Morgunblaðið - 18.12.1954, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. des. 1954
MORGUNBLAÐIÐ
9
DADA HJ9RVAB minuzt
meM fréttomonna S.þ.
Mannlundir:
islenzkar ræður / jbúsund ár
AÖLLUM öldum hefur orðsins
list verið mikils metin meðal
Isiendinga. Ræðan hefur verið
það tjáningarform, sem þjóðinni
var nærtækast til þess að túlka
hugsanir sínar og afstöðu, hvort
heldur var á héraðssamkomum,
á þingum eða í guðshúsum. Góðir
hæfileikar til ræðuflutnings urðu
þessvegna vísasta leiðin til þess
að ieggja grundvöll að bók-
menntaafrekum, völdum og
mannaforráðum.
Nú hefur Bókaútgáfa Menning-
arsjóðs ráðist í það þarfa verk,
að gefa út úrval af íslenzkum
ræðum í þúsund ár. Til þess að
taka það rit saman hefur verið
fenginn Vilhjálmur Þ. Gíslason,
1 útvarpsstjóri, margfróður maður
og vís.
Daði Iljörvar við hljóðnema Sameinuðu þjóðanna í París (1952).
ÞEGAR íslenzk blöð bárust til
New York með tilkynningu
um lát Daða Hjörvar, var til-
kynningin fest upp, með enskri
þýðingu, á tilkynningarspjald
fréttastarfsmanna í sölum Sam-
einuðu þjóðanna. En þegar á eft-
ir var þar einnig birt eftirrit af
samúðarskeyti, sem dr. Max
Beer, forseti í félagi fréttamanna
hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi
heim til íslands. Skeytið var á
þessa leið (í ísl. þýðingu):
„Fregnin um hið óvænta frá-
fall Daða Hjörvar, sem hingað
barst í þessu, hefur snortið djúpt
hina mörgu vini hans í höfuð-
stöðvum Sameinuðu þjóðanna“.
I (Þá er samúðarkveðja til for-
eldra hans og ættmenna). En síð-
, an segir: „Við munum geyma í
trvggu minni okkar kæra, unga
starfsbróður og þau ár, sem hann
dvaldist með okkur“.
Fleiri kveðjur hafa borizt frá
vinum hans meðal starfsmanna
Sameinuðu þjóðanna. ívar Guð-
mundsson segir í bréfi, í þessu
sambandi: „Ég sá nú fyrst til
fulis, hversu miklar vinsældir
Daði átti hjá mönnum hér“.
MJALLHVÍTAD-HVEITI
SNOW WHITE-HVEITI
(Mjallhvítar-hveiti)
Þetta hreina hveiti velja allar húsmæður til að gera
jóiakökurnar góðar.
Biðjið alltaf um
IVijallhvitar-hveiti
Wessanen tryggir yður vörugœðin
Hvítar barnahosur
Heildsölubirgðir
VERZLUNARFÉLAGIÐ FESTl
Frakkastíg 11 — Sími 80590
Vera má, að það kunni að
flögra að einhverjum, að slíkt
ræðusafn muni vera þungt lestr-
arefni og torfkennt. En því fer
víðsfjarri að svo sé. Þessi bók er
ekki aðeins stórfróðleg heldur
bráðskemmtileg aflestrar. Hún
gefur glöggt yfirlit um merkileg-
an þátt íslenzkrar menningarsögu
’ og varpar ljósi yfir þær hræring-
I ar, sem gerst hafa í þúsund ár á
fjölmörgum sviðum íslenzks þjóð-
lífs.
í bókinni eru ræður eftir 114
menn, margar eftir suma þeirra.
Að vísu virðist manni vanta þar
ræður eftir ýmsa ágæta andans
menn frá fyrri og síðari tímum.
En þess er þó að eæta, að í riti,
sem er aðeins rúmar fjögur
hundruð blaðsíður verður varla
komið fyrir fleiri ræðusýnishorn-
um.
Ræðurnar, sem birtar eru í bók-
inni eru fluttar við ótal tækifæri
og á fjölmörgum stöðum. Þær
hafa hljómað frá Lögbergi hinu
helga, í sölum hins endurreista
Alþingis, í kirkjum og veizlusöl-
um, á dómþingum og héraðshá-
tíðum, við útfarir og minningar-
athafnir og víðar.
