tryggíngafélagsins Andvöku. Þrír efíliiifsmenn opinberra sjóSa í 9AMEINUÐU þingi í gær fór fram kosning þriggja eftirlits- manna með opinberum sjóðum, en kosning sú gildir í fimm ár, 1. jan. 1955 til 31. des. 1959. — Kosnir voru Þorsteinn Þörsteins- son, Andrés Eyjólfsson og Sigfús Bjarnason af A-lista, sem hlaut 40 atkv. B-listi kom fram með Bergi Sigurbjörnssyni, en hlaut aðeins 9 atkv. Góð fíð á Snæ- felisnesi OLAFSVIK, 17. des. — I des- embermánuði hefur verið hér vestra mjög góð tíð. Jörð er um það bil alauð og vegir í hérað- inu greiðfærir. Bændur hafa enn sem kom- ið er beitt fé sínu nokkuð með innigjöf, en allflestir munu hafa tekið fé á gjöf með útibeitinni snemma í desember, þrátt íyrir góða tíð. Sjö bátar, 20—36 lesta, hafa róið héðan. Afli hefur verið frem ur tregur, en þó alltaf nokkur. Hefur fiskurinn ýmist verið fryst ur, saltaður eða hertur. Atvinna hefur verið mikil hér í sumar og vetur, bæði við sjáv- arafurðir og ýmissar framkvæmd ír á lándf, svö ‘sém býggfngar og fleira. —E. B. Framh. af bls. 1 við, að fjárveiting var veitt til ferjubryggja á Vestfjörðum og ! Austfjörðum sem hér segir: j Skálavík 20 þús. kr., Hjarðar- dalur í Önundarfirði 35 þús. kr„ 1 j Gemlufell 20 þús. kr„ Loðmund- j arfjörður 3 þús. kr„ Gautavík 12 þús. kr„ Kross 5 þús. kr. NOKKRAR VÆRINGAR Felld var tillaga fjárveitinga- nefndar um að taka 8 þús. kr. styrk af Guðmundi Jónssyni söngvara. Og þingmenn virtust tregir til að hlíta forsjá nefnd- arinnar um að fella 10 þús. kr. styrk af Sigurði Skagfield söngv- arinnar um að taka 10 þús. kr. ara. Varð að margendurtaka at- kvæðagreiðslu um þetta áður en nægur meirihluti fengist. Komm- únistar greiddu atkv. gegn því að tollgæzla á Keflavíkurflugvelli verði aukin og efld. — Nokkur tregða var á að gefa kaupanda Súðarinnar eftir helming af skuld vegna kaupanna. Að öðru leyti voru tillögur fjárveitinganefndar samþykktar í heild. TILLÖGUR EINSTAKRA ÞINGMANNA Flestar tillögur einstakra þing- manna voru felldar, eiris og venjulegt er. — Nokkrar náðu þó samþykki, og þá vegna þess að vinsældir tillagnanna ollu því að þingmenn þóttust sjá betur en fjárveitinganefnd. 50 ÞÚS. KR. AUKNING TIL ORÐABÓKAR Þar er þá fyrst að taka tillögur þær, sem Bjarni Benediktsson talaði fyrir í fyrradag og sagt var frá, — að hækka fjárveit- ingu til orðabókar Háskólans um 50 þús. kr. og að gera rúð fyrir að fjárveiting til kennaraembætt- is í Edinborg að upphæð 10 þús. verði veitt árlega. 35 ÞÚS. TIL NEYTENDASAMTAKA Samþykkt var tillaga frá Gunnari Thoroddsen o. fl. um 35 þús. kr. styrk til neytendasam- taka Reykjavíkur. Einnig var samþykkt tillaga frá Sigurði Bjarnasyni o. fl. um að verja allt að 25 þús. kr. í samráði við símamálastjórnina til að tryggja að notendur talstöðva á áfskekkt- um stöðum þurfi eigi að bera meiri útgjöld af slíkum tækjum en talsímanotendur. TÓNLISTARFRAMLÖG Samþykkt var að hækka styrki til Lúðrasveitar Stykkishólms úr 5 í 8 þús. kr„ en það var tillaga frá Sigurði Ágústssyni og tillaga Einars Ingimundarsonar um að hækka framlag til Tónlistarskóla Siglufjarðar úr 10 i 15 þús. kr. Samþykkt var ennfremur tillaga frá Bernharð Stefánssyni um að hækka styrk til Björgvins Guð- mundssonar úr 10,3 þús. kr. í 15 þús. TIL FLÓABÁTA OG RÍKISSTARFSMANNA Allar tillögur samvinnunefnd- ar í samgöngumálum um hækk- aðan styrk til flóabáta, til Vest- 'mannaeyjaferða og lán til h.f. , Baldurs í Stykkishólmi voru samþykktar. Og að lokum var samþykkt í einu hljóði tillaga ríkisstjórnarinnar um launaupp- bót til ríkisstarfsmanna og elli- og örorkuþégá,‘sém £>ýðir‘6'mlllj. kr. aukaútgjöld ríkissjós. Þýzk messa með helgileik í Dóm- kirkjunni Á SUNNUDAGINN kemur, 19, des„ kl. 2 e.h. verður þýzk messa í Dómkirkjunni. Séra Jón Auð-* uns, dómprófastur, flytur messu en dr. Páll ísólfsson leikur á orgel. [ Að messu lokinni flytja nokkr-i ir Þjóðverjar þýzkan helgileik, Krippenspiel. Fyrir þrem árum var samskon- ar helgileikur sýndur við þýzka messu í Dómkirkjunni og vaktl hann verðskuldaða athygli. Hér er um leik að ræða, eí! tíðkast hefur að flytja í kirkjum um jólaleytið, ekki aðeins I Þýzkalandi, heldur einnig víða annars staðar í Mið-Evrópu, sva sem í Sviss, Austurríki og Frakk- landi. Er siður þessi æfagamall og var mjög algengur á miðöld- unum. í leiknum skiptist á talað or8 úr jólaguðspjöllunum, einsöngur og kórsöngur. Til sölu G. M. C. vörubíll 3ja tonna. — Til sýnis á Shellvegi 6 milli kl. 4 og 7 í dag og á morgun. Hermann Petersen PÍANÓ í fallegum hnotukassa. Verð kr. 10 000. Útborgun kr. 3 500. Hljóðfæravinnustofan HARMÓNÍA Laufásvegi 18. — Sími 4155 | ORGEL Tvöfalt þýzkt orgel í góðu standi selst ódýrt. Hljóðfæravinnustofan HARMÓNÍA Laufásvegi 18. — Sími 4155 Radíó- grammófónn Til sölu er nýlegur og mjög vandaður radiogrammófónn. Uppl. í dag í síma 81657. " 1'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.