Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1954 ~j — OEGÐU Okkur fyrst, Agnar, hvenær heldurðu að þér hafi dottið í hug að gerast rithöf- uudur? ,— Mér er það nú ekki vel Ijóst -— hafi mér nokkurn tíma dottið það í hug —, en ég varð seint vel laés, og það hefur kannski haft sín leyndu áhrif. Hið torsótta býr alftaf yfir sérstökum töfrum. — Lastu mikið af skáldskap á vinglingsárunv þínum? — Ég forfallaðist talsvert frá náfm sökum veikinda og þá leiddi það eins og af sjálfu sér, að maður lá í skáldsagnalestri. Las ég þá mikið engilsaxneskar og rússneskar bókmenntir og fylgdist með nýjum bókum sem "bárust í Alþýðubókasafnið, Sher- v/ood Anderson, Sinclair Lewis og Ernest Hemingway eru mér kunnir frá þeim árum. —■ Og svo léztu innritast í fs- lenzk fræði, þegar þú komst í Háskólann? — Já — það var haustið 1939 aðí ég hóf nám undir handleiðslu prófessors Sigurðar Nordals. Og þó að ég hefði ekki mikinn áhuga á íslenzkum fræðum almennt, þá urðu mér strax fyrstu bókmennta fyrirlestrarnir miklar gleðistund- ir. Seinna stofnuðum við nokkrir stúdentar leshring, þar sem nýj- ustu skáldsögur, innlendar og er- lendar, voru ræddar. Kom pró- fessor Nordal þar oft til okkar og spjallaði við okkur, og eru þau kvöld mér sérlega minnistæð. Það var á þessum árum, sem ég sýndi kunningja mínum, Hall- dóri J. Jónssyni, cand. mag. fyrstu smásögurnar sem ég gerði, en bæði þá og jafnan síðan hefur mér verið mikill fengur að allri gagnrýni hans — og annarra þegar hún hefir verið hlutlæg. Nokkru eftir að ég lauk kandí- datsprófi árið 1945 byrjaði ég að leggja drög að skáldsögu sem raunar breyttist mjög í meðför- um. Lauk ég við hana haustið 1947 og fékk Ragnari Jónssyni forstjóra hana til yfirlestrar og athugunar, en hún lenti í ein- hverjum hrakningum og kom ekki aftur í leitirnar fyrr en að tveimur árum liðnum. Ég hafði nefnilega verið svo óforsjáll að taka ekki afrit af sögunni. Síðan kóm hún út á vegum Helgafells og heitir Haninn galar tvisvar. REYKJAVÍKURRÓMAN Söguvettvangurinn er Reykja- vík fyrir stríð, þegar borgara- styrjöldin geisaði á Spáni. Sögu- lietjan er ungur kaupmannsson- ur sem heldur, að hann sé að verða kommúnisti, en allt í upp- «ldi hans og jafnvel upplagi mæl- ir gegn því. Sögunni lýkur með því að hann segir skilið við þær húgmyndir, en getur þó ekki gleymt þessum „veikleika“ sín- utn. Haustið 1947 hlaut ég kandí- dátsstyrk hjá British Council og lagði þá stund á enskar bók- •menntir við Oxfordháskóla. Lyaldist ég rúm tvö ár erlendis, cn úr þeirri reisu kom ég með slatta af handritum og spannst sagán Ef sverð þitt er stutt úr nokkrum hluta þeirra. Sú saga er látin gerast í Reykja- vík nokkrum árum eftir stríð. Annars skiptir söguvettvangur- irín þar ekki mestu máli, heldur á sagan fyrst og fremst að vera lýsing á „situation". Söguhetjan, Tlilmar Jóhannsson hefur komizt að því að faðir hans hefur framið sjáffsmorð, bugaður af samvizku- kvölum. Markús, sem Hilmar hafði alltaf litið á sem velgjörð- armann fjölskyldunnar er sá sem vélað hefur föður hans og er þannig í rauninni ábyrgur fyrir sjálfsmorðinu. Nú ætlar Hilmar að rísa gegn