Efni þeirra er að sama skapi
fjölbreytt. Undiralda þeirra eru
hugðarefni þjóðarinnar á öllum
sviðum. Þar er rætt um stjórnmál,
bókmenntir og listir, trúmál,
kvenréttindi og síðast en ekki
sízt sjálfstæðismál íslands.
Fyrsta ræðan er flutt af Agli
Skallagrímssyni á Gulafingi í
Noregi. Þá koma ræður hinna
gömlu goða og lögsögumanna,
stuttar og kjarnyrtar. Er það at-
hyglisvert, hve gagnorðir forfeð-
ur okkar voru á bingum. Mun
| mörgum finnast að nokkur breyt-
ing hafi þar á orðið er tímar
liðu.
| Biskupar eiga þarna margar
! ræður og merkar. Má af þeim
nefna reiðilestur meistara Jóns
biskups Vídalíns og ræðu Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar um
drykkjuskapinn. Báðar eru þær
ræður frábær listaverk, þrungn-
ar andagift og speki. Mega allar
kynslóðir í þessu landi vissulega
ausa af þeim brunni vísdóms og
mannþekkingar, sem í þeim felst.
Þegar á liður taka ræðurnar
að bera svip endurreisnarandans.
Eggert Ólafsson kveður sér
hljóðs, Baldvin Einarsson hefur
upp fagnaðarboðskap frelsisins
og Jónas Hallgrímsson slær hörp-
una, ekki aðeins hina undurfögru
ljóðahörpu sína, sem gert hefur
nafn hans ódauðlegt heldur stíg-
ur hann í ræðustól og mælir fyrir
minni fuglanna.
Eftir Jón Sigurðsson forseta
eru einnig birtar nokkrar ræður.
Þá koma ræður eftir Arnljót Ól-
afsson, Benedikt Sveinsson sýslu-
mann, Björn Jónsson, Hannes
Hafstein, Stefán skólameistara,
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Harald
Níelsson og Magnús Stephensen,
svo aðeins nokkrir séu nefndir.
Saga sjálfstæðis- og viðreisnar
tímabilsins lifir í þessum ræðum.
Ef litið er lanet um öxl ber
Vilhjálmur Þ. Gíslason !ók saman '
Bókaúfgála Menningarsjóós gaf út I
Snorra Sturluson hátt við himinn
bókmenntanna. Telur Vilhjálmur
Þ. Gislason í frábærum formála
að bókinni, að ræður Snorra í
Heimskringu séu skýrasta dæmið
um þroska ræðulistarinnar á
blómatima bókmenningarinnar.
Mannfundir eru í senn merki-
legt og samanþjappað heimildar-
gagn um andlegar og efnalegar
hræringar í lífi íslendinga á liðn-
um tíma, og skemmtilegt lestrar-
efni fyrir hvern þann, er ann
sögu þjóðar sinnar í gegn um
rót aidanna. í raun og veru eru
þessar gömlu ræður ágætur skóli
í ræðulist, íslenzkri sögu, stjórn-
málum og fjölmörgum öðrum
efnum, sem þær fjalla um. Væri
óskandi að Menningarsjóður héldi
slíkri útgáfu áfram og gæfi út
aðra bók, þar sem sjálfum nútím-
anum væri gerð frekari skil. En
í Mannfundum eru engar ræður
eftir núlifandi menn. Síðustur
ræðurnar þar eru eftir Sigurgeir
Sigurðsson biskup og Svein
Björnsson, fyrsta forseta hins ís-
lenzka lýðveldis.
____________S. Bj.
Reíief-niyndasýningin
RELIEFMYNDASÝNING Þor-
steins Þorsteinssonar, sem stóð
yfir í Þjóðminjasafninu og lauk
fyrir 10 dögum, mun halda áfrarn
með bókamarkaðinum, sem nú
stendur yfir í Listamannaskálan-
um og mun verða fram til jóia.
Sýning Þorsteins var vel sótt og
seldust meðal annars 4 myndir á
henni.
„SÓLARKERTl"
Handunnin skrautkerti úr beztu
vaxblöndu, til skreytingar
á jólaborðið.
Takmarkaðar birgðir.
Söluumboð:
m
w
4