Morgunblaðið - 19.12.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 19.12.1954, Síða 14
30 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. des. 1954 Merkar konur Eftir EUnhorgu Lárusdóttur Frásöguþættir af ellefu íslénzkum konum, sem hver um sig ber með sóma nafnið kvenhetja. Þetta er fróðleg bók og skemmtileg, sem geymir ekki ómerk brot af íslenzkri þjóðarsögu. Verð kr. 58,00, ib. fVierkar konur er sjálfkjörin jólabók ísl. kvenna. Skólavörðustíg 17 — Sími 2923. Nylsamar jólagjafir Mikið úrval af erlendum LÖMPUM LÍTIÐ í GLUGGANN Laugavegi 15 Sími 82635 Þeir auglýsendur, sem vilja koma jólakveðjum og öðrum auglýsingum í jólablaðið, eru vinsamlega beðnir að láta auglýsingaskrifstofuna vita sem allra fyrst. Jftargimfrfiiíiiifr Austurstræti 8 — Sími 1600 Vilhjálmur Jónsson frá Ferstiklu: Ást og örlög á Vífilss öðum Ný skáldsaga um efni, sem öllum er hugstætt, líf og örlög þeirra er á sjúkrahúsum dveljast, baráttu þeiira, sigra og ósigra. Höfundur sögunnar er nú sjúklingur að Vífilsstöðum og hefur dvalizt þar öðru hverju s. I. tuttugu ár. Fæst í bókabúðum og einnig má panta hana í síma 80106 Bókin fæst nú innbundin. ÚTGEFANDI Þættir úr ævisögu jarbor Úr blabaumsögnum um bókina: ALÞÝÐUBLAÐIÐ: Helgi Sæmundsson, ritstjóri. --------Bókin bætir úr brýnni þörf, gefur svör við fjölmörgum spurningum og vekur til umhugsunar um marga annað en það, sem hér er fjallað um, því að óneitan- lega er stiklað á stóru. En bókin er ekki aðeins góðra gjalda verð. Hún er viðburð- ur í íslenzkri útgáfustarfsemi. Efnið er fræðilegt, en svo ljóst og skipulega fram sett, að bókin er prýðilega við al- þýðu hæfi.------- I bókinni er fjöldi skýringamynda og uppdrátta. MORGUNBLAÐIÐ: Björn L. Jónsson, veðurfræðingur. -------og hvort sem mönnum er efnið meira eða minna kunnugt fyrir, munu fáir sleppa henni fyrr en að loknum lestri. Hér er skyggnzt um í fortíð og framtíð, mill- jónir alda fram og aftur í tímann. Og hver er svo andlega volaður, að hann fýsi ekki að afla sér vitneskju um aldur og uppruna sólar, jarðar og sólkerfis, myndun berg- laganna undir fótum sér, jarðhitans, sem brýzt út úr iðrum jarðar, úthafanna og andrúmsloftisins? Hver vill ekki þekkja uppruna hins trygga förunauts okkar — tunglsins —, örið sem það skildi eftir er það yfirgaf móðurhnöttinn, væntanlegar breytingar á lengd sólarhringsins og fjarlægð tungls frá jörðu, líkurnar fyrir því að líf þróist á öðrum hnöttum, eðli og orsakir ísalda o. s. frv. Allan þennan fróðleik finnum við í þessari litlu bók, Þáttum úr ævisögu jarðar, sett- an fram á svo ljósu og lipru máli, að hverjum skóladreng er auðskilið. — — —• VÍSIR: Þorsteinn Jósepsson, blaðamaður. -------Það tvennt hefur sjálfrátt eða ósjálfrátt verið í vitund hverrar hugsandi veru, að hún skuli leita sannleikans og æ meiri og fullkomnari vizku. Nú ber svo vel í veiði, að þessi bók Hjartar Halldórssonar færir mann nær þessu marki — og gerir það á svo ljósan og skilmerkilegan hátt, að öllum, sem á annað borð leiða hug að þessum efnum, er vorkunnarlaust að skilja og hafa bókarinnar full not.--- ÞJÓÐVILJINN: Sverrir Kristjánsson, sagntræðingur: -------þá lyftu spendýrin fyrst höfði á jörðinni, öll ósköp smá, lítið stærri en rottur vorra tíma, og sú ættkvísl hefur síðan ríkt á hnettinum, á ýmsu oltið um stjórnarfarið unz forfaðir mannsins leit til sólar og varð svo mikið um, að hann og niðjar hans hafa allir gengið á afturfótunum síðan. Þættir úr ævisögu jarðar segja okkur þetta dásamlega ævintýri tilverunnar á svo ljósan og skemmtilegan hátt, að vart verður á betra kosið. Og þessi bók segir oss líka hvað við tekur — eftir svo sem 10 þúsund milljónir ára er eldurinn slokknar á arni okkar tilveru, og „sólin dregur hið síðasta, mikla andvarp", eins og Hjörtur Halldórsson kemst að orði.------Hjörtur Halldórsson skrifar gullfallegt mál og framsetningin er skýr og skipuleg. Hann greinir frá síðustu niðurstöðum náttúru- vísindanna um aldur og uppruna jarðar. — niðurstöðum sem enn eru ekki orðnar al- menningseign. Hann sýnir þar enn einu sinni, hve vel honum er sú list lagin, að túlka vísindalegt efni á alþýðlegan hátt, þannig að hvorugt saki, vísindalega festu eða einfaldleik í skýringu.---- Vitnisburður þessara þjóðkunnu manna ber bókinni bezt vitni. Hún er vissulega jólagjöf fyrir þá, sem vilja lesa og draga ályktanir af því, sem lesið er. ÚTGEFANDI S>S>5>«>S:<S>i:<S>5qE>®;«>i;"C>«*S>'i>S>S>SC>S>ff-®r«>S^^‘S*S>S*S>S>S>5*S>5>«>S:<S>isS>5í>S>i>S>S>S>fc'2>*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.