Markúsi, en hvert á hann að fara? Hann rekur sig lljótlega á að barátta hans er fyi’st og frémst vegin á' pólitíska MATTHÍAS JOHANNESSEN RÆÐIR VIÐ AGNAR ÞÓRÐARSON, RITHÖFUND UM NÝTT LEIKRIT O. FL. iand hafa verið numið á góðæris- tímabili, en vísindamenn álíta nú að veðurfar hafi farið kólnandi upp úr 1400. Og þótt hitastigs- mismunur sé ekki nema 1—2 gráður að meðaltali, þá geta af- leiðingarnar orðið örlagaríkar fyrir búskap við yztu þröm hins byggilega heims. Grænlendingar voru bændur, en gerðu jafnframt út í veiði- ferðir langt norður í óbyggðir, þar sem bezt var til fanga. Þar munu þeir hafa rekizt á skræl- ingja, en þeirra varð ekki vart sunnar fyrr en löngu seinna (kannski fylgt eftir selnum, er veðurfar kólnaði). Grávara og rostungstennur voru helztu útflutningsvörur Grænlendinga — og mjög verð- mætar. Er ekki ólíklegt að þeir hafi oft drepið og rænt skræl- ingja skinnum líkt og Norðmenn Lappa, en frásögn Eglu um Þór- ólf Kveldúlfsson kannast margir við. Og hafa hvítir menn oft síð- an komið þannig fram við frum- stæðar þjóðir, — en sjaldan eða aldrei staðið jafnilla að vígi og Grænlendingarnir eftir að heldur fór að halla undan fæti fyrir þeim. í fornum bókum er skrælingj- um lýst sem svörtum og illilegum tröllum er sökkvi í jörð niður sé þeim veitt eftirför og blæðir ekki, þótt þeir séu slegnir vopn- um. Hafa skrælingjar sjónhverf- ingar í frammi, svo að það er greinilegt að fornmönnum hefur frá öndverðu staðið stuggur af fjölkynngi þeirra og fordæðu- skap. „EN SUMIR EKKI APTR KOMNIR . Flestum heimildum ber þó saman um að skrælingjar séu óherskáir og viðmótsþýðir og kunni ekkert til hernaðar og samtaka nema þá eftir langvar- andi kynni af hvítum mönnum. Þó segir frá því í Gottskálks- annál 1379 að skrælingjar hafi herjað á Grænlendinga, drepið af þeim 18 menn og tekið tvo sveina og þrælkað. í Eiríkssögu rauða segir frá því að það var hallæri mikið í Græn- landi, „höfðu menn fengit lítit fang, þeir er í veiðiferðir höfðu farit, en sumir ekki aptr komnir“. — Söguritari getur sér ekkert til, hvort þeir hafi týnt lífi eða jafnvel lagzt út og gerzt heiðnir villimenn, eins og skrælingjar, en af því hefði samfélagi bænd- anna í Grænlandi og kirkjuvaldi staðið hinn mesti háski. Voru mikil víti við því að samneyta heiðnum tröllum, og yfirvöldin sem að mestu leyti voru klerkleg hafa lagt allt kapp á að ala sem mest á óttanum við skrælingja. Ein seinasta frásögn- in sem til er frá Grænlandi stendur í Hirðstjóraannál, og segir þar frá því að Steinunn, dóttir Rafns lögmanns í Löngu- hlíð (í Hörgárdal) hafi gifzt til Grænlands Þorgrími Sölvasyni, en Kolgrímur nokkur komizt yfir hana með göldrum að lifanda bónda hennar. Var hann síðan brenndur eftir dómi, en Síein- unn var aldrei jöfn á sinni eftir það og deyði litlu síðar. Skeði þetta annó 1407, en þremur ár- um síðar sigldi Þorgrímur Sölva- son með fleirum í brott af Græn- landi til Noregs. Sýnir þessi frásögn hvort- tveggja í senn: óttann við’ galdra og vald kirkjunnar. Grænlands- biskupar voru þá löngu hættir að sitja í Grænlandi, en höfðu umboðsmann sinn eða officialis í Görðum er