Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1954, Blaðsíða 5
r Föstudagur 24. des. 1954 MORGUJSBLAÐIÐ 5 gott og farsælt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu, Eorgarþvottahúsið Sverrir Bernhöft h.f. Gott og farsælt nýár og þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. O. P. Nielsen, rafvirkjameistari Kjartan Ásmundsson, < gullsmiður | GLEÐILEGRA JOLA og góðs og farsæls komandi árs ósþar öllum viðskipta- mönnum sínum Verzlunin Lárus F. Björnsson gott og farsælt nýár. Þökkum viðskiptin á iiðna árinu. Kjötverzlanir Hjalta Lýðssonar h.f. Hofsvailagötu 16. — Grettisgötu 64. og beztu þökk fyrir viðskiptin á árinu, sem er að líða. Sólvallabúðin, Sólvallagötu 9. Verzlunin Aldan, Öldugötu 29 Davíð S. Jónsson & Co. Heildverzlunin Edda h.f. Grófinni 1 Kápuverzl. og saumastofan, Laugaveg 12. Sterling h.f. Chemia h.f. Skíðagerðin Fönn, Skúlagötu 12 Framh. af bls. 4 Loks sá hann að Una gamla var búin að kveikja undir katl- inum og það fór að rjúka heima á Mýri. Fólkið var að koma á fætur og þá var hans löngu vöku- nótt lokið í það sinn. KAUÐFIT KEMUR ÚR EGGINU Brúnkolla lá nú stöðugt á, dag ©g nótt. Sú stund nálgaðist óð- um, að ungarnir færu að koma úr eggjunum. — Og einn daginn torast loks í einu þeirra og ung- inn gægðist út. Heldur var hann óburðugur og ekki fríður fyrst í stað, frá sjónarmiði manna, en það var fögnuður hjá æðarhjónunum. Þó var Brúnkolla ekki full- komlega ánægð. Ef allt var með felldu, átti nú hver unginn af öðrum að ungast út, en það komu ekki fleiri. Þegar vorið er kalí þá varp- ið hefst, verða vanhöld tíð hjá æðarfuglinum. Það virtist fyrir- sjáanlegt að fuglabörnin yrðu ekki eins mörg þetta árið og óft áður. Brúnkolla fann það einhvern- veginn á sér, að hin eggin myndu ekki ungast út. Kuldinn og væt- an um vorið, höfðu eyðilagt þau og gert þau ófrjó. Brúnkollu fannst þó bót í máli, að þetta var :myndar-ungi; dóttir, Svo ósköp fín og mjúk. Nefið á henni hafði alveg hina réttu lög- un, og hann pabbi hennar sagði, að hún yrði fríðleiks kvenfugl þegar hún stækkaði, og hann hafði nú vit á þesskonar. Það var ekki fyrr en seinna, að hún hlaut nafnið Rauðfit, því æðar- fuglarnir gefa ekki börnum sín- um nöfn. Nágrannakollan var heppnari. Hjá henni komust þrír ungar á legg. Þeir voru að vísu ekki nein fríðleiksbörn eins og hún litla-kolla hennar, en ekki ósnot- ur hópur þó. Brúnkollu fannst skömm að sjá hve móðir þeirra var tómlát um þá. Þarna gant- aðist hún við blikana út og suður, og svo var hún horfin einn daginn fyrir fullt og allt. Henni stóð víst alveg á sama um litlu greyin Brúnkolla tók hina þrjá mun- aðarleysingja hiklaust til fósturs. Hún vissi, að fyrsta móður- skylda hverrar æðarkollu var að koma ungum sínum á flot og sjá um að þeir færu sér ekki að voða. Það var ekki laust við, að Brúnkolla væri dálítið upp með sér, þegar hún rambaði út á vatnsbakkann með halarófuna og það kumraði í henni' af ánægju, þegar allir ungarnir tifuðu á smábárunni fyrir utan sefið. Friðsælar stundir fóru nú í hönd hjá mæðrum og ungum. Það var lónað á víkum1 og vog- um. Sofið í ilmandi grasi, en þess á milli var ungunum kennt allt sem æðarungar þurfa að kunna. Löng gat dvölin ekki orðið á Mýrarvatninu. Brúnkolla þurfti að komast til sjávar, sem fyrst. Hún þekkti af eigin reynslu þær torfærur, sem þurfti að yfirstíga á þeirri leið. Brúnkolla var sjálf fædd á þessum slóðum. Hún vissij að nið- ur af eyjunum byltist áin í foss- um og flúðum fram af hraunbrún inni. Við Æðarfossana voru allstaðar löðrandi straumkambar og sogandi hringiður. Hver fugl eða ungi, sem lagði út í slíkar hamfarir, varð oftast að synda upp á líf og dauða. Sjálf óttaðist Brúnkolla ekki fossana, en betra var að hafa ungana vel undir- þúna. Margir æðarungar höfðu farist við klettana eða hringiðan sogað þá í hylinn og ekki skilað þeim afíur. Vegna þess hve íossarnir voru erfiðir viðfangs, fóru sumar æðarkollur æíinlega á landi með unga sína, en ferðin út bjargið, hátt og hrikalegt, var löng og varasöm. A þessum slóðum leyndist líka önnur hætta. Yfir bjarginu og Æðarfossunum hnitaði veiði- hjallan eilífa hringa og sat um hvern unga er flæktist frá móð- ur sinni. Oft kastaði hún nér úr háalofti niður í árstrauminn og gleypti ungana lifandi, hvern af öðrum. — Enginn ránfugl er æð- arungunum skæðari, en veiði- bjallan. RAUDFIT FÆR RAUDA HRINGINN