heimti inn tekjur biskupsstólsins. — Sömuleiðis hefur kirkjan haft fyrirkaups- rétt af skinnum. — En er kemur fram á 15. öld, eru fáar og óljósar heimildir til um hag Grænlend- inga. Framh. á bís. 14 í VÖK AÐ VERJAST — Hvað heldurðu um framtíð skáldsögunnar? — Skáldsagan nú á tímum á við ramman reip að draga, þar sem er við allt blaða- og tíma- ritaflóðið að keppa, — og þá kannski framar öllu kvikmynda- húsín.' Hvalseyjarkirkja í Eystri-byggð (nú Julianehaab og umhverfi); hún er steinlímd, en á íslandi eru engin slík hús eða húsarústir til frá kaþólskum Á 12. öld voru 11 kirkjur í Eystribyggð auk dómkirkjunar i Görðum og 190 bæir. í Vestribyggð voru 4 kirkjur og 90 bæir. vog. Er þar sem hann er alger- lega áhugalaus um stjórnmál og þjóðfélagsefni, er hann athvarfs- laus. Réttlætið er háð pólitískum sjónarmiðum á báða bóga, og maður einstaklingshyggjunnar er dæmdur úr leik ef hann vill ekki Agnar Þórðarson. verða leiksoppur pólitískra afla, þegar hann kemur fram með vandamál sín. LESENDUR EIGA AÐ DÆMA OG DRAGA SJÁLFIR ÁLYKTANIR — Það felst því ekki beinlínis neinn sérstakur boðskapur í þess- um skáldsögum þínum? — Hvað mundirðu vilja segja okkur um það? — Nei — ég reyni yfirleitt að vera eins hlutlægur og unnt er til þess að lesandinn geti sjálfur dregið sínar ályktanir ótruflað- ur af sjónarmiðum höfundarins. Það er ekki rithöfundarins að dæma, heldur aðeins að sýna hvernig hlutirnir og mannlífið kemur honum fyrir sjónir — en vitanlega felst ákveðið viðhorf í því öllu. Að þessu leyti er Leo Tolstoy óviðjafnanlegur meistari. Hann sýnir mannfólkið í stór- lyndi eða breyskleiga, en forðast að dæma það nema að því leyti sem örlög þess sjálfs og lífið kveða sinn dóm upp yfir því. Fólk fer heldur í bíó en að sitja heima og lesa skáldsögu. — En góð skáldsaga hlýtur þó allt- af að eiga erindi til hugsandi manna, og á ég þar við að „góð skóldsaga" þurfi ekki endilega að vera skemmtileg, heldur að hún varpi að einhverju leyti nýju ljósi yfir þær aðstæður sem við lifum við — jafnvel þótt hún kunni að gerast á öðrum tímum, eins og t. a. m. Barrabas eftir Par Lagerkvist. Höfundar verða fyrst og frerhst að glíma við sam- tíð sína, af því að það er lífið sem þeir þekkja, en um líf á öðr- um tímum hljóta þeir að verða að læra að mestu leyti af lestri bóka. Ekki svo að skilja að höfundar megi ekki læra af öðrum bókum, ef þeir forðast að endurtaka það sem aðrir hafa séð og lýst á und- an þeim, en nota verk annarra höfunda til að skerpa sjón sína á því sem þeir sjálfir hafa kynnzt eða komið auga á, og mætti þannig e. t. v. segja, að Maxim Gorkí hafi vakið athygli Halldórs Laxness á hinni íslenzku stúlku Sölku Völku, svo að dæmi sé tekið. — Á þann hátt geta miklar bókmenntir skapgzt. ORÐSINS „BYGGINGARLIST“ — Hvenær fórstu svo að snúa þér að leikritagerð, Agnar? — Á stúdentsárunum var ég talsvert handgenginn verkum Eugene O’Neills, en þó las ég þau fyrst og fremst sem bókmenntir, enda hafa ýmsir leikritagagnrýn- endur legið honum á hálsi fyrir að hann væri of „litterer". Mér datt þá aldrei í hug að skrifa leikrit, en vorið 1950 dvaldist ég í Englandi og sótti