Um morguninn, sama daginn og Brúnkolla hóf ferð sína til sjávar, sá hún hvar veiðipramm- anum frá Mýri var róið í áttina til hennar. Þegar bátinn bar nær, sá hún að þetta voru börnin frá Mýri, Oli og Sigga, er þarna komu. Brúnkolla hræddist þau ekki, því að þau höfðu oft verið í varpinu um vorið, en hún sá einnig að strákur, sem hún þekkti ekki var líka með í förinni, svo það var nú vissara að vera við öllu búin. Brúnkolla hafði verið að snuðra meðfram hólmunum og ungarn- ir stolist dálítið frá, en nú jók hún skriðinn út á vatnið og kall- aði á ungana, — en hún varð oí sein. Bátinn bar svo brátt að hólm- anum, að áður en varði, hafði hann lokað leiðinni milli hennar og unganna. Þeir urðu ofsahrædd ir og þutu í allar áttir. Þeir kom- ust þó allir til fóstru sinnar, nema litlakolla, hún álpaðist upp í störina við vatnsbakkann og kúrði sig þar. Báturinn renndi að hólman- um, rétt fyrir ofan, þar sem ung- inn kúrði og strákarnir stukku í land. Þeir náðu unganum strax, þar sem hann faldi sig í grasinu, því hann var lamaður af hræðslu. —- Farið þið varlega með hann og lofið mér að sjá hann, kall- aði Sigga úr bátnum. — Láttu ekki svona stelpa, sagði Öli, sem nú var með ung- ann í lófanum. Við gerum hon- um ekkert mein, við ætlum bara að skoða hann. Börnin skoðuðu ungann í krók og kring og Sigga fékk líka að halda á honum svolitla stund. — Eg hef hér rauðan hring í vasanum, sagði Oli. Eigum við ekki að merkja ungann með hon- um, þá vitum við hvort hann kemur hingað aftur, þegar hann er orðinn stór. Þetta þótti hinum ágæt hug- mynd. Og svo smeygðu þau eld- rauðum hring urri fótinn á ung- anum og gáfu honum nafnið Rauðfit. Sú litla var nú auð- þekkt, hvert sem hún fór eða flæktist. Hún var ekkert hrædd lengur, og þegar krakkarnir slepptu henni, skoppaði hún mjúk lega á bárunni í áttina til móður smnar, með rauða merkið um íótinn. Brúnkollu létti, þegar dóttir hennar var komin í röðina aftur. Hún sá hvernig búið var að snotra telpukindina, en henni líkaði ekki meira en svo, að fólk væri svona nærgöngult. Það vissi enginn hvað gat hlotist af því. FERDIN OFAN FOSSANA Nú dvaldist Brúnkollu ekki lengur. Það var besta veður, og hópurinn hafði þegar nálgast fossbrúnina. Dunurnar frá Æðar- fossunum bárust með blænum til þeirra og hækkuðu stöðugt. Brúnkolla kaus að fara aust- asta fossinn, þótt hann væri hæst- ur og vatnsmestur. Móðir henn- ar hafði æfinlega gert það og heppnast vel. Ef til vill var þetta hættulegasta leiðin, en einnig sú skemmsta. — Ef engin óhöpp komu fyrir tók ferðin öll aðeins örfáar mínútur. Um leið og hópurinn barst hratt niður flúðina í Mjósund- inu, rétt fyrir ofan fossinn, skyggndist Brúnkolla sem snöggv ast um eftir óvininum, en veiði- bjallan sást hvergi. Þótt Brúnkolla sjálf gæti ílog- ið þennan spöl tram af brún- inni, kom henni ekki til hugar að yfirgefa ungana. — Eitt skildi yfir þau öll ganga. Eins og kólfi væri skotið, sent- ist hún með hópinn sinn fram á flughraðann strenginn á blá- brúninni og allt steyptist í hring- iðuna og hvarf. Þegar Brúnkollu skaut upp aft- ur, var hún á fleygiferð niður strenginn undir fossinum. •— Skammt fyrir ofan hana var Rauðfit litla og annar blika- unginn, en hin tvö sáust hvergi. Hin ægilega hringiða í foss- kerinu hélt þeim föstum. Hvernig sem þeir börðust um, sogaði straumurinn þá í sífellda hring- rás og fossöldurnar köstuðu þeim til og frá við bergvegginn. Það var ekki von til að kraft- ar þeirra entust lengi í slíkum hamförum, en lánið fylgdi þeim í þetta skiptið, því í einni sveifl- unni köstuðust ungarnir út úr hringiðunni og straumurinn greip þá og bar á stað niður ána. Brúnkolla hafði nú borist langt niður breiðina með Rauðfit og blikann. Hún synti þar fram og aftur og beið þeirra tveggja er vantaði. Loks sáust ungarnir koma fljót andi efst í strengnum. Þeir voru lifandi og báru sig vel, en í sömu andrá sveif veiðibjallan hátt í lofti út yfir foss’orúnina. Ovinurinn renndi eldsnörum sjónum yfir árstrauminn og kom strax auga á ungana. Hún lækk- aði óðara ílugið um leið og hún renndi sér í hálfhring yfir þeim en stevpti sér síðan ofan í vatn- ið. — Þegar hún flögraði klunna- lega upp aftur, var hún með eitt- hvað í gogginum, en annar ung- inn var horfinn. Brúnkolla synti hrædd upp- undir árbakkann og lét lítið á Frh. ai bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.