þá talsvert leikhús. Býrjaði ég þar að leggja drög að leikritinu Þeir koma í haust. Skriíaði ég margar gerðir sem allar lentu í pappírskörfunni, — en lærði hins vegar ýmislegt af reynslunni. Hef ég og fræðzt af ýmsum leikfróðum mönnum um byggingu leikrita, t. d. þegið góð- ar bendingar frá Gunnari R. Han- sen leikstjóra. — Skáldsagnahöf- undar vara sig oft og tíðum ekki á því, hvað leikritagerð er mikil byggingarlist og ströng í formi — og það sem getur gefið bók- menntum gildi, getur hæglega orðið til lýta í leikriti. Smósagan stendur að þessu leyti miklu nær leikritum en skáldsagan, og eru ýmsir af kunnustu leikritahöf- undum síðari tíma jafnframt þekktir fyrir smásögur sínar, svo sem Tsékoff og Sommerset Maug ham. — Hvenær Iaukstu svo við Þeir koma í haust? — Ég hafði gengið frá leikrit- inu vorið 1952 og gerði þá samn- ing um sýningarrétt á því við þjóðleikhússtjóra, en þá rétt skömmu síðar kom Davíð skáld Stefánsson fram með leikrit sitt, Landið gleymda, sem gerist sömu- leiðis í Grænlandi, eins og lcunn- ugt er, og því var ákveðið að fresta sýningum á mínu leikriti um sinn. UM „ÍSLENZKA“ GRÆN- LENDINGA SÖGULEGUR BAKHJARL — En þau fjalla annars um óskyld efni---- — Já — Þeir koma í haust fjallar eingöngu um Grænlend- inga — eða íslendinga í Græn- landi, eins og mörgum er tamt að kalla þá, þó að þeir byggju einar fimm aldir í öðru landi. — Hvað viltu segja lesendum blaðsins um efni þess? — Leikritið er að miklu leyti „persónudrama“, þótt það fjalli að nokkru leyti um örlög Græn- lendinga, er þeir liðu undir lok á 15. öld eða þar um bil. — Ég styðst að ýmsu leyti við sagnfræðilega vitneskju, en hef þó tiltölulega frjálsar hendur, enda veit nú enginn um seinustu æviár þeirra. Get ég drepið hér á nokkur atriði er ég hafði til hliðsjónar, þegar ég setti leikritið saman. Grænland virðist eins og ís- AGNAR ÞÓRÐARSON er sá rithöfundur yngri kynslóðar- innar hér á landi, sem einna mest má af vænta í fram- tíðinni. Einkum hefur hann getið sér gott orð fyrir hin ágætu útvarpsleikrit sín, en auk þess hefur hann sent frá sér tvær skáldsögur, scm hlotið hafa ágætar viðtökur, enda sérstæðar um margt og allóvanalegar í íslcnzkri skáldsagnagerð; eru þær t. d. ekki eins staðbundnar hér á landi, ef svo mætti að orði komast, eins og skáldsögur margra annarra höfunda — þær gætu gerzt næstum í hvaða landi heims sem er. ■jfc- Agnar Þórðarson er maður 37 ára að aldri. Hann er cand. mag. í íslenzkum fræðum frá Háskóla íslands og naut þar bókmcnntakennslu undir handleiðslu próf. Sigurðar Nordals sendiherra. Nú starfar hann sem bókavörður í Landsbókasafninu. — Agnar er sonur hjónanna Þórðar hcitins Sveinssonar yfirlæknis á Kleppi og konu hans, Ellen Sveinsson. ■jf Ritverk: — Haninn galar tvisvar (1949), Ef sverð þitt er stutt (1953), þrjú óútgefin útvarpsleikrit, Förin til Brasilíu, Spretthlauparinn og Andri, auk nokkurra smá- sagna. — í næsta mánuði verður svo frumsýnt i fyrsta sinn leikrit eftir Agnar, ÞEIR KOMA í HAUST — og vegna þess mikla atburðar á rithöfundaferli hans hitti ég hann að máli